Sól í Hvalfirði sest 9. nóvember 2004 00:01 "Samtökin eru ennþá til en það er alllur vindur úr starfseminni og ekki hefur verið haldinn aðalfundur í fjögur ár," segir Ólafur M. Magnússon. Hann stóð í fylkingarbrjósti á sínum tíma, var einn af stofnendum Sólar í Hvalfirði og formaður lengi vel. Hann er ósáttur við þróun mála og finnst sárt að horfa upp á stækkun álversins á Grundartanga, svo ekki sé nú minnst á fyrirhugaða rafskautaverksmiðju í firðinum, án mótbára. "Álverið og járnblendið eru helgileikir miðað við þessa rafskautaverksmiðju," segir hann og á von á hinu versta fyrir hönd umhvefisins. Bölsýnin var reyndar talsverð á sínum tíma og helst mátti á Ólafi og félögum skilja að ekki sæist framar til sólar í Hvalfirðinum og að búpeningur myndi stráfalla með tilkomu álversins. Það er nú ekki þannig."Við höfðum ákveðna framtíðarsýn í huga varðandi þetta svæði. Það hefur verið skilgreint útivistarsvæði fyrir höfuðborgina, þarna er lífrænn búskapur og stóriðja samræmist þessu ekki." Ólafur segir bjarta framtíð hafa blasað við samtökunum, þau hafi gert samstarfsáætlun við sveitarfélögin umhvefis Hvalfjörð um framkvæmd umhvefis- og náttúruáætluna. Álverið, Járnblendið og sveitarfélögin ætluðu að legga fram peninga til versksins og uppfylla áætlunina. Þá ætlaði ríkið að tryggja samtökunum rekstrargrundvöll gegn því skilyrði að þau yrðu starfandi og virk. "Ekkkert stendur eftir af þessu. Í ofanálag kostaði baráttan á sínum tíma sitt, menn uggðu ekki alltaf að sér og færðust meira í fang en þeir höfðu efni á. Ég borgaði þessa skuld, sem hljóðaði upp á tæpa milljón, fyrir nokkrum mánuðum," segir Ólafur en neitar því að það hafi reynst sárt. "Peningar skipta mig engu máli. Ég á reyndar ekki fyrir þessu en þegar maður tekur að sér ábyrgð þá verður maður að standa við skuldbindingarnar." Ólafur vann lengi vel í Osta- og smjörsölunni en rekur nú eigið fyrirtæki sem annast sölu, markaðs- og kynningarmál. Svo er það söngurinn en hann syngur við ýmis tækifæri og er að auki í Karlakór Kjalnesinga. Hvalfjörðurinn stendur nærri hjarta Ólafs. Hann er ættaður frá Eyjum undir Meðalfelli í Kjós og bjó svo lengi á Ásgarði á svipuðum slóðum. Nú er hann hins vegar fluttur í Kópavoginn. "Bæði breyttust atvinnnumál eiginkonu minnar og svo var ég kannski full fyrirferðamikill fyrir suma í sveitinni," segir Ólafur. En flúði hann? "Já, það má eiginlega segja það." Ólafur segir grátlegt að horfa upp á að stjórnvöldum sé ekki lengur veitt aðhald vegna framkvæmda í Hvalfirði og fyrir vikið sé svæðið að verða helsta stóriðjusvæði landsins. Og hann saknar driftarinnar í Sól í Hvalfirði. "Við bjuggum til fyrirmyndarmódel; virk grasrótarsamtök sem veittu stjórnvöldum aðhald og fengu til þess framlög frá Alþingi. Slíkt tryggði lýðræðislega umræðu og eftirlit með verksmiðjunum." Hann er þó viss um að ekki hafi allt verið unnið til einskins því með baráttu Sólar í Hvalfirði hafi verið lagður grunnur að því sem síðar kom. "Við kveiktum eld hjá mörgum sem enn logar glatt." Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
"Samtökin eru ennþá til en það er alllur vindur úr starfseminni og ekki hefur verið haldinn aðalfundur í fjögur ár," segir Ólafur M. Magnússon. Hann stóð í fylkingarbrjósti á sínum tíma, var einn af stofnendum Sólar í Hvalfirði og formaður lengi vel. Hann er ósáttur við þróun mála og finnst sárt að horfa upp á stækkun álversins á Grundartanga, svo ekki sé nú minnst á fyrirhugaða rafskautaverksmiðju í firðinum, án mótbára. "Álverið og járnblendið eru helgileikir miðað við þessa rafskautaverksmiðju," segir hann og á von á hinu versta fyrir hönd umhvefisins. Bölsýnin var reyndar talsverð á sínum tíma og helst mátti á Ólafi og félögum skilja að ekki sæist framar til sólar í Hvalfirðinum og að búpeningur myndi stráfalla með tilkomu álversins. Það er nú ekki þannig."Við höfðum ákveðna framtíðarsýn í huga varðandi þetta svæði. Það hefur verið skilgreint útivistarsvæði fyrir höfuðborgina, þarna er lífrænn búskapur og stóriðja samræmist þessu ekki." Ólafur segir bjarta framtíð hafa blasað við samtökunum, þau hafi gert samstarfsáætlun við sveitarfélögin umhvefis Hvalfjörð um framkvæmd umhvefis- og náttúruáætluna. Álverið, Járnblendið og sveitarfélögin ætluðu að legga fram peninga til versksins og uppfylla áætlunina. Þá ætlaði ríkið að tryggja samtökunum rekstrargrundvöll gegn því skilyrði að þau yrðu starfandi og virk. "Ekkkert stendur eftir af þessu. Í ofanálag kostaði baráttan á sínum tíma sitt, menn uggðu ekki alltaf að sér og færðust meira í fang en þeir höfðu efni á. Ég borgaði þessa skuld, sem hljóðaði upp á tæpa milljón, fyrir nokkrum mánuðum," segir Ólafur en neitar því að það hafi reynst sárt. "Peningar skipta mig engu máli. Ég á reyndar ekki fyrir þessu en þegar maður tekur að sér ábyrgð þá verður maður að standa við skuldbindingarnar." Ólafur vann lengi vel í Osta- og smjörsölunni en rekur nú eigið fyrirtæki sem annast sölu, markaðs- og kynningarmál. Svo er það söngurinn en hann syngur við ýmis tækifæri og er að auki í Karlakór Kjalnesinga. Hvalfjörðurinn stendur nærri hjarta Ólafs. Hann er ættaður frá Eyjum undir Meðalfelli í Kjós og bjó svo lengi á Ásgarði á svipuðum slóðum. Nú er hann hins vegar fluttur í Kópavoginn. "Bæði breyttust atvinnnumál eiginkonu minnar og svo var ég kannski full fyrirferðamikill fyrir suma í sveitinni," segir Ólafur. En flúði hann? "Já, það má eiginlega segja það." Ólafur segir grátlegt að horfa upp á að stjórnvöldum sé ekki lengur veitt aðhald vegna framkvæmda í Hvalfirði og fyrir vikið sé svæðið að verða helsta stóriðjusvæði landsins. Og hann saknar driftarinnar í Sól í Hvalfirði. "Við bjuggum til fyrirmyndarmódel; virk grasrótarsamtök sem veittu stjórnvöldum aðhald og fengu til þess framlög frá Alþingi. Slíkt tryggði lýðræðislega umræðu og eftirlit með verksmiðjunum." Hann er þó viss um að ekki hafi allt verið unnið til einskins því með baráttu Sólar í Hvalfirði hafi verið lagður grunnur að því sem síðar kom. "Við kveiktum eld hjá mörgum sem enn logar glatt."
Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira