Fleiri fréttir

Góð niðurstaða

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er ánægður með úrslit sameiningarkosninga sem fram fóru samhliða forsetakosningunum. Sameining Akureyrarbæjar og Hríseyjarhrepps var samþykkt með miklum yfirburðum í báðum sveitarfélögum en sameining á Héraði féll hinsvegar á atkvæðum í Fljótsdalshreppi.

Átak í búsetumálum geðfatlaðra

"Við erum búnir að eiga fyrstu umræðu um búsetumálefni fatlaðar með heilbrigðisráðuneytinu og erum búin að setja okkur ákveðin markmið og aðgerðaáætlun," sagði Þór Þórarinsson skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu um stöðu í aðgerðum ráðuneytisins vegna búsetuþarfar geðfatlaðra.

Flestir telja að Siv ætti að víkja

Um þriðjungur þeirra sem afstöðu tóku í könnun Fréttablaðsins taldi að Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra ætti að víkja úr embætti þegar Framsóknarflokkurinn missir einn ráðherrastól 15. september næstkomandi. Um fimmtungur var á þeirri skoðun að Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, ætti að víkja.

Í kapp við tímann

Stjórnmálaflokkarnir á Norður-Írlandi verða að fá niðurstöðu í það í sumar hvort þeir nái að mynda heimastjórn í landinu.

Skapa ný landamæri

Báðar deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt yfirlýsingu þess efnis að það sé óraunhæft að friðarsamkomulag milli Ísraela og Palestínumanna feli í sér endurhvarf til landamæra Ísraels frá því fyrir sex daga stríðið 1967.

Fyrirskipa áframhaldandi vinnslu

Norsk stjórnvöld hafa skipað starfsmönnum olíuborpalla sem hafa verið í verkfalli að mæta aftur til vinnu og bannað vinnuveitendum að setja verkbann á þá starfsmenn sem voru ekki í verkfalli.

Hótanir frá Pyongyang

Norður-kóresk stjórnvöld hafa hótað því að gera tilraunir með kjarnorkusprengingu ef Bandaríkjastjórn verður ekki að skilyrðum þeirra fyrir því að hætta þróun kjarnorkuvopna.

Kæran sú fyrsta sinnar tegundar

"Maðurinn telur að hann hafi verið blekktur til að láta af hendi peninga," segir Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, en Sigvaldi Gunnlaugsson kærði nokkra menn til ríkislögreglustjóra fyrir svik sem upphófust með tölvupósti frá Nígeríumanni að nafni Abiola Williams.

Sjóræningjum fjölgar

Sjómenn við strendur Jamaíka kvarta nú hástöfum yfir sjóræningjum sem gerast æ aðgangsharðari í landhelginni kringum eyjuna.

Sprenging í Tyrklandi

Sprenging varð einni konu að bana og slasaði fjóra á hóteli í Alanya í Tyrklandi í morgun. Talið er að um gassprengingu hafi verið að ræða, þó að tyrknesk vefsíða haldi því fram að sprengja hafi sprungið. Yfirvöld neita því, sem og fregnum af sprengju á alþjóðaflugvellinum í Istanbúl, sem fréttastöðvar greindu frá.

Barroso tilnefndur forseti

Jose Manuel Durao Barroso, forsætisráðherra Portúgals, hefur verið beðinn um að taka að sér starf forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, kveðst öruggur um að samkomulag náist um Barosso á leiðtogafundi Sambandsins á þriðjudag.

Félagsmálaráðherra í Malaví

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, hélt í dag til Malaví þar sem hann mun m.a. eiga viðræður við félagsmálaráðherra Malaví um nánara samstarf á sviði félagsmála, einkum er varðar velferð barna og fjölskyldna. Þá mun ráðherra eiga fund með nýkjörnum forseta Malaví, Dr. Bingu wa Mutharika og opna nýja sendiskrifstofu Íslands í höfuðborg landsins, Lilongwe.

