Fleiri fréttir

Sex meinatæknar hætta

Sex af sjö meinatæknum sem vinna við blóðrannsóknir á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu hætta störfum frá og með morgundeginum, þar sem þeim hefur verið sagt upp.

Þúsundir krafna á skuldseiga

Óprúttnir skuldarar leika þann leik að gegna ekki boðun sýslumannsembættisins í Reykjavík, þannig að ekki er hægt að ná til þeirra til að gera fjárnám hjá þeim. Beiðnir hrannast upp hjá embættinu og eru nú orðnar á ellefta þúsund talsins.

Saddam í umsjá Íraka í dag

Lyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak hefur tilkynnt að Saddam Hussein verði afhentur íröskum yfirvöldum í dag, ásamt ellefu liðsmönnum úr stjórn hans og munu þau hafa hann í sinni umsjá fram að réttarhöldum.

Héraðsdómur ámælir ákæruvaldið

Maður var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af máli þar sem hann var ákærður fyrir að hafa svikið fé úr fjórum tryggingafélögum á árunum 1989 til 1991. Árið 1992 var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald en síðan lá málið hjá lögreglu til ársins 1999.

Ekkert bendir til vélarbilunar

Ekkert bendir enn til þess að vélarbilun hafi orðið til þess að Dornier-flugvél Íslandsflugs magalenti á flugvellinum á Siglufirði síðastliðinn þriðjudag að sögn Þormóðs Þormóðssonar rannsóknarstjóra. Tveir flugmenn voru í vélinni og sakaði ekki.

Barroso skipaður forseti

Jose Durao Barroso, forsætisráðherra Portúgal hefur verið skipaður forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann var tilnefndur af leiðtogum Evrópusambandsríkjanna en forseti framkvæmdastjórnar er æðsta Evrópusambandsins.

Tónlistarhátíð MTV á Íslandi

Forsvarsmenn MTV sjónvarpsstöðvarinnar tóku vel í hugmyndir kynningarhóps, um að halda tónlistarverðlaun stöðvarinnar hér á landi eftir tvö ár, á fundi sem fram fór í gær.

Enn óvissa í varnarmálum Íslands

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að staða varnarliðsins á Miðnesheiði hafi ekki breyst á fundi aðildarríkja NATO. Ísland tekur sífellt aukinn þátt í öryggisstarfi NATO en er ekki að hervæðast, segir ráðherra.

Hlébarðar hræða Indverja

Yfirvöld í Bombay í Indlandi hafa skorið upp herör gegn mannskæðum hlébörðum sem undanfarnar vikur hafa ráðist á fólk í borginni. Það sem af er þessu ári hafa þeir orðið rúmlega 30 manns að bana og í júní drápu þeir tólf.

Neyðarástand í Súdan

Neyðarástand ríkir í Súdan, þar sem þjóðernishreinsanir og þurrkur stofna lífi ríflega milljónar manna í hættu. Alþjóðasamfélagið og hjálparsamtök eru til reiðu, en stjórnvöld í Súdan koma í veg fyrir starf þeirra. 

Þrýst á Kerry

Þrýstingurinn á John Kerry vex nú að svipta hulunni af dómsskjölum sem fjalla um skilnað hans við fyrri eiginkonu sína, en hann segir að það komi ekki til greina. Skilnaðurinn tilheyri fortíðinni og komi engum við. Auk þess séu þau eiginkonan fyrrverandi nánir og góðir vinir, og mjög stolt af sameiginlegum börnum sínum.

Gíslum sleppt í Írak

Þrír tyrkneskir gíslar, sem hlutu í gær frelsi í Írak, eru nú komnir í faðma fjölskyldna sinna. Fréttastöðin al-Jazeera greindi frá því í gær, að mönnunum hefði verið sleppt þar sem mannræningjarnir vildu ekki drepa múslímabræður sína.

Umferðarteppa vegna verkfalls

Milljónir Lundúnabúa komast seint til vinnu í dag. Stjórnendur neðanjarðarlesta eru í verkfalli og því stendur allt fast. Strætisvögnum hefur að vísu verið fjölgað stórlega, en engu að síður er búist við umferðarteppum, seinkunum og bið um alla borg í dag.

Saddam afhentur Írökum

Saddam Hússein fyrrverandi einræðisherra í Írak var í morgun færður í hendur nýjum írökskum yfirvöldum. Mega hann og nokkrir æðstu samstarfsmenn hans búast við réttarhöldum von bráðar.

