Fleiri fréttir

Þremur bjargað úr lestarflaki

Björgunarsveitarmenn í Japan náðu í morgun þrem mönnum á lífi undan braki lestar sem fór út af sporinu í námunda við Osaka í gær. Í nótt fundust 16 lík í brakinu og nú er ljóst að meira en 70 manns fórust í slysinu, sem er mannskæðasta lestarslys í Japan í meira en fjörutíu ár. Þá eru fjölmargir þeirra sem slösuðust enn í lífshættu.

Á 170 km hraða í Kópavogi

Kópavogslögreglan stöðvaði ökumann á Reykjanesbraut til móts við Fífuhvamm í gærkvöldi eftir að hann hafði mælst á rétt tæplega 170 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar. Hann var því á um það bil hundrað kílómetra hraða umfram leyfðan hámarkshraða. Hann verður sviptur ökuréttindum og á yfir höfði sér geysiháa sekt.

Hersetu Sýrlands í Líbanon lýkur

Sýrlenskir leyniþjónustumenn yfirgáfu höfuðstöðvar sínar í Líbanon í gær og í dag lýkur formlega 29 ára hersetu Sýrlands í Líbanon. Fyrir aðeins tveimur mánuðum voru fjórtán þúsund sýrlenskir hermenn í Líbanon en nú eru aðeins um þrjú hundruð eftir.

Allt að 70% verðmunur á lyfjum

Allt að 70 prósenta verðmunur reyndist á lausasölulyfjum í apótekum á höfuðborgarsvæðinu í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í 12 apótekum fyrir tæpri viku. Langhagstæðast er að versla í Lyfjaveri við Suðurlandsbraut samkvæmt könnuninni en þar voru 20 lyf af þeim 22 lyfjum, sem könnuð voru, á lægsta verðinu.

Bilið milli flokka eykst

Verkamannaflokkurinn í Bretlandi eykur fylgi sitt samkvæmt tveimur skoðanakönnunum sem birtust í morgun. Flokkurinn mælist með 40 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun dagblaðsins <em>Independent</em>, sem er þrem prósentum meira en í síðustu viku. Fylgi Íhaldsflokksins minnkar hins vegar úr 32 prósentum niður í 30.

Skoða nýja flugvél fyrir Gæsluna

Þrír fulltrúar Landhelgisgæslunnar eru farnir til Kanada til að skoða deHavilland Dash-8 skrúfuþotu sem mun hugsanlega leysa gömlu Fokker-gæsluvélina af hólmi. Vélin er háþekja eins og Fokkerinn og álíka stór. Hún hefur um árabil verið notuð til strandgæslu víða um heim.

Neyðarástand í Georgíu vegna flóða

Neyðarástand ríkir nú í nokkrum þorpum í Georgíu eftir mikil flóð undanfarna daga. Ár hafa flætt yfir bakka sína í tólf þorpum og þar hafa hundruðir íbúa neyðst til þess að yfirgefa heimili sín, sem mörg hver eru ónýt í kjölfar flóðanna. Hjálparstarf gengur erfiðlega þar sem ausandi rigning er á svæðinu og ekki útlit fyrir að það stytti upp í bráð.

Kynjahlutföll jöfnust í Rúanda

Hvergi í heiminum eru konur jafnstór hluti þingmanna og í Afríkuríkinu Rúanda þar sem rétt tæplega helmingur þingmanna eru konur. Að Rúanda undanskildu er hlutfall kvenna á þingi mest á Norðurlöndum. Ríflega 45 prósent sænskra þingmanna eru konur og alls staðar á Norðurlöndum eru um það bil fjórir af hverjum tíu þingmönnum kvennkyns.

Lestin reyndist á of miklum hraða

Komið er á daginn að lestinni sem fór út af sporinu skammt frá Osaka í Japan í gærmorgun var ekið allt of hratt þegar slysið varð. Hún var á 100 kílómetra hraða þegar hún þeyttist af sporinu en mátti aðeins vera á 70 kílómetra hraða á þessum stað.

Hermenn hafi ekki gert neitt rangt

Rannsóknarmenn á vegum Bandaríkjahers hafa komist að því að bandarískir hermenn sem skutu ítalskan leyniþjónustumann sem var nýbúinn að bjarga ítölskum blaðamanni úr haldi mannræningja í Írak hafi ekki gert neitt rangt heldur aðeins sinnt störfum sínum. Þetta kemur fram í skýrslu sem gerð hefur verið um málið og greint er frá á fréttavef BBC.

Sýrlandsher farinn frá Líbanon

Allir sýrlenskir hermenn eru nú farnir út úr Líbanon og lýkur þar með 29 ára hersetu Sýrlendinga í landinu. Um 200 sýrlenskir hermenn tók þátt í kveðjuathöfn í Bekaa-dalnum nærri landamærum Sýrlands og Líbanons í morgun og voru margir þeirra verðlaunaðir fyrir störf sín í Líbanon.

Fær ekki nafn tölvunotanda

Hæstiréttur hefur hafnað kröfu lögreglunnar um að fá uppgefið nafn á tölvunotanda sem setti klámmynd inn á heimasíðu íslensks tölvufyrirtækis.

Umferðarslys við Verslunarskólann

Sex manns slösuðust í árekstri strætisvagns og fólksbíls á gatnamótum við Verslunarskólann um klukkan hálfellefu í morgun. Þrír voru í fólksbílnum og slösuðust þeir töluvert en farþegar strætisvagnsins slösuðust lítillega. Svo virðist sem fólksbílnum hafi verið ekið út af lóð Verslunarskólans í veg fyrir strætisvagninn með þeim afleiðingum að strætisvagninn lenti á hlið bílsins.

73 látnir eftir lestarslys í Japan

Björgunarsveitarmenn í Japan fundu þrjá á lífi í nótt í braki farþegalestar sem fór út af sporinu í námunda við íbúðahverfi í Osaka í gær. Talið er að orsök slyssins hafi verið sú að lestinni var ekið allt of greitt. 73 létu lífið í slysinu og um 440 manns eru slasaðir, margir lífshættulega.

Segir innrás í Írak þrekvirki

Nýr forseti Íraks, Jalal Talabani, kemur Tony Blair forsætisráðherra til varnar og kallar innrás bandamanna í Írak eitt mesta þrekvirki Bretlands.

Lyfjaver kom best út úr könnun ASÍ

Allt að 70 prósenta verðmunur reyndist á lausasölulyfjum í apótekum á höfuðborgarsvæðinu í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í 12 apótekum fyrir tæpri viku. Langhagstæðast er að versla í Lyfjaveri við Suðurlandsbraut, samkvæmt könnuninni, en þar voru 20 lyf af þeim 22 lyfjum, sem könnuð voru, á lægsta verðinu.

Kannast ekki við unglingasmölun

Kosningastjórar formannsefna Samfylkingarinnar kannast ekki við að fólk á þeirra vegum hafi verið að smala ungu fólki úr efstu bekkjum grunnskóla í raðir Samfylkingarinnar.

75% barna í sjö stunda vistun

Leikskólabörnum á Íslandi fjölgaði aðeins um 25 frá fyrra ári sem er mun minni fjölgun en undanfarin ár. Þrjú af hverjum fjórum börnum eru sjö klukkustundir eða lengur í vistun á hverjum degi.

Framsóknarmenn birta upplýsingar

Þingmenn Framsóknarflokksins hafa birt upplýsingar um eignir, fjárhag og hagsmunaleg tengsl sín á heimasíðu flokksins. Reglur um samræmda upplýsingagjöf þingmannanna voru kynntar í morgun en reglurnar eiga að stuðla að gagnsæi í íslenskum stjórnmálum.

Ungir öryrkjar fjölmargir hér

Öryrkjar 19 ára og yngri eru 136 prósentum fleiri hér á landi en í nágrannalöndunum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, kynnti í dag ásamt heilbrigðisráðherra. Skýrslan nefnist <em>Fjölgun öryrkja - orsakir og afleiðingar</em> og þar kemur fram að Íslendingar virðist líklegri til að þiggja bætur fram að fertugu en nágrannaþjóðir okkar.

Ráðherra staðfesti samning við BHM

Fjármálaráðherra staðfesti í morgun kjarasamning við rúmlega 20 stéttarfélög innan BHM sem öll félögin samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta, að einu undanskyldu. Fjármálaráðherra setti það skilyrði að öll félögin myndu staðfesta það en þrátt fyrir að eitt félagið staðfesti ekki samninginn ákvað fjármálaráðherra að samþykkja samninginn í ljósi hagræðis.

Hreinsun eftir snjóflóð ólokið

Svæðið í kringum húsin sem lentu undir snjóflóði í Hnífsdal fyrir tæpum fjórum mánuðum hefur ekki enn verið hreinsað. Mikið af glerbrotum er á svæðinu en sum húsanna eru enn í útleigu. Fram kemur á vef <em>Bæjarins besta</em> á Ísafirði að íbúar í nágrenninu telji mildi að ekki hafi hlotist stórslys af glerbrotunum en í einu húsanna býr fjögurra manna fjölskylda þar sem yngsta barnið er fjögurra ára.

Vill rétta yfir Berlusconi

Saksóknari í Mílanóborg á Ítalíu hefur farið fram á það við dómara að réttað verði yfir Silvio Berlusconi forsætisráðherra og nokkrum öðrum vegna meintrar spillingar í tengslum við rekstur fjölmiðlafyrirtækisins Mediaset, sem er í eigu fjölskyldufyrirtækis Berlusconis, Fininvest. Beiðnin kemur í kjölfar fjögurra ára rannsóknar saksóknara á ásökunum um bókhaldssvindl, skattsvik og peningaþvætti í tengslum við umdeildan sjónvarpsréttarsamning.

Deilt um Mannréttindastofu

Stjórnarflokkarnir voru harðlega gagnrýndir við upphaf þingfundar í dag fyrir að draga úr fjárframlögum til Mannréttindastofu. Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita skrifstofunni ekki styrk og þarf að líkindum að loka henni af þeim sökum.

Breyttur staðall ástæða fjölgunar

Öryrkjum hefur fjölgað úr 8700 árið 1992 í 13.800 árið 2004. Hlutfallslega hefur fjölgunin orðið mest í hópi yngri öryrkja og þykir þróunin þar svo ör að furðu sætir. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri skýrslu Tryggva Þórs Herbertsson, forstöðumanns Hagfræðistofnunar, en hún var kynnt í dag. Þar segir einnig að ein helsta ástæða þessa fjölgunar sé breyttur örorkustaðall sem tekinn var upp hér á landi árið 1999.

Lést í lestarslysi í Þýskalandi

Einn maður lést þegar lest fór út af sporinu eftir árekstur við vegavinnuvél í suðurhluta Þýskalands í dag. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglu í bænum Kempten, þar sem slysið varð, að lestin hafi verið á leið frá Ulm til Lindau þegar hún rakst á tjörgunarvél sem var á leið yfir teinana.

Schröder til liðs við Chirac

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hefur nú komið Jacques Chirac Frakklandsforseta til aðstoðar við að reyna að sannfæra Frakka um ágæti stjórnarskrár Evrópusambandsins. Leiðtogarnir sögðu á blaðamannafundi í dag að stjórnarskráin væri stórt skref í átt að einingu í Evrópu og  myndi styrkja stöðu álfunnar á alþjóðavettvangi.

Angi af miklu stærra máli

"Menn verða að spyrja sig hvers konar fjármálaumhverfi á að ríkja hér í næstu framtíð," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, vegna gagnrýni Indriða H. Þorlákssonar, ríkisskattstjóra, um tregðu bankastofnanna að veita skattayfirvöldum upplýsingar um viðskiptavini sína.

Kvarta yfir skattaumhverfi

Íslensk mannúðarsamtök birtu í dag skýrslu um skattaumhverfi félagasamtaka á Íslandi og í öðrum löndum með sérstöku tilliti til góðgerðarsamtaka. Þar kemur fram að svo virðist sem skattastaða frjálsra félagasamtaka á Íslandi hafi farið versnandi á undanförnum árum og að íslensk góðgerðarfélög búi að mörgu leyti við erfiðara skattaumhverfi en sambærileg félög í Evrópu og Norður-Ameríku.

Réðst gegn nýnasistum á Spáni

Lögregla á Spáni greindi frá því í dag að hún hefði handtekið 21 nýnasista í áhlaupi á nokkra staði á Mið- og Suður-Spáni. Mennirnir eru taldir tilheyra alþjóðlegum nýnasistahópi sem nefnist Blóð og heiður og er gefið að sök að hafa verslað ólöglega með vopn og ýta undir hvers kyns kynþáttahatur.

Mikill verðmunur á lyfjum

"Það kom okkur sem könnunina gerðum talsvert á óvart hversu ótrúlegur munur var á milli verslana," segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands, en hún ber ábyrgð á verðkönnun þeirri er ASÍ framkvæmdi meðal lyfjaverslana þann 20. apríl og sýnir að rúmlega 70 prósenta munur getur verið á verði sama lyfs milli staða.

Fá sólarhring til að bjarga gíslum

Uppreisnarmenn í Írak, sem halda þremur rúmenskum blaðamönnum í gíslingu, gáfu rúmenskum stjórnvöldum sólarhringsfrest til viðbótar til að kalla herlið sitt frá Írak, að öðrum kosti yrðu gíslarnir teknir af lífi. Rúmenar höfðu fengið frest til klukkan tvö að íslenskum tíma í dag til að tilkynna að rúmenskar hersveitir yrðu kallaðar heim en urðu ekki við því.

Fyrningafrumvarp fær ekki stuðning

Formaður allsherjarnefndar segir einsýnt að ekki sé hægt að styðja frumvarp í óbreyttri mynd um afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum. Hann telur koma til álita að vísa því til dómsmálaráðuneytisins. </font /></b />

Danskur her áfram í Írak

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að lengja dvöl danskra hersveita í Írak um átta mánuði. Per Stig Møller utanríkisráðherra skýrði frá þessu í danska þinginu í gær og hafnaði um leið kröfu stjórnarandstöðunnar um að binda endi á dvöl danskra hersveita í Írak.

Vara við áfengisfrumvörpum

Félag áfengisráðgjafa varar eindregið við afleiðingum þess að frumvörp um lækkun áfengiskaupaaldurs og afnám einkasölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, verði að lögum.

Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem réðst á lækni fyrir utan heimili hans á föstudagskvöld. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til 20. maí og að hann skyldi gangast undir geðrannsókn.

Óvæntur endir á Ameríkusundi

Jón Stephenson von Tetzchner, hálfíslenskur eigandi tölvufyrirtækisins Opera Software í Noregi, lagðist til sunds frá Osló áleiðis til Ameríku í fyrrakvöld. Hann hafði lofað þessu ef meira en ein milljón manns næðu í nýjan vefvafra fyrirtækisins fyrstu fjóra sólarhringana eftir að hann var settur á markað.

Kostnaður við örorku 52 milljarðar

Áætlað er að heildarbætur til öryrkja hafi numið 18 milljörðum króna árið 2003. Tapaðar vinnustundir vegna örorku jafngilda 34 milljörðum króna, samkvæmt nýrri úttekt á fjölgun öryrkja, orsök og afleiðingu. Ungir lífeyrisþegar hér eru 136 prósentum fleiri en í nágrannalöndunum. </font /></b />

Gjaldþrota Íslendinga leitað

Norsk skattayfirvöld í Narvik í Norður-Noregi leita íslenskra eigenda tveggja fyrirtækja, sem lýst hafa verið gjaldþrota. Leikur grunur á að eigendurnir hafi forðað sér úr landi til Íslands.

Minnt á rafræn vegabréf

Fólki sem á leið til Bandaríkjanna er bent á að huga að vegabréfum sínum því þeim sem ekki eru með rafræn vegabréf er ekki hleypt um borð í vélar Flugleiða yfir hafið. Bandarísk yfirvöld gera enda þær kröfur til þeirra sem heimsækja landið að vera með rafræn vegabréf.

Sækja ef til vill í hærri bætur

"Það getur verið að eitthvað af fólki sé að þrýstast á milli kerfa hjá okkur þar sem örorkubæturnar eru hærri heldur en atvinnuleysisbætur," sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um þá miklu aukningu sem orðið hefur á fjölgun öryrkja á allra síðustu árum.

Líðan stúlkna eftir atvikum góð

Líðan þriggja stúlkna sem fluttar voru á sjúkrahús eftir árekstur fólksbíls sem þær voru í við strætisvagn við Verslunarskólann í morgun er eftir atvikum góð. Svo virðist sem bílnum hafi verið ekið út af bílastæði Verslunarskólans og í veg fyrir vagninn. Þrír farþegar í strætisvagninum slösuðust lítillega en klippa þurfti stúlkurnar þrjár úr bifreiðinni.

Biskup bíður

Stuðningsmenn séra Hans Markúsar Hafsteinssonar, sóknarprests í Garðasókn, hyggjast í dag reyna að ná tali af kirkjumálaráðherra til að leita eftir stuðningi hans. Ráðherra hefur lagalega heimild til að grípa inn í deiluna en ólíklegt þykir að hann geri það. Sóknarpresturinn getur áfrýjað úrskurði úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar fram til 5. maí.

Reiði á Ítalíu vegna skýrslu

Stjórnarandstaðan á Ítalíu hefur brugðist harkalega við fregnum af skýrslu Bandaríkjahers þar sem bandarískir hermenn eru hreinsaðir af öllum ásökunum um að hafa gert mistök í starfi þegar þeir skutu ítalska leyniþjónustumanninn Nicola Calipari til bana í Írak í síðasta mánuði. Calipari var þá nýkominn úr björgunarleiðangri þar sem blaðakonan Giuliana Sgrena var frelsuð úr höndum mannræningja.

Stelpur á sterum

Ný bandarísk rannsókn sýnir að bandarískar stúlkur nota stera til að bæta útlitið að sögn CNN. Dæmi eru um telpur allt niður í níu ára gamlar sem taka inn stera.

Sjá næstu 50 fréttir