Fleiri fréttir Sakar R-listann um lóðabrask Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sakaði Reykjavíkurlistann um að hagnast á lóðabraski í borginni við utandagskrárumræður um þróun íbúðaverðs. 23.2.2005 00:01 Mótmæla byggingu Brimborgar Íbúar í Kópavogi óttast jákvæð viðbrögð skipulagsnefndar við fyrirhugaðri nær níu þúsund fermetra byggingum Brimborgar við Dalveg. Þeir segja að rísi húsin verði það umhverfisslys fyrir byggðina. Brimborg segir húsin hönnuð til að auka veg hverfisins. </font /></b /> 23.2.2005 00:01 Umsátursástand á fasteignamarkaði Það er víðar en á suðvesturhorni landsins sem margir bítast um þær fáu eignir sem í boði eru. Spurn eftir húsnæði á Akureyri er jafnvel meiri en í Reykjavík. Fasteignasalar tala um umsátursástand á markaðnum. Vestfirðir skera sig þó úr. </font /></b /> 22.2.2005 00:01 Sjö króna sekt fyrir grammið Bannað er með lögum að flytja inn munntóbak sem engu að síður margir nota. Allt munntóbak sem finnst er gert upptækt á Keflavíkurflugvelli og er sjö króna sekt á hvert gramm sem næst. Heildsali sem blaðið veit um selur um 125 kíló af munntóbaki á tveggja vikna fresti. </font /></b /> 22.2.2005 00:01 Fyrstu húsin í fimmtán ár Verktakafyrirtækið Sniðill í Mývatnssveit áformar að reisa tvö parhús með fjórum íbúðum í Reykjahlíðaþorpi á næstu mánuðum en það eru fyrstu húsin sem byggð eru í þorpinu í hálfan annan áratug. Byrjað er á jarðvinnu við fyrra parhúsið og eru báðar íbúðirnar seldar. 22.2.2005 00:01 Endurupptaka ekki útilokuð Í dag eru 25 ár síðan Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en þá héldu margir að lokið væri einhverju umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar. Sex sakborningar voru dæmdir í fangelsi allt frá einu ári og upp í sautján ár. Sú var þó ekki raunin. Gerð var árið 1997 tilraun til endurupptöku, sem var hafnað. Síðan hafa verið gerðar lagabreytingar og enn eru uppi ráðagerðir um að fá málin tekin upp. 22.2.2005 00:01 400 látnir eftir jarðskjálfta Nærri fjögur hundruð manns létust í snörpum jarðskjálfta í suðausturhluta Írans í nótt. Skjálftinn mældist 6,4 á Richter og átti upptök sín nálægt borginni Zarand upp úr klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Að sögn lækna á staðnum varð ekki mikið tjón í borginni sjálfri en hins vegar lagði skjálftinn nokkur lítil þorp í nágrenninu í rúst. 22.2.2005 00:01 Reiðubúinn að fara burt með herinn Forseti Sýrlands segist reiðubúinn að taka skref í þá átt að fara með her Sýrlendinga burt frá Líbanon á næstunni. Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera greinir frá því að forsetinn hafi lýst þessu yfir oftar en einu sinni á fundi sínum með yfirmanni Arababandalagsins í gær. 22.2.2005 00:01 Flutt í sjúkrabíl til Reykjavíkur Kona, sem var ein í bíl sínum, var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans eftir að hún ók á mannlausan bíl við Austurveg á Selfossi í gærkvöldi. Hún mun ekki vera lífshættulega slösuð. Við áreksturinn kastaðist mannlausi bíllinn á annan mannlausan bíl og varð mikið eignatjón. 22.2.2005 00:01 13,5 stig á Kirkjubæjarklaustri Hitametið féll, eða öllu heldur kolféll, á Kirkjubæjarklaustri í gær þegar hitastigið komst upp í 13,5 stig en fyrra metið í febrúar var 9,9 gráður. Nýja metið er því rúmlega þremur og hálfu stigi hærra en það gamla. 22.2.2005 00:01 Viðræður um kjarnorkumál N-Kóreu? Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, segist reiðubúinn að hefja viðræður um kjarnorkumál landsins á nýjan leik, að því gefnu að Bandaríkjamenn sýni af sér heilindi í slíkum viðræðum. Þá segir leiðtoginn einnig að uppfylla þurfi ákveðin skilyrði ef viðræðurnar eigi að hefjast á nýjan leik, en tiltekur ekki hver þau skilyrði séu. 22.2.2005 00:01 Stúlkunnar enn leitað Lögreglan í Reykjavík lýsir enn eftir Jónu Thuy Phuong Jakobsdóttur, fjórtán ára af asískum uppruna. Hún er 160 sm á hæð, svarthærð með brún augu. Ekki er vitað hvernig hún er klædd. 22.2.2005 00:01 Hagnaður Actavis 5 milljarðar Lyfjafyrirtækið Actavis hagnaðist um fimm milljarða króna í fyrra sem er nokkuð undir væntingum, þrátt fyrir að vera 55% meiri hagnaður en í hitteðfyrra. Slakari afkomu en búist var við má meðal annars rekja til mun minni sölu í Búlgaríu en gert var ráð fyrir. 22.2.2005 00:01 Uppreisnarmennirnir vel að sér Hópur uppreisnarmanna í Írak, sem hefur það að markmiði að skerða birgðir olíu, vatns og raforku í landinu, býr yfir mikilli þekkingu á innviðum orkumála í höfuðborginni Bagdad. Dagblaðið<em> New York Times</em> hefur eftir embættismönnum í Írak og Bandaríkjunum að aðgerðir hópsins upp á síðkastið beri þess merki að hann sé orðinn mjög skipulagður. 22.2.2005 00:01 450 ástralskir hermenn til Íraks Ástralar ætla að senda 450 hermenn til viðbótar til Írak. Ætlunin er að hermennirnir muni leysa af hólmi hluta þeirra 1400 hermanna frá Hollandi sem fara frá Írak í mars. Fyrir eru nærri 900 hermenn frá Ástralíu í Írak. 22.2.2005 00:01 Féllu í sjóinn í samförum Karl og kona sem nutu holdsins lystisemda í bíl niður á fáfarinni bryggju í Ósló í gærkvöldi hugðu ekki að sér og rákust í gírstöngina með þeim afleiðingum að bíllinn rann af stað. Hann steyptist fram af bryggjunni og sökk i sjóinn en fólkið komst út úr honum og upp á bryggjuna við illan leik. 22.2.2005 00:01 Ekki flugfært frá Reykjavík Ekkert hefur verið flogið innanlands frá Reykjavíkurflugvelli í morgun vegna þokunnar í borginni. Flugfarþegum hefur því verið ekið með rútum til Keflavíkur svo unnt væri að koma þeim með flugi á áfangastað. 22.2.2005 00:01 Níu létust þegar veggur hrundi Í það minnsta níu rússneskir hermenn létust þegar húsveggur í verksmiðju hrundi ofan á þá í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í nótt. Að sögn talsmanns hersins eru engin ummerki um að hvers kyns sprenging hafi orsakað þetta heldur hafi veggurinn, og þar með stór hluti verksmiðjunnar, hreinlega hrunið af sjálfsdáðum. 22.2.2005 00:01 Björgunarstarfi að mestu lokið Alþjóðlegar björgunarsveitir hafa að mestu lokið störfum á hamfarasvæðunum í Indónesíu en vinnan undanfarnar vikur hefur aðallega snúist um hreinsun og að finna og grafa líkamsleifar þeirra sem létust. Fundist hafa yfir 123 þúsund lík í Indónesíu en yfirvöld segja nú að líklegast verði aldrei vitað nákvæmlega hversu margir fórust. 22.2.2005 00:01 VG á móti sölu Landsvirkjunar Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík áskilur sér allan rétt til að leggjast gegn áformum um fyrirhugaða sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Það þjóni hvorki hagsmunum Reykvíkinga né annarra landsmanna að málið fari lengra á þeim forsendum sem iðnaðarráðherra hafi lagt upp. 22.2.2005 00:01 Frekari skuldbindingar NATO í Írak Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra situr í þessum töluðum orðum með Bush Bandaríkjaforseta á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Frekari skuldbindingar NATO-ríkja í Írak og Afganistan er meðal þess sem Bush er talinn ætla að mæla fyrir á fundinum.</font /> 22.2.2005 00:01 Gríðarlegt tjón vegna skjálftans Að minnsta kosti 400 manns létust í snörpum jarðskjálfta í miðhluta Írans í nótt. Gríðarlegt tjón er af völdum skjálftans og meðal annars er talið að nokkur þorp og bæir hafi lagst í rúst. 22.2.2005 00:01 Skátar í hávegum í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær verður fyrst bæjarfélaga til að semja um rekstur á skátastarfsemi. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, mun undirrita samstarfssamning við skátafélagið Hraunbúa í kvöld. 22.2.2005 00:01 Stofna samráðshóp um húsarifin Húsarif á Laugavegi og breytingar þar hafa vakið sterk viðbrögð og nú hafa borgaryfirvöld ákveðið að stofna samráðshóp, skipulagsnefnd til ráðgjafar. Hópurinn á að starfa á meðan breytingarnar standa yfir en gert er ráð fyrir að þær taki tvo áratugi. 22.2.2005 00:01 Nemendur njóta ekki sannmælis Margir nemendur njóta ekki sannmælis í skriflegum prófum, segir formaður Félags grunnskólakennara, en félagið vill að samræmd próf verði lögð niður í núverandi mynd. 22.2.2005 00:01 Óvíst um sameiningu orkufyrirtækja Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um sameiningu orkufyrirtækja í eigu ríkisins. Hann segir að það eigi að vera útgangspunktur við undirbúning hugsanlegra sameininga að störfum á landsbyggðinni fækki ekki í kjölfarið. 22.2.2005 00:01 Ríkið hætti afskiptum Það hlýtur að vera tímaspursmál hvenær síðustu afskiptum ríkisvaldsins af fjármálamarkaðnum lýkur og ótrúlegt að stjórnvöld hafi enn ekki áttað sig að fullu á þeim ávinningi sem frelsisvæðing fjármálakerfisins hefur skilað samfélaginu. Þetta sagði Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, á aðalfundi bankans fyrir stundu. 22.2.2005 00:01 Konur starfi meira í friðargæslu Leita ber leiða til að auka tækifæri kvenna til að taka þátt í friðargæslu á vegum Íslands. Þetta er niðurstaða skýrslu sem tekin var saman að frumkvæði UNIFEM á Íslandi. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna hér á landi, kannaði starfsemi friðargæslunnar á árunum 1994-2004, einkum með hliðsjón af jafnréttis- og kynjasjónarmiðum. 22.2.2005 00:01 Norræn menningarhátíð í Berlín Norræn menningarhátíð hefst á fimmtudaginn kemur í Berlín og verður þar boðið upp á margskonar menningarviðburði frá öllum Norðurlöndunum: tónlist, leiklist, dans, bóklestur, listsýningar og meira að segja íþróttakappleiki. 22.2.2005 00:01 Forsætisráðherraefni sjíta valið Stjórnmálabandalag sjíta í Írak hefur tilnefnt Ibrahim al-Jaafari sem forsætisráðherraefni sitt. Bandalagið fékk mest fylgi í kosningunum í landinu á dögunum. 22.2.2005 00:01 Mósa - bakteríur af sama stofni Talið er sennilegt að Mósa-bakteríur þær sem greindust á hjartadeild Landspítala háskólasjúkrahúss og Hrafnistu séu af sama stofni, að sögn Guðrúnar Sigmundsdóttur yfirlæknis hjá sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins. 22.2.2005 00:01 Greiðslur jukust um milljarð Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækkuðu um milljarð á milli áranna 2003 og 2004. 22.2.2005 00:01 Flug liggur enn niðri Annan daginn í röð liggur þykk þoka yfir höfuðborginni og truflar m.a. innanlandsflug. Vélar hafa lent í Keflavík í allan en reynt verður að lenda í Reykjavík núna á næstunni. Farþegar hafa verið ferjaðir frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur með rútum og verður því að líkindum haldið áfram þangað til léttir til. 22.2.2005 00:01 Tenórarnir tveir að koma Stórtenórarnir José Carreras og Placido Domingo syngja báðir á tónleikum í Reykjavík í næsta mánuði, Carreras í Háskólabíói 5. mars og Domingo í Egilshöll 13. mars. Miðar í bestu sætin kosta 30 þúsund krónur. Miðasala gengur vel. </font /></b /> 22.2.2005 00:01 Sigsteinn gefur Rauða krossinum Sigsteinn Pálsson, sem um áratugaskeið var bóndi á Blikastöðum en býr nú í hárri elli á dvalarheimilinu Hlaðhömrum í Mosfellsbæ, lét gott af sér leiða á dögunum. 22.2.2005 00:01 Tottenham-maður á hafnfirsku fleyi Velski knattspyrnumaðurinn Simon Davies, sem leikur með lundúnska liðinu Tottenham Hotspur, hefur keypt íslenskan bát í félagi við föður sinn og bræður. Verður hann gerður út á humar og krabba og mun Lee, eldri bróðir Simons, stjórna útgerðinni. 22.2.2005 00:01 Ökumaður virtist látinn Lögreglan og sjúkrabíll voru send með hraði á Vogastapa um hádegisbil eftir að tilkynnt var um kyrrstæða bifreið þar sem ökumaðurinn virtist ekki vera með lífsmarki. Því var neyðarlið sent á staðinn í flýti. Í þann mund er hjálpin barst varð vart við lífsmark í bílnum. 22.2.2005 00:01 Allt í góðu hjá Brynju og Freyju Fréttir af átökum framsóknarkvenna í Kópavogi og stofnun framsóknarkvennafélagsins Brynju til höfuðs Freyju sem starfað hefur um árabil hafa ekki náð eyrum vinkvennanna Brynju og Freyju sem búa í Grafarholti í Reykjavík. 22.2.2005 00:01 Aurbleyta á Suðurlandi Vegna vætutíðar og hlýinda síðustu daga þarf Vegagerðin að takmarka ásþunga ökutækja á vegum í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu við tíu tonn. 22.2.2005 00:01 Fischer fær útlendingavegabréf Bobby Fischer fær svokallað útlendingavegabréf hér á landi. Útlendingastofnun samþykkti þetta rétt áðan að sögn Einars S. Einarssonar í Stuðningshópi Fischers. Sendiherra Íslands í Japan mun annast afhendingu á vegabréfinu. 22.2.2005 00:01 Leita að nýjum yfirmanni Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir leitað logandi ljósi að nýjum yfirmanni flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna en Hollendingurinn Ruub Lubbers sagði embættinu af sér um helgina vegna ásakana um kynferðislega áreitni. 22.2.2005 00:01 Ört vaxandi aðsókn í Foreldrahús Aðsókn barna og foreldra í Foreldrahúsið er að aukast hröðum skrefum, að sögn Elísu Wium, sem starfar þar. 22.2.2005 00:01 Vanhugsaðar hugmyndir ráðherra Vinstri - grænir í Skagafirði mótmæla harðlega „vanhugsuðum hugmyndum“ iðnaðarráðherra um sameiningu og einkavæðingu Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða. Þeir segja markaðs- og einkavæðing almannaþjónustu á sviði orkuframleiðslu og orkudreifingar ganga þvert gegn vilja og hagsmunum íbúa landsbyggðarinnar. 22.2.2005 00:01 Óttast um líf sitt í kjölfar morða Auknar komur í kvennaathvarfið urðu í kjölfar tveggja morða og umfjöllunar um þau á síðasta ári. Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir sumar konur sem leituðu til athvarfsins hafa verið hræddar um að ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir gæti endað með morði. 22.2.2005 00:01 Flugferðir á áætlun verða farnar Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll liggur enn niðri og fer allt innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll. Farþegar eru ferjaðir þangað í rútum. Áætlun hefur eðli máls samkvæmt ekki haldist en þær ferðir sem eru á áætlun það sem eftir er dags verða farnar. 22.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Sakar R-listann um lóðabrask Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sakaði Reykjavíkurlistann um að hagnast á lóðabraski í borginni við utandagskrárumræður um þróun íbúðaverðs. 23.2.2005 00:01
Mótmæla byggingu Brimborgar Íbúar í Kópavogi óttast jákvæð viðbrögð skipulagsnefndar við fyrirhugaðri nær níu þúsund fermetra byggingum Brimborgar við Dalveg. Þeir segja að rísi húsin verði það umhverfisslys fyrir byggðina. Brimborg segir húsin hönnuð til að auka veg hverfisins. </font /></b /> 23.2.2005 00:01
Umsátursástand á fasteignamarkaði Það er víðar en á suðvesturhorni landsins sem margir bítast um þær fáu eignir sem í boði eru. Spurn eftir húsnæði á Akureyri er jafnvel meiri en í Reykjavík. Fasteignasalar tala um umsátursástand á markaðnum. Vestfirðir skera sig þó úr. </font /></b /> 22.2.2005 00:01
Sjö króna sekt fyrir grammið Bannað er með lögum að flytja inn munntóbak sem engu að síður margir nota. Allt munntóbak sem finnst er gert upptækt á Keflavíkurflugvelli og er sjö króna sekt á hvert gramm sem næst. Heildsali sem blaðið veit um selur um 125 kíló af munntóbaki á tveggja vikna fresti. </font /></b /> 22.2.2005 00:01
Fyrstu húsin í fimmtán ár Verktakafyrirtækið Sniðill í Mývatnssveit áformar að reisa tvö parhús með fjórum íbúðum í Reykjahlíðaþorpi á næstu mánuðum en það eru fyrstu húsin sem byggð eru í þorpinu í hálfan annan áratug. Byrjað er á jarðvinnu við fyrra parhúsið og eru báðar íbúðirnar seldar. 22.2.2005 00:01
Endurupptaka ekki útilokuð Í dag eru 25 ár síðan Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en þá héldu margir að lokið væri einhverju umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar. Sex sakborningar voru dæmdir í fangelsi allt frá einu ári og upp í sautján ár. Sú var þó ekki raunin. Gerð var árið 1997 tilraun til endurupptöku, sem var hafnað. Síðan hafa verið gerðar lagabreytingar og enn eru uppi ráðagerðir um að fá málin tekin upp. 22.2.2005 00:01
400 látnir eftir jarðskjálfta Nærri fjögur hundruð manns létust í snörpum jarðskjálfta í suðausturhluta Írans í nótt. Skjálftinn mældist 6,4 á Richter og átti upptök sín nálægt borginni Zarand upp úr klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Að sögn lækna á staðnum varð ekki mikið tjón í borginni sjálfri en hins vegar lagði skjálftinn nokkur lítil þorp í nágrenninu í rúst. 22.2.2005 00:01
Reiðubúinn að fara burt með herinn Forseti Sýrlands segist reiðubúinn að taka skref í þá átt að fara með her Sýrlendinga burt frá Líbanon á næstunni. Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera greinir frá því að forsetinn hafi lýst þessu yfir oftar en einu sinni á fundi sínum með yfirmanni Arababandalagsins í gær. 22.2.2005 00:01
Flutt í sjúkrabíl til Reykjavíkur Kona, sem var ein í bíl sínum, var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans eftir að hún ók á mannlausan bíl við Austurveg á Selfossi í gærkvöldi. Hún mun ekki vera lífshættulega slösuð. Við áreksturinn kastaðist mannlausi bíllinn á annan mannlausan bíl og varð mikið eignatjón. 22.2.2005 00:01
13,5 stig á Kirkjubæjarklaustri Hitametið féll, eða öllu heldur kolféll, á Kirkjubæjarklaustri í gær þegar hitastigið komst upp í 13,5 stig en fyrra metið í febrúar var 9,9 gráður. Nýja metið er því rúmlega þremur og hálfu stigi hærra en það gamla. 22.2.2005 00:01
