Fleiri fréttir

Öryrkinn ósigrandi upp Esjuna

Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Þetta ætlar öryrkinn ósigrandi, eins og hann kallar sig, að sanna í Esjuferð sinni en hann stefnir á að vera kominn á toppinn á miðnætti í kvöld. Ungmennahreyfing Sjálfsbjargar stendur fyrir verkefninu með aðstoð góðra manna.

Vogaskóli rifinn að hluta

Yngstu bekkirnir í Vogaskóla koma til með að stunda nám sitt í gömlu verslunarhúsnæði næsta vetur. Verið er að rífa niður hluta skólans og nýtt húsnæði verður ekki tilbúið fyrr en undir árslok 2006.

Sumarhátíð Vinnuskólans

Þrjú þúsund glaðbeittir unglingar gerðu sér dagamun í Laugardalnum í morgun þegar sumarhátíð Vinnuskólans var haldin í sautjánda sinn. Aðstandendur hátíðarinnar völdu svo sannarlega rétta daginn til hófsins, því sólin skein loks sínu skærasta í höfuðborginni í dag, eftir margar heldur gráar vikur.

Starfsmenn hætta í Landakotsskóla

Ingibjörg Kjartansdóttir, forstöðumaður heilsdagsskólans í Landakotsskóla, sagði upp störfum í vikunni vegna ástandsins í Landakotsskóla. Annar starfsmaður heilsdagsskólans hefur einnig sagt upp störfum, en alls vinna þrír við hann.

Fjórir sækja um Landakot

Fjórir umsækjendur eru um stöðu skólastjóra í Landakotsskóla. Þeir eru Guðlaug Teitsdóttir, Laufey Jónsdóttir, Regína Höskuldsdóttir og einn sem óskar nafnleyndar. Laufey er einn ósáttu kennaranna við skólann og hinir tveir hafa starfað sem skólastjórar.

Sumir öryrkjar gætu misst bæturnar

Landssamtök lífeyrissjóða standa nú að heildarathugun á tekjum þeirra öryrkja sem fá bætur og hefur framkvæmd athugunarinnar sætt nokkurri gagnrýni.

Bréf send til 1300 öryrkja

Alls voru um 1300 öryrkjar krafðir um skattframtöl síðustu þriggja ára fyrir örorkumat. "Skattstofur hafa brugðist vel við fólki sem leitar til þeirra," segir Matthildur Hermannsdóttir, framkvæmdastjóri greiðslustofu lífeyrissjóðanna.

Bjór með Níkótíni

Þýski bjórframleiðandinn Nautilus hefur hafið framleiðslu á bjór með níkótíni sem á að geta komið í stað níkótínsplásturs eða -tyggjós. Bjórinn er 6,3 prósent að styrkleika og ein 25 cl flaska inniheldur einn þriðja af níkótínmagni heils sígarettupakka.

Íbúðalánasjóður í kringum lögin

Af samkomulagi um innheimtu krafna, sem er viðuaki við lánasamning Íbúðalánasjóðs við banka og öðrum gögnum sem Fréttastofa Stöðvar 2 hefur undir höndum, er ekki annað hægt að ráða en að bankarnir leppi í raun lánveitingar Íbúðalánasjóðs til einstaklinga sem eru umfram þær heimildir sem sjóðurinn hefur samkvæmt lögum til að lána eða tæpar sextán milljónir.

Hert landamæraeftirlit

Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir hertri landamæragæslu af ótta við að mótmælendur frá G8- fundinum í Skotlandi komi hingað til lands og mótmæli virkjanaframkvæmdum. Frést hefur af íslenskum mótmælendum þar og þá hefur verið sett upp heimasíða með ferðaleiðbeiningum fyrir mótmælendur. RÚV greindi frá þessu.

Gæslukonur funda í næstu viku

"Við erum baráttukonur og ætlum að standa á okkar máli," segir Guðrún Guðjónsdóttir, forstöðukona á gæsluvellinum í Malarási í Reykjavík, en henni ásamt rúmlega tuttugu öðrum konum hefur verið sagt upp störfum þegar gæsluvöllum borgarinnar verður lokað 1. september næstkomandi.

Icelandair ógildir greidda farmiða

Icelandair ógildir farmiða þeirra farþega sem kaupa miða með félaginu og hafa ekki nýtt fyrri helming farseðilsins. Þannig hefur farþegi sem kaupir sér far fram og til baka til einhvers áfangastaðar félagsins og nýtir ekki fyrri ferðina, glatað rétti sínum til að nýta sér seinni hluta farmiðans enda þótt viðkomandi eigi bókað sæti.

Styttra milli ferða á háannatímum

Leiðakerfi strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu hefur verið gjörbylt og verður nýja kerfið tekið í notkun laugardaginn 23. júlí. Það miðar að því að koma farþegum á milli hverfa á sem stystum tíma og verða farnar ferðir á tíu mínútna fresti á háannatímum á sex stofnleiðum sem aka með fáum stoppum á milli helstu íbúðar- og atvinnuhverfa.

Starfsleyfi Alcoa dregið í efa

Ólöglegt er að halda áfram framkvæmdum við álverksmiðju Alcoa í Reyðarfirði þar til nýtt mat á umhverfisáhrifum hefur farið fram. Þessu heldur Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður og náttúrufræðingur fram.

Stefán Jón gegn Steinunni?

Kúvending á málflutningi viðræðunefndar Samfylkingarinnar eftir fund með ráðamönnum í flokknum olli því að sátt náðist á fundi R-lista flokkanna í gær. Náist sátt um áframhaldandi samstarf stefnir í baráttu núverandi borgarstjóra og Stefáns Jóns Hafstein um borgarstjórastólinn.

Kríuvarp nánast horfið sumstaðar

Fádæma lélegt kríuvarp hefur verið við vestanvert landið, í Breiðafirði, á Snæfellsnesi og Reykjanesi og á Norðurlandi. Fuglinn verpir seint eða ekki og sumstaðar er kríuvarp nánast horfið.

Fyrsta ferðin síðan Columbia fórst

Geimferjunni Discovery verður skotið á loft frá Canaveral-höfða á Flórída á morgun. Þetta er fyrsta ferð ferjunnar í geiminn frá því geimferjan Columbia fórst í ferð sinni til jarðar fyrir tveimur árum en öll áhöfnin lét lífið.

Gjaldfrjáls leikskóli um allt land

Gjaldfrjáls leikskóli er það sem koma skal um allt land, segir sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Frá og með 1. september borga Súðvíkingar ekkert fyrir að senda börn sín í leikskóla.

Þrívíddarskönnun við jarðgangagerð

Ný tækni, þrívíddarskönnun með leysigeislum, gefur bormönnum Arnarfells á Eyjabökkum mun nákvæmari mynd af framvindu jarðgangagerðar en hingað til hefur þekkst hérlendis.

Lestarlys í Pakistan

Að minnsta kosti 150 manns eru látnir eftir árekstur þriggja farþegalesta í suðurhluta Pakistan í morgun. Þá eru yfir 800 hundruð manns slasaðir. Slysið átti sér stað með þeim hætti að verið var að laga eina lestina þegar næturlest kom á fullri ferð og lenti á henni.

Gegnumlýsing í Leifsstöð biluð

Gegnumlýsingartæki í Leifsstöð bilaði í gær og tókst ekki að gegumlýsa allan farangur einnar flugvélar sem hélt utan í gærdag. Reynt var að notast við sérstaka bifreið sem notuð er til að gegnumlýsa farangur en hún er ekki jafn afkastamikil og tækin inni í flugstöðinni. Því voru tólf töskur skildar eftir og verða þær sendar með öðrum flugvélum í dag, en frá þessu er greint á vef Víkurfrétta.

Tveir pakistanskir Bretar grunaðir

Tveir mannanna sem grunaðir eru um að hafa framið hryðjuverkaárásirnar á London á fimmtudag voru 19 og 22 ára Bretar, búsettir í Leeds en af pakistönskum uppruna.  Mennirnir eru sagðir hafa verið vinir og aldrei verið grunaðir um tengsl við hryðjuverkasamtök. Þeir voru sagðir mjög indælir og virðist sem öllum hafi líkað vel við þá.

Sprengiefni fannst í bíl í Luton

Sprengiefni fannst í bíl við lestarstöð í Luton, sem er um 50 kílómetra norður af London, í gær. Lögreglan greindi frá því að hún hefði lokað lestarstöðinni á meðan sprengjusérfræðingar skoðuðu málið en þeir sprengdu þrjár sprengjur í bílnum undir eftirliti en fundur þessi er talinn mjög hjálplegur rannsókninni.

