Fleiri fréttir

Frönsk stjórnvöld gefa leyfi

Frönsk stjórnvöld hafa gefið grænt ljós á að helstu leiðtogar heimastjórnar Palestínu, sem komnir eru til Frakklands, fái að sjá Arafat. Ahmed Qureia, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, fer fyrir leiðtogahópnum en eiginkona Arafats, Shua Arafat, er á móti því að þeir fái að hitta hann.

Fjórir þjófar handteknir

Reykjavíkurlögreglan handtók fjóra menn á bíl í nótt eftir að tilkynnt var að þeir hefðu brotist inn í fjölbýlishús og látið greipar sópa í geymslum hússins. Lögreglumenn stöðvuðu mennina skammt frá húsinu og reyndist ýmiskonar varningur vera í bílnum sem menn eru ekki vanir að fara með í bíltúr um miðja nótt.

Sjö handteknir í Hafnarfirði

Lögreglan í Hafnarfirði handtók samtals sjö manns í tveimur fíkniefnamálum sem upp komu í bænum í gærkvöldi og í nótt. Lítilsháttar af efnum var gert upptækt og er talið að fólkið hafi ætlað það til eigin nota. Málin teljast bæði upplýst og hefur öllum verið sleppt en sektir verða ákveðnar síðar.

Heilsu Arafats hrakar

Læknar Jassers Arafats segja að heilsu hans hafi enn hrakað í nótt og hann sé nú í djúpu dái. Frönsk stjórnvöld hafa gefið grænt ljós á að helstu leiðtogar heimastjórnar Palestínu, sem komnir eru til Frakklands, fái að sjá Arafat.

40 særðust í sprengingu í Nepal

Tæplega fjörutíu manns særðust þegar öflug sprengja sprakk í byggingu í hjarta Katmandu-borgar í Nepal í morgun. Talið er að uppreisnarmen úr röðum maóista beri ábyrgð á verknaðinum. Sprengjan sprakk í byggingu stjórnvalda sem verið var að reisa en flestir þeirra sem særðust voru að vinna þar við framkvæmdir.

Varar við lækkun dollarans

Robert Rubin, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varar við því að gengi Bandaríkjadals kunni að lækka verulega og vextir hækka til muna ef Bandaríkjastjórn bregðist ekki skjótt við og dragi úr skuldum ríkisins.

Héðinsfjarðargöngum frestað

Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi beinir eindregnum tilmælum til Alþingis að fresta gerð Héðinsfjarðarganga milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Fulltrúar á þinginu vilja ekki að ráðist verði í framkvæmdirnar þar fyrr en heildstæð framtíðarlausn á samgöngumálum milli byggðalaganna á utanverðum Tröllaskaga hefur fundist.

Norðmenn vilja meiri kvóta

Samningalotu samningamanna frá Evrópusambandinu, Íslandi, Noregi, Færeyjum og Rússlandi um veiðar úr norsk-íslensku síldinni á næsta ári er lokið, án árangurs. Norðmenn vilja meðal annars aukið hlutfall á kostnað Íslendinga en Íslendingar benda á móti á þá staðreynd að norsk-íslenska síldin leitar á ný inn í íslensku lögsöguna og er veiðanleg þar.

Ríkisstjórnin ræddi verkfallið

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegi að kennaraverkfallið hafi verið rætt á fundinum, en ekki lagasetning. Hann sagði að málið væri alvarlegt en eðlilegt væri að gefa samningamönnum einhvern tíma til að reyna að ná sáttum.

Enn óvissa um Þórólf

Þótt allt útlit sé fyrir að Vinstri - grænir hafi ekki endurheimt traust sitt á Þórólfi Árnasyni er ekki hægt að gefa sér að hann hætti sem borgarstjóri R-listans á næstunni. Ný skoðanakönnun Gallups sýnir að íbúar Reykjavíkur skiptast í tvær fylkingar í afstöðunni til þess hvort Þórólfur eigi að fara eða vera.

Komnir inn í miðborgina

Fjörutíu og fimm írakskir löggæslumenn féllu í árásum skæruliða skammt frá Bagdad í morgun. Harðir bardagar geisa í Fallujah og hafa bandarískar hersveitir komið sér fyrir í hjarta borgarinnar.

Allir dæmdir í 2 1/2 árs fangelsi

Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða, Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Thomas Malakauskas, voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir voru ákærðir fyrir að koma Litháanum Vaidas Juceviciusi ekki til hjálpar í neyð, ósæmilega meðferð á líki hans og innflutning á tæplega 224 grömmum af amfetamíni.

Ferðum Iceland Express fækkar

Ferðum Iceland Express til London og Kaupmannahafnar fækkar um þriðjung samkvæmt breyttri vetraráætlun. Forráðamenn félagsins segjast einfaldlega hafa verið of bjartsýnir í áformum sínum en segja fyrirtækið komið til að vera eftir að öflugur fjárfestir gekk til liðs við þá.

Arafat sagður látinn

Jasser Arafat er látinn að sögn Reuters-fréttastofunnar sem hefur þetta eftir heimildamönnum innan palestínsku stjórnarinnar. Ennfremur er tekið fram í fréttaskeytinu að fréttin hafi ekki fengist staðfest. Fyrr í dag var talað um að Arafat ætti aðeins nokkrar klukkustundir eftir ólifaðar.

Sólbaksmálið fellt niður

Sjómannasambandið hefur fellt niður mál sem það höfðaði gegn Útgerðarfélaginu Sólbaki fyrir félagsdómi vegna ráðningarsamninga við áhöfn Sólbaks.

Lausnin vandfundin á Alþingi?

Lausn á kennaradeilunni virðist ekki vera að finna á Alþingi ef marka má þær umræður sem þar fóru fram utandagskrár á öðrum tímanum. Pétur Bjarnason Frjálslynda flokknum var málshefjandi og sagði hann ríkisstjórnina ekki geta setið aðgerðalausa hjá lengur á meðan börn þessa lands fá ekki notið menntunar vegna verkfalls kennara.

Byssumaður við Hrauneyjar

Karlmaður á sjötugsaldri skaut úr skotvopni upp í loft við Hrauneyjarfossvirkjun í nótt. Hann mun samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa verið í uppnámi vegna uppsagna starfsmanna við virkjunina.

Misvísandi upplýsingar um Arafat

Fréttir berast bæði af því að Jasser Arafat, forseti Palestínu, sé látinn og að hann sé lifandi en að heilsu hans hafi hrakað verulega. Reuters-fréttastofan hefur eftir áreiðanlegum heimildum úr innsta hring Arafats og einnig frá háttsettum palestínskum embættismanni að hann sé látinn. Enn annar embættismaður sagði við fréttamann Reuters að von væri á formlegri yfirlýsingu um andlát hans bráðlega.

Mörg siðferðileg álitamál

Mörg siðferðileg álitamál skutu upp kollinum samtímis þegar maður fyllti tankinn af bensíni á sjálfsafgreiðslustöð í Reykjavík og ók brott án þess að fara fyrst inn og borga. Hann sagðist svo eftir á hafa verið að taka upp í það sem olíufélögin væru búin að stela af honum með ólöglegu samráði í gegnum tíðina.

Sól í Hvalfirði sest

Samtökin Sól í Hvalfirði börðust hatramlega gegn álverinu á Grundartanga en urðu undir. Verksmiðjan reis og álið kraumar í kerjunum. Lítið lífsmark hefur verið með samtökunum síðan Ólafur M. Magnússon hætti formennsku. Nýverið greiddi hann skuldir samtakanna upp á tæpa milljón krónur. </font /></b />

Dagur verður borgarstjóri

Samkvæmt heimildum hefur verið ákveðið að Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi taki við stöðu borgarstjóra. Þórólfur Árnason víkur úr starfi.

Vetnishúsið sigrar í Kína

Stöllurnar Anna Sigríður Kristjánsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir báru sigur úr býtum í keppni í Kína þar sem verkfræðingar framtíðarinnar kynntu hugmyndir sínar. Lögðu þær fram verkefni sitt "Vetnishúsið" en það hafði áður unnið fyrstu verðlaun í Landskeppni ungra vísindamanna á Íslandi.

Helga Jónsdóttir borgarstjóri?

Flest bendir til þess að Þórólfur Árnason borgarstjóri láti af embætti í dag. Eins og greint var frá í DV í dag hvika Vinstrigrænir ekki frá því að hann njóti ekki lengur trausts allra flokka sem standa að Reykjavíkurlistanum en flokkurinn heldur fund í kvöld. Helst er rætt um að Helga Jónsdóttir borgarritari taki við borgarstjórastarfinu.

Thomas hættir í stjórn Símans

Thomas Möller hefur ákveðið að segja sig úr stjórn Símans. Í tilkynningu sem birt var á vef Kauphallar Íslands segir að hann hafi ákveðið að segja sig úr stjórninni í framhaldi af ákvörðun Samkeppnisráðs um samráð olíufélaganna. Thomas var framkvæmdastjóri markaðssviðs Olís og kemur ítrekað við sögu í skýrslu Samkeppnisstofnunar.

Hækkun leikskólagjalda hörmuð

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík harma tillögu leikskólaráðs um að hækka leikskólagjöld í Reykjavík um 42% á fólk í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi, að því er segir í tilkynningu frá stjórn UJR.

Fólk farið að nýta 100% lán

Húsnæðiskaupendur eru þegar farnir að nýta sér 100% lán, sem bankarnir bjóða upp á til að fjármagna fasteignakaup sín, að sögn Björns Þorra Viktorssonar hjá fasteignasölunni Miðborg. Hann er jafnframt formaður Félags fasteignasala.

Maóistum kennt um hryðjuverk

Öflug sprengja sprakk í gærmorgun í opinberri byggingu sem verið er að byggja í miðborg Katmandú í Nepal. Alls slösuðust 36 manns.

Skóli á Hellu braut stjórnsýslulög

Grunnskólinn á Hellu braut stjórnsýslulög þegar tengdasonur skólastjórans var ráðinn til að aka börnum frá Þykkvabæ til skólans á Hellu.

