Innlent

Þjóðverjar áhugasamir um stangveiði

Nýtt útgerðarmynstur leit dagsins ljós á Tálknafirði í gær. Það byggir á því að skipstjórarnir sitja heima í stofu og horfa á þýska ferðamenn veiða fyrir sig og borga ferðamennirnir meira að segja fyrir það.

Níu Þjóðverjar komu frá Frankfurt til Tálknafjarðar í fyrrinótt og réru í gær til fiskjar á nokkrum hraðfiskibátum og veiddu af kvótum þeirra, en eigendur bátanna njóta afrakstursins. Þetta er fyrsti hópurinn af mörgum, sem væntanlegir eru till Tálknafjarðar í sumar til sjóstangveiða og má hver veiðimaður taka tuttugu kíló af fiski með sér heim til Þýskalands. Verið a er að reisa nokkur smáhýsi í grennd við sundlaugina til að hýsa gestina og eru fyrstu þrjú húsin tilbúin. Nú þegar hafa fjögur hundruð Þjóðverjar boðað komu sína til þessara veiða í sumar, sem er langt umfram væntingar heimamanna og swvipaða sögu mun vera að segja frá Súðavík, þar sem samskonar ferðaþjónusta er að taka til starfa, og þar í bæ fóru nokkrir á þýskunámskeið í vetur til að geta tekið betur á móti gestunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×