Fleiri fréttir Hóta Suður-Kóreumanni lífláti Suður-Kóreumaður, sem rænt var í Írak í síðustu viku, verður drepinn og höfuð hans skorið af, kalli suður-kóreisk stjórnvöld ekki þegar í stað heim hersveitir sínar frá Írak. Sem stendur er ráðgert að fjölga hersveitum og senda 3000 manna liðsauka. Stjórnvöld í Suður-Kóreu segja ekki standa til að breyta því, og að ekki komi til greina að verða við kröfum af þessu tagi. 21.6.2004 00:01 Messier handtekinn Jean-Marie Messier, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri franska fjölmiðla- og samskiptarisans Vivendi, var handtekinn í morgun. Messier hætti störfum hjá Vivendi fyrir all nokkru. Handtaka er sögð tengjast rannsókn á hagræðingu á gengi verðbréfa á meðan Messier starfaði hjá Vivendi. 21.6.2004 00:01 0,33 % hækkun á byggingavísitölu Vísitala byggingakostnaðar hækkaði um 0,33% frá fyrri mánuði en vísitalan fyrir júlímánuð er 300,8 stig. Er hún er reiknuð eftir verðlagi um miðjan júní. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingakostnaðar hækkað um 5%. 21.6.2004 00:01 Dvdmyndir.com ákærð Forsvarsmenn vefsins dvdmyndir.com voru kærðir til lögreglu þann 16. júní af SMÁÍS, samtökum myndrétthafa. Samkvæmt fréttatilkynningu frá samtökunum hefur þessi síða verið starfrækt undanfarna mánuði en á henni á að vera hægt að kaupa DVD myndir sem sumar hverjar eigi enn eftir að sýna í kvikmyndahúsum. 21.6.2004 00:01 Jarlinum skipt út Eimskipafélag Íslands ehf. hefur gert samning um smíði á færanlegum hafnarkrana og verður kraninn sá stærsti sinnar tegundar hér á landi. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að fjárfestingin sé liður í að auka framleiðni skipaafgreiðslu félagsins í Sundahöfn og bæta þjónustu við viðskiptavini. 21.6.2004 00:01 19 þúsund fleiri á kjörskrá Hátt í nítján þúsund fleiri verða á kjörskrá fyrir forsetakosningarnar núna, en voru fyrir síðustu forsetakosningar árið 1996. Þetta er fjölgun upp á tæp tíu prósent. Samkvæmt kjörskrárstofni sem Hagstofan hefur unnið fyrir sveitarfélögin til að semja kjörskrár eftir, mega 213.553 kjósa núna. 21.6.2004 00:01 30 hreinar hafnir Aðeins 30 hafnir af 76 hér á landi verða svonefndar hreinar hafnir um næstu mánaðamót, samkvæmt alþjóðlegum staðli um siglingavernd gegn hryðjuverkum. Hinsvegar munu 80 hafnarsvæði falla undir hugtakið en mörg hafnarsvæði geta verið í einni höfn, til dæmis eru níu hafnarsvæði í Reykjavíkurhöfn. 21.6.2004 00:01 Ísland, dýrast í heimi Ísland er dýrasta ferðamannaland í heimi og Egyptaland það ódýrasta, samkvæmt útreikningum breska fyrirtækisins ECA fyrir norska blaðið Verdens Gang. Þar er ferðamannavísitalan stillt á hundrað í Noregi, og skoðað í allar áttir. 21.6.2004 00:01 Ísland, dýrast í heimi Ísland er dýrasta ferðamannaland í heimi og Egyptaland það ódýrasta, samkvæmt útreikningum breska fyrirtækisins ECA fyrir norska blaðið Verdens Gang. Þar er ferðamannavísitalan stillt á hundrað í Noregi, og skoðað í allar áttir. 21.6.2004 00:01 Geir H. Haarde í Eistlandi Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, situr fyrir Íslands hönd, forsætisráðherrafund ríkja Eystrasaltsráðsins, sem haldinn er í Tallinn í Eistlandi í dag. Ráðið var sett á laggirnar árið 1992, en auk Íslands sitja meðal annars Rússar, Þjóðverjar, Norðmenn, og Eystasaltsríkin Lettland, Litháen og Eistland. 