Reglur endurskoðaðar vegna brots

Vinnureglur sem lúta að ráðningu skólabílstjóra í Rangárþingi ytra verða endurskoðaðar, að sögn Guðmundar I. Gunnlaugssonar sveitarstjóra.

Ríkisstjórnin grípi inn í verkfall

Umboðsmaður barna beinir þeirri eindregnu áskorun til ríkisstjórnarinnar að beita sér nú þegar fyrir lausn á kjaradeilu kennara og sveitarfélaga, í samráði við deiluaðila til þess að endi verði bundinn á það ófremdarástand er ríkir, sem allra fyrst.

Barist hús úr húsi

Harðir bardagar geisuðu í Falluja annan daginn í röð. Herferðin gegn vígamönnum þar hefur valdið úrsögnum úr írösku bráðabirgðastjórninni. Tugþúsundir óbreyttra borgara eru enn í borginni og halda sig innandyra. </font /></b />

Nýr Kennedy í stjórnmálin

Bobby Shriver, systursonur John F. Kennedy, fyrrum forseta Bandaríkjanna, ákvað að feta í fótspor þriggja frænda sinna og hefja þátttöku í stjórnmálum eftir að bæjaryfirvöld í Santa Monica fyrirskipuðu honum að hreinsa limgerði við heimili sitt.

Borgarstjóri boðar til fundar

Þórólfur Árnason borgarstjóri hefur boðað til blaðamannafundar í Höfða klukkan 18. Þar mun hann að öllum líkindum tilkynna afsögn sína sem borgarstjóri Reykjavíkur.

Utanríkisstefnan breytist ekki

"Forsetinn mun hvorki draga saman seglin né gefa eftir," sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í viðtali við The Financial Times. Þar lýsti hann utanríkisstefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta á næsta kjörtímabili. "Stefnan er framhald á grundvallarforsendum hans, stefnu og sannfæringu," bætti Powell við.

Fengu að tala við ættingja sína

Tveir af þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem haldið er í gíslingu í Afganistan hafa fengið að hringja í fjölskyldur sínar. Fólkinu var rænt í Kabúl 28. október.

Farsímar fleiri en heimasímarnir

Indverjar eiga nú orðið fleiri farsíma en heimasíma. Þrátt fyrir það kvarta símafyrirtækin undan bágri afkomu og segja að farsímagjöldin séu lág og álögur stjórnvalda miklar.

Þeim fjölgar sem fá hæli

Flest lönd eru farin að veita álíka mörgum flóttamönnum hæli nú eins og þau gerðu fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Í kjölfarið var dregið verulega úr hælisveitingum samhliða því að öryggisráðstafanir voru auknar en Volker Turk hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að sú þróun hafi snúist við.

Til sálfræðings vegna tapsins

Stuðningsmenn Johns Kerry í bandarísku forsetakosningunum hafa margir hverjir leitað til sálfræðinga eftir hjálp við að jafna sig á áfallinu eftir ósigur hans fyrir George W. Bush Bandaríkjaforseta.

Mannréttindi barna séu virt

Stjórn „Barnaheilla - Save the Children“ á Íslandi gerir þá kröfu að mannréttindi barna séu virt og að starf í grunnskólum í landinu hefjist aftur án tafar. Í ályktun félagsins segir að samkvæmt Barnasáttmálanum séu það ein af grundvallar mannréttindum barna að fá að ganga í skóla.

Þórólfur sagði af sér

Þórólfur Árnason sagði af sér sem borgarstjóri á blaðamannafundinum sem boðað var til í Höfða klukkan 18. Hann sagðist hafa komið hratt inn í starfið og farið hratt úr því. Hann hættir störfum 30. nóvember. Þórólfur kveðst ekki vita hver taki við af honum sem borgarstjóri.  Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.

Fullnaðarsigur í Sólbaksmáli

"Við náðum fullnaðarsigri," segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, en málið sem Sjómannasambandið höfðaði fyrir Félagsdómi gegn Útgerðarfélaginu Sólbaki ehf. vegna ráðningarsamninga við skipverja hefur verið fellt niður.

Væg hlýnun eflir fiskistofna

Niðurstöður alþjóðlegs rannsóknarteymis á vegum Norðurskautsráðsins gera ráð fyrir að loftslag á Íslandi og Grænlandi hlýni næstu hundrað árin um 2 til 3 gráður á Celsius, en slík breyting gæti eflt þá fiskistofna sem mikilvægastir eru fyrir hagkerfi þjóðanna, svo sem þorsk og síld.

Gallaður áburður óbættur

Sumir kúabændur hafa enn ekki fengið endurgreiðslu vegna gallaðs áburðar sem fluttur var til landsins síðasta vor, að því er fram kemur á vef Landssambands kúabænda.

Arafat við dauðans dyr

Heilsu Jasser Arafats hrakaði mjög í fyrrinótt þegar hann fékk heilablóðfall. Sögur gengu um það í gær að Arafat væri látinn en læknar hans báru það til baka og sögðu hann lifandi en heilsu hans mjög bágborna.

Sjá næstu 50 fréttir