Óeirðir á N - Írlandi

Að minnsta kosti 60 lögreglumenn og tíu óbreyttir borgarar særðust þegar Kaþólikkar á Norður Írlandi hentu heimtilbúnum handsprengjum, bensínsprengjum og annars konar vopnum að lögreglumönnum eftir göngu mótmælenda, svokallaða göngu Appelsínugulu reglunnar, sem farin var um borgir og bæi á Norður-Írlandi.

Verð á íbúðarhúsnæði fer lækkandi

Vísbendingar eru um að íbúðarhúsnæði sé hætt að hækka í verði og hafi jafnvel lækkað lítillega síðustu daga, að mati Greiningardeildar Íslandsbanka. Deildin byggir þetta á gögnum frá Fasteignamati Ríkisins þar sem fram komi að verð á íbúðum í fjölbýli hafi hækkað mjög lítið síðustu dagana og lækkað um nokkur prósent í sérbýli á sama tímabili.

Ofsaakstur á nýju Hringbrautinni

Ökumaður var stöðvaður á nýju Hringbrautinni í Reykjavík í gærkvöldi eftir að lögregla hafði mælt hann á hundrað sextíu og fjögurra kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar. Hann var því á rösklega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða, eða níutíu og fjórum kílómetrum yfir hámarkshraðanum.

Maður slasast í Esjugöngu

Björgunarsveit og neyðarsveit frá Slökkviliðinu voru kallaðar út í gærkvöld til að leita að rosknum manni sem saknað var í hlíðum Esjunnar. Áður en skipuleg leit hófst, fann kona manninn skammt frá bílastæðunum neðan við aðal uppgönguleiðina í Kollafirði. Hann hafði dottið og meiðst á höfði, og vankast við það.

Olíuborpallur mikið skemmdur

Olíuborpallur, í eigu BP, er mikið skemmdur eftir að fellibylurinn Dennis reið þar yfir á mánudag. Pallurinn er um 240 kílómetra suðvestur af New Orleans í Bandaríkjunum en búið var að koma öllum í land áður en atvikið átti sér stað.

Elsta panda í heimi dáin

Elsta panda í heimi er dáin, 36 ára að aldri en það jafngildir 108 mannsárum. Pandan hefur búið undanfarin tuttugu ár í dýragarði í suðurhluta Kína eða frá árinu 1985. Pandabirnir eru orðnir afar fáir, en aðeins er talið að 1600 pandabirnir séu eftir í öllum heiminum, en þar af eru 120 þeirra í dýragörðum víðs vegar um heiminn.

Sjálfsmorðsárás í Bagdad

Að minnsta kosti 25 börn og einn amerískur hermaður féllu í sjálfsmorðssprengjuárás sem gerð var í Bagdad, höfuðborg Íraks í morgun. Þá er talið að 25 manns til viðbótar hafi særst í árásinni. Sprengingin átti sér stað nálægt herstöð Bandaríkjamanna en hermennirnir voru að gefa börnunum sælgæti þegar atvikið átti sér stað.

Kennsl borin á líkið

Maðurinn sem fannst myrtur í Boksburg í Suður Afríku á sunnudag hét Gísli Þorkelsson. Hann var fæddur árið 1951 og hafði búið í Suður Afríku í ellefu ár. Dánarorsök er ókunn en búist er við að líkið verði krufið á morgun Kona og karl eru grunuð um að hafa myrt manninn og mæta þau fyrir rétt í dag þar sem þeim verða birtar ákærur. Þau verða ákærð fyrir morð og fjársvik.

Danir taki hótanir alvarlega

Danmörk er næsta skotmark hryðjuverkamanna í Evrópu, segja samtökin al-Qaida í nýrri yfirlýsingu. Hryðjuverkasérfræðingur segir að Danir verði að taka endurteknar ógnanir um árás alvarlega. Samtökin sem stóðu að baki árásunum í Madríd í fyrra, og kennd eru við Abu Hafs al-Masri, birtu yfirlýsingu á netinu á sunndaginn, skrifar dagblaðið Jyllands Posten í morgun.

Atvinnuréttindi útlendinga aukin

Vinnuhópur á vegum Félagsmálaráðuneytisins og Dómsmálaráðuneytisins er að vinna hugmyndir að lagabreytingu, sem miða að því að afnema takmarkanir á atvinnuréttindum útlendinga frá nýju Evrópusambandsríkjunum.

