Fleiri fréttir Fyrrum forstjóri SÍF fyrir dómi Gunnar Örn Kristjánsson, fyrrverandi endurskoðandi Tryggingasjóðs lækna og fyrrum forstjóri SÍF, stóð í ströngu í gær þegar mál ákæruvaldsins gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann er ákærður fyrir alvarlega vanrækslu í endurskoðendastarfi sínu. 9.11.2004 00:01 R-listinn harmar aðstæðurnar Reykjavíkurlistinn harmar að þær aðstæður hafi komið upp að Þórólfur Árnason borgarstjóri hefur kosið að láta af störfum, í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér á sjöunda tímanum. Þar lýsa borgarfulltrúar listans því yfir að samstarfið um Reykjavíkurlistann og þau stefnumál sem hann stendur fyrir haldi áfram. 9.11.2004 00:01 Ekkert nýtt um verkfall á Alþingi Menntamálaráðherra gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að óska eftir utandagskrárumræðum en hafa ekkert ábyrgt fram að færa. Stjórnarandstaðan kallaði eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í kennaradeilunni en fékk ekki skýr svör. 9.11.2004 00:01 Átta missa vinnu við hagræðingu Öllum starfsmönnum Búrfells- og Hrauneyjarfossstöðvar hefur verið sagt upp störfum vegna sameiningar starfsstöðvanna. Átta hætta og gera starfslokasamning en öðrum hefur verið boðið að ráða sig aftur til starfa undir breyttum starfsskilyrðum. 9.11.2004 00:01 Grátlega erfiður hnútur Launanefnd sveitarfélaganna telur tilboð kennara ekki samningsgrundvöll. Þar hafi verið stigin skref í átt frá sáttum. Þau vilja sá samninga kennara einfaldaða og hverfa frá miðlunartillögu ríkissáttasemjara. 9.11.2004 00:01 Stjórnarandstaðan elur á falsvonum Stjórnarandstaðan hvetur ríkið til að treysta tekjustofna sveitarfélaga svo að unnt sé að ná samningum við kennara. Menntamálaráðherra fullyrðir að slíkt myndi ógna stöðugleikanum og sakar stjórnarandstöðuna um að ala á falsvonum. 9.11.2004 00:01 Þórólfur segir af sér Þórólfur Árnason sagði af sér embætti borgarstjóra í Reykjavík í gær með þeim orðum að það væri best fyrir Reykjavíkurlistann og hann sjálfan. 9.11.2004 00:01 Stjórnin grípur ekki inn í Svo virðist sem ríkisstjórnin muni ekki grípa inn í kennaradeiluna í bráð. Verkfallið var rætt á fundi hennar í morgun, en lagasetningu bar ekki á góma. Að mati forsætisráðherra er sú umræða ekki tímabær. Sjöunda vika kennaraverkfalls hófst í dag. 9.11.2004 00:01 Thomas hættir í stjórn Símans Thomas Möller, fyrrverandi markaðsstjóri Olís, sagði sig úr stjórn Símans í gær vegna niðurstöðu samkeppnisráðs um verðsamráð olíufélaganna. Samkvæmt niðurstöðunni átti Thomas aðild að samráðinu, meðal annars í viðskiptum við Símann. 9.11.2004 00:01 Kristinn hætti í stjórn Straums Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hætti sem stjórnarformaður fjárfestingarbankans Straums í gær, vegna opinberrar umræðu um meint samráð olíufélaganna. Með þessu segist Kristinn gæta hagsmuna Straums og koma í veg fyrir að bankinn blandist í umræðu sem sé bankanum algerlega óviðkomandi. 9.11.2004 00:01 Ærðist í Hrauneyjum Maður á sjötugsaldri var handtekinn í íbúðaskála við Hrauneyjarfossvirkjun í gærmorgun eftir að hafa skotið upp í loftið úr riffli. Lögreglunni á Hvolsvelli barst tilkynning um skothríðina á fimmta tímanum í fyrrinótt. 