Fleiri fréttir

Þremur nótum bætt við

Tvær nótur bættust við heimsins lengsta tónverk í mannlausri kirkju í Þýskalandi í gær. Flutningur tónverksins hófst fyrir þremur árum en hann mun í heild taka 639 ár.

Kanna hvort frumvarpið sé þinglegt

Fyrsta fundi sumarþings lauk með háreysti í þingsölum í gær. Stjórnarandstaðan deildi hart á ríkisstjórnina. Forseti Alþingis lætur kanna hvort nýtt fjölmiðlafrumvarp sé þinglegt.

Bandaríkjamaður hálshöggvinn

Líbanskt ættaður Bandaríkjamaður hefur verið hálshöggvinn í Írak samkvæmt fjölmiðlum í morgun. Ekki hefur enn borist staðfesting á morðinu frá Bandaríkjaher.

Umferðaróhöpp í gær og nótt

Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi við gatnamót Þrúðvangs á Hellu þar sem bifhjól og bíll skullu saman. Áreksturinn var nokkurð harður og var ökumaður bifhjólsins fluttur á sjúkrahús í Reykajvík.

Á þriðja tug fíkniefnamála á Hellu

Talið er að um 11 þúsund gestir hafi verið á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu en mótinu lýkur síðar í dag. Á þriðja tug fíkniefnamála hafa komið upp í tengslum við Landsmótið sem telst mikið fyrir fjölskyldu- og íþróttamót.

540 m hár turn í New York

Uppbygging á Frelsisturninum í New York hefst með formlegum hætti í dag. Frelsisturninn mun rísa þar sem Tvíburaturnarnir stóðu fyrir hryðjuverkin 11. september 2001.

Spádómur frá 1969 að rætast?

„Í fyrsta lagi eigum við við harðsnúinn mótstöðumann að etja sem er forseti landsins, en hann mun ekki hika við að beita neitunarvaldi sínu gegn framlengingu samningsins. Verður þá gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu, og tel ég vafasamt að hún verði okkur í vil.

Hersveit Bandaríkjamanna heim

Sú hersveit Bandaríkjamanna sem lengst hefur dvalið í Írak hélt heim á leið í dag. Hershöfðingjar deildarinnar eru sannfærðir að aðgerðirnar í landinu verði að lokum metnar að verðleikum og í ljós muni koma að fólkið í Írak hafi fengið frábært tækifæri.

Dönsk stúlka í klóm Fournirets?

Mál franska barnaníðingsins Michels Fournirets hefur nú teygt anga sína til Danmörku. Lögregla þar í landi hefur undir höndum teikningar af manni sem reyndi að myrða ellefu ára gamla stúlku en þær líkjast Fourniret.

Össur biðlar til Halldórs

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gefur berlega í skyn að Framsóknarflokknum standi betri vist til boða í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokknum. Forystumenn stjórnarflokkanna reyna enn að ná samkomulagi um lagafrumvarp vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Stefnt er að því að halda ríkisstjórnarfund klukkan 18 í dag.

11 þúsund manns á Hellu

Talið er að um 11 þúsund gestir hafi verið á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu en mótinu lýkur síðar í dag. Á þriðja tug fíkniefnamála hafa komið upp í tengslum við Landsmótið sem telst mikið fyrir fjölskyldu- og íþróttamót.

Hlusta ekki á neyðarbylgju

Landhelgisgæslan segir áhyggjuefni hve fáir skipstjórar hlusti á rás 16 sem er neyðarbylgja fyrir skip og báta og öllum sjófarendum er skylt að hlusta á. Landhelgisgæslan segir að þessi vanræksla dragi verulega úr öryggi á sjó.

Ökumaður sefur við Smáralind

Tilkynnt var um ökumann sem svæfi djúpum svefni í bifreið sinni á miðri götu fyrir utan Smáralindina núna á þriðja tímanum. Að sögn vegfaranda sat maðurinn undir stýri og virtist í fastasvefni.

Her í Keflavík óþarfur?

Endurskoðun á hlutverki herja Bandaríkjamanna erlendis er óhjákvæmileg í ljósi nýrra aðstæðna í veröldinni segir Michael O´Hanlon, sérfræðingur Brookings Institution í Washington. Óneitanlega verður að skoða framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli í ljósi þessarar endurskoðunar.

Hermaðurinn ekki hálshöggvinn

Íröksku mannræningjarnir, sem í morgun voru sagðir hafa hálshöggvið bandarískan hermann, báru til baka fréttir af aftökunni fyrr í dag.

