Fleiri fréttir Líst vel á verðhækkun á díselolíu Sigríði Önnu Þórðadóttur umhverfisráðherra líst vel á að díselolía, sem er umhverfisvænni en bensín, verði dýrari en bensín. Hún telur þetta mikla hvatningu fyrir bíleigendur að skipta yfir á díselbíl. Sigríður Anna hafði ekki hugmynd um að díselolían yrði dýrari fyrr en Stöð 2 greindi henni frá því. 19.4.2005 00:01 Þingmenn hafi fært til fjármagn Forsætisráðherra segir að þingmenn Suðurlands hafi fært hluta af fjármagni Suðurstrandarvegar yfir í Hellisheiði. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis segir þetta alrangt, ríkisstjórnin beri sjálf alfarið ábyrgð á því að hafa svikið kosningaloforð. 19.4.2005 00:01 Fjárfestar ákveði hvar álver séu Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir að það verði ekki hún heldur fjárfestar sem ákveði staðsetningu næsta álvers á Íslandi. 19.4.2005 00:01 Ísland sem bjargvættur ESB? Gætu Íslendingar séð Evrópusambandinu fyrir neyðarleið út úr þeirri kreppu sem upp kæmi ef Frakkar höfnuðu stjórnarskrársáttmála sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu? Að þessu spyr leiðarahöfundur Financial Times í gær. 19.4.2005 00:01 Vildu vita um forgangsmál á þingi Stjórnarandstaðan krafðist þess á Alþingi í dag ríkisstjórnin gæfi upp hvaða þingmál hún vildi setja í forgang til að unnt yrði að semja um þinghaldið á lokadögum þingsins. Ráðherrar voru enn í dag að leggja fram ný stjórnarfrumvörp löngu eftir að tilskilinn frestur er útrunninn. 19.4.2005 00:01 Stæra sig af árásum á heimasíðu Tveir urðu fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Þeir sem hafa verið kærðir eru í hópi manna sem kalla sig Fazmo og halda úti heimasíðu þar sem greint hefur verið frá árásum hópsins en lýsingarnar hafa nú verið teknar af síðunni. 19.4.2005 00:01 Benedikt XVI er nýr páfi Joseph Ratzinger var í gær kjörinn páfi og hefur hann tekið sér nafnið Benedikt, sem merkir hinn blessaði. Flestir virðast telja að nýi páfinn muni fylgja stefnu forvera síns. 19.4.2005 00:01 Samrýmist stefnu skólans Háskólinn í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að þiggja lóðina í Vatnsmýrinni og segir rektor staðsetninguna samrýmast stefnu skólans. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri Garðabæjar segist sátt og óskar skólanum velfarnaðar. 19.4.2005 00:01 Fjárlaganefnd skoðar bankaskýrslu Fjárlaganefnd samþykkti einróma á fundi sínum í gær að fara yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2003 um sölu ríkisbankanna. 19.4.2005 00:01 Deilan magnast Deila Japana og Kínverja harðnar enn. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, reyndi að miðla málum í gær en án árangurs. 19.4.2005 00:01 Páfi valinn á mettíma Það var laust fyrir klukkan fjögur að íslenskum tíma sem hvíti reykurinn streymdi upp úr skorsteini Sixtínsku kapellunnar. 19.4.2005 00:01 Játar hótelbruna 31 árs gömul kona hefur viðurkennt að hún gæti hafa í ógáti kveikt í hótel Paris Opera sem brann til kaldra kola aðfaranótt föstudagsins. 19.4.2005 00:01 640 ára í fangelsi Adolfo Scilingo, fyrrverandi herforingi í argentínska hernum, var í gær dæmdur af spænskum undirrétti í 640 ára fangelsi fyrir þátttöku sína í gagnaðgerðum herforingjastjórnarinnar gegn meintum vinstrimönnum á árunum 1976-83. 