21.6.2004 00:01 Fóru flugvallavillt Farþegum um borð í flugi Northwest Airlines frá St. Paul til Rapid City í Suður-Dakóta brá heldur í brún skömmu eftir lendingu. Í stað þess að renna upp að flugstöð, stöðvaðist vélin og farþegunum var skipað að draga fyrir gluggana þegar í stað. 21.6.2004 00:01 Jón Steinar íhugar umsókn Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor í lögfræði, segist vera að íhuga að sækja um stöðu dómara við Hæstarétt. Hann telur það verðugt fyrir mann sem gagnrýnt hefur Hæstarétt að starfa innan réttarins. 21.6.2004 00:01 UMFÍ íhugar að höfða mál Björn B. Jónsson, formaður Ungmennafélags Íslands, segir það óréttlátt og ósanngjarnt að aðstandendur landsmótanna séu skikkaðir til að greiða löggæslukostnað vegna mótanna. UMFÍ íhugar að höfða mál vegna greiðslu löggæslukostnaðar á unglingalandsmóti. 21.6.2004 00:01 Fleiri uppsagnir hjá varnarliðinu Um tuttugu starfsmönnum flotastöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verður sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem varnarliðið sendi frá sér í dag og hafa þessar ráðstafanir verið kynntar íslenskum stjórnvöldum. 21.6.2004 00:01 Öll aðildarríki koma til greina Næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gæti komið frá hvaða aðildarlandi sambandsins sem er, segir Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands. Hann svaraði með þessum hætti Frökkum og Þjóðverjum, sem hafa þvertekið fyrir að nýr framkvæmdastjóri komi frá Bretlandi, Írlandi, Danmörku, Svíþjóð eða einhverju nýju aðildarríkjanna tíu. 21.6.2004 00:01 Líklega tekin afstaða í dag Hæstiréttur tekur væntanlega afstöðu í dag til kæru á gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þremur Palestínumönnum, sem vísa á úr landi. Mennirnir komu til Íslands með Norrænu í byrjun maí og framvísuðu fölsuðum eða stolnum vegabréfum við komuna til landsins. 21.6.2004 00:01 Störf ráðsins áfram mikilvæg Samstarfið við Rússland innan Eystrasaltsráðsins hefur skilað góðum árangri, sagði Geir Haarde, fjármálaráðherra, á leiðtogafundi ráðsins sem haldinn var í Eistlandi í dag, en Geir sat fundinn í fjarveru Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. 21.6.2004 00:01 Fyrsta einkarekna geimfarið Blað var brotið í sögu geimferða síðdegis, þegar ríflega sextugur karlmaður varð fyrsti geimfarinn sem heldur út í geim á vegum einkaaðila. Þeir sem standa að ævintýrinu segjast hafa sannað, að geimferðir fyrir einkaaðila séu raunhæfur möguleiki innan fárra ára. 21.6.2004 00:01 Minni sala á nautakjöti Sala á nautakjöti var 13,5 % minni í maí miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt yfirliti frá Landssamtökum sláturleyfishafa. Sömu sögu má segja um sölu á 12 mánaða tímabili, frá 1. júní 2003 til 31. maí 2004 hefur salan dregist saman um 18.1 tonn miðað við sama tímabil árið áður. 21.6.2004 00:01 Síamstvíburar aðskildir Fjögurra mánaða gömlum síamstvíburum frá Bandaríkjunum, sem aðskildir voru um helgina, heilsast vel. Þær eru enn á gjörgæslu, en opnuðu augun örlítið í dag, foreldrum og læknum til ánægju og léttis. 21.6.2004 00:01 Þjóðhátíðardagur í Stafangri Það er vel hægt að halda þjóðhátíðardaginn hátíðlegan þótt út fyrir landsteina sé farið. Í Stafangri í Noregi búa í kringum 400 Íslendingar og í Íslendingafélaginu þar eru 130 manns. Félagar Íslendingafélagsins fylktu liði og gengu með íslenska fánann um götur bæjarins á 17. júní. 21.6.2004 00:01 Lítill áhugi meðal ungmenna Þeir sem fá að kjósa í fyrsta sinn í forsetakosningum að þessu sinni, vegna aldurs, eru 16,2 prósent kjósenda. Nokkur ungmenni voru spurð út í kosningarnar á förnum vegi en kosningarnar fara eins og flestir vita fram á laugardag. 