Jarðböð tekin í notkun

Jarðböð Baðfélags Mývatnssveitar verða formlega tekin í notkun í dag eftir mikla uppbyggingu í svonefndum Jarðbaðshólum í Bjarnarflagi, sem er í fjögurra kílómetra fjarlægð frá Mývatni. Tugir hluthafa standa að Baðfélaginu og má þar nefna Byggðastofnun, KEA og Iðnaðarráðuneytið, auk þess sem Landsvirkjun hefur stutt við verkefnið.

Nýtt fjós á Hvanneyri

Nýtt kennslu- og rannsóknarfjós rís nú á Hvanneyri. Á vef Landssambands Kúabænda segir að með fjósinu verði mikil breyting á allri kennslu- og rannsóknaaðstöðu í nautgriparækt við Bændaskólann. Þar verður boðið upp á nútímalega aðstöðu fyrir gripi og fólk; kýr og uppeldi verður á legubásum, en kálfar í hálmstíum með sjálfvirkri mjólkurfóðrun.

Sprengja til að mótmæla kosningum

Á þriðja tug slasaðist í tveimur öflugum sprengingum í borginni Jalalabad í Afganistan í morgun. Ekki liggur fyrir hvort einhver týndi lífi. Íslamskir öfgamenn hafa heitið því að koma í veg fyrir frjálsar kosningar sem fram eiga að fara í september, og hafa þeir staðið fyrir fjölda hryðjuverkaárása í þeim tilgangi. Síðast í gær drápu Talíbanar sextán manns eftir að í ljós kom að fólkið hafði skráð sig sem kjósendur.

Árás á bílalest í Afganistan

Talibanskir skæruliðar gerðu árás á bílalest um 80 kílómetra frá borginni Kandahar í suðurhluta Afganistan um miðjan dag í gær. Verið var að flytja matarbyrgðir frá Pakistan til bandaríska herliðsins í Afganistan. Skæruliðarnir brenndu fjóra vörubíla og rændu 12 afgönskum bílstjórum og verkamönnum.

Nafn komið á nýju Potter bókina

J.K. Rowling, höfundur hinna vinsælu bóka um Harry Potter, hefur gefið upp nafnið á næstu bók um galdradrenginn sem verður sú sjötta í röðinni. Nýja bókin mun heita "Harry Potter and the Half Blood Prince". Þetta tilkynnti Rowling á heimasíðu sinni, hún sagði þó ekkert um hvenær bókin væri væntanleg.

Tyrkland eigi heima í ESB

Bandaríkin líta svo á, að Tyrkland sé Evrópuríki sem eigi heima í Evrópusambandinu. Þetta sagði Bush Bandaríkjaforseti í Istanbúl í gær og endurtók þar með boðskap sem kom illa við kauninn á mörgum leiðtogum Evrópuríkja.

Múrinn ólöglegur

Hæstiréttur í Ísrael hefur skipað fyrir um að hluti öryggismúrs Ísraela sé ólöglegur og breyta verði staðsetningu hans að hluta, þar sem hann skilji þúsundir palestínskra bænda frá landsvæðum sínum.

Konunglegri heimsókn lokið

Þriggja daga heimsókn norsku krónprinshjónanna, til Íslands, er lokið. Flugu þau Hákon og Mette Marit af landi brott í morgun. Þau komu víða við í heimsókn sinni, og kváðust í ferðalok vera afskaplega ánægð með heimsóknina. Móttökurnar hafi verið yndislega hlýlegar, og þau hafi hitt margt fólk og skoðað marga áhugaverða staði. Hákon og Mette Marit báðu fyrir kveðju og þakklæti til íslensku þjóðarinnar.

Hafís norðvestur af Tröllaskaga

Skip sá í morgun um 300 metra langan hafísfleka um það bil 60 sjómílur norðvestur af Tröllaskaga. Hann er lágur í sjónum og sést illa með berum augum úr fjarlægð, en ratsjá nemur hann vel. Hann er utan venjulegrar siglingaleiðar og að líkindum ekki borgarís úr Grænlandsjökli, heldur brot úr fastaísnum við Grænlandsstrendur. Veðurstofan fylgist með ferðum flekans eftir því sem hún hefur tök á.