19.4.2005 00:01 Rice í Rússlandi Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, dvaldi í Moskvu í gær þar sem hún ræddi við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, um lýðræðisþróun í landinu. 19.4.2005 00:01 Lettar í farbanni afskiptir Yfirtrúnaðarmaður á Káranhjúkum er ósattur við framkomu GT verktaka í garð tveggja Letta sem fyrirtækið réði tli vinnu upp á Kárahnjúka. Hann segir að mennirnir hafi fengið sextíu þúsund krónur greiddar síðan þeir um miðjan febrúar. 19.4.2005 00:01 Íhaldssamur maður kenningarinnar Joseph Ratzinger, sem kjörinn var páfi í gær, fæddist í smábænum Markl am Inn syðst í Bæjaralandi þann 16. apríl 1927. Fjórtán ára gamall var hann skráður gegn vilja sínum í Hitlersæskuna, sem nasistar skylduðu alla þýska drengi til, en var fljótlega sleppt úr henni þar sem hann var þá þegar kominn á þá braut að læra til prests. 19.4.2005 00:01 7000 nýskráningar í Samfylkinguna Gríðarleg smölun stuðningsmanna formannsefnanna í Samfylkingunni hefur skilað sjö þúsund nýjum flokksmönnum sem er aukning um tæp 54 prósent frá áramótum. Þá voru skráðir flokksmenn u.þ.b. þrettán þúsund en eru nú rétt um tuttugu þúsund eftir að frestur til að skrá sig í flokkinn, til að geta tekið þátt í formannskjörinu, rann út á föstudag. 18.4.2005 00:01 Rannsókn á sölu Búnaðarbankans Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, vill að Alþingi láti fara fram opinbera rannsókn á sölu Búnaðarbankans á sínum tíma og skili þjóðinni skýrslu um málið. 18.4.2005 00:01 Afsögn Berlusconi? Ítalska stjórnin virðist vera að falla. Silvio Berlusconi forsætisráðherra fundar með Carlo Azeglio Ciampi forseta í dag og tilkynnir þar hvort hann telji stjórn sína enn hafa meirihluta á þingi eða hvort hann hyggist segja af sér. 18.4.2005 00:01 UVG vill slíta R-lista samstarfinu Stjórn Ungra Vinstri-grænna í Reykjavík vill að R-lista samstarfinu verði slitið að loknu yfirstandandi kjörtímabili og að flokkurinn bjóði fram sér næsta vor. 18.4.2005 00:01 30 þúsund á svörtum lista Meira en þrjátíu þúsund manns mega ekki stíga upp í flugvélar sem lenda á bandarískri grundu. Þetta eru einstaklingar sem eru á lista bandarískra stjórnvalda yfir hugsanlega hryðjuverkamenn. 18.4.2005 00:01 Slasaðist mikið á Mýrum Erlendur ferðamaður slasaðist mikið þegar bíll, sem hann var farþegi í, flaug út af þjóðveginum við Arnarstapa á Mýrum í gærkvöldi og skall harkalega niður langt utan vegar. Kallað var á þyrlu Landhelgisgæslunnar sem sótti manninn og flutti hann á slysadeild Landspítalans þar sem hann lá á gjörgæsludeild í nótt. 18.4.2005 00:01 115 milljónir skortir menntun Eitt hundrað og fimmtán miljónir barna á grunnskólaaldri um allan heim njóta ekki menntunar. Stærstur hluti þessara barna er stúlkur og því hefur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sett sér það markmið að árið 2015 verði hlutfall kynjanna orðið jafnt í menntun grunnskólabarna. 18.4.2005 00:01 Forskot Verkamannaflokksins eykst Verkamannaflokkurinn í Bretlandi eykur forskot sitt lítillega í nýrri skoðanakönnun. Hann mælist með 41% fylgi, Íhaldsflokkurinn 33% og Frjálslyndir demókratar 20%. Gengið verður til kosninga 5. maí. 18.4.2005 00:01 Atlantsolía opnar á Akranesi Atlantsolía opnar í dag sjálfsafgreiðslu fyrir díselolíu við höfnina á Akranesi. Þar verður svonefnd kraftdæla sem styttir áfyllingartíma verulega. Í tilkynningu frá félaginu segir að í undirbúningi sé að taka upp sama fyrirkomulag á fleiri stöðum úti á landi. 18.4.2005 00:01 Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Samband ungra sjálfstæðismanna hvetur ríkið til að hætta afskiptum af fjölmiðlum. Í ályktun ungliðanna er því mótmælt að sett séu fram hugmyndir um að skerða möguleika á fjármögnun einkarekinna fjölmiðla, á sama tíma og frumvarp liggi fyrir sem tryggi Ríkisútvarpinu rétt til aukinna umsvifa á markaðnum. 18.4.2005 00:01 Ofbeldismanna leitað Lögreglan í Reykjavík leitar enn þriggja til fjögurra manna sem börðu tvo menn til óbóta í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt. Árásirnar virðast báðar hafa verið tilefnislausar og þekkja fórnarlömbin ekkert til árásarmannanna. 18.4.2005 00:01 Norskt skemmiferðaskip í brotsjó Norskt skemmtiferðaskip skemmdist töluvert þegar meira en tuttugu metra hár brotsjór skall á því á laugardaginn. Fjórir farþegar ferjunnar, sem var á leið til New York, slösuðust í óhappinu og sjór flæddi inn í meira en sextíu klefa. Þá mölbrotnuðu fjölmargir gluggar í ferjunni þegar aldan skall á henni. 18.4.2005 00:01 Árekstur strætisvagns og jeppa Strætisvagn og jeppabifreið lentu í árekstri í Vesturbænum fyrir stundu. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík var áreksturinn, sem átti sér stað á mótum Dunhaga og Tómasarhaga, minniháttar og urðu engin slys á fólki. 18.4.2005 00:01 Landamæri Kasmír-héraðs opnuð Stjórnvöld á Indlandi og í Pakistan hafa sammælst um að vinna að því að opna landamærin við Kasmír-hérað þar sem mikill órói hefur ríkt. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, sagði í morgun að stefnt væri að því að auka samgöngur og viðskiptatengsl yfir landamærin. 18.4.2005 00:01 Fyrsta umferð páfakjörs í kvöld? Kardínálarnir eitt hundrað og fimmtán, sem kjósa nýjan páfa, loka sig inni í Sixtínsku kapellunni laust fyrir klukkan þrjú í dag og hefja undirbúning að atkvæðagreiðslu. Hugsanlegt er að fyrsta umferð atkvæðagreiðslunnar fari svo fram strax í kvöld. 18.4.2005 00:01 Þrjú kynferðisbrotamál um helgina Þrjú kynferðisbrotamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík um helgina og átti ungt fólk alls staðar hlut að máli. Meint brot voru öll framin í heimahúsum og með þeim hætti að karlmenn notuðu sér ölvunarástand kvenna til þess að ná fram vilja sínum við þær, gegn vilja þeirra. 18.4.2005 00:01 Fundað vegna ólátabelgjanna Áhöfn Kaupmannahafnarvélar Iceland Express situr þessa stundina á fundi með stjórn félagsins um ólátabelgina sem voru um borð á laugardag. Sex farþegar vélarinnar hótuðu hverjum öðrum og áhöfn vélarinnar líkamsmeiðingum. 18.4.2005 00:01 Sænska prinsessan í lífsháska Viktoría, krónprinsessa Svíþjóðar, lenti í miklum lífsháska í heimsókn sinni til Srí Lanka um helgina. Prinsessan var að heimsækja þau svæði í landinu sem urðu illa úti í flóðbylgjunni annan í jólum. 18.4.2005 00:01 Sameining Samfylkingar og VG? Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, telur fátt standa í vegi fyrir að Vinstri grænir og Samfylkingin geti sameinast í einn flokk. Ungir Vinstri grænir vilja hins vegar slíta R-lista samstarfinu og bjóða fram sér næsta vor. 18.4.2005 00:01 Vill ekki dauðadóm yfir Saddam Hinn nýi forseti Íraks, Jalal Talabani, sagði í útvarpsviðtali í dag að hann myndi neita að undirrita dauðadóm yfir Saddam Hussein, ef hann yrði fundinn sekur um stríðsglæpi. 18.4.2005 00:01 Standa við Biblíubreytingarnar Einar Sigurbjörnsson prófessor, sem situr í þýðingarnefnd Hins íslenska biblíufélags, segir nefndina standa við sínar breytingatillögur og að hann hefði jafnvel viljað ganga lengra. 18.4.2005 00:01 Leynileg útvarpsstöð talíbana Skæruliðar talíbana í Afganistan hafa hafið útvarpssendingar um leynilega útvarpsstöð. Yfirmaður bandarískra hersveita í landinu segir að talíbanar séu ennþá hættulegir. 18.4.2005 00:01 Orkumálastjóri í leyfi Þorkell Helgason orkumálastjóri hefur af persónulegum ástæðum óskað eftir leyfi frá starfi um tveggja mánaða skeið. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur sett Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur í embætti orkumálastjóra umrætt tímabil. 18.4.2005 00:01 2500 hermenn farnir frá Líbanon 2500 sýrlenskir hermenn hafa verið fluttir frá austurhluta Líbanons undanfarna daga og eru þá aðeins um 1500 hermenn eftir í landinu. Þeir eiga að vera farnir fyrir næstu mánaðamót samkvæmt samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 18.4.2005 00:01 Boðin aðstoð gegn streitu Annað slagið koma upp aðstæður vegna mönnunar á Landspítala háskólasjúkrahúsi, þar sem fólki líður illa vegna álags. Þetta segir lögmaður á skrifstofu starfsmannamála. Hann segir ýmsa starfsemi í gangi sem standi starfsfólki til boða ef streita og álag hrjá það. </font /></b /> 18.4.2005 00:01 Mun meiri veikindi starfsmanna LSH Samanburður sem sviðsstjórar Landspítala háskólasjúkrahúss hafa gert á fjarvistum starfsmanna spítalans í janúar og febrúarmánuði í fyrra og á sama tíma í ár sýndu að umtalsvert meira var um veikindi starfsmannanna í ár heldur en í fyrra, að sögn Eydísar Sveinbjarnardóttur starfandi hjúkrunarforstjóra. Hún sagði því ekki að neita að mikið vinnuálag væri á spítalanum. 18.4.2005 00:01 Helmingur karlmanna ákærður Sjö menn, eða helmingur allra fullorðinna karlmanna á Pitcairn-eyju, hafa verið ákærðir fyrir kynferðisglæpi sem sumir áttu sér stað fyrir áratugum. Pitcairn-eyja var numin af uppreisnarmönnum á hinu sögufræga skipi MS-Bounty árið 1789. 18.4.2005 00:01 3,6% erlendir ríkisborgarar 10.636 erlendir ríkisborgarar voru með lögheimili hér á landi 1. desember í fyrra samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta eru um 3,6% landsmanna. Íbúum með erlent ríkisfang hefur fjölgað um helming síðasta áratug en þeir voru 1,8% þjóðarinnar árið 1995. 18.4.2005 00:01 Héðinsfjarðargöng ekki töfralausn Verkalýðsfélagið Vaka á Siglufirði telur að einungis með afnámi hrepparígs, opnu hugarfari, bjartsýni og framsýni verði hægt að skapa raunhæfan valkost á Norðurlandi við höfuðborgarsvæðið og bendir á að bættar samgöngur með Héðinsfjarðargöngum séu ekki einar og sér allra meina bót. 18.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Líst vel á verðhækkun á díselolíu Sigríði Önnu Þórðadóttur umhverfisráðherra líst vel á að díselolía, sem er umhverfisvænni en bensín, verði dýrari en bensín. Hún telur þetta mikla hvatningu fyrir bíleigendur að skipta yfir á díselbíl. Sigríður Anna hafði ekki hugmynd um að díselolían yrði dýrari fyrr en Stöð 2 greindi henni frá því. 19.4.2005 00:01
Þingmenn hafi fært til fjármagn Forsætisráðherra segir að þingmenn Suðurlands hafi fært hluta af fjármagni Suðurstrandarvegar yfir í Hellisheiði. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis segir þetta alrangt, ríkisstjórnin beri sjálf alfarið ábyrgð á því að hafa svikið kosningaloforð. 19.4.2005 00:01
Fjárfestar ákveði hvar álver séu Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir að það verði ekki hún heldur fjárfestar sem ákveði staðsetningu næsta álvers á Íslandi. 19.4.2005 00:01
Ísland sem bjargvættur ESB? Gætu Íslendingar séð Evrópusambandinu fyrir neyðarleið út úr þeirri kreppu sem upp kæmi ef Frakkar höfnuðu stjórnarskrársáttmála sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu? Að þessu spyr leiðarahöfundur Financial Times í gær. 19.4.2005 00:01
Vildu vita um forgangsmál á þingi Stjórnarandstaðan krafðist þess á Alþingi í dag ríkisstjórnin gæfi upp hvaða þingmál hún vildi setja í forgang til að unnt yrði að semja um þinghaldið á lokadögum þingsins. Ráðherrar voru enn í dag að leggja fram ný stjórnarfrumvörp löngu eftir að tilskilinn frestur er útrunninn. 19.4.2005 00:01
Stæra sig af árásum á heimasíðu Tveir urðu fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Þeir sem hafa verið kærðir eru í hópi manna sem kalla sig Fazmo og halda úti heimasíðu þar sem greint hefur verið frá árásum hópsins en lýsingarnar hafa nú verið teknar af síðunni. 19.4.2005 00:01
Benedikt XVI er nýr páfi Joseph Ratzinger var í gær kjörinn páfi og hefur hann tekið sér nafnið Benedikt, sem merkir hinn blessaði. Flestir virðast telja að nýi páfinn muni fylgja stefnu forvera síns. 19.4.2005 00:01
Samrýmist stefnu skólans Háskólinn í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að þiggja lóðina í Vatnsmýrinni og segir rektor staðsetninguna samrýmast stefnu skólans. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri Garðabæjar segist sátt og óskar skólanum velfarnaðar. 19.4.2005 00:01
Fjárlaganefnd skoðar bankaskýrslu Fjárlaganefnd samþykkti einróma á fundi sínum í gær að fara yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2003 um sölu ríkisbankanna. 19.4.2005 00:01
Deilan magnast Deila Japana og Kínverja harðnar enn. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, reyndi að miðla málum í gær en án árangurs. 19.4.2005 00:01
Páfi valinn á mettíma Það var laust fyrir klukkan fjögur að íslenskum tíma sem hvíti reykurinn streymdi upp úr skorsteini Sixtínsku kapellunnar. 19.4.2005 00:01
Játar hótelbruna 31 árs gömul kona hefur viðurkennt að hún gæti hafa í ógáti kveikt í hótel Paris Opera sem brann til kaldra kola aðfaranótt föstudagsins. 19.4.2005 00:01
640 ára í fangelsi Adolfo Scilingo, fyrrverandi herforingi í argentínska hernum, var í gær dæmdur af spænskum undirrétti í 640 ára fangelsi fyrir þátttöku sína í gagnaðgerðum herforingjastjórnarinnar gegn meintum vinstrimönnum á árunum 1976-83. 19.4.2005 00:01
Rice í Rússlandi Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, dvaldi í Moskvu í gær þar sem hún ræddi við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, um lýðræðisþróun í landinu. 19.4.2005 00:01
Lettar í farbanni afskiptir Yfirtrúnaðarmaður á Káranhjúkum er ósattur við framkomu GT verktaka í garð tveggja Letta sem fyrirtækið réði tli vinnu upp á Kárahnjúka. Hann segir að mennirnir hafi fengið sextíu þúsund krónur greiddar síðan þeir um miðjan febrúar. 19.4.2005 00:01
Íhaldssamur maður kenningarinnar Joseph Ratzinger, sem kjörinn var páfi í gær, fæddist í smábænum Markl am Inn syðst í Bæjaralandi þann 16. apríl 1927. Fjórtán ára gamall var hann skráður gegn vilja sínum í Hitlersæskuna, sem nasistar skylduðu alla þýska drengi til, en var fljótlega sleppt úr henni þar sem hann var þá þegar kominn á þá braut að læra til prests. 19.4.2005 00:01
7000 nýskráningar í Samfylkinguna Gríðarleg smölun stuðningsmanna formannsefnanna í Samfylkingunni hefur skilað sjö þúsund nýjum flokksmönnum sem er aukning um tæp 54 prósent frá áramótum. Þá voru skráðir flokksmenn u.þ.b. þrettán þúsund en eru nú rétt um tuttugu þúsund eftir að frestur til að skrá sig í flokkinn, til að geta tekið þátt í formannskjörinu, rann út á föstudag. 18.4.2005 00:01
Rannsókn á sölu Búnaðarbankans Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, vill að Alþingi láti fara fram opinbera rannsókn á sölu Búnaðarbankans á sínum tíma og skili þjóðinni skýrslu um málið. 18.4.2005 00:01
Afsögn Berlusconi? Ítalska stjórnin virðist vera að falla. Silvio Berlusconi forsætisráðherra fundar með Carlo Azeglio Ciampi forseta í dag og tilkynnir þar hvort hann telji stjórn sína enn hafa meirihluta á þingi eða hvort hann hyggist segja af sér. 18.4.2005 00:01
UVG vill slíta R-lista samstarfinu Stjórn Ungra Vinstri-grænna í Reykjavík vill að R-lista samstarfinu verði slitið að loknu yfirstandandi kjörtímabili og að flokkurinn bjóði fram sér næsta vor. 18.4.2005 00:01
30 þúsund á svörtum lista Meira en þrjátíu þúsund manns mega ekki stíga upp í flugvélar sem lenda á bandarískri grundu. Þetta eru einstaklingar sem eru á lista bandarískra stjórnvalda yfir hugsanlega hryðjuverkamenn. 18.4.2005 00:01
Slasaðist mikið á Mýrum Erlendur ferðamaður slasaðist mikið þegar bíll, sem hann var farþegi í, flaug út af þjóðveginum við Arnarstapa á Mýrum í gærkvöldi og skall harkalega niður langt utan vegar. Kallað var á þyrlu Landhelgisgæslunnar sem sótti manninn og flutti hann á slysadeild Landspítalans þar sem hann lá á gjörgæsludeild í nótt. 18.4.2005 00:01
115 milljónir skortir menntun Eitt hundrað og fimmtán miljónir barna á grunnskólaaldri um allan heim njóta ekki menntunar. Stærstur hluti þessara barna er stúlkur og því hefur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sett sér það markmið að árið 2015 verði hlutfall kynjanna orðið jafnt í menntun grunnskólabarna. 18.4.2005 00:01
Forskot Verkamannaflokksins eykst Verkamannaflokkurinn í Bretlandi eykur forskot sitt lítillega í nýrri skoðanakönnun. Hann mælist með 41% fylgi, Íhaldsflokkurinn 33% og Frjálslyndir demókratar 20%. Gengið verður til kosninga 5. maí. 18.4.2005 00:01
Atlantsolía opnar á Akranesi Atlantsolía opnar í dag sjálfsafgreiðslu fyrir díselolíu við höfnina á Akranesi. Þar verður svonefnd kraftdæla sem styttir áfyllingartíma verulega. Í tilkynningu frá félaginu segir að í undirbúningi sé að taka upp sama fyrirkomulag á fleiri stöðum úti á landi. 18.4.2005 00:01
Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Samband ungra sjálfstæðismanna hvetur ríkið til að hætta afskiptum af fjölmiðlum. Í ályktun ungliðanna er því mótmælt að sett séu fram hugmyndir um að skerða möguleika á fjármögnun einkarekinna fjölmiðla, á sama tíma og frumvarp liggi fyrir sem tryggi Ríkisútvarpinu rétt til aukinna umsvifa á markaðnum. 18.4.2005 00:01
Ofbeldismanna leitað Lögreglan í Reykjavík leitar enn þriggja til fjögurra manna sem börðu tvo menn til óbóta í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt. Árásirnar virðast báðar hafa verið tilefnislausar og þekkja fórnarlömbin ekkert til árásarmannanna. 18.4.2005 00:01
Norskt skemmiferðaskip í brotsjó Norskt skemmtiferðaskip skemmdist töluvert þegar meira en tuttugu metra hár brotsjór skall á því á laugardaginn. Fjórir farþegar ferjunnar, sem var á leið til New York, slösuðust í óhappinu og sjór flæddi inn í meira en sextíu klefa. Þá mölbrotnuðu fjölmargir gluggar í ferjunni þegar aldan skall á henni. 18.4.2005 00:01
Árekstur strætisvagns og jeppa Strætisvagn og jeppabifreið lentu í árekstri í Vesturbænum fyrir stundu. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík var áreksturinn, sem átti sér stað á mótum Dunhaga og Tómasarhaga, minniháttar og urðu engin slys á fólki. 18.4.2005 00:01
Landamæri Kasmír-héraðs opnuð Stjórnvöld á Indlandi og í Pakistan hafa sammælst um að vinna að því að opna landamærin við Kasmír-hérað þar sem mikill órói hefur ríkt. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, sagði í morgun að stefnt væri að því að auka samgöngur og viðskiptatengsl yfir landamærin. 18.4.2005 00:01
Fyrsta umferð páfakjörs í kvöld? Kardínálarnir eitt hundrað og fimmtán, sem kjósa nýjan páfa, loka sig inni í Sixtínsku kapellunni laust fyrir klukkan þrjú í dag og hefja undirbúning að atkvæðagreiðslu. Hugsanlegt er að fyrsta umferð atkvæðagreiðslunnar fari svo fram strax í kvöld. 18.4.2005 00:01
Þrjú kynferðisbrotamál um helgina Þrjú kynferðisbrotamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík um helgina og átti ungt fólk alls staðar hlut að máli. Meint brot voru öll framin í heimahúsum og með þeim hætti að karlmenn notuðu sér ölvunarástand kvenna til þess að ná fram vilja sínum við þær, gegn vilja þeirra. 18.4.2005 00:01
Fundað vegna ólátabelgjanna Áhöfn Kaupmannahafnarvélar Iceland Express situr þessa stundina á fundi með stjórn félagsins um ólátabelgina sem voru um borð á laugardag. Sex farþegar vélarinnar hótuðu hverjum öðrum og áhöfn vélarinnar líkamsmeiðingum. 18.4.2005 00:01
Sænska prinsessan í lífsháska Viktoría, krónprinsessa Svíþjóðar, lenti í miklum lífsháska í heimsókn sinni til Srí Lanka um helgina. Prinsessan var að heimsækja þau svæði í landinu sem urðu illa úti í flóðbylgjunni annan í jólum. 18.4.2005 00:01
Sameining Samfylkingar og VG? Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, telur fátt standa í vegi fyrir að Vinstri grænir og Samfylkingin geti sameinast í einn flokk. Ungir Vinstri grænir vilja hins vegar slíta R-lista samstarfinu og bjóða fram sér næsta vor. 18.4.2005 00:01
Vill ekki dauðadóm yfir Saddam Hinn nýi forseti Íraks, Jalal Talabani, sagði í útvarpsviðtali í dag að hann myndi neita að undirrita dauðadóm yfir Saddam Hussein, ef hann yrði fundinn sekur um stríðsglæpi. 18.4.2005 00:01
Standa við Biblíubreytingarnar Einar Sigurbjörnsson prófessor, sem situr í þýðingarnefnd Hins íslenska biblíufélags, segir nefndina standa við sínar breytingatillögur og að hann hefði jafnvel viljað ganga lengra. 18.4.2005 00:01
Leynileg útvarpsstöð talíbana Skæruliðar talíbana í Afganistan hafa hafið útvarpssendingar um leynilega útvarpsstöð. Yfirmaður bandarískra hersveita í landinu segir að talíbanar séu ennþá hættulegir. 18.4.2005 00:01
Orkumálastjóri í leyfi Þorkell Helgason orkumálastjóri hefur af persónulegum ástæðum óskað eftir leyfi frá starfi um tveggja mánaða skeið. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur sett Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur í embætti orkumálastjóra umrætt tímabil. 18.4.2005 00:01
2500 hermenn farnir frá Líbanon 2500 sýrlenskir hermenn hafa verið fluttir frá austurhluta Líbanons undanfarna daga og eru þá aðeins um 1500 hermenn eftir í landinu. Þeir eiga að vera farnir fyrir næstu mánaðamót samkvæmt samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 18.4.2005 00:01
Boðin aðstoð gegn streitu Annað slagið koma upp aðstæður vegna mönnunar á Landspítala háskólasjúkrahúsi, þar sem fólki líður illa vegna álags. Þetta segir lögmaður á skrifstofu starfsmannamála. Hann segir ýmsa starfsemi í gangi sem standi starfsfólki til boða ef streita og álag hrjá það. </font /></b /> 18.4.2005 00:01
Mun meiri veikindi starfsmanna LSH Samanburður sem sviðsstjórar Landspítala háskólasjúkrahúss hafa gert á fjarvistum starfsmanna spítalans í janúar og febrúarmánuði í fyrra og á sama tíma í ár sýndu að umtalsvert meira var um veikindi starfsmannanna í ár heldur en í fyrra, að sögn Eydísar Sveinbjarnardóttur starfandi hjúkrunarforstjóra. Hún sagði því ekki að neita að mikið vinnuálag væri á spítalanum. 18.4.2005 00:01
Helmingur karlmanna ákærður Sjö menn, eða helmingur allra fullorðinna karlmanna á Pitcairn-eyju, hafa verið ákærðir fyrir kynferðisglæpi sem sumir áttu sér stað fyrir áratugum. Pitcairn-eyja var numin af uppreisnarmönnum á hinu sögufræga skipi MS-Bounty árið 1789. 18.4.2005 00:01
3,6% erlendir ríkisborgarar 10.636 erlendir ríkisborgarar voru með lögheimili hér á landi 1. desember í fyrra samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta eru um 3,6% landsmanna. Íbúum með erlent ríkisfang hefur fjölgað um helming síðasta áratug en þeir voru 1,8% þjóðarinnar árið 1995. 18.4.2005 00:01
Héðinsfjarðargöng ekki töfralausn Verkalýðsfélagið Vaka á Siglufirði telur að einungis með afnámi hrepparígs, opnu hugarfari, bjartsýni og framsýni verði hægt að skapa raunhæfan valkost á Norðurlandi við höfuðborgarsvæðið og bendir á að bættar samgöngur með Héðinsfjarðargöngum séu ekki einar og sér allra meina bót. 18.4.2005 00:01