Innlent

Þyngri refsingar við heimilisofbeldi

MYND/E.Ól.

Með frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi verður heimilt að þyngja refsingar fyrir ofbeldi sem á sér stað inni á heimili. Hingað til hefur ekki verið gerður greinarmunur á ofbeldi sem á sér stað inni á heimili og öðrum ofbeldisverkum. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir þó ekki gengið nógu langt.

Heimilisofbeldi er hvergi nefnt í íslenskum hegningarlögum og einnig þyrfti að taka þyngra á andlegu ofbeldi inni á heimili . Ágúst Ólafur segir nauðsynlegt að heimilisofbeldi sé skilgreint sem sérstakt refsivert athæfi en falli ekki undir almenn ákvæði um líkamsmeiðingar.

Hann segir ofbeldi sem á sér stað inni á heimili oft öðruvísi að upplagi en önnur ofbeldisverk. Þetta sé oft langvarandi og endurtekið ofbeldi, andlegt ekki síður en líkamlegt. Að auki sagði hann of sjaldan kært í heimilisofbeldismálum, það þyrfti með markvissari hætti að hvetja fórnarlömb heimilisofbeldis til þess að koma upp um og kæra ofbeldi inni á heimilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×