Mikil umferð og engin slys

Umferð á vegum úti er nokkuð mikil en ekki hafa borist fréttir af slysum. Mestur er straumurinn frá Hellu þar sem u.þ.b. 11 þúsund manns hafa verið á Landsmóti hestamanna um helgina.

Lík stúlknanna fundust

Lík stúlknanna tveggja sem franski fjöldamorðinginn Michel Fourniret játaði að hafa grafið árið 1989 fundust í dag. Fourniret benti lögreglu sjálfur á staðinn þar sem líkin fundust.

Frumvarpið tilbúið

Davíð Oddsson forsætisræðherra mætti á ríkisstjórnarfundinn rétt fyrir klukkan 18 með lagafrumvarpið um þjóðaratkvæðagreiðsluna í hendinni. Hvorki hann né Halldór Ásgrímsson vildu tjá sig um atriði frumvarpsins fyrir fundinn.

Hlusta ekki á neyðarbylgju

Landhelgisgæslan hefur áhyggjur af því hve fáir skipstjórar hafi stillt á rás 16, neyðarbylgjuna sem öllum sjófarendum er skylt að hlusta á. Varðstjórar hjá gæslunni urðu varir við þetta í gær þegar hafin var leit úr lofti og á legi að sómabátnum Eskey sem hafði dottið úr sjálfvirku tilkynningaskyldukerfi.

Sátt um frumvarpið

Ríkisstjórnarfundi lauk nú rétt fyrir klukkan 19. Að sögn formanna stjórnarflokkanna, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, er sátt um frumvarpið í ríkisstjórninni.

Rannsókn ábótavant

Rannsókn á sifjaspellsmáli í Færeyjum vegna barna sem búið hafa á Íslandi undanfarin ár var ábótavant að mati nýs saksóknara í málinu. Hjón voru ranglega dæmd í fangelsi og var dómurinn eingöngu byggður á vitnisburði barna sem nú segjast hafa logið fyrir dómi.

Spá því að stjórnin haldi

Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja að Framsóknarflokknum standi betri vist til boða í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokknum. Þeir reikna þó ekki með því að framsóknarmenn slíti stjórnarsamstarfinu.

Fjölmiðlalögin afturkölluð

Ákveðið hefur verið að afturkalla fjölmiðlalögin svokölluðu sem afgreidd voru frá Alþingi í vor. Nýtt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum verður lagt fram á sumarþinginu sem hefst á morgun. 

Umferðin gengið áfallalaust

Umferðin til höfuðborgarsvæðisins hefur gengið áfallalaust fyrir sig í dag að sögn lögreglu. Mest er umferðin á Suðurlandsvegi þar sem meðal annars gestir á Landsmóti hestamanna á Hellu eru á leið heim.

Neitar að hafa látið börnin ljúga

Færeysk stjúpmóðir á Suðurnesjum neitar að hafa þvingað börn til að ljúga ásökunum um kynferðisofbeldi upp á líffræðilega móður sína.

Pabbi dáinn í hálft annað ár

Í dag fer fram útför Karls Lárusar Vilhjálmssonar, sem lést fyrir þremur árum. Börnin hans vissu ekki að hann væri dáinn fyrr en einu og hálfu ári eftir andlátið.

Fjölmenni á Landsmót hestamanna

Ellefu þúsund manns mættu á Landsmót hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu sem lauk nú síðdegis. Fólk virðist hafa skemmt sér konunglega en fjöldi þeirra fíkniefnamála sem upp hafa komið í tengslum við mótið vekur undrun.

Uppgjöf og endir við hæfi

"Þetta er uppgjöf ríkisstjórnarinnar í þessu máli og endir við hæfi," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.

Harrison heillaði konurnar

Uppi var fótur og fit meðal þroskaðra kvenna þegar Hollywoodstjarnan Harrison Ford fór á pöbbarölt í Reykjavík um helgina.

Þrír létust í Írak

Þrír fórust í sjálfsmorðsárás fyrir utan ráðningarstöð hers Íraka í Baqouba í dag. Í suðurhluta Bagdad sprakk einnig sprengja við heimili starfsmanns menntamálaráðuneytisins.

Óvissa hjá Yukos

Talsmaður olíufélagsins Yukos neitar sögusögnum um að rússnesk yfirvöld hafi í gær fjarlægt mikilvæg forrit úr höfuðstöðvum fyrirtækisins. Hann segir lögreglumenn hins vegar hafa haft á brott með sér persónulega muni starfsmanna og ýmis gögn.

Uppbygging Frelsisturnsins hefst

Uppbygging Frelsisturnsins í New York hófst með formlegum hætti í dag. Turninn mun rísa þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður og verður hæsta bygging veraldar.

Úr viðjum vanans

Alheimsborgari framdi gerning í Reykjavík í gær um samband manna við skepnur og þörfina á því að losna úr viðjum vanans, hugarfarsins og úrelts, ofmetins samskiptaforms.

Uppgjöf stjórnarflokkanna

"Uppgjöf stjórnarflokkanna og valdafíkn réði niðurstöðu þeirrar krísu sem varð milli stjórnarflokkanna nú um helgina. Ríkisstjórnin hékk á bláþræði, en límið í ráðherrastólunum réð úrslitum," segir Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar meðal annars í nýjasta pistli sínum.

Gert að greiða milljón í tryggingu

Sýslumannsembætti Sauðárkróks hefur sent Landsmótsnefnd bréf og óskað eftir því að þeir greiði eina milljón króna í tryggingu fyrir löggæslukostnað fyrir mótið sem hefst á fimmtudag. Landsmótshöldurum er gert að greiða rétt tæplega 2,4 milljónir í löggæslu fyrir bæði Landsmótið og Unglingalandsmótið á Sauðárkróki.

Hlíðavöllur stækkaður

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar og Golfklúbburinn Kjölur hafa undirritað samkomulag um stækkun Hlíðavallar í úr níu holum í átján. Auk þess að stækka völlinn verður byggt nýtt æfingasvæði og nýtt áhalda- og starfsmannahús.

Portadown-ganga stöðvuð

Lögregla hindraði för um 2.000 mótmælenda um kaþólska hluta Portadown í árlegri göngu Óraníureglunnar í gær. Þetta er sjöunda árið í röð sem gangan er stöðvuð á þessum stað.

Ráða Moore og Clinton úrslitum?

Heit umræða er í Bandaríkjunum um hugsanleg áhrif poppmenningar á forsetakosningarnar í nóvember. Myndin Fahrenheit 9/11 og bókin My Life eru mjög gagnrýnar á störf George W. Bush. <em><strong>Trausti Hafliðason blaðamaður fjallar um áhrif poppmenningar á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.</strong></em>

Japaninn fær samkeppni

Japaninn veikbyggði, Takeru Kobayashi, hefur fengið samkeppni á toppi heimslistans yfir sterkustu keppendur í kappáti. Bandarísk kona á fertugsaldi veitir honum nú harða samkeppni þótt hún vegi aðeins 45- 50 kíló, eftir því hversu mikið hún hefur borðað.

Arabar bjóða Írökum aðstoð

Utanríkisráðherra Íraks, Hoshyar Zebari, hefur sagt að hann muni þiggja hernaðaraðstoð arabaríkja sem ekki eiga landamæri að Írak og sem starfa undir merkjum Sameinuðu þjóðanna.

Tyrkir kalla eftirlitsmenn heim

Stjórnvöld í Tyrklandi hafa ákveðið að kalla heim síðustu eftirlitsmennina frá norðurhluta Íraks. Tyrkneskir eftirlitsmenn hafa verið í landinu allt frá árinu 1997 og hafa þeir haft yfirsýn yfir vopnahlé stríðandi fylkinga Kúrda á svæðinu.

Zapatero endurkjörinn

Spænski forsætisráðherrann Jose Luis Rodriguez Zapatero þakkaði flokksmönnum sínum fyrir að endurkjósa hann sem leiðtoga Sósíalistaflokksins til næstu fjögurra ára á ársþingi flokksins.

Skaginn skrýddur

Listaverkið Hringrás eftir Ingu S. Ragnarsdóttur vann samkeppni um útilistaverk á lóð Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Akraness. Alls höfðu 30 listamenn sent inn umsókn um þátttöku og voru þrír þeirra valdir til að fullvinna hugmyndir sínar.

Ástandið hvergi jafnslæmt

Í 21 ár hefur borgarastyrjöld verið ríkjandi í Súdan, á milli arabískra múslima í norðurhluta landsins, sem einnig eru í meirihluta ríkisstjórnar landsins og svartra afríkubúa í suðurhlutanum, sem eru að megninu til andatrúar eða kristnir. Á þessum tíma hafa rúmlega tvær milljónir manna látið lífið, meirihlutinn úr hungri.

Meðferð tillagna í nefnd gagnrýnd

Átakshópur Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð gagnrýnir harðlega meðferð sem miðlunartillögur hópsins að endurbótum að framkvæmdaáætlun vegna færslu Hringbrautar fengu í samgöngunefnd Reykjavíkurborgar.

Sjá næstu 50 fréttir