9.11.2004 00:01 Áfram samstarf milli olíufélaganna Olíufélögin þrjú stofnuðu fyrir tveimur mánuðum nýtt félag sem á að sjá um afgreiðslu á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli og aðra þjónustu við olíu- og flugfélög á vellinum. Þetta félag er stofnað á grunni annars félags sem lagt hefur verið niður. Forstjóri Esso segir að áfram verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna. 9.11.2004 00:01 Framsókn vill óháðan borgarstjóra Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis norður krefst þess að leitað verði nýs borgarstjóra utan raða kjörinna borgarfulltrúa til þess að sátt ríki um eftirmann Þórólfs Árnasonar. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi stjórnarinnar í gærkvöld. 9.11.2004 00:01 Hart barist í Falluja Það verður mjög harður bardagi um Falluja næstu dagana, sagði yfirmaður landhers Bandaríkjamanna. Hann vildi ekki segja hversu margir bandarískir hermenn hafi fallið þessa tvo daga sem bardagarnir hafa geisað, en ýjaði að því að þeir væru ekki margir. 9.11.2004 00:01 Samfylkingin stærsti flokkurinn Vinstriflokkarnir tveir myndu bæta mikið við sig og ná meirihluta á alþingi ef kosið væri nú. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var nú um helgina. 9.11.2004 00:01 Vinstri grænir á flugi Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins myndu Vinstri grænir rúmlega tvöfalda fylgi sitt ef boðað væri nú til kosninga. Helmingur þingmanna Frjálslynda flokksins myndi hins vegar falla af þingi. Fylgi Samfylkingar eykst frá síðustu könnun, en fylgi stjórnarflokkanna dalar. 9.11.2004 00:01 Olíudreifing var skálkaskjól Forystumenn Essó og Olís fullyrtu þegar Olíudreifing var stofnuð árið 1995 að samkeppni yrði ekki minni en áður. Á sama tíma nýttu þeir Olíudreifingu til að miðla upplýsingum sín á milli um viðskiptaleyndarmál. 9.11.2004 00:01 Ýmist lífs eða liðinn Jasser Arafat er ekki látinn að sögn utanríkisráðherra heimastjórnar Palestínu. Ónafngreindur heimildamaður innan heimastjórnarinnar sagði fyrr í dag að hann væri fallinn frá en því var vísað á bug síðdegis. Arafat er talinn eiga fáar klukkustundir eftir ólifaðar. 9.11.2004 00:01 Stefán Jón harmi sleginn Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, er harmi sleginn yfir uppsögn Þórólfs Árnasonar. Hann vill ekki staðfesta að Dagur B. Eggertsson verði næsti borgarstjóri - enn sé eftir að ákveða hver taki við af Þórólfi. 9.11.2004 00:01 Hættir störfum í bankaráðinu Einar Benediktsson, forstjóri Olís, hefur ákveðið að taka ekki þátt í störfum bankaráðs Landsbanka Íslands fyrst um sinn, þar til annað hefur verið ákveðið. Segir í yfirlýsingu frá honum að þessi ákvörðun sé tekin í ljósi þeirrar umræðu sem orðið hefur í þjóðfélaginu í kjölfar birtingar skýrslu Samkeppnisstofnunar um meint samráð olíufélaganna. 9.11.2004 00:01 Þórólfur hættir 30. nóvember Þórólfur Árnason mun hætta sem borgarstjóri 30. nóvember. Hann tilkynnti þetta á blaðamannafundi á sjöunda tímanum og sagði ekki sitt að dæma hvort það væri sanngjarnt eða ekki. Þetta eru vissulega tíðindi þótt ekki sé hægt að tala um að ákvörðun hans komi algerlega á óvart. Það hefur verið fátítt á Íslandi að háttsettir embættismenn segi af sér embætti vegna pólitískra álitamála. 9.11.2004 00:01 Borgarstjóraembættið þrískipt Líkur eru taldar á því að þrír menn skipti með sér borgarstjóraembættinu láti Þórólfur Árnason af störfum. Sá möguleiki hefur að minnsta kosti verið ræddur af fullri alvöru meðal félagsmanna þeirra þriggja flokka sem standa að Reykjavíkurlistanum. Borgarfulltrúar meirihlutans funduðu í dag en þeir segja við fréttastofu að ekkert hafi verið ákveðið um framtíð Þórólfs. 8.11.2004 00:01 Forsætisráðherra hótar afsögn Adnan Terzic, forsætisráðherra Bosníu og Hersegóvínu, hefur sagt af sér í mótmælaskyni við skattalagabreytingar sem þing landsins samþykkti í lok síðustu viku. Þriggja manna forsætisnefnd landsins hefur þó ekki tekið ákvörðun um hvort hún taki afsögnina gilda. 8.11.2004 00:01 Sakaður um njósnir og hryðjuverk Þegar Syed Maswood sneri heim til Bandaríkjanna eftir að hafa verið handtekinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, grunaður um að vera bandarískur njósnari, var hann tekinn til yfirheyrslu af bandarísku alríkislögreglunni, grunaður um að vera íslamskur hryðjuverkamaður. 8.11.2004 00:01 Fíkniefni í húsleit Nokkuð af fíkniefnum fannst í húsleit í Grafarvogi sem gerð var hjá manni á þrítugsaldri síðastliðinn föstudag. Þar fundust um 200 grömm af hassi, 200 grömm af maríjúana, átján grömm af kókaíni og sextán grömm af amfetamíni. 8.11.2004 00:01 Reyna að jarða Arafat lifandi "Þeir eru að reyna að grafa Abu Ammar lifandi," sagði Suha Arafat, eiginkona Jasser Arafats, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, þegar hún réðist harkalega gegn næstráðendum hans í viðtali við Al-Jazeera sjónvarpsstöðina. Abu Ammar er gælunafn Jasser Arafats. 8.11.2004 00:01 Amfetamín falið í loftpressu Fimm eru enn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli síðari ára þar sem um ellefu kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni var smyglað með Dettifossi í tveimur ferðum. Tvö þúsund skammtar af LSD komu með póstinum. 8.11.2004 00:01 NASA rannsakar Regnmanninn Vísindamenn á vegum bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, eru byrjaðir að rannsaka heilastarfsemi Kim Peek, einhverfs manns sem var fyrirmyndin að persónu Dustin Hoffman í myndinni Regnmaðurinn. 8.11.2004 00:01 Færri glæpir en fleiri fangar Bandarískum föngum fjölgaði á síðasta ári þrátt fyrir að bæði ofbeldisglæpum og þjófnuðum fækkaði samkvæmt nýrri skýrslu bandaríska dómsmálaráðuneytisins. 8.11.2004 00:01 Ekki vafasamt fólk til landsins "Við viljum ekki svona hópa inn í landið," segir Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, um danska meðlimi vélhjólasamtakanna Hogriders, sem vísað var úr landi á laugardag. Georg vill ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar um mennina koma en segir lögregluna fylgjast með slíkum hópum. 8.11.2004 00:01 Kærð vegna límmiða Skólayfirvöldum í Cobb sýslu í Georgíu hefur verið stefnt fyrir dómstóla vegna límmiða sem límdur er í námsbækur þar sem fjallað er um þróunarkenninguna. Á límmiðanum segir að einungis sé um kenningu að ræða en ekki staðreynd og segja gagnrýnendur þetta grafa undan aðskilnaði ríkis og kirkju. 8.11.2004 00:01 Stýrði fjárkúgun úr fangaklefa Mafíuforingi sem var dæmdur fyrir fjárkúgun hélt áfram að stýra starfseminni úr fangaklefa sínum. Hann kom skilaboðum fyrir í óhreina þvottinum sem hann lét ættingja sína sækja í fangelsi. Þannig kom hann fyrirskipunum áfram til undirmanna sinna sem héldu áfram að kúga fé út úr vínsölum á Sikiley. 8.11.2004 00:01 Saksóknari þarf leyfi Hæstaréttar Ríkissaksóknari hefur lagt fram beiðni til Hæstaréttar um áfrýjun vegna dóms Héraðsdóms Reykjaness þar sem frestað var refsingu manns sem beitti eiginkonu sína ofbeldi. 8.11.2004 00:01 Vilja snúa flóttamönnum heim Danska stjórnin samdi við Þjóðarflokkinn um stuðning við stjórnina gegn því að rúmlega 2.000 hælisleitendur yrðu hvattir til að snúa aftur heim. Í þessum hópi eru 500 til 600 Írakar sem en stutt er síðan Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hvatti þjóðir heims til að þrýsta ekki á flóttamenn þaðan að snúa aftur því ástandið væri of ótryggt. 