Tilboð í línumannvirki opnuð í dag

Það ræðst í dag hvaða verktakar munu á næstunni reisa 370 háspennulínumöstur ofan af hálendi til suðvesturhornsins, með tilheyrandi vegalagningu og undirstöðum. Útboðinu er skipt í þrjá áfanga leiðarinnar og verða tilboðin opnuð í dag.

Grásleppukarlar fagna

Grásleppukarlar um allan heim, eða þar sem þessar veiðar eru á annað borð stundaðar, fagna aldrei þessu vant tvöfalt. Annars vegar hefur veiðin sjaldan verið betri, ekki aðeins hér við land, heldur líka við Nýfundnaland og við Noreg.

Vöruskiptahalli vindur upp á sig

Vöruskiptahallinn heldur áfram að vinda upp á sig og var tveimur milljörðum króna meiri í síðasta mánuði, en á sama tíma í fyrra. Það er talsverður munur í prósentum talið því hallinn núna er 18,7 milljaðrar á móti 14,9 milljörðum í fyrra.

Sektaður fyrir ósæmilega hegðun

Sá óvenjulegi atburður varð við aðalmeðferð í opinberu sakamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að dómari greip til þess örþrifaráðs að sekta lögmanninn, sem var verjandi í málinu, um 40 þúsund krónur fyrir ósæmilega hegðun í réttarsalnum.

Möguleiki að afturkalla lögin

Sá möguleiki er fyrir hendi að ríkisstjórnin afturkalli fjölmiðlalögin, og geri þannig þjóðaratkvæðagreiðslu óþarfa. Stjórnarandstaðan segir að ef svo fari, sé hún reiðubúin til samstarfs um að semja nýtt frumvarp.

Skattlagning kemur á óvart

Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að innheimta fjármagnstekjuskatt af þeim, sem skipta húsbréfum yfir í nýju peningabréfin. Þetta kemur öllum á óvart, að sögn Halls Magnússonar, sviðstjóra þróunarsviðs íbúðalánasjóðs.

Framseldur til Ítalíu

Dómstóll í París féllst í dag á að fyrrverandi liðsmaður Rauðu hersveitanna, yrði framseldur til Ítalíu, þar sem hann var dæmdur fyrir morð á sjöunda áratug síðustu aldar. Cesare Battisti hefur búið, fyrir opnum tjöldum, í París, síðan 1990, eftir að hann afneitaði hryðjuverkum. Nokkrir tugir ítalskra morðingja fluttu til Frakklands, eftir að Francois Mitterand, forsætisráðherra sósíalistastjórnarinnar þar, bauð þeim hæli.

Bremer dauðfeginn

Paul Bremer, fyrrverandi landstjóri í Írak, kveðst vera dauðfeginn að vera kominn aftur heim til Bandaríkjanna. Bremer talaði við fréttamenn, í dag, á flötum Hvíta hússins, og sagði að hann harmaði að ekki skyldi hafa tekist betur að koma á friði í landinu, áður en hann lét af embætti.

Ræða um samstarf eða sameiningu

Ákveðið hefur verið að hefja viðræður um samstarf eða sameiningu Félags járniðnaðarmanna og Vélstjórafélags Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá formönnum félaganna. Markmiðið með því er að sameina alla þá sem starfa við vélstjórn, vélvirkjun, málmiðnað, veiðarfæragerð og í skyldum greinum í eitt öflugt landsfélag.

Aukin aðsókn í kvennaathvarf

Töluverð fjölgun er á dvalardögum í kvennaathvarfinu það sem af er árinu þó nokkuð rólegt hafi verið yfir athvarfinu í júní. Dvalardagar kvenna eru orðnir 575 og barna 367. Alls eru því dvalardagar kvenna og barna 942 á fyrri helmingi ársins. Þarna er um töluverða fjölgun að ræða á milli ára því dagar barna og kvenna í dvöl á síðasta ári numu 1501 degi allt árið.

60 reknir úr starfi í Bosníu

Sextíu háttsettir embættismenn voru reknir úr starfi í Bosníu í dag, fyrir að framselja ekki Radovan Karadits, fyrrverandi leiðtoga Bosníuserba. Karadits er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. Paddy Ashdown, fyrrverandi leiðtogi Frjálslynda flokksins, Breska, stýrir málum í Bosníu, fyrir vesturveldin. Það var hann sem tak embættismennina sextíu.