Enski boltinn til Skjás eins

Útsendingar á enska boltanum hefjast 14. ágúst á Skjá einum. Gengið hefur verið frá öllum samningum um útsendingarétt, að sögn Magnúsar Ragnarssonar, sjónvarpsstjóra, og verða þeir formlega undirritaðir í Englandi á þriðjudag.

Fá lyf sem ekki eru ætluð börnum

Hugsanleganlegt er að rúmlega fimm hundruð íslensk börn og unglingar fái þunglyndislyf sem alls ekki eru ætluð börnum. Notkun þunglyndislyfja á Íslandi heldur áfram að aukast og í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir er notkunin áfram mest hér á landi.

Lítill áhugi og mótmæli almennings

George Bush, forseti Bandaríkjanna, er kominn til Evrópu til fundar við leiðtoga álfunnar. Hann vonast eftir stuðningi í Írak en mætir litlum áhuga stjórnmálamanna og mótmælum almennings. Bush hittir í dag leiðtoga Evrópusambandsins á fundi á Írlandi, og er fjöldi mála á dagskrá.

Rannsókn felld niður

Rannsókn sænsku ríkislögreglunnar á meintum innherjasvikum sex einstaklinga, í tengslum við kaup Kaupþings á hlutabréfum í JP Nordiska bankanum í Svíþjóð fyrir tveimur árum, hefur verið felld niður. Fimm Íslendingar og einn Svíi voru grunaðir um að hafa keypt bréf í sænska bankanum með ólögmætar upplýsingar um fyrirætlanir Kaupþings í farteskinu.

Kosningar í dag

Íslendingar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér forseta. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu í morgun og loka víðast hvar klukkan tíu í kvöld. 213.553 eru á kjörskrá, og er það hátt í 19 þúsund fleiri en voru á kjörskrá í síðustu forsetakosningum fyrir átta árum.

Mun dræmari kjörsókn

Kjörsókn í forsetakosningunum virðist almennt dræmari nú en áður. Klukkan 13 höfðu 12,17% kjósenda í Reykjavíkurkjördæmi norður komið á kjörstað. Í forsetakosningunum 1996, þegar Reykjavík var eitt kjördæmi, var kjörsókn á sama tíma 18,53%.

Flugmenn semja

Flugmenn, Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hjá Icelandair, Flugfélagi Íslands, Íslandsflugi og Bláfugli, hafa allir samþykkt nýgerðan kjarasamning við þessi félög. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu FÍA.

Afsögn forsætisráðherra Pakistans

Forsætisráðherra Pakistans, Safarullah Khan Jamali, hefur sagt af sér eftir fund sem hann átti með forseta landsins, Pervez Musharraf. Jamali hefur þegar nefnt eftirmann sinn. Ríkisstjórnin mun einnig segja af sér en verður við völd þar til nýr forsætisráðherra hefur tekið við stjórn.Ráðherrann sagði af sér sama dag og fyrstu viðræður milli Indlands og Pakistans á þremur árum, um hið umdeilda hérað Kasmír, áttu sér stað.

Vara við sýktum síðum

Tölvusérfræðingar vara við víðtækri árás sem beinast mun að fjölda vinsælla vefsíðna. Þetta kemur fram á heimasíðu Tæknivals. Þar segir að bandarísk stjórnvöld hafi gefið út viðvörun um að allar vefsíður, hversu traustvekjandi sem þær virka, kunni að vera sýktar og geti hugsanlega haft að geyma hættulegan kóða.

Grípa ekki til neikvæðra aðgerða

Greenpeace-samtökin munu ekki grípa til neikvæðra aðgerða þó Íslendingar hætti ekki hvalveiðum. Þetta kom fram í samtali talmanna samtakanna við formann Verkalýðsfélags Húsavíkur í gær, en sá óskaði eftir fundinum.

Oriana varð frá að hverfa

Eitt stærsta skemmtiferðaskip heims, Oriana, varð að hverfa frá ytri höfninni í Reykjavík vegna hvassviðris nú upp úr hádegi. Vindhviður fóru yfir 20 metra á sekúndu og var af öryggisástæðum ákveðið að skipið létti akkerum og sigldi út á Faxflóa og bíður skipið þar þess nú að veður lægi.

Mesta kjörsókn á Akureyri

Kjörsókn fer hægt af stað í dag þegar Íslendingar kjósa sér forseta. Í Reykjavíkurkjördæmunum voru tæplega 19 prósent atkvæðisbærra manna búnir að kjósa klukkan tvö en í síðustu forsetakosningum fyrir átta árum höfðu rúmlega fjórðungur kjósenda greitt atkvæði.

Sprengja flokksskrifstofur

Uppreisnarmenn í Írak sprengdu í dag skrifstofur stjórnmálaflokks írakska forsætisráðherrans Iyad Allawi í borginni Baquba. Fyrr um daginn hafði handsprengjum verið kastað að skrifstofum annars stjórnmálaflokks í borginni með þeim afleiðingum að þrír létust. Mikið ber á uppreisnarmönnum þessa dagana, þegar heimastjórn Íraka býr sig undir að taka við stjórn landsins 30. júní.

Flughátíð á Akureyri

Flughátíð er haldin á Akureyri um þessa helgi, vegna 50 ára flugafmælis Arnsgríms Jóhannssonar flugstjóra, sem jafnframt er einn af stofnendum flugfélagsins Atlanta. Það eru sjálfsagt ekki margir einstaklingar sem standa undir heilli flugsýningu, en Arngrímur Jóhannsson, er einn þeirra.

Arafat boðar vopnahlé

Vopnahlé verður í Miðausturlöndum á meðan Ólympíuleikarnir í Aþenu standa yfir. Jassir Arafat, leiðtogi Palestínumanna, tilkynnti þetta í dag. Hugmyndinni er þó ekki tekið vel alls staðar. Arafat lýsti þessu yfir þar sem hann kveikti olympíueld í höfuðstöðvum sínum í Ramalla í dag

Vopnuð lögregla á Reykjavíkurvelli

Lögregluþjónar, vopnaðir skammbyssum, eru við öryggisgæslu á Reykjavíkurflugvelli og hafa afskipti af öllum þeim sem fara þar um í millilandaflugi. Það eru mörg ár síðan vopnaðir lögregluþjónar hófu störf í flugstöð Leifs Eiríkssonar, í Keflavík. Litla innanlandsflugstöðin, í Reykjavík, hefur hinsvegar verið laus við slíkt.

Bush vill gleyma þrætum

Andi friðar og vinsemdar sveif yfir vötnum á fundi Bush Bandaríkjaforseta og leiðtoga Evrópusambandsins í dag. Svo virðist sem samstaða ríki um að gleyma þrætum og leiðindum undanfarinna missera og horfa þess í stað til framtíðar.

Oriana kemst í höfn

Eitt stærsta skemmtiferðaskip heims, Oriana, neyddist til að sigla út úr ytri höfninni í Reykjavík í dag vegna hvassviðris. Síðdegis var ákveðið að það legðist að bryggju í Sundahöfn til að unnt yrði að koma farþegunum aftur um borð.

Eiginkonur kjósa ekki

Forsetaframbjóðendurnir þrír hafa auðvitað ekki hugmynd um hverjir kjósa þá og hverjir ekki. Eitt geta þeir þó allir verið vissir um, og það er að eiginkonur þeirra greiða þeim ekki atkvæði. Það er forvitinlegt að allar eiginkonur frambjóðendanna eru útlendingar og enginn þeirra hefur kosningarétt á Íslandi.