8.11.2004 00:01 Verkfall brestur á að nýju Kennarar kolfelldu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í deilunni við sveitarfélögin. 93% þeirra voru á móti tillögunni. Launanefnd sveitarfélaga ætlar að biðja kennara um að aflýsa verkfalli en formaður Kennarasambandsins segir að það verði ekki gert nema nýtt útspil komi frá launanefndinni í kvöld. Allt bendir til þess að verkfall kennara bresti á að nýju á morgun. 8.11.2004 00:01 Óhjákvæmilegt að grípa inn í Niðurstaða kosninganna eru afar slæm tíðindi að mati Gunnars I. Birgissonar, formanns menntamálanefndar Alþingis. Hann telur óhjákvæmilegt að ríkisvaldið grípi inn í með lagasetningu, nái deilendur ekki sáttum næstu daga. 8.11.2004 00:01 Afborganirnar léttast umtalsvert Lækkun endurgreiðsluhlutfalls lána frá Lánasjóði íslenskra námsmanna um eitt prósentustig kemur sér vel fyrir skuldunauta sjóðsins. 8.11.2004 00:01 Íslenska friðargæslan umdeild Þjóðin virðist skiptast í tvær jafn stórar fylkingar í afstöðu sinni til þátttöku Íslands í friðargæslu samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fleiri telja að íslenskir friðargæsluliðar séu hermenn en borgaralegir starfsmenn. Stjórnmálamenn undrast andstöðu fólks við íslensku friðargæsluna. 8.11.2004 00:01 Olíufélögin biðjast afsökunar Olíufélögin þrjú, Esso, Olís og Skeljungur, hafa beðið þjóðina afsökunar á framferði sínu á undanförnum árum. Esso gekk lengst í dag þegar félagið ákvað að hætta öllum samskiptum við önnur olíufélög og starfsmenn þeirra, boðaði örari verðbreytingar og sjálfstæð innkaup á eldsneyti. 8.11.2004 00:01 Örlög borgarstjóra gætu ráðist í dag Útlit er fyrir að stjórn vinstri grænna í Reykjavík leggi fram ályktun um að borgarstjóri víki á fundi í kvöld, hafi hann sjálfur ekki sagt af sér. 8.11.2004 00:01 Sprengjur dynja á Fallujah Harðir bardagar geisa í Fallujah í Írak eftir að forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar heimilaði bandarískum hersveitum að gera árás á uppreisnarmenn úr röðum súnníta. Sprengjuárásir dynja á borginni og hafa fjölmargir uppreisnarmenn fallið. 8.11.2004 00:01 Forsætisráðherra olíufélaganna Halldór Ásgrímsson krafðist þess í umræðum á Alþingi í dag að Össur Skarphéðinsson bæði afsökunar á því að hafa kallað hann sérstakan forsætisráðherra olíufélaganna. Snörp orðaskipti um olíumálið voru á þinginu. 8.11.2004 00:01 Réttur á heilsufarsupplýsingum Íslandsbanki, sem reið á vaðið með 100 prósenta lán til húsnæðiskaupa, fer fram á að lántakendur fjárfesti í lánatryggingu hjá Sjóvá-Almennum. Tryggingafélagið áskilur sér rétt til að fá ítarlegar heilsufarsupplýsingar frá þeim lántakendum sem eru eldri en þrjátíu ára og þeim sem fá yfir 20 milljónir króna að láni. 8.11.2004 00:01 Launanefndin segist óbundin af miðlunartillögu sáttasemjara Launanefnd sveitarfélaga telur sig óbundna af miðlunartillögu ríkissáttasemjara eftir að kennarar felldu hana í allsherjaratkvæðagreiðslu. Í yfirlýsingu launanefndarinnar segir að nefndin sé tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem feli í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna. 8.11.2004 00:01 Útför Önnu Pálínu Árnadóttur Útför Önnu Pálínu Árnadóttur, söngkonu og dagskrárgerðarmanns, var gerð í dag. Fjölmenni var við athöfnina í Hallgrímskirkju þar sem séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir jarðsöng. Anna Pálína gat sér gott orð fyrir vísnasöng, þætti sína í útvarpi og erindi og bókaskrif um lífið með hinum óboðna gesti, krabbameininu. 8.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fyrrum forstjóri SÍF fyrir dómi Gunnar Örn Kristjánsson, fyrrverandi endurskoðandi Tryggingasjóðs lækna og fyrrum forstjóri SÍF, stóð í ströngu í gær þegar mál ákæruvaldsins gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann er ákærður fyrir alvarlega vanrækslu í endurskoðendastarfi sínu. 9.11.2004 00:01
R-listinn harmar aðstæðurnar Reykjavíkurlistinn harmar að þær aðstæður hafi komið upp að Þórólfur Árnason borgarstjóri hefur kosið að láta af störfum, í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér á sjöunda tímanum. Þar lýsa borgarfulltrúar listans því yfir að samstarfið um Reykjavíkurlistann og þau stefnumál sem hann stendur fyrir haldi áfram. 9.11.2004 00:01
Ekkert nýtt um verkfall á Alþingi Menntamálaráðherra gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að óska eftir utandagskrárumræðum en hafa ekkert ábyrgt fram að færa. Stjórnarandstaðan kallaði eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í kennaradeilunni en fékk ekki skýr svör. 9.11.2004 00:01
Átta missa vinnu við hagræðingu Öllum starfsmönnum Búrfells- og Hrauneyjarfossstöðvar hefur verið sagt upp störfum vegna sameiningar starfsstöðvanna. Átta hætta og gera starfslokasamning en öðrum hefur verið boðið að ráða sig aftur til starfa undir breyttum starfsskilyrðum. 9.11.2004 00:01
Grátlega erfiður hnútur Launanefnd sveitarfélaganna telur tilboð kennara ekki samningsgrundvöll. Þar hafi verið stigin skref í átt frá sáttum. Þau vilja sá samninga kennara einfaldaða og hverfa frá miðlunartillögu ríkissáttasemjara. 9.11.2004 00:01
Stjórnarandstaðan elur á falsvonum Stjórnarandstaðan hvetur ríkið til að treysta tekjustofna sveitarfélaga svo að unnt sé að ná samningum við kennara. Menntamálaráðherra fullyrðir að slíkt myndi ógna stöðugleikanum og sakar stjórnarandstöðuna um að ala á falsvonum. 9.11.2004 00:01
Þórólfur segir af sér Þórólfur Árnason sagði af sér embætti borgarstjóra í Reykjavík í gær með þeim orðum að það væri best fyrir Reykjavíkurlistann og hann sjálfan. 9.11.2004 00:01
Stjórnin grípur ekki inn í Svo virðist sem ríkisstjórnin muni ekki grípa inn í kennaradeiluna í bráð. Verkfallið var rætt á fundi hennar í morgun, en lagasetningu bar ekki á góma. Að mati forsætisráðherra er sú umræða ekki tímabær. Sjöunda vika kennaraverkfalls hófst í dag. 9.11.2004 00:01
Thomas hættir í stjórn Símans Thomas Möller, fyrrverandi markaðsstjóri Olís, sagði sig úr stjórn Símans í gær vegna niðurstöðu samkeppnisráðs um verðsamráð olíufélaganna. Samkvæmt niðurstöðunni átti Thomas aðild að samráðinu, meðal annars í viðskiptum við Símann. 9.11.2004 00:01
Kristinn hætti í stjórn Straums Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hætti sem stjórnarformaður fjárfestingarbankans Straums í gær, vegna opinberrar umræðu um meint samráð olíufélaganna. Með þessu segist Kristinn gæta hagsmuna Straums og koma í veg fyrir að bankinn blandist í umræðu sem sé bankanum algerlega óviðkomandi. 9.11.2004 00:01
Ærðist í Hrauneyjum Maður á sjötugsaldri var handtekinn í íbúðaskála við Hrauneyjarfossvirkjun í gærmorgun eftir að hafa skotið upp í loftið úr riffli. Lögreglunni á Hvolsvelli barst tilkynning um skothríðina á fimmta tímanum í fyrrinótt. 9.11.2004 00:01
Áfram samstarf milli olíufélaganna Olíufélögin þrjú stofnuðu fyrir tveimur mánuðum nýtt félag sem á að sjá um afgreiðslu á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli og aðra þjónustu við olíu- og flugfélög á vellinum. Þetta félag er stofnað á grunni annars félags sem lagt hefur verið niður. Forstjóri Esso segir að áfram verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna. 9.11.2004 00:01
Framsókn vill óháðan borgarstjóra Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis norður krefst þess að leitað verði nýs borgarstjóra utan raða kjörinna borgarfulltrúa til þess að sátt ríki um eftirmann Þórólfs Árnasonar. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi stjórnarinnar í gærkvöld. 9.11.2004 00:01
Hart barist í Falluja Það verður mjög harður bardagi um Falluja næstu dagana, sagði yfirmaður landhers Bandaríkjamanna. Hann vildi ekki segja hversu margir bandarískir hermenn hafi fallið þessa tvo daga sem bardagarnir hafa geisað, en ýjaði að því að þeir væru ekki margir. 9.11.2004 00:01
Samfylkingin stærsti flokkurinn Vinstriflokkarnir tveir myndu bæta mikið við sig og ná meirihluta á alþingi ef kosið væri nú. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var nú um helgina. 9.11.2004 00:01
Vinstri grænir á flugi Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins myndu Vinstri grænir rúmlega tvöfalda fylgi sitt ef boðað væri nú til kosninga. Helmingur þingmanna Frjálslynda flokksins myndi hins vegar falla af þingi. Fylgi Samfylkingar eykst frá síðustu könnun, en fylgi stjórnarflokkanna dalar. 9.11.2004 00:01
Olíudreifing var skálkaskjól Forystumenn Essó og Olís fullyrtu þegar Olíudreifing var stofnuð árið 1995 að samkeppni yrði ekki minni en áður. Á sama tíma nýttu þeir Olíudreifingu til að miðla upplýsingum sín á milli um viðskiptaleyndarmál. 9.11.2004 00:01
Ýmist lífs eða liðinn Jasser Arafat er ekki látinn að sögn utanríkisráðherra heimastjórnar Palestínu. Ónafngreindur heimildamaður innan heimastjórnarinnar sagði fyrr í dag að hann væri fallinn frá en því var vísað á bug síðdegis. Arafat er talinn eiga fáar klukkustundir eftir ólifaðar. 9.11.2004 00:01
Stefán Jón harmi sleginn Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, er harmi sleginn yfir uppsögn Þórólfs Árnasonar. Hann vill ekki staðfesta að Dagur B. Eggertsson verði næsti borgarstjóri - enn sé eftir að ákveða hver taki við af Þórólfi. 9.11.2004 00:01
Hættir störfum í bankaráðinu Einar Benediktsson, forstjóri Olís, hefur ákveðið að taka ekki þátt í störfum bankaráðs Landsbanka Íslands fyrst um sinn, þar til annað hefur verið ákveðið. Segir í yfirlýsingu frá honum að þessi ákvörðun sé tekin í ljósi þeirrar umræðu sem orðið hefur í þjóðfélaginu í kjölfar birtingar skýrslu Samkeppnisstofnunar um meint samráð olíufélaganna. 9.11.2004 00:01
Þórólfur hættir 30. nóvember Þórólfur Árnason mun hætta sem borgarstjóri 30. nóvember. Hann tilkynnti þetta á blaðamannafundi á sjöunda tímanum og sagði ekki sitt að dæma hvort það væri sanngjarnt eða ekki. Þetta eru vissulega tíðindi þótt ekki sé hægt að tala um að ákvörðun hans komi algerlega á óvart. Það hefur verið fátítt á Íslandi að háttsettir embættismenn segi af sér embætti vegna pólitískra álitamála. 9.11.2004 00:01
Borgarstjóraembættið þrískipt Líkur eru taldar á því að þrír menn skipti með sér borgarstjóraembættinu láti Þórólfur Árnason af störfum. Sá möguleiki hefur að minnsta kosti verið ræddur af fullri alvöru meðal félagsmanna þeirra þriggja flokka sem standa að Reykjavíkurlistanum. Borgarfulltrúar meirihlutans funduðu í dag en þeir segja við fréttastofu að ekkert hafi verið ákveðið um framtíð Þórólfs. 8.11.2004 00:01