Afgreiðslutími skertur

Afgreiðslutími Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns verður skertur talsvert í haust. Undanfarin ár hefur verið í gildi samningur milli safnsins og Háskóla Íslands um að Háskólinn borgi hluta af kostnaðinum við að hafa safnið opið fjögur kvöld í viku til klukkan tíu og á sunnudögum.

Fleiri voðaverk í Belgíu

Franskur skógarvörður hefur viðurkennt hafa hafa myrt sex kornungar stúlkur, og er grunaður um að hafa myrt þrjár til viðbótar. Morðin voru framin í Frakklandi og Belgíu. Í Belgíu eru menn skelfingu lostnir yfir þeim möguleika að þarna sé í uppsiglingu annað mál í líkingu við mál nauðgarans og barnamorðingjans Marks Dutroux, sem nýlega var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir ódæðisverk sín.

Seinni ferð Herjólfs aflýst

Seinni ferð Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs fellur niður í dag vegna bilunar en skipið mun sigla samkvæmt áætlun á morgun. Herjólfur átti að fara frá Eyjum kl. 16:00 og Þorlákshöfn kl. 19:30 og er þeirri ferð aflýst. Viðgerð fer fram í kvöld  og fer skipið frá Vestmannaeyjum á morgun klukkan 8:15 samkvæmt áætlun.

Sjónmengun af majónesdós

"Haldi þetta áfram þá munu auglýsingar við þjóðveginn spretta upp sem gorkúlur og við munum aka um frumskóg af auglýsingaskiltum," segir Steingrímur Gunnarsson leiðsögumaður um risastóra majónesdós frá Gunnars majónes sem búið er að komna fyrir skammt frá Þjórsárbrú og á að vekja athygli ferðalanga.  

Uppsagnir hjá Morgunblaðinu

Á annan tug starsfmanna Morgunblaðsins hafa fengið uppsagnarbréf, samkvæmt upplýsingum Vísis og taka uppsagnirnar gildi frá og með morgundeginum. Ekki fengust upplýsingar um hve mörgum verður sagt upp.

Jarðböð á Mývatni

Margra ára draumur Mývetninga um baðlón í sveitinni varð að veruleika í dag þegar jarðböð Baðfélags Mývetninga voru formlega tekin í notkun. Starfsemin hefur verið í undirbúningi í um áratug og nemur kostnaðurinn um hundrað milljónum króna.

Segja Heilsugæsluna gera mistök

Formaður Meinatæknafélags Íslands segir Heilsugæsluna í Reykjavík hafa gert mistök með því að leggja niður störf allra meinatækna, með þriggja daga fyrirvara. Forstjóri heilsugæslunnar segir að tólf mánaða biðlaunaréttur þeirra tefji fyrir markmiðum um sparnað.

Múrinn að hluta ólöglegur

Allir hrósa sigri eftir að hæstiréttur Ísraels skipaði svo fyrir að hluti af öryggismúr Ísraelsmanna yrði fluttur. Dómararnir sögðu réttmætt að reisa varnarmúr en að gæta yrði hófs, ekki mætti brjóta gróflega á Palestínumönnum.

Milljónir ganga til vinnu

Milljónir Lundúnabúa héldu á tveimur jafnfljótum til vinnu í dag, þar sem starfsmenn neðanjarðarlestarkerfis borgarinnar voru í sólarhrings- verkfalli. Yfirvöld hvöttu fólk til að vera heima, en í það minnsta þrjár milljónir gerðu samt tilraun til að komast leiðar sinnar.

Faldi e-töflur hjá ömmu sinni

26 ára gamall maður faldi 480 e-töflur hjá ömmu sinni. Lögreglan réðst inn á heimili ömmunnar og fann fíkniefnin. Maðurinn mætti ekki fyrir dóm í fyrradag og hefur verið gefin út handtökuskipun á manninn. Rætt er við manninn og ömmu hans í nýju DV í dag.

Lögmaður dæmdur til sektar

Lögmaður sem dæmdur var fyrir að sýna dómara óvirðingu segist ekki skilja hvað hann hafi gert ámælisvert og vill fá skýringar. Hann var dæmdur til sektar. Hann segist ekki hafa verið ókurteis auk þess sem dómarar verði að sætta sig við að vitni séu spurð ítarlega út úr.

Sjá næstu 50 fréttir