Erlent

Bjuggu til fyrirtæki

Bandaríska leyniþjónustan hefur kerfisbundið notfært sér tilbúin fyrirtæki sem ekkert er á bakvið til að halda leynd yfir fangaflugi. Þetta kemur fram í fyrstu niðurstöðum rannsókna Amnesty International á fangafluginu. Formaður Íslandsdeildar Amnesty segir stjórnvöld hér á landi hafa tekið ásökunum á hendur bandarísku leyniþjónustunni sem slúðri.

Skýrsla Amnesty byggir að miklu leiti á frásögn tveggja Jemena og fleiri fanga sem ekki vijla láta nafns síns getið. Jemenunum tveim var haldið í þrettán mánuði á leynilegum stað. Sérfræðingar á vegum Amnesty hafa rannsakað allar flugferðir fjögurra flugvéla, sem samkvæmt skýrslunni hafa flogið leynilega með fanga á vegum CIA meira en þúsund sinnum og ein þeirra lenti í Keflavík. CIA hafi nýtt sér reglur um frelsi einkaflugvéla til að lenda án heimildar á flugvöllum um allan heim og einkafyrirtæki hafi beinlínis verið nýtt til að halda leynd yfir fangafluginu.

Það sem er kannski enn merkilegra er að sum þessara fyrirtækja eru ekki einu sinni til samkvæmt skýrslunni, á bakvið þau eru hvorki heimasíður né skrifstofur og þau því í raun ekkert nema pappírsfyrirtæki í eigu CIA.

Jóhanna segir í þessu ljósi sérstaklega mikilvægt að íslensk flugfelög kanni vel bakgrunn allra fyrirtækja sem þau eiga viðskipti við og tryggi að ekki sé verið að nota leiguflug til að brjóta mannréttindi. Enn fremur sé orðið tímabært að íslensk stjórnvöld láti almennilega til sín taka í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×