Erlent

Ekkert heyrst frá mannræningjunum

Ekkert hefur heyrst frá mannræningjum þriggja rúmenskra fréttamanna sem rænt var í Írak í lok mars. Mannræningjarnir höfðu gefið forseta Rúmeníu frest til klukkan eitt í dag að kalla um 800 rúmenska hermenn heim frá Írak, ellegar yrðu fréttamennirnir líflátnir. Mótmæli hafa verið í höfuðborginni Búkarest í morgun þar sem fólk krefst þess að hermennirnir verði kallaðir heim svo lífi fréttamannanna verði þyrmt. Skoðanakannanir í Rúmeníu sýna að 70 prósent íbúa landsins vilja að hermennirnir verði kallaðir heim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×