Auðir seðlar taldir sér

Forsíðufyrirsögn Morgunblaðsins í dag um að auð atkvæði verði birt sérstaklega túlkar Mörður Árnason alþingismaður sem skilaboð blaðsins til lesenda um að skila auðu í forsetakosningunum

Kjörsókn mun minni en 1996

Kjörsókn nú er mun minni en í forsetakosningunum árið 1996 og í alþingiskosningunum í fyrra. Framkvæmd kosninganna hefur víðast hvar gengið mjög vel. Slæmt veður gæti þó sett strik í reikninginn í Suðurkjördæmi, því ekki hefur verið hægt að fljúga með atkvæði frá Vestmannaeyjum og útlitið fyrir kvöldið er slæmt.

Frambjóðendur á kjörstað

Forsetakosningar fara fram á Íslandi í dag, í sjötta sinn í sögu lýðveldisins. Þótt allar líkur séu á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði endurkjörinn með meirihluta atkvæða verður horft til þess hversu margir kjósendur munu nota tækifærið til að lýsa andstöðu sinni við hann.

Ólafur Ragnar með 85,6 % atkvæða

Samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavíkurkjördæmi norður, Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi er Ólafur Ragnar Grímsson með ríflega 85% fylgi. Auðir seðlar eru tæpur fjórðungur.

Fylgi Ólafs 70% í Suðurkjördæmi

Fylgi Ólafs Ragnars Grímssonar er rúm 70% samkvæmt fyrstu tölum, úr Suðurkjördæmi. Það breytir þó litlu um fylgi hans á landsvísu, það er rúm 85%.

Engin samkeppni hjá Ólafi

Sænska dagblaðið Dagens Nyheter greindi frá umræðunni um fjölmiðlalögin á Íslandi í gær samfara því að fjalla um forsetakosningarnar. Segir blaðið að Ólafur Ragnar Grímsson muni vafalaust sigra með yfirgnæfandi meirihluta.

Polítískt stríð á Íslandi

Í gær greindi danska dagblaðið Politiken frá því að Íslendingar gengju nú til forsetakosninga á meðan þeir væru staddir í stærstu pólitísku deilum sem um gæti á Íslandi.

Kenni ómálaefnalegri umfjöllun um

"Ég er með meira fylgi en Kristur hafði á sínum tíma og læt þessa krossfestingu ekki stöðva mig," sagði Ástþór Magnússon þegar fyrstu tölur úr forsetakosningunum lágu fyrir.

Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi

Í Norðvesturkjördæmi hafa nú verið talin 500 atkvæði en talning þar fór seint af stað. Litlar breytingar eru á fylgi frambjóðendanna miðað við fyrstu tölur úr öðrum kjördæmum.

Meirihluti andvígur ESB-aðild

Rúmur helmingur þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins kvaðst andvígur umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Hlutfall óákveðinna er hærra en andvígra og fylgjandi. Niðurstaðan undirstrikar sterkt fylgi við umsókn segir formaður Samfylkingarinnar.

Rúmlega 5.000 búnir að kjósa

Alls voru 5336 manns búnir að skila inn utankjörstaðaratkvæði til sýslumannsins í Reykjavík í gær en kosningar um forseta Íslands fara fram á morgun.

Loðnan fundin

"Það er langur vegur frá því að hægt sé að fullyrða nokkuð þrátt fyrir að þetta gefi okkur vissulega von," segir Hjálmar Vilhjálmsson, loðnusérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, en nokkur loðna hefur fundist fyrir norðan Hornbjarg og djúpt norður af Húnaflóa.

Fréttablaðið eykur forskot sitt

Fréttablaðið er sá fjölmiðill á Íslandi sem flestir nota á hverjum degi og er forskot þess sem mesta lesna dagblaðs landsins er enn að aukast, samkvæmt nýrri fjölmiðlakönnun Gallup. Að meðaltali lesa 69 prósent Fréttablaðið á hverjum degi en 51 prósent Morgunblaðið.

Sjá næstu 50 fréttir