Innlent

Rúta vó salt á vegkanti

Skelfing greip um sig í hópi þrjátíu erlendra ferðamanna sem voru um borð í rútu sem var rétt farin út af veginum á Steingrímsfjarðarheiði í gær. Vegkantur gaf sig og fór rútan hálf út af veginum og vó þar salt. Þar sem lögreglan á Hólmavík var við umferðareftirlit í Hrútafirði kallaði hún út björgunarsveit sem var mun nær vettvangi og komu björgunarmenn farþegunum til hjálpar og hýstu þá í sæluhúsi þar til önnur rúta kom og sótti hópinn. Slæmt veður var þegar atvikið varð en ekki liggur fyrir hvort rekja megi orsakir óhappsins til þess.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×