21.6.2004 00:01 Ólafur með álíka fylgi og Vigdís Ólafur Ragnar Grímsson virðist njóta álíka fylgis og Vigdís Finnbogadóttir í forsetakosningunum 1988, þegar litið er til þeirra sem taka afstöðu til frambjóðenda. Samkvæmt könnun Gallup stefnir þó í að auðir seðlar og ógildir verði margfalt fleiri að þessu sinni. 21.6.2004 00:01 Vesturlandsvegur tvöfaldaður Vegagerðin bauð í dag út tvöföldun Vesturlandsvegar milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Verkið er boðið út í samvinnu við sveitarfélögin tvö en tvöfalda á kaflann milli Víkurvegar í Reykjavík og Skarhólabrautar í Mosfellsbæ, samtals þrjá og hálfan kílómetra. 21.6.2004 00:01 Samningar í sjónmáli Sjónvarpsstjóri Skjás eins segir samningaviðræður um enska boltann vera á lokametrunum og að allar líkur séu á að samningar náist á næstu dögum. Tilkynning um hvernig útsendingum verður háttað og hverjir sjái um lýsingar leikja verði gefin út öðru hvoru megin við næstu helgi. 21.6.2004 00:01 Dýrðarveður á Suðvesturhorninu Dýrðarveður hefur verið á Suðvesturhorninu þennan lengsta dag ársins. Sumarsólstöður eru í dag, og munu nótt og dagur renna saman í eitt á norðanverðu landinu. Hitinn á höfuðborgarsvæðinu fór víða í tuttugu gráður. 21.6.2004 00:01 Aðgangur barna að klámefni eykst Aðgangur barna að ýmis konar klámefni eykst stöðugt og veldur áhyggjum víða. Starfsmenn Barnahúss sjá skýra tengingu á milli þess og fjölgunar tilfella þar sem grunur leikur á að ósakhæf börn beiti önnur börn kynferðislegu ofbeldi. 21.6.2004 00:01 Opinberum gjöldum um að kenna Ísland er dýrasta ferðamannaland í heimi samkvæmt útreikningum breska fyrirtækisins ECA fyrir norska blaðið Verdens Gang. Fólk í ferðaþjónustu og veitingarekstri segir opinberum gjöldum um að kenna og að smásöluálagning sé hlægilega lág hér á landi miðað við önnur lönd. 21.6.2004 00:01 600 skólapláss vantar Fjárveitingu vantar fyrir að minnsta kosti fimm- til sjöhundruð nemendur sem sótt hafa um framhaldsskólanám næsta haust. Formaður félags íslenskra framhaldsskóla segir að vandinn hafi verið fyrirsjáanlegur, en ekkert hafi verið að gert og úr því sem komið er verði hann líkast til leystur með því að troða í skólana. 21.6.2004 00:01 Aðeins Íslendingum sagt upp Aðeins Íslendingum er fórnað á niðurskurðarborðinu hjá Varnarliðinu. Nærri 150 manns hefur verið sagt upp frá því í október á síðasta ári, þar af 20 frá næstu mánaðamótum. Óbreyttum, bandarískum starfsmönnum hefur hins vegar ekki fækkað 21.6.2004 00:01 Tillögur að þjóðarblómi kynntar Tuttugu tillögur að þjóðarblómi verða kynntar í Árbæjarsafninu í Reykjavík í dag. Fyrir nokkru var lýst eftir tilnefningum við góðar undirtektir en þetta er niðurstaða þeirrar vinnu. 20.6.2004 00:01 Clinton styður innrásina í Írak Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segist í viðtali við tímaritið Time, sem kemur út á morgun, styðja innrás Bandaríkjanna í Írak. Hann bætir því þó við að hann hefði beðið með innrás þar til vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna hefðu lokið störfum. 20.6.2004 00:01 Albatros heldur frá landinu Skemmtiferðaskipið Albatros var strandaglópur hér á landi í þrjá daga vegna skemmda. Skipið hélt úr Straumsvíkurhöfn í hádeginu í gær eftir að gert hafði verið við skemmdir á skipinu. 20.6.2004 00:01 Erill hjá lögreglunni Mikill erill hefur verið hjá lögreglu víða um land um helgina og jafnvel frá því fyrir sautjánda júní. Á Akureyri hefur verið í ýmsu að snúast, ölvun, ölvunarakstur og pústrar, án þess þó að stórslys hafi hlotist af. 20.6.2004 00:01 Sprenging í Seðlabankanum í Bagdad Þrír starfsmenn Seðlabankans í Bagdad særðust í sprengingu við bankann í morgun. Vígamenn hafa í vaxandi mæli valið sér skotmörk í fjármála- og stjórnsýslu Íraks en þeir eru andvígir því hvernig Bandaríkjamenn standa fyrir valdaafsali til bráðabirgðastjórnarinnar um mánaðamótin. 