Fleiri fréttir

60 deyja daglega

Fjögur hundruð árásir eru að jafnaði gerðar í Írak í hverri viku og daglega týna um sextíu manns lífi í þeim.

Sóttust eftir fundi með Davíð

Á sama tíma og forsvarsmenn Mannréttindaskrifstofu Íslands reyndu árangurslaust að fá fund með utanríkisráðherra var tekin ákvörðun í ráðuneytinu um að skera framlög til skrifstofunnar niður. Þetta segir stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Aldrei fleiri í framhaldsskóla

Aldrei hafa fleiri 16 ára ungmenni á Íslandi verið skráð í framhaldsskóla en síðastliðið haust en þá voru 93 prósent ungmenna á þessum aldri skráð til skólavistar.

Íröksk þingkona myrt

Írakska þingkonan Lamiya Khaduri var skotin til bana við heimili sitt í dag. Hún er fyrsti þingmaðurinn sem er drepinn í landinu síðan kosningar fóru fram þann 30. janúar.

Innflytjendaráð stofnað?

Árni Magnússon félagsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær skýrslu nefndar um útfærslu á tillögum að stefnumótun í aðlögunarmálum innflytjenda á Íslandi. Nefndin leggur til að komið verði af stað tilraunaverkefni til fimm ára þar sem sérstakt innflytjendaráð verði stofnað sem ætlað er að sjá um móttöku flóttafólks.

Nýr framkvæmdastjóri á Hrafnseyri

Valdimar J. Halldórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hrafnseyrarnefndar og tekur hann við starfinu af Hallgrími Sveinssyni sem gegnt hefur stöðunni til margra ára. Valdimar er mannfræðingur að mennt og kennari við Menntaskólann á Ísafirði.

Verpti fyrsta egginu

Tjaldur, sem á hverju ári gerir sér hreiður á göngustíg rétt við Sævang á Ströndum, hefur verpt fyrsta egginu. Frá þessu er greint á fréttavefnum Strandir.is.

Díselolían verði ódýrari en bensín

Neytendasamtökin skora á stjórnvöld að koma á hóflegu gjaldi á dísilolíu og lægra en á bensíni. Gjald á dísillítrann verður 45 krónur en er rúmar 42 krónur á bensínlítrann. 

Kæra Reynis tekin fyrir

Jón Trausti Lúthersson hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðist á Reyni Traustason, fyrrverandi fréttastjóra DV, á skrifstofu blaðsins í október síðastliðnum. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Öryggisvörður settur við Mýrargötu

Settur hefur verið öryggisvörður við húsið að Mýrargötu 26 í Reykjavík vegna síendurtekinna bruna og íkveikjutilrauna við húsið. Síðast var kveikt í húsinu um síðustu helgi.

Gæsaveiðimenn fljótir á sér

Svo virðist sem gæsaveiðimenn á Höfn í Hornafirði séu farnir að taka forskot á sæluna því fyrir stuttu stóð lögreglan á Höfn mann að ólöglegum gæsaveiðum rétt austan við Hornafjörð. Hafði maðurinn skotið sex gæsir og voru bæði vopn og afli haldlagt.

Vorhreinsun borgarinnar að hefjast

Vorhreinsun Reykjavíkurborgar hefst þann 29. apríl og stendur til 7. maí en í júní í fyrra var hrundið af stað sérstöku átaki borgarstjóra, sem kallast „Tökum til hendinni“, þar sem borgarbúar voru hvattir til að ganga vel um borgina.

Áfengi ógnar lýðheilsu landans

"Það sem er mesta áhyggjuefnið eru þær hugmyndir sem uppi eru að auka aðgengi að áfengum drykkjum," segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis og vímuvarna hjá Lýðheilsustöð. Niðurstöður könnunar um áfengisneyslu Íslendinga sem kynntar voru í gær benda meðal annars til að ungt fólki drekki oftar en áður og meira magn í hvert sinn.

Ný ríkisstjórn mynduð

Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak. Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra landsins, greindi frá þessu í dag. Kosið verður um ráðherralistann á írakska þinginu á morgun.

Fékk þrjá stóra hákarla

Bjarni Elíasson á Drangsnesi á Ströndum setti heldur betur í veiði í fyrradag þegar hann fór út á trillu sinni að renna fyrir hákarl, djúpt út af Kaldbaksvík. Hann fékk þrjá stóra hákarla í róðrinum og var mikið um að vera á bryggjunni á Drangsnesi þegar hann kom að landi, enda þurfti hann hjálparhönd við löndunina.

Úrskurðarnefnd í ferðaþjónustu

Samtök ferðaþjónustunnar og Neytendasamtökin undirrituðu í gær samkomulag um stofnun sérstakrar úrskurðarnefndar. Nefndin mun taka til meðferðar hvers konar kvartanir frá neytendum vegna vöru og þjónustu af fyrirtækjum innan samtaka ferðaþjónustunnar.

Reyndi að selja FBI flugskeyti

Breti, sem ákærður var fyrir að reyna að selja hryðjuverkamönnum flugskeyti til notkunar í Bandaríkjunum, var fundinn sekur um athæfið fyrir rétti í New Jersey í dag. Hann var handtekinn árið 2003 eftir að hafa reynt að selja bandarískum alríkislögeglumanni, sem þóttist vera íslamskur hryðjuverkamaður, flugskeytið.

Umfangsmesta friðun hér á landi

Nú eru á lokastigi umfangsmestu friðunaraðgerðir sem gerðar hafa verið hér á landi. Allt sauðfé í Landnámi Ingólfs verður girt inni í beitarhólfum, en svæðið verður að öðru leyti friðað. Þau 20. 30.000 tonn af hrossataði sem falla til á höfuðborgarsvæðinu geta farið til uppgræðslu. </font /></b />

Forsætisnefnd geri tillögur

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur eðlilegt að tillögur um breytingar á eftirlaunalögunum verði gerðar af forsætisnefnd.

Stórhert eftirlit með örorkusvikum

Tryggingastofnun ríkisins er nú að skera upp herör gegn þeim sem svíkja út örorkulífeyri. Þar er um að ræða fólk sem er á bótum en vinnur "svart". Einnig lífeyrisþega með börn sem eru fráskildir á pappírunum og fá þar með hærri barnalífeyri.

Vilja reyklausa veitingastaði

Sex hundruð nemendur í unglingadeild Áslandsskóla í Hafnarfirði vilja reyklausa veitingastaði í Hafnarfirði. Fulltrúar nemendanna gengu á fund Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra í gær og afhentu honum undirskriftalistanna þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að beita sér fyrir því að veitingastaðir í Hafnarfirði verði reyklausir.

Minni samdráttur í sumar

Áætlað er að samdráttur í starfsemi Landspítala-háskólasjúkrahúss í sumar verði heldur minni en undanfarin sumur eða 13 prósent af mögulegum legudögum. Á síðasta ári var hann 15 prósent og 16 prósent árið 2003, að því er fram kemur í upplýsingum frá spítalanum.

Fyrningamál verði unnin í samhengi

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill að litið verði á afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum í samhengi, en í ráðuneyti hans liggja fyrir tillögur í þeim efnum. Hann segist munu taka því vel ákveði allsherjarnefnd að vísa frumvarpi sama efnis til ráðuneytisins. </font /></b />

Vetnistilraunir haldi hér áfram

Tilraunaverkefni um vetnisknúna strætisvagna lýkur í sumarlok en frá því að það hófst í október 2003 hafa vetnisvagnarnir ekið rúmlega 65 þúsund kílómetra.

Drepum hænur í stað kjúklinga

Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður hafnar með öllu þeim skýringum forsvarsmanna Hafrannsóknastofnunarinnar að sókn umfram ráðgjöf Hafró skýri að hluta bágborið ástand þorskstofnsins.

Afplánar dóm fyrir fordóma

Mogens Glistrup, stofnandi danska Framfaraflokksins, þarf á næstunni að afplána tuttugu daga fangelsisdóm fyrir brot á lögum um kynþáttafordóma.

Ekkert heyrst frá mannræningjunum

Ekkert hefur heyrst frá mannræningjum þriggja rúmenskra fréttamanna sem rænt var í Írak í lok mars. Mannræningjarnir höfðu gefið forseta Rúmeníu frest til klukkan eitt í dag að kalla um 800 rúmenska hermenn heim frá Írak, ellegar yrðu fréttamennirnir líflátnir.

Bændur heimsækja grunnskóla

Tæplega eitt þúsund börn í sjöunda bekk í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri hafa fengið bónda í heimsókn í kennslustund í tengslum við verkefnið „Dagur með bónda“.

Ólga heldur áfram í Tógó

Ófremdarástand hefur ríkt í Afríkuríkinu Tógó í kjölfar vafasamra kosninga um síðustu helgi þar sem Faure Gnassinbe, sonur fyrrum einræðisherra landsins, bar sigur úr býtum. Sex manns, þar af þrír borgarar, létu lítið í átökum í höfuðborginni Lomé í gær.

Fimm börn á verði eins

Teresa Anderson, 25 ára gömul kona frá Phoenix, fæddi í fyrradag fimmbura. Slíkt væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að Anderson hafði tekið að sér að ganga með börnin fyrir hjón sem ekki gátu gert það sjálf.

Rúta í árekstri við lest

35 manns biðu bana þegar farþegalest ók á rútu skammt utan við Colombo, höfuðborg Srí Lanka, í gær. Yfir 60 manns slösuðust, sumir þeirra alvarlega.

Stjórnarkreppan á enda

Allar líkur eru á að stjórnlagaþing Íraka muni í dag greiða atkvæði um ráðherralista al-Jaafari, verðandi forsætisráðherra. Írösk þingkona var skotin til bana á heimili sínu á miðvikudagskvöldið.

Samsæriskenningar á kreiki

Samsæriskenningarnar fóru á kreik þegar dómarar í máli rússneska auðkýfingsins Mikhails Khodorkovskys frestuðu óvænt dómsuppkvaðningu í dag. Engin skýring fékkst á frestuninni en andstæðingar Pútíns forseta eru sannfærðir um að hann hafi kippt í spotta, en þeir Khodorkovsky eru pólitískir andstæðingar.

Stærsta farþegaþota sögunnar

Nýr kafli í sögu farþegaflugsins hófst í gær þegar Airbus A380 flaug sitt fyrsta flug. 555 farþegar rúmast hæglega í þessari risaþotu en ekki er víst hvort smíði hennar muni nokkurn tímann standa undir kostnaði.

Reyndu að handjárna ráðherrann

Ruth Kelly, menntamálaráðherra Bretlands, fékk ekki góðar móttökur þegar hún mætti til kosningafundar í kjördæmi sínu í Bolton á Englandi í fyrrakvöld.

500 tonna fljúgandi flykki

Loftið var hlaðið spennu á flugvellinum í Toulouse í Frakklandi í morgun þar sem þúsundir biðu þess að sjá nærri fimm hundruð tonna risaflugvél á tveimur hæðum taka á loft. Vænghafið er rétt tæpir áttatíu metrar sem er lengra en fyrsta flug Wright-bræðranna árið 1903.

Áhyggjur af áhugaleysi kjósenda

Þegar tæp vika er til þingkosninga í Bretlandi eru kosningastjórar Verkamannaflokksins farnir að hafa áhyggjur af að margir stuðningsmenn flokksins telji ekki taka því að mæta á kjörstað. </font /></b />

Birgir og Friðrik á eftirlaunum

Sex sendiherrar þiggja eftirlaun ráðherra ásamt launum fyrir sendiherrastörf sín. Þá þiggja þrír forstjórar opinberra stofnana eftirlaun, þar á meðal seðlabankastjóri og forstjóri Landsvirkjunar. Þessu verður ekki breytt samkvæmt lögfræðiáliti ríkisstjórnarinnar.

Karlar drekka næstum þrefalt meira

Íslenskir karlar drekka næstum þrefalt meira áfengi en konur, þrátt fyrir að ungar konur hafi stóraukið áfengisneyslu sína síðustu ár. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun á drykkjuvenjum Íslendinga, sem gerð var á vegum Lýðheilsustöðvar í lok síðasta árs, og borin var saman við könnun sem gerð var árið 2001.

Nýjustu Nokia-símarnir kynntir

Farsímarisinn Nokia kynnti í dag nýjustu gerðir gemsa. Flestir eru þeir orðnir meira en bara símar og sömu sögu er að segja af tólunum sem kynnt voru í dag. Einn síminn er eiginlega myndbandsupptökuvél, með hágæðalinsu frá þýska framleiðandanum Zeiss, og getur tekið upp myndskeið í sömu gæðum og VHS-myndavél.

Vafasamar skráningar í flokkinn

Móðir misþroska drengs hringdi öskureið á skrifstofu Samfylkingarinnar í gær og kvartaði undan því að fimmtán ára sonur hennar hefði verið skráður í Samfylkinguna. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar, segir nokkuð ljóst að menn hafi farið offari og skráð einhverja sem ekki vilji vera í flokknum.

Uppgangur á Hvanneyri

Það fer vart fram hjá nokkrum þeim er leið á um Hvanneyri að þar ríkir uppgangur mikill. Allnokkur ný hús hafa risið þar að undanförnu og er ráðgert að byggja allt að 20 í viðbót á næstu mánuðum.

Líkfundur við Skúlagötu

Lík fannst við Skúlagötu í kvöld og stendur rannsókn lögreglunnar í Reykjavík yfir.

Spennan magnast í Bretlandi

Spennan magnast dag frá degi fyrir kosningarnar í Bretlandi. Það eru átta dagar þangað til Tony Blair verður endurkjörinn forsætisráðherra Bretlands, ef eitthvað er að marka skoðanakannanir dagsins.

Sjá næstu 50 fréttir