Forsætisráðherra hótar afsögn Adnan Terzic, forsætisráðherra Bosníu og Hersegóvínu, hefur sagt af sér í mótmælaskyni við skattalagabreytingar sem þing landsins samþykkti í lok síðustu viku. Þriggja manna forsætisnefnd landsins hefur þó ekki tekið ákvörðun um hvort hún taki afsögnina gilda. 8.11.2004 00:01
Sakaður um njósnir og hryðjuverk Þegar Syed Maswood sneri heim til Bandaríkjanna eftir að hafa verið handtekinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, grunaður um að vera bandarískur njósnari, var hann tekinn til yfirheyrslu af bandarísku alríkislögreglunni, grunaður um að vera íslamskur hryðjuverkamaður. 8.11.2004 00:01
Fíkniefni í húsleit Nokkuð af fíkniefnum fannst í húsleit í Grafarvogi sem gerð var hjá manni á þrítugsaldri síðastliðinn föstudag. Þar fundust um 200 grömm af hassi, 200 grömm af maríjúana, átján grömm af kókaíni og sextán grömm af amfetamíni. 8.11.2004 00:01
Reyna að jarða Arafat lifandi "Þeir eru að reyna að grafa Abu Ammar lifandi," sagði Suha Arafat, eiginkona Jasser Arafats, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, þegar hún réðist harkalega gegn næstráðendum hans í viðtali við Al-Jazeera sjónvarpsstöðina. Abu Ammar er gælunafn Jasser Arafats. 8.11.2004 00:01
Amfetamín falið í loftpressu Fimm eru enn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli síðari ára þar sem um ellefu kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni var smyglað með Dettifossi í tveimur ferðum. Tvö þúsund skammtar af LSD komu með póstinum. 8.11.2004 00:01
NASA rannsakar Regnmanninn Vísindamenn á vegum bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, eru byrjaðir að rannsaka heilastarfsemi Kim Peek, einhverfs manns sem var fyrirmyndin að persónu Dustin Hoffman í myndinni Regnmaðurinn. 8.11.2004 00:01
Færri glæpir en fleiri fangar Bandarískum föngum fjölgaði á síðasta ári þrátt fyrir að bæði ofbeldisglæpum og þjófnuðum fækkaði samkvæmt nýrri skýrslu bandaríska dómsmálaráðuneytisins. 8.11.2004 00:01
Ekki vafasamt fólk til landsins "Við viljum ekki svona hópa inn í landið," segir Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, um danska meðlimi vélhjólasamtakanna Hogriders, sem vísað var úr landi á laugardag. Georg vill ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar um mennina koma en segir lögregluna fylgjast með slíkum hópum. 8.11.2004 00:01
Kærð vegna límmiða Skólayfirvöldum í Cobb sýslu í Georgíu hefur verið stefnt fyrir dómstóla vegna límmiða sem límdur er í námsbækur þar sem fjallað er um þróunarkenninguna. Á límmiðanum segir að einungis sé um kenningu að ræða en ekki staðreynd og segja gagnrýnendur þetta grafa undan aðskilnaði ríkis og kirkju. 8.11.2004 00:01
Stýrði fjárkúgun úr fangaklefa Mafíuforingi sem var dæmdur fyrir fjárkúgun hélt áfram að stýra starfseminni úr fangaklefa sínum. Hann kom skilaboðum fyrir í óhreina þvottinum sem hann lét ættingja sína sækja í fangelsi. Þannig kom hann fyrirskipunum áfram til undirmanna sinna sem héldu áfram að kúga fé út úr vínsölum á Sikiley. 8.11.2004 00:01
Saksóknari þarf leyfi Hæstaréttar Ríkissaksóknari hefur lagt fram beiðni til Hæstaréttar um áfrýjun vegna dóms Héraðsdóms Reykjaness þar sem frestað var refsingu manns sem beitti eiginkonu sína ofbeldi. 8.11.2004 00:01
Vilja snúa flóttamönnum heim Danska stjórnin samdi við Þjóðarflokkinn um stuðning við stjórnina gegn því að rúmlega 2.000 hælisleitendur yrðu hvattir til að snúa aftur heim. Í þessum hópi eru 500 til 600 Írakar sem en stutt er síðan Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hvatti þjóðir heims til að þrýsta ekki á flóttamenn þaðan að snúa aftur því ástandið væri of ótryggt. 8.11.2004 00:01
