Karlar drekka næstum þrefalt meira 27. apríl 2005 00:01 Íslenskir karlar drekka næstum þrefalt meira áfengi en konur, þrátt fyrir að ungar konur hafi stóraukið áfengisneyslu sína síðustu ár. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun á drykkjuvenjum Íslendinga, sem gerð var á vegum Lýðheilsustöðvar í lok síðasta árs, og borin var saman við könnun sem gerð var árið 2001. Mikil aukning hefur orðið á neyslu bjórs og léttvíns en Íslendingar eru orðnir bjórdrykkjuþjóð og drekkur meira af bjór en öðrum áfengum drykkjum. Þessi aukning á rót sína að rekja til fólks á aldrinum 18 til 34 ára sem hefur stóraukið neyslu sína, drekka nú rúmlega þrefalt meira en fólk á aldrinum 55 til 75 ára. Bjórdrykkjan verður ekki tíðari heldur meiri. Ungir karlar drekka nú bjór um einu sinni í viku og þá 1,8 lítra í hvert sinn. Konurnar drekka að meðaltali 1,3 lítra, fjörutíu sinnum á ári. Athygli vekur að karlar á aldrinum 55 til 75 ára hafa minnkað áfengisneysluna um tæp 20 prósent frá árinu 2001. Á sama tíma hafa ungar konur stóraukið neysluna, eða um 28 prósent. Þá eykst áfengisneysla kvenna eftir því sem þær eru meira menntaðar en dregst saman meðal karla. Þetta segja tölurnar en skýringarnar hafa menn ekki á reiðum höndum. Helgardrykkja yngra fólks er engin nýlunda hér á landi en Lýðheilsustöð segir rétt að hafa áhyggjur af aukningunni. Í ljósi umræðu um að lækka áfengiskaupaaldur og selja léttvín í matvöruverslunum telur dr Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrotafræðingur og sérfræðingur í áfengisrannsóknum, að slíkt myndi enn auka á neysluna. Á síðustu árum hefur munur á áfengisneyslu á íbúa í einstökum löndum í Evrópu farið minnkandi. Ísland og Noregur eru þó enn þau lönd þar sem neyslan er minnst. Hildigunnur segir að þó verði að horfa til þess að Evrópubúar drekki meira áfengi en íbúar annarra heimsálfa og mikil áfengisdrykkja því evrópskt fyrirbæri. Fréttir Innlent Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Íslenskir karlar drekka næstum þrefalt meira áfengi en konur, þrátt fyrir að ungar konur hafi stóraukið áfengisneyslu sína síðustu ár. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun á drykkjuvenjum Íslendinga, sem gerð var á vegum Lýðheilsustöðvar í lok síðasta árs, og borin var saman við könnun sem gerð var árið 2001. Mikil aukning hefur orðið á neyslu bjórs og léttvíns en Íslendingar eru orðnir bjórdrykkjuþjóð og drekkur meira af bjór en öðrum áfengum drykkjum. Þessi aukning á rót sína að rekja til fólks á aldrinum 18 til 34 ára sem hefur stóraukið neyslu sína, drekka nú rúmlega þrefalt meira en fólk á aldrinum 55 til 75 ára. Bjórdrykkjan verður ekki tíðari heldur meiri. Ungir karlar drekka nú bjór um einu sinni í viku og þá 1,8 lítra í hvert sinn. Konurnar drekka að meðaltali 1,3 lítra, fjörutíu sinnum á ári. Athygli vekur að karlar á aldrinum 55 til 75 ára hafa minnkað áfengisneysluna um tæp 20 prósent frá árinu 2001. Á sama tíma hafa ungar konur stóraukið neysluna, eða um 28 prósent. Þá eykst áfengisneysla kvenna eftir því sem þær eru meira menntaðar en dregst saman meðal karla. Þetta segja tölurnar en skýringarnar hafa menn ekki á reiðum höndum. Helgardrykkja yngra fólks er engin nýlunda hér á landi en Lýðheilsustöð segir rétt að hafa áhyggjur af aukningunni. Í ljósi umræðu um að lækka áfengiskaupaaldur og selja léttvín í matvöruverslunum telur dr Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrotafræðingur og sérfræðingur í áfengisrannsóknum, að slíkt myndi enn auka á neysluna. Á síðustu árum hefur munur á áfengisneyslu á íbúa í einstökum löndum í Evrópu farið minnkandi. Ísland og Noregur eru þó enn þau lönd þar sem neyslan er minnst. Hildigunnur segir að þó verði að horfa til þess að Evrópubúar drekki meira áfengi en íbúar annarra heimsálfa og mikil áfengisdrykkja því evrópskt fyrirbæri.
Fréttir Innlent Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira