Innlent

Sólbaksmálið fellt niður

Sjómannasambandið hefur fellt niður mál sem það höfðaði gegn Útgerðarfélaginu Sólbaki fyrir félagsdómi vegna ráðningarsamninga við áhöfn Sólbaks. Segir í tilkynningu frá Sjómannasambandinu að þar sem það liggi fyrir að útgerðin hafi viðurkennt að ráðningarsamningarnir sem upphaflega voru gerðir við skipverja Sólbaks hafi verið ógildir, þar sem þeir hafi verið rýrari en lágmarkskjör samkvæmt kjarasamningi í fimm atriðum og hafi gert nýja samninga við áhöfnina, sé ekki ástæða til að láta dæma um brotin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×