Viðræður um kjarnorkumál N-Kóreu? Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, segist reiðubúinn að hefja viðræður um kjarnorkumál landsins á nýjan leik, að því gefnu að Bandaríkjamenn sýni af sér heilindi í slíkum viðræðum. Þá segir leiðtoginn einnig að uppfylla þurfi ákveðin skilyrði ef viðræðurnar eigi að hefjast á nýjan leik, en tiltekur ekki hver þau skilyrði séu. 22.2.2005 00:01
Stúlkunnar enn leitað Lögreglan í Reykjavík lýsir enn eftir Jónu Thuy Phuong Jakobsdóttur, fjórtán ára af asískum uppruna. Hún er 160 sm á hæð, svarthærð með brún augu. Ekki er vitað hvernig hún er klædd. 22.2.2005 00:01
Hagnaður Actavis 5 milljarðar Lyfjafyrirtækið Actavis hagnaðist um fimm milljarða króna í fyrra sem er nokkuð undir væntingum, þrátt fyrir að vera 55% meiri hagnaður en í hitteðfyrra. Slakari afkomu en búist var við má meðal annars rekja til mun minni sölu í Búlgaríu en gert var ráð fyrir. 22.2.2005 00:01
Uppreisnarmennirnir vel að sér Hópur uppreisnarmanna í Írak, sem hefur það að markmiði að skerða birgðir olíu, vatns og raforku í landinu, býr yfir mikilli þekkingu á innviðum orkumála í höfuðborginni Bagdad. Dagblaðið<em> New York Times</em> hefur eftir embættismönnum í Írak og Bandaríkjunum að aðgerðir hópsins upp á síðkastið beri þess merki að hann sé orðinn mjög skipulagður. 22.2.2005 00:01
450 ástralskir hermenn til Íraks Ástralar ætla að senda 450 hermenn til viðbótar til Írak. Ætlunin er að hermennirnir muni leysa af hólmi hluta þeirra 1400 hermanna frá Hollandi sem fara frá Írak í mars. Fyrir eru nærri 900 hermenn frá Ástralíu í Írak. 22.2.2005 00:01
Féllu í sjóinn í samförum Karl og kona sem nutu holdsins lystisemda í bíl niður á fáfarinni bryggju í Ósló í gærkvöldi hugðu ekki að sér og rákust í gírstöngina með þeim afleiðingum að bíllinn rann af stað. Hann steyptist fram af bryggjunni og sökk i sjóinn en fólkið komst út úr honum og upp á bryggjuna við illan leik. 22.2.2005 00:01
Ekki flugfært frá Reykjavík Ekkert hefur verið flogið innanlands frá Reykjavíkurflugvelli í morgun vegna þokunnar í borginni. Flugfarþegum hefur því verið ekið með rútum til Keflavíkur svo unnt væri að koma þeim með flugi á áfangastað. 22.2.2005 00:01
Níu létust þegar veggur hrundi Í það minnsta níu rússneskir hermenn létust þegar húsveggur í verksmiðju hrundi ofan á þá í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í nótt. Að sögn talsmanns hersins eru engin ummerki um að hvers kyns sprenging hafi orsakað þetta heldur hafi veggurinn, og þar með stór hluti verksmiðjunnar, hreinlega hrunið af sjálfsdáðum. 22.2.2005 00:01
Björgunarstarfi að mestu lokið Alþjóðlegar björgunarsveitir hafa að mestu lokið störfum á hamfarasvæðunum í Indónesíu en vinnan undanfarnar vikur hefur aðallega snúist um hreinsun og að finna og grafa líkamsleifar þeirra sem létust. Fundist hafa yfir 123 þúsund lík í Indónesíu en yfirvöld segja nú að líklegast verði aldrei vitað nákvæmlega hversu margir fórust. 22.2.2005 00:01
VG á móti sölu Landsvirkjunar Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík áskilur sér allan rétt til að leggjast gegn áformum um fyrirhugaða sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Það þjóni hvorki hagsmunum Reykvíkinga né annarra landsmanna að málið fari lengra á þeim forsendum sem iðnaðarráðherra hafi lagt upp. 22.2.2005 00:01
Frekari skuldbindingar NATO í Írak Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra situr í þessum töluðum orðum með Bush Bandaríkjaforseta á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Frekari skuldbindingar NATO-ríkja í Írak og Afganistan er meðal þess sem Bush er talinn ætla að mæla fyrir á fundinum.</font /> 22.2.2005 00:01
