Innlent

Ný stöð Atlantsolíu

Atlantsolía hefur fengið vilyrði fyrir lóð undir bensínstöð félagsins í Skeifunni og munu framkvæmdir við uppsetningu hefjast í næstu viku. Mun stöðin verða staðsett á lóð Krónunnar í Skeifunni 5 og ganga áætlanir fyrirtækisins út á að aðeins rúma tvo mánuði taki að reisa hana. Munu neytendur þá geta fyllt tankinn þar um mánaðarmót september og október. Verða stöðvar Atlantsolíu þannig fimm talsins en þrjár eru á höfuðborgarsvæðinu og ein í Reykjanesbæ.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×