Sprengdi sektarskala lögreglunnar

Ökumaður, sem var stöðvaður á nýju Hringbrautinni í Reykjavík í gærkvöldi eftir að lögregla hafði mælt hann á hundrað sextíu og fjögurra kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar, sprengdi sektarskala lögreglunnar.

Met í Norðurá

Veiðifélagarnir Þórarinn Sigþórsson tannlæknir og Ingólfur Ásgeirsson flugmaður veiddu í sameiningu sjötíu og tvo laxa á eina stöng á þremur dögum í Norðurá í vikunni og hefur aldrei fyrr fengist annar eins afli á eina stöng úr ánni.

Stuðningsfundur í Garðasókn

Stuðningsmenn og velunnarar séra Hans Markúsar Hafsteinssonar sóknarprests í Garðaprestakalli halda stuðningsfund í kvöld í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður mun mæta á fundinn og svara spurningum sem varða deilurnar í Garðasókn sem staðið hafa lengi yfir.

Fyrstu kartöflurnar í búðir í dag

Fyrstu nýju íslensku kartöflurnar koma í búðir á höfuðborgarsvæðinu í dag eftir að kartöflubændur í Þykkvabæ hófu að taka upp eldsnemma í morgun. Upptaka hófst sama dag í fyrra. Kartöflubændur ætla nú í fyrsta sinn að bjóða daglega upp á nýuppteknar kartöflur, eða eins lengi og uppskerutíminn stendur, og verða þær í sérmerktum umbúðum.

Halldór fundar í Japan

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra átti í dag fund með japönskum þingmönnum í Tókýó þar sem hann hélt erindi um efnahagsmál á Íslandi. Á fundinum ítrekaði forsætisráðherra að lokið yrði við gerð loftferðarsamnings milli ríkjanna og einnig undirstrikaði hann ósk íslenskra stjórnvalda um að gerður yrði tvísköttunarsamningur milli ríkjanna.

Aron Pálmi fær námssjóð

Stuðningshópur Arons Pálma Ágústssonar sem situr í stofufangelsi í Texas í Bandaríkjunum mun á morgun leggja hálfa milljón króna í sérstakan námssjóð fyrir Aron Pálma, en hann verður tuttugu og tveggja ára á morgun.

Konan játar að hafa banað Gísla

Konan sem kom fyrir rétt í dag í Boksburg í Suður Afríku hefur játað að hafa orðið Gísla Þorkelsyni að bana, en frá þessu er greint á fréttavef News 24 í Suður Afríku. Konan og maðurinn voru úrskurðuð í gæsluvarðhald til 22. ágúst eða þar til þau koma aftur fyrir rétt þar í landi.

Ekki dregur úr flugi til Lundúna

Hryðjuverkin í Lundúnum á fimmtudag, þar sem að minnsta kosti 52 biðu bana og fjöldi særðist, hafa lítt eða ekki dregið úr áhuga fólks á að ferðast til borgarinnar.

Vígamenn drepa börn í Kenía

Talið er að minnsta kosti 60 manns hafi fallið í árásum vígamanna á þorpið Turbi í norðausturhluta Kenýa í gærmorgun. Þorpsbúar í Turbi, sem aðallega er byggt Gabra-fólki, segir hóp Borana-vígamanna frá Eþíópíu hafa ráðist inn í þorpið í dögun og setið fyrir börnum á leið í skóla.

18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun

Þrjátíu og átta ára gamall karlmaður var í Héraðsdómi Vestfjarða í dag dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa nauðgað átján ára stúlku á Ísafirði í júní í fyrra. Maðurinn, var ákærður fyrir að hafa haft samræði við stúlkuna á heimili hennar gegn vilja hennar, en stúlkan var mjög ölvuð þegar nauðgunin átti sér stað.

Atvinnuleysi í lágmarki

Atvinnuleysi á landinu var 2,1 prósent í júní og dróst saman um 0,1 prósent frá fyrri mánuði og hefur atvinnuleysi ekki mælst jafn lágt síðan í desember 2001 en þá mældist það 1,9 prósent. Að því er fram kemur í hálf fimm fréttum KB banka jókst atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu um 01, prósent en minnkaði á sama tíma á landsbyggðinni um 0,2 prósent.

Gæsluvarðhald fellt úr gildi

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhald yfir 27 ára gömlum erlendum manni. Maðurinn hafði áður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraðsdómi vegna gruns um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum fæddum árið 1994.

Sjá næstu 50 fréttir