Erlent

Meðferð gegn nikótíntyggjófíkn

Danska tóbaksvarnarráðið er nú að útbúa meðferð fyrir fólk sem er orðið háð nikótíntyggigúmmíi. Nokkuð er síðan fyrrverandi danskir reykingamenn fóru að leita sér hjálpar vegna þess að þeir voru orðnir háðir nikótíntyggigúmmí sem þeir byrjuðu að jórtra þegar þeir hættu að reykja. Danska tóbaksvarnarráðið telur að um 20 þúsund Danir séu orðnir háðir tyggigúmmíinu. Því hefur nú verið ákveðið að setja saman meðferð til þess að hjálpa fólkinu að losna við þessa fíkn. Hjartavernd og Krabbameinsfélagið í Danmörku styðja þessa áætlun. Ekki er enn alveg ljóst hvernig meðferðinni verður háttað, t.d. hvort tyggjósjúklingarnir fá einhverja aðra dúsu til þess að losna undan áhrifum þess.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×