Gríðarlegt tjón vegna skjálftans Að minnsta kosti 400 manns létust í snörpum jarðskjálfta í miðhluta Írans í nótt. Gríðarlegt tjón er af völdum skjálftans og meðal annars er talið að nokkur þorp og bæir hafi lagst í rúst. 22.2.2005 00:01
Skátar í hávegum í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær verður fyrst bæjarfélaga til að semja um rekstur á skátastarfsemi. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, mun undirrita samstarfssamning við skátafélagið Hraunbúa í kvöld. 22.2.2005 00:01
Stofna samráðshóp um húsarifin Húsarif á Laugavegi og breytingar þar hafa vakið sterk viðbrögð og nú hafa borgaryfirvöld ákveðið að stofna samráðshóp, skipulagsnefnd til ráðgjafar. Hópurinn á að starfa á meðan breytingarnar standa yfir en gert er ráð fyrir að þær taki tvo áratugi. 22.2.2005 00:01
Nemendur njóta ekki sannmælis Margir nemendur njóta ekki sannmælis í skriflegum prófum, segir formaður Félags grunnskólakennara, en félagið vill að samræmd próf verði lögð niður í núverandi mynd. 22.2.2005 00:01
Óvíst um sameiningu orkufyrirtækja Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um sameiningu orkufyrirtækja í eigu ríkisins. Hann segir að það eigi að vera útgangspunktur við undirbúning hugsanlegra sameininga að störfum á landsbyggðinni fækki ekki í kjölfarið. 22.2.2005 00:01
Ríkið hætti afskiptum Það hlýtur að vera tímaspursmál hvenær síðustu afskiptum ríkisvaldsins af fjármálamarkaðnum lýkur og ótrúlegt að stjórnvöld hafi enn ekki áttað sig að fullu á þeim ávinningi sem frelsisvæðing fjármálakerfisins hefur skilað samfélaginu. Þetta sagði Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, á aðalfundi bankans fyrir stundu. 22.2.2005 00:01
Konur starfi meira í friðargæslu Leita ber leiða til að auka tækifæri kvenna til að taka þátt í friðargæslu á vegum Íslands. Þetta er niðurstaða skýrslu sem tekin var saman að frumkvæði UNIFEM á Íslandi. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna hér á landi, kannaði starfsemi friðargæslunnar á árunum 1994-2004, einkum með hliðsjón af jafnréttis- og kynjasjónarmiðum. 22.2.2005 00:01
Norræn menningarhátíð í Berlín Norræn menningarhátíð hefst á fimmtudaginn kemur í Berlín og verður þar boðið upp á margskonar menningarviðburði frá öllum Norðurlöndunum: tónlist, leiklist, dans, bóklestur, listsýningar og meira að segja íþróttakappleiki. 22.2.2005 00:01
Forsætisráðherraefni sjíta valið Stjórnmálabandalag sjíta í Írak hefur tilnefnt Ibrahim al-Jaafari sem forsætisráðherraefni sitt. Bandalagið fékk mest fylgi í kosningunum í landinu á dögunum. 22.2.2005 00:01
Mósa - bakteríur af sama stofni Talið er sennilegt að Mósa-bakteríur þær sem greindust á hjartadeild Landspítala háskólasjúkrahúss og Hrafnistu séu af sama stofni, að sögn Guðrúnar Sigmundsdóttur yfirlæknis hjá sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins. 22.2.2005 00:01
Greiðslur jukust um milljarð Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækkuðu um milljarð á milli áranna 2003 og 2004. 22.2.2005 00:01
Flug liggur enn niðri Annan daginn í röð liggur þykk þoka yfir höfuðborginni og truflar m.a. innanlandsflug. Vélar hafa lent í Keflavík í allan en reynt verður að lenda í Reykjavík núna á næstunni. Farþegar hafa verið ferjaðir frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur með rútum og verður því að líkindum haldið áfram þangað til léttir til. 22.2.2005 00:01
Tenórarnir tveir að koma Stórtenórarnir José Carreras og Placido Domingo syngja báðir á tónleikum í Reykjavík í næsta mánuði, Carreras í Háskólabíói 5. mars og Domingo í Egilshöll 13. mars. Miðar í bestu sætin kosta 30 þúsund krónur. Miðasala gengur vel. </font /></b /> 22.2.2005 00:01
Sigsteinn gefur Rauða krossinum Sigsteinn Pálsson, sem um áratugaskeið var bóndi á Blikastöðum en býr nú í hárri elli á dvalarheimilinu Hlaðhömrum í Mosfellsbæ, lét gott af sér leiða á dögunum. 22.2.2005 00:01
Tottenham-maður á hafnfirsku fleyi Velski knattspyrnumaðurinn Simon Davies, sem leikur með lundúnska liðinu Tottenham Hotspur, hefur keypt íslenskan bát í félagi við föður sinn og bræður. Verður hann gerður út á humar og krabba og mun Lee, eldri bróðir Simons, stjórna útgerðinni. 22.2.2005 00:01
Ökumaður virtist látinn Lögreglan og sjúkrabíll voru send með hraði á Vogastapa um hádegisbil eftir að tilkynnt var um kyrrstæða bifreið þar sem ökumaðurinn virtist ekki vera með lífsmarki. Því var neyðarlið sent á staðinn í flýti. Í þann mund er hjálpin barst varð vart við lífsmark í bílnum. 22.2.2005 00:01
Allt í góðu hjá Brynju og Freyju Fréttir af átökum framsóknarkvenna í Kópavogi og stofnun framsóknarkvennafélagsins Brynju til höfuðs Freyju sem starfað hefur um árabil hafa ekki náð eyrum vinkvennanna Brynju og Freyju sem búa í Grafarholti í Reykjavík. 22.2.2005 00:01
Aurbleyta á Suðurlandi Vegna vætutíðar og hlýinda síðustu daga þarf Vegagerðin að takmarka ásþunga ökutækja á vegum í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu við tíu tonn. 22.2.2005 00:01
Fischer fær útlendingavegabréf Bobby Fischer fær svokallað útlendingavegabréf hér á landi. Útlendingastofnun samþykkti þetta rétt áðan að sögn Einars S. Einarssonar í Stuðningshópi Fischers. Sendiherra Íslands í Japan mun annast afhendingu á vegabréfinu. 22.2.2005 00:01
Leita að nýjum yfirmanni Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir leitað logandi ljósi að nýjum yfirmanni flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna en Hollendingurinn Ruub Lubbers sagði embættinu af sér um helgina vegna ásakana um kynferðislega áreitni. 22.2.2005 00:01
Ört vaxandi aðsókn í Foreldrahús Aðsókn barna og foreldra í Foreldrahúsið er að aukast hröðum skrefum, að sögn Elísu Wium, sem starfar þar. 22.2.2005 00:01
Vanhugsaðar hugmyndir ráðherra Vinstri - grænir í Skagafirði mótmæla harðlega „vanhugsuðum hugmyndum“ iðnaðarráðherra um sameiningu og einkavæðingu Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða. Þeir segja markaðs- og einkavæðing almannaþjónustu á sviði orkuframleiðslu og orkudreifingar ganga þvert gegn vilja og hagsmunum íbúa landsbyggðarinnar. 22.2.2005 00:01
Óttast um líf sitt í kjölfar morða Auknar komur í kvennaathvarfið urðu í kjölfar tveggja morða og umfjöllunar um þau á síðasta ári. Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir sumar konur sem leituðu til athvarfsins hafa verið hræddar um að ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir gæti endað með morði. 22.2.2005 00:01
Flugferðir á áætlun verða farnar Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll liggur enn niðri og fer allt innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll. Farþegar eru ferjaðir þangað í rútum. Áætlun hefur eðli máls samkvæmt ekki haldist en þær ferðir sem eru á áætlun það sem eftir er dags verða farnar. 22.2.2005 00:01