Verkfall brestur á að nýju Kennarar kolfelldu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í deilunni við sveitarfélögin. 93% þeirra voru á móti tillögunni. Launanefnd sveitarfélaga ætlar að biðja kennara um að aflýsa verkfalli en formaður Kennarasambandsins segir að það verði ekki gert nema nýtt útspil komi frá launanefndinni í kvöld. Allt bendir til þess að verkfall kennara bresti á að nýju á morgun. 8.11.2004 00:01
Óhjákvæmilegt að grípa inn í Niðurstaða kosninganna eru afar slæm tíðindi að mati Gunnars I. Birgissonar, formanns menntamálanefndar Alþingis. Hann telur óhjákvæmilegt að ríkisvaldið grípi inn í með lagasetningu, nái deilendur ekki sáttum næstu daga. 8.11.2004 00:01
Afborganirnar léttast umtalsvert Lækkun endurgreiðsluhlutfalls lána frá Lánasjóði íslenskra námsmanna um eitt prósentustig kemur sér vel fyrir skuldunauta sjóðsins. 8.11.2004 00:01
Íslenska friðargæslan umdeild Þjóðin virðist skiptast í tvær jafn stórar fylkingar í afstöðu sinni til þátttöku Íslands í friðargæslu samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fleiri telja að íslenskir friðargæsluliðar séu hermenn en borgaralegir starfsmenn. Stjórnmálamenn undrast andstöðu fólks við íslensku friðargæsluna. 8.11.2004 00:01
Olíufélögin biðjast afsökunar Olíufélögin þrjú, Esso, Olís og Skeljungur, hafa beðið þjóðina afsökunar á framferði sínu á undanförnum árum. Esso gekk lengst í dag þegar félagið ákvað að hætta öllum samskiptum við önnur olíufélög og starfsmenn þeirra, boðaði örari verðbreytingar og sjálfstæð innkaup á eldsneyti. 8.11.2004 00:01
Örlög borgarstjóra gætu ráðist í dag Útlit er fyrir að stjórn vinstri grænna í Reykjavík leggi fram ályktun um að borgarstjóri víki á fundi í kvöld, hafi hann sjálfur ekki sagt af sér. 8.11.2004 00:01
Sprengjur dynja á Fallujah Harðir bardagar geisa í Fallujah í Írak eftir að forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar heimilaði bandarískum hersveitum að gera árás á uppreisnarmenn úr röðum súnníta. Sprengjuárásir dynja á borginni og hafa fjölmargir uppreisnarmenn fallið. 8.11.2004 00:01
Forsætisráðherra olíufélaganna Halldór Ásgrímsson krafðist þess í umræðum á Alþingi í dag að Össur Skarphéðinsson bæði afsökunar á því að hafa kallað hann sérstakan forsætisráðherra olíufélaganna. Snörp orðaskipti um olíumálið voru á þinginu. 8.11.2004 00:01
Réttur á heilsufarsupplýsingum Íslandsbanki, sem reið á vaðið með 100 prósenta lán til húsnæðiskaupa, fer fram á að lántakendur fjárfesti í lánatryggingu hjá Sjóvá-Almennum. Tryggingafélagið áskilur sér rétt til að fá ítarlegar heilsufarsupplýsingar frá þeim lántakendum sem eru eldri en þrjátíu ára og þeim sem fá yfir 20 milljónir króna að láni. 8.11.2004 00:01
Launanefndin segist óbundin af miðlunartillögu sáttasemjara Launanefnd sveitarfélaga telur sig óbundna af miðlunartillögu ríkissáttasemjara eftir að kennarar felldu hana í allsherjaratkvæðagreiðslu. Í yfirlýsingu launanefndarinnar segir að nefndin sé tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem feli í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna. 8.11.2004 00:01
Útför Önnu Pálínu Árnadóttur Útför Önnu Pálínu Árnadóttur, söngkonu og dagskrárgerðarmanns, var gerð í dag. Fjölmenni var við athöfnina í Hallgrímskirkju þar sem séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir jarðsöng. Anna Pálína gat sér gott orð fyrir vísnasöng, þætti sína í útvarpi og erindi og bókaskrif um lífið með hinum óboðna gesti, krabbameininu. 8.11.2004 00:01