Erlent

Féllu í sjóinn í samförum

Karl og kona sem nutu holdsins lystisemda í bíl niður á fáfarinni bryggju í Ósló í gærkvöldi hugðu ekki að sér og rákust í gírstöngina með þeim afleiðingum að bíllinn rann af stað. Hann steyptist fram af bryggjunni og sökk i sjóinn en fólkið komst út úr honum og upp á bryggjuna við illan leik. Þar stóðu þau kviknakin og heldur rislág þegar lögregla kom á vettvang.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×