Fleiri fréttir Fallbyssuskot til heiðurs Ólafi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun í dag fara um borð í rússneska herskipið Aðmírál Levsenkó. Nítján fallbyssuskotum verður hleypt af honum til heiðurs. 12.7.2005 00:01 Aldrei hærri rafleiðni í Múlakvísl Hæsta rafleiðni sem nokkru sinni hefur sést í Múlakvísl mældist þar í síðustu viku en áin rennur undan Kötlu í Mýrdalsjökli. Leiðnin kom fram á síritum Orkustofnunar síðastliðinn miðvikudag en hækkandi leiðni er talin meðal fyrirboða umbrota í Kötlu. 12.7.2005 00:01 Mótmæla uppsögnum gæslukvenna Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla uppsögnum tuttugu og tveggja starfskvenna á gæsluvöllum Reykjavíkurborgar sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. Í yfirlýsingu frá borgarfulltrúm flokksins segir að uppsagnirnar séu skýr brot á loforðum R-listans um að viðkomandi starfsmönnum yrðu fundin önnur störf við hæfi hjá borginni. 12.7.2005 00:01 6 mánuðir fyrir árásir með flösku Tvítugur maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að slá tvo menn með glerflösku í menningarnótt árið 2003. Fimm mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til tveggja ára. 12.7.2005 00:01 London: Líklega sjálfsmorðsárásir Breska fréttastöðin Sky hefur það eftir heimildum innan lögreglunnar að fjórir tilræðismenn í sprengjuárásunum í London í síðustu viku hafi látist í árásunum. Ýtir þetta undir þann grun að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða. 12.7.2005 00:01 Ódýrari símtöl til útlanda Og Vodafone hefur tekið í notkun nýja þjónustu sem nefnist 1010 en með henni geta viðskiptavinir hringt ódýrari símtöl til útlanda. Með því að velja 1010 í stað 00 þegar hringt er til útlanda geta notendur fengið 16-40% afslátt af almennri verðskrá. 12.7.2005 00:01 Grunur um að a.m.k. einn hafi dáið Breska lögreglan er enn að reyna að komast að því hvort allir fjórir sprengjutilræðismennirnir í London í síðustu viku hafi látist í árásunum. Talsmaður lögreglunnar greindi frá þessu í beinni útsendingu á Sky-fréttastöðinni rétt í þessu. Sterkar vísbendingar eru um að a.m.k. einn þeirra hafi látist í sprengingunni við Aldgate-lestarstöðina. 12.7.2005 00:01 Ný stöð Atlantsolíu Atlantsolía hefur fengið vilyrði fyrir lóð undir bensínstöð félagsins í Skeifunni og munu framkvæmdir við uppsetningu hefjast í næstu viku. 12.7.2005 00:01 Ekki hægt að lofa betra veðri Veðrið hefur ekki staðið undir væntingum margra þetta sumarið og byrjar júlí, sem jafnan er hlýjasti mánuður ársins, ekki vel sunnan- og vestanlands. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir engu hægt að lofa um betra veður. 12.7.2005 00:01 Með 300 ketti á heimilinu Rúmlega 300 kettir voru fjarlægðir af heimili eldri konu í Virginíufylki í Bandaríkjunum á dögunum. Um þriðjungur kattanna var dauður. 12.7.2005 00:01 Tvennum sögum fer af mannfalli Tvennum sögum fer af mannfalli í sjálfsmorðssprengjuárás í verslunarmiðstöð í Ísrael fyrr í dag. Meðlimur öryggisveitar á vettvangi segir að a.m.k. 30 hafi látist. Annar heimildarmaður segir aðeins þrjá hafa farist. 12.7.2005 00:01 Tekinn með 402 grömm af hassi Tvítugur maður var handekinn eftir að nokkurt magn fíkniefna fannst í bíl hans þegar hann kom til Vestmannaeyja með Herjólfi síðasliðinn föstudag. Í bílnum fundust 402 grömm af hassi, tíu grömm af amfetamíni og sex grömm af kókaíni. 12.7.2005 00:01 Sýnir málverk í Hljómskálagarðinum Einar Hákonarson listmálari ætlar að sýna hátt í níutíu málverk í tveimur stórum tjöldum í Hljómskálagarðinum í Reykjavík í ágúst. Sýningin hefst kvöldið fyrir Menningarnótt, stendur yfir í um tíu daga og ber nafnið: Í grasrótinni. 12.7.2005 00:01 30.000 evrópsk sjúkratryggingakort Tæplega 32 þúsund Íslendingar fengu sér evrópska sjúkratryggingakortið hjá Tryggingastofnun í maí og júní. Viðtökurnar hafa verið mun betri en reiknað var með en áður en útgáfa kortanna hófst þann 1. maí var gert ráð fyrir því að um þrjátíu þúsund kort yrðu gefin út á árinu. 12.7.2005 00:01 Áhyggjur af framtíð kjarasamninga Kerfisbreytingin vegna dísilolíunnar veldur hækkun á vísitölu neysluverðs. Alþýðusamband Íslands segir hækkun vísitölunnar ekki koma á óvart og þar á bæ hafa menn áhyggjur af framtíð kjarasamninga. 12.7.2005 00:01 Minni losun gróðurhúsalofttegunda Heildarútstreymi gróðurhúsalofttegunda minnkaði um rúmt prósent milli áranna 2002 og 2003. Helstu ástæður lækkunarinnar eru minna útstreymi frá sjávarútvegi og landbúnaði en útstreymi frá samgöngum, iðnaði og byggingarstarfsemi jókst milli ára. 12.7.2005 00:01 Íslensk börn fá ekki nóg D-vítamín Hátt hlutfall íslenskra barna fær ekki nægilega mikið D-vítamín dag hvern að sögn Ingu Þórsdóttur næringarfræðings, sem rannsakað hefur D-vítamínneyslu íslenskra barna. 12.7.2005 00:01 Foreldrarnir vilja áfrýjun Foreldrar stúlku sem beið bana þegar ekið var á hana við Bíldudal í fyrra vilja að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur Vestfjarða vísaði bótakröfu þeirra frá þar sem ekki hafi verið um stórfellt gáleysi að ræða. 12.7.2005 00:01 Enginn lýst ábyrgð á sprengingunni Einn lögreglumaður særðist lítillega þegar sprengja sprakk við kaffihús menningarstofnunar Ítalíu í Barcelona á Spáni í morgun. Talið er að ítalskir stjórnleysingjar standi á bak við atvikið en enn sem komið er hefur enginn lýst ábyrgð á því. 12.7.2005 00:01 Bendir allt til sjálfsmorðsárása Talið er að fjórir tilræðismenn hafi verið meðal þeirra sem létu lífið í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum síðastliðinn fimmtudag. Breska lögreglan greindi frá þessu síðdegis og bendir allt til þess að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða. 12.7.2005 00:01 PFS vill skýringar á viðgerðartöf Póst- og fjarskiptastofnun hefur ritað forsvarsmönnum Farice sæstrengsins bréf þar sem óskað er eftir skýringum á óhóflegu rofi á þjónustunni fyrir um hálfum mánuði síðan. 12.7.2005 00:01 Grunur um morð á Íslendingi Lík af manni á fertugsaldri sem fannst í Suður-Afríku um helgina er sagt kunna vera af íslendingi sem búið hefur í Jóhannesarborg í um tíu ár. Yfirvöld hér heima hafa sent lögreglu í Suður-Afríku fyrirspurnir vegna málsins, en ekki er vitað af hverjum líkið er. 12.7.2005 00:01 Kvaðir lagðar á símafyrirtæki Póst- og fjarskiptastofnun ætlar að leggja nýjar kvaðir á bæði Símann og Og Vodafone í tengslum við greiningu markaða í farsímarekstri, en slíka greiningu segist stofnunin eiga að framvæma lögum samkvæmt. 12.7.2005 00:01 Öryggismyndavél með símkorti Hafin er sala á nýrri eftirlitsmyndavél frá Nokia sem sögð er geta hentað fyrir heimili og eins til að hafa auga með sumarbústöðum. 12.7.2005 00:01 Ólafur 19 - Davíð 17 Skothríð hélt áfram við Reykjavíkurhöfn í dag, þriðja daginn í röð. Skipverjar á rússneskan herskipinu Lesjenkó aðmíráli skutu nítján heiðursskotum í loftið, Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, til heiðurs en hann skoðaði skipið í dag. Forsetinn fékk tveimur heiðursskotum meira en Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem var á sömu slóðum í gær. 12.7.2005 00:01 Norskur fjársvikari fyrirfór sér Norski fjársvikarinn Ole Christian Bach skaut sig í bifreið sinni á flótta undan sænsku lögreglunni á mánudagskvöld. Mikil umræða var um málið í skandinavískum fjölmiðlum í gær og hefur lögmaður Bach óskað eftir rannsókn á dauða hans. 12.7.2005 00:01 Fyrrum forsætisráðherra í rannsókn Saksóknarar í Rússlandi hófu á mánudag rannsókn á meintum fjársvikum Mikhail Kasyanov, sem var forsætisráðherra Rússlands árin 2000-2004. Eftir að Pútín Rússlandsforseti rak hann úr embætti á síðasta ári gerðist Kasyanov einn harðasti gagnrýnandi Pútins. 12.7.2005 00:01 Sjálfsmorðsárás í Ísrael Átján ára gamall Palestínumaður framdi sjálfsmorðssprengjuárás utan við verslunarmiðstöð í bænum Netanía í gær. Tvær konur létust og þrjátíu særðust í árásinni. Þetta er önnur sjálfsmorðsárásin síðan vopnahlé var samþykkt fyrir fimm mánuðum. 12.7.2005 00:01 Húsleit hjá Intel <font face="Helv">S</font>amkeppnisyfirvöld í Evrópu leituðu í gær óvænt samtímis á skrifstofum Intel í Bretlandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Intel er stærsti framleiðandi tölvuörgjörva í heiminum með 90 prósent markaðshlutdeild, 12.7.2005 00:01 Líklega sjálfsmorðsárásir Breska lögreglan rannsakar nú hvort fjórir meintir sjálfsmorðsárásarmenn hafi verið meðal þeirra látnu í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum. Í gærkvöld sagðist hún hafa sannanir fyrir því að í það minnsta einn sprengjumaður hafi látist og verið væri að kanna hvort svo hefði verið um þá alla. 12.7.2005 00:01 Sló mann með brotinni glerflösku Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær tvítugan karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir líkamsárás á menningarnótt árið 2003. Fimm mánuðir eru skilorðsbundnir. Þá skal hann greiða ákæranda 60.000 krónur í skaðabætur og lögmannskostnað. Hann sló ítrekað til kæranda með brotinni flösku og olli alvarlegum, en þó ekki lífshættulegum, áverkum. 12.7.2005 00:01 Loftbrú frá Íslandi í sextíu ár Íslendingar hafa síðustu sextíu árin notið þess að tengjast öðrum löndum með reglubundnu áætlunarflugi. Þessum tímamótum var fagnað á flugvellinum í Glasgow í gær þar sem gamli og nýi tíminn í fluginu mættust í bókstaflegri merkingu. 12.7.2005 00:01 Konum á gæsluvöllum sagt upp Össur Skarphéðinsson segir að verið sé að brjóta loforð með því að segja upp tuttugu og tveimur konum á gæsluvöllum borgarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson segir konunum sýnt virðingarleysi. 12.7.2005 00:01 Útkall vegna eldri manns Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út um níuleytið í gærkvöld vegna 65 ára manns sem hafði ekki skilað sér af Esjunni. Maðurinn hafði farið að heiman um hádegið og búist var við honum síðdegis. 12.7.2005 00:01 Grunur um morð á Íslendingi Grunur leikur á að Íslendingur hafi verið myrtur í Suður-Afríku og líki hans komið fyrir í tunnu fullri af steypu. Tvennt er í haldi lögreglunnar vegna málsins. 12.7.2005 00:01 Sprenging í verslunarmiðstöð Sprenging varð í verslunarmiðstöð í bænum Netanya í Ísrael fyrir stundu. Að sögn útvarpsins á staðnum eru margir látnir. Nánari upplýsingar um sprenging<font face="Courier New">una</font> liggja ekki fyrir að svo stöddu. 12.7.2005 00:01 Hella de Islandia Þó aðeins séu fimmtán Chílebúar skráðir sem íbúar á Hellu er þetta samfélag mun stærra. Fjölmargir hafa færst sig um set og búa nú á Hvolsvelli en eru í góðum tengslum við granna sína og landa á Hellu. 12.7.2005 00:01 Öryggisgæsla í hámarki Öryggisgæsla í London hefur enn verið hert og er nú í algjöru hámarki þar sem mennirnir sem frömdu hryðjuverkin á fimmtudaginn eru enn á lífi og undirbúa aðra árás. Þessu er haldið fram í breska dagblaðinu <em>Times</em> í morgun. 11.7.2005 00:01 Rúta vó salt á vegkanti Skelfing greip um sig í hópi þrjátíu erlendra ferðamanna sem voru um borð í rútu sem var rétt farin út af veginum á Steingrímsfjarðarheiði í gær. Vegkantur gaf sig og fór rútan hálf út af veginum og vó þar salt. 11.7.2005 00:01 Sjö Írakar myrtir í morgun Hópur uppreisnarmanna myrti í morgun sjö írakska hermenn nærri höfuðborginni Bagdad. Uppreisnarmennirnir óðu inn í eftirlitsstöð hersins og skutu þar á allt sem fyrir varð. Fimm manns særðust í skotbardögunum sem stóðu í um hálfa klukkustund. 11.7.2005 00:01 Falast eftir 130 milljarða aðstoð Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar að falast eftir ríflega tveggja milljarða dollara aðstoð, eða rúmlega 130 milljarða króna, frá Bandaríkjunum vegna fyrirhugaðs brottfluttnings frá Gasa ströndinni. Frá þessu greinir ísraelskt dagblað í morgun og þar segir jafnframt að stefnt sé að því að hefja brottfluttninginn strax í næsta mánuði. 11.7.2005 00:01 Ræningjarnir yfirheyrðir í dag Mennirnir tveir sem rændu lyfjum úr apótekinu í Austurveri í gær og peningum á Dominos Pizzu í Spönginni, vopnaðir hnífi og skrúfjárni, eru enn í haldi lögreglu og verða yfirheyrðir nánar í dag. Meðal annars verður kannað hvort þeir hafi fleiri afbrot á samviskunni. 11.7.2005 00:01 Fellibylurinn Dennis geysist áfram Fellibylurinn Dennis geysist nú um Suðausturströnd Bandaríkjanna á meira en fimmtíu metrum á sekúndu. Yfirvöld hafa hvatt nærri tvær milljónir manna til að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins. Nú þegar hafast um tíu þúsund manns við í neyðarskýlum og hótel á Suðausturströndinni eru þétt setin. 11.7.2005 00:01 Bakijev kjörinn forseti Kirgistans Kurmanbek Bakijev hefur verið kjörinn forseti Kirgistans. Þegar búið var að telja nærri öll atkvæði í morgun hafði Bakijev hlotið nærri áttatíu og níu prósent talinna atkvæða og því unnið kosningarnar með algjörum yfirburðum. 11.7.2005 00:01 Fékk veiðarfærin í skrúfuna Fiskibátur sem var að veiðum skammt frá Vestmannaeyjum í nótt fékk veiðarfærin í skrúfuna og varð við það vélarvana og stjórnlaus. Skipstjóri kallaði á Lóðsinn í Eyjum til aðstoðar sem dró bátinn til hafnar í Eyjum. 11.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fallbyssuskot til heiðurs Ólafi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun í dag fara um borð í rússneska herskipið Aðmírál Levsenkó. Nítján fallbyssuskotum verður hleypt af honum til heiðurs. 12.7.2005 00:01
Aldrei hærri rafleiðni í Múlakvísl Hæsta rafleiðni sem nokkru sinni hefur sést í Múlakvísl mældist þar í síðustu viku en áin rennur undan Kötlu í Mýrdalsjökli. Leiðnin kom fram á síritum Orkustofnunar síðastliðinn miðvikudag en hækkandi leiðni er talin meðal fyrirboða umbrota í Kötlu. 12.7.2005 00:01
Mótmæla uppsögnum gæslukvenna Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla uppsögnum tuttugu og tveggja starfskvenna á gæsluvöllum Reykjavíkurborgar sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. Í yfirlýsingu frá borgarfulltrúm flokksins segir að uppsagnirnar séu skýr brot á loforðum R-listans um að viðkomandi starfsmönnum yrðu fundin önnur störf við hæfi hjá borginni. 12.7.2005 00:01
6 mánuðir fyrir árásir með flösku Tvítugur maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að slá tvo menn með glerflösku í menningarnótt árið 2003. Fimm mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til tveggja ára. 12.7.2005 00:01
London: Líklega sjálfsmorðsárásir Breska fréttastöðin Sky hefur það eftir heimildum innan lögreglunnar að fjórir tilræðismenn í sprengjuárásunum í London í síðustu viku hafi látist í árásunum. Ýtir þetta undir þann grun að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða. 12.7.2005 00:01
Ódýrari símtöl til útlanda Og Vodafone hefur tekið í notkun nýja þjónustu sem nefnist 1010 en með henni geta viðskiptavinir hringt ódýrari símtöl til útlanda. Með því að velja 1010 í stað 00 þegar hringt er til útlanda geta notendur fengið 16-40% afslátt af almennri verðskrá. 12.7.2005 00:01
Grunur um að a.m.k. einn hafi dáið Breska lögreglan er enn að reyna að komast að því hvort allir fjórir sprengjutilræðismennirnir í London í síðustu viku hafi látist í árásunum. Talsmaður lögreglunnar greindi frá þessu í beinni útsendingu á Sky-fréttastöðinni rétt í þessu. Sterkar vísbendingar eru um að a.m.k. einn þeirra hafi látist í sprengingunni við Aldgate-lestarstöðina. 12.7.2005 00:01
Ný stöð Atlantsolíu Atlantsolía hefur fengið vilyrði fyrir lóð undir bensínstöð félagsins í Skeifunni og munu framkvæmdir við uppsetningu hefjast í næstu viku. 12.7.2005 00:01
Ekki hægt að lofa betra veðri Veðrið hefur ekki staðið undir væntingum margra þetta sumarið og byrjar júlí, sem jafnan er hlýjasti mánuður ársins, ekki vel sunnan- og vestanlands. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir engu hægt að lofa um betra veður. 12.7.2005 00:01
Með 300 ketti á heimilinu Rúmlega 300 kettir voru fjarlægðir af heimili eldri konu í Virginíufylki í Bandaríkjunum á dögunum. Um þriðjungur kattanna var dauður. 12.7.2005 00:01
Tvennum sögum fer af mannfalli Tvennum sögum fer af mannfalli í sjálfsmorðssprengjuárás í verslunarmiðstöð í Ísrael fyrr í dag. Meðlimur öryggisveitar á vettvangi segir að a.m.k. 30 hafi látist. Annar heimildarmaður segir aðeins þrjá hafa farist. 12.7.2005 00:01
Tekinn með 402 grömm af hassi Tvítugur maður var handekinn eftir að nokkurt magn fíkniefna fannst í bíl hans þegar hann kom til Vestmannaeyja með Herjólfi síðasliðinn föstudag. Í bílnum fundust 402 grömm af hassi, tíu grömm af amfetamíni og sex grömm af kókaíni. 12.7.2005 00:01
Sýnir málverk í Hljómskálagarðinum Einar Hákonarson listmálari ætlar að sýna hátt í níutíu málverk í tveimur stórum tjöldum í Hljómskálagarðinum í Reykjavík í ágúst. Sýningin hefst kvöldið fyrir Menningarnótt, stendur yfir í um tíu daga og ber nafnið: Í grasrótinni. 12.7.2005 00:01
30.000 evrópsk sjúkratryggingakort Tæplega 32 þúsund Íslendingar fengu sér evrópska sjúkratryggingakortið hjá Tryggingastofnun í maí og júní. Viðtökurnar hafa verið mun betri en reiknað var með en áður en útgáfa kortanna hófst þann 1. maí var gert ráð fyrir því að um þrjátíu þúsund kort yrðu gefin út á árinu. 12.7.2005 00:01
Áhyggjur af framtíð kjarasamninga Kerfisbreytingin vegna dísilolíunnar veldur hækkun á vísitölu neysluverðs. Alþýðusamband Íslands segir hækkun vísitölunnar ekki koma á óvart og þar á bæ hafa menn áhyggjur af framtíð kjarasamninga. 12.7.2005 00:01
Minni losun gróðurhúsalofttegunda Heildarútstreymi gróðurhúsalofttegunda minnkaði um rúmt prósent milli áranna 2002 og 2003. Helstu ástæður lækkunarinnar eru minna útstreymi frá sjávarútvegi og landbúnaði en útstreymi frá samgöngum, iðnaði og byggingarstarfsemi jókst milli ára. 12.7.2005 00:01
Íslensk börn fá ekki nóg D-vítamín Hátt hlutfall íslenskra barna fær ekki nægilega mikið D-vítamín dag hvern að sögn Ingu Þórsdóttur næringarfræðings, sem rannsakað hefur D-vítamínneyslu íslenskra barna. 12.7.2005 00:01
Foreldrarnir vilja áfrýjun Foreldrar stúlku sem beið bana þegar ekið var á hana við Bíldudal í fyrra vilja að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur Vestfjarða vísaði bótakröfu þeirra frá þar sem ekki hafi verið um stórfellt gáleysi að ræða. 12.7.2005 00:01
Enginn lýst ábyrgð á sprengingunni Einn lögreglumaður særðist lítillega þegar sprengja sprakk við kaffihús menningarstofnunar Ítalíu í Barcelona á Spáni í morgun. Talið er að ítalskir stjórnleysingjar standi á bak við atvikið en enn sem komið er hefur enginn lýst ábyrgð á því. 12.7.2005 00:01
Bendir allt til sjálfsmorðsárása Talið er að fjórir tilræðismenn hafi verið meðal þeirra sem létu lífið í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum síðastliðinn fimmtudag. Breska lögreglan greindi frá þessu síðdegis og bendir allt til þess að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða. 12.7.2005 00:01
PFS vill skýringar á viðgerðartöf Póst- og fjarskiptastofnun hefur ritað forsvarsmönnum Farice sæstrengsins bréf þar sem óskað er eftir skýringum á óhóflegu rofi á þjónustunni fyrir um hálfum mánuði síðan. 12.7.2005 00:01
Grunur um morð á Íslendingi Lík af manni á fertugsaldri sem fannst í Suður-Afríku um helgina er sagt kunna vera af íslendingi sem búið hefur í Jóhannesarborg í um tíu ár. Yfirvöld hér heima hafa sent lögreglu í Suður-Afríku fyrirspurnir vegna málsins, en ekki er vitað af hverjum líkið er. 12.7.2005 00:01
Kvaðir lagðar á símafyrirtæki Póst- og fjarskiptastofnun ætlar að leggja nýjar kvaðir á bæði Símann og Og Vodafone í tengslum við greiningu markaða í farsímarekstri, en slíka greiningu segist stofnunin eiga að framvæma lögum samkvæmt. 12.7.2005 00:01
Öryggismyndavél með símkorti Hafin er sala á nýrri eftirlitsmyndavél frá Nokia sem sögð er geta hentað fyrir heimili og eins til að hafa auga með sumarbústöðum. 12.7.2005 00:01
Ólafur 19 - Davíð 17 Skothríð hélt áfram við Reykjavíkurhöfn í dag, þriðja daginn í röð. Skipverjar á rússneskan herskipinu Lesjenkó aðmíráli skutu nítján heiðursskotum í loftið, Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, til heiðurs en hann skoðaði skipið í dag. Forsetinn fékk tveimur heiðursskotum meira en Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem var á sömu slóðum í gær. 12.7.2005 00:01
Norskur fjársvikari fyrirfór sér Norski fjársvikarinn Ole Christian Bach skaut sig í bifreið sinni á flótta undan sænsku lögreglunni á mánudagskvöld. Mikil umræða var um málið í skandinavískum fjölmiðlum í gær og hefur lögmaður Bach óskað eftir rannsókn á dauða hans. 12.7.2005 00:01
Fyrrum forsætisráðherra í rannsókn Saksóknarar í Rússlandi hófu á mánudag rannsókn á meintum fjársvikum Mikhail Kasyanov, sem var forsætisráðherra Rússlands árin 2000-2004. Eftir að Pútín Rússlandsforseti rak hann úr embætti á síðasta ári gerðist Kasyanov einn harðasti gagnrýnandi Pútins. 12.7.2005 00:01
Sjálfsmorðsárás í Ísrael Átján ára gamall Palestínumaður framdi sjálfsmorðssprengjuárás utan við verslunarmiðstöð í bænum Netanía í gær. Tvær konur létust og þrjátíu særðust í árásinni. Þetta er önnur sjálfsmorðsárásin síðan vopnahlé var samþykkt fyrir fimm mánuðum. 12.7.2005 00:01
Húsleit hjá Intel <font face="Helv">S</font>amkeppnisyfirvöld í Evrópu leituðu í gær óvænt samtímis á skrifstofum Intel í Bretlandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Intel er stærsti framleiðandi tölvuörgjörva í heiminum með 90 prósent markaðshlutdeild, 12.7.2005 00:01
Líklega sjálfsmorðsárásir Breska lögreglan rannsakar nú hvort fjórir meintir sjálfsmorðsárásarmenn hafi verið meðal þeirra látnu í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum. Í gærkvöld sagðist hún hafa sannanir fyrir því að í það minnsta einn sprengjumaður hafi látist og verið væri að kanna hvort svo hefði verið um þá alla. 12.7.2005 00:01
Sló mann með brotinni glerflösku Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær tvítugan karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir líkamsárás á menningarnótt árið 2003. Fimm mánuðir eru skilorðsbundnir. Þá skal hann greiða ákæranda 60.000 krónur í skaðabætur og lögmannskostnað. Hann sló ítrekað til kæranda með brotinni flösku og olli alvarlegum, en þó ekki lífshættulegum, áverkum. 12.7.2005 00:01
Loftbrú frá Íslandi í sextíu ár Íslendingar hafa síðustu sextíu árin notið þess að tengjast öðrum löndum með reglubundnu áætlunarflugi. Þessum tímamótum var fagnað á flugvellinum í Glasgow í gær þar sem gamli og nýi tíminn í fluginu mættust í bókstaflegri merkingu. 12.7.2005 00:01
Konum á gæsluvöllum sagt upp Össur Skarphéðinsson segir að verið sé að brjóta loforð með því að segja upp tuttugu og tveimur konum á gæsluvöllum borgarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson segir konunum sýnt virðingarleysi. 12.7.2005 00:01
Útkall vegna eldri manns Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út um níuleytið í gærkvöld vegna 65 ára manns sem hafði ekki skilað sér af Esjunni. Maðurinn hafði farið að heiman um hádegið og búist var við honum síðdegis. 12.7.2005 00:01
Grunur um morð á Íslendingi Grunur leikur á að Íslendingur hafi verið myrtur í Suður-Afríku og líki hans komið fyrir í tunnu fullri af steypu. Tvennt er í haldi lögreglunnar vegna málsins. 12.7.2005 00:01
Sprenging í verslunarmiðstöð Sprenging varð í verslunarmiðstöð í bænum Netanya í Ísrael fyrir stundu. Að sögn útvarpsins á staðnum eru margir látnir. Nánari upplýsingar um sprenging<font face="Courier New">una</font> liggja ekki fyrir að svo stöddu. 12.7.2005 00:01
Hella de Islandia Þó aðeins séu fimmtán Chílebúar skráðir sem íbúar á Hellu er þetta samfélag mun stærra. Fjölmargir hafa færst sig um set og búa nú á Hvolsvelli en eru í góðum tengslum við granna sína og landa á Hellu. 12.7.2005 00:01
Öryggisgæsla í hámarki Öryggisgæsla í London hefur enn verið hert og er nú í algjöru hámarki þar sem mennirnir sem frömdu hryðjuverkin á fimmtudaginn eru enn á lífi og undirbúa aðra árás. Þessu er haldið fram í breska dagblaðinu <em>Times</em> í morgun. 11.7.2005 00:01
Rúta vó salt á vegkanti Skelfing greip um sig í hópi þrjátíu erlendra ferðamanna sem voru um borð í rútu sem var rétt farin út af veginum á Steingrímsfjarðarheiði í gær. Vegkantur gaf sig og fór rútan hálf út af veginum og vó þar salt. 11.7.2005 00:01
Sjö Írakar myrtir í morgun Hópur uppreisnarmanna myrti í morgun sjö írakska hermenn nærri höfuðborginni Bagdad. Uppreisnarmennirnir óðu inn í eftirlitsstöð hersins og skutu þar á allt sem fyrir varð. Fimm manns særðust í skotbardögunum sem stóðu í um hálfa klukkustund. 11.7.2005 00:01
Falast eftir 130 milljarða aðstoð Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar að falast eftir ríflega tveggja milljarða dollara aðstoð, eða rúmlega 130 milljarða króna, frá Bandaríkjunum vegna fyrirhugaðs brottfluttnings frá Gasa ströndinni. Frá þessu greinir ísraelskt dagblað í morgun og þar segir jafnframt að stefnt sé að því að hefja brottfluttninginn strax í næsta mánuði. 11.7.2005 00:01
Ræningjarnir yfirheyrðir í dag Mennirnir tveir sem rændu lyfjum úr apótekinu í Austurveri í gær og peningum á Dominos Pizzu í Spönginni, vopnaðir hnífi og skrúfjárni, eru enn í haldi lögreglu og verða yfirheyrðir nánar í dag. Meðal annars verður kannað hvort þeir hafi fleiri afbrot á samviskunni. 11.7.2005 00:01
Fellibylurinn Dennis geysist áfram Fellibylurinn Dennis geysist nú um Suðausturströnd Bandaríkjanna á meira en fimmtíu metrum á sekúndu. Yfirvöld hafa hvatt nærri tvær milljónir manna til að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins. Nú þegar hafast um tíu þúsund manns við í neyðarskýlum og hótel á Suðausturströndinni eru þétt setin. 11.7.2005 00:01
Bakijev kjörinn forseti Kirgistans Kurmanbek Bakijev hefur verið kjörinn forseti Kirgistans. Þegar búið var að telja nærri öll atkvæði í morgun hafði Bakijev hlotið nærri áttatíu og níu prósent talinna atkvæða og því unnið kosningarnar með algjörum yfirburðum. 11.7.2005 00:01
Fékk veiðarfærin í skrúfuna Fiskibátur sem var að veiðum skammt frá Vestmannaeyjum í nótt fékk veiðarfærin í skrúfuna og varð við það vélarvana og stjórnlaus. Skipstjóri kallaði á Lóðsinn í Eyjum til aðstoðar sem dró bátinn til hafnar í Eyjum. 11.7.2005 00:01