Innlent

Ódýrari símtöl til útlanda

Og Vodafone hefur tekið í notkun nýja þjónustu sem nefnist 1010 en með henni geta viðskiptavinir hringt ódýrari símtöl til útlanda. Með því að velja 1010 í stað 00 þegar hringt er til útlanda geta notendur fengið 16-40% afslátt af almennri verðskrá. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig sérstaklega fyrir þjónustunni en hún gildir fyrir heimasíma og GSM-áskriftir en ekki fyrir svokallað „Frelsi“. Þá hefur Og Vodafone lækkað verð á útlandasímtölum í tveimur flokkum. Sú þjónusta gildir fyrir allar heimaþjónustuleiðir, allar GSM-áskriftarleiðir og Frelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×