20.6.2004 00:01 Ráðherra tekur undir með rektor HÍ Björn Bjarnason dómsmálaráðherra tekur undir með Páli Skúlasyni, rektor Háskóla Íslands í ræðu hans við brautskráningu við skólann í gær, að nauðsynlegt sé að vanda umræður og huga að rökum viðmælenda sinna. Þetta kemur fram á heimasíðu Björns, <a href="http://www.bjorn.is" target="_blank">www.bjorn.is</a> 20.6.2004 00:01 Konur og börn á meðal látinna Yfirvöld í Falluja í Írak segja að konur og börn hafi verið á meðal hinna látnu er 22 létu lífið í loftárás Bandaríkjamanna í gær. Bandaríkjamenn telja hins vegar að þeir hafi ráðist á bækistöð erlendra hryðjuverkahópa. 20.6.2004 00:01 Lögregla óskar aðstoðar Lögreglan í Reykjavík biður almenning um aðstoð við að upplýsa hver konan er sem fannst látin í fjörunni neðan við Fossvogskirkjugarð í Fossvogi rétt fyrir klukkan þrjú í gær. 20.6.2004 00:01 Leitað logandi ljósi að leiðtoga Leiðtogar Evrópusambandsríkja leita nú logandi ljósi að frambjóðanda, sem gæti tekið við af Romano Prodi í forsæti framkvæmdastjórnar ESB. Tveir Norðurlandabúar eru taldir koma til greina í embættið. 20.6.2004 00:01 Morðin efla al-Kaída Morð á leiðtogum al-Kaída samtakanna í Sádí-Arabíu verða aðeins til að efla samtökin í baráttu sinni gegn Vesturlöndum. Þetta segir á vefsíðu samtakanna í dag sem viðurkenna að fjórir leiðtogar þeirra hafi verið felldir í skotbardaga í höfuðborginni Riyadh. 20.6.2004 00:01 Kjarnorkubann framlengt Indverjar og Pakistanar hafa ákveðið að framlengja bann við tilraunum á kjarnorkuvopnum. Mikil spenna hefur verið á milli þjóðanna um árabil og náði hámarki fyrir tveimur árum þegar óttast var að upp úr syði með kjarnorkustríði. 20.6.2004 00:01 Ólafur hefði neitað EES-samningnum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar því að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti landsins, telji málskotsréttinn svo virkan að hún hefði talið rétt að vísa Kárahnjúkamálinu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir að ummæli Vigdísar styrki ákvörðun hans um að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin. 20.6.2004 00:01 Kennsl borin á konuna Lögreglan í Reykjavík hefur fengið upplýsingar um hver konan er sem fannst látin í fjörunni í Fossvogi síðdegis í gær. Eftir að gefin var út lýsing á konunni í fjölmiðlum í hádeginu hafði einstaklingur kunnugur henni samband við lögregluna. 20.6.2004 00:01 Arroyo forseti Filippseyja Gloria Macapagal Arroyo telst réttkjörinn forseti Filippseyja en úr því var skorið loks í dag, fimm vikum eftir kosningar. Arroyo hlaut 12,9 milljónir atkvæða og sigraði því helsta keppinaut sinn, kvikmyndastjörnuna Fernando Poe Jr., með um einni milljón atkvæða. 20.6.2004 00:01 „Kostar líka sitt að hafa einræði“ Sigrún Þorsteinsdóttir, sem bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, segist skilja gremju Ástþórs Magnússonar yfir því að hafa ekki fengið Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í kappræður í sjónvarpi eða útvarpi. 20.6.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Hóta Suður-Kóreumanni lífláti Suður-Kóreumaður, sem rænt var í Írak í síðustu viku, verður drepinn og höfuð hans skorið af, kalli suður-kóreisk stjórnvöld ekki þegar í stað heim hersveitir sínar frá Írak. Sem stendur er ráðgert að fjölga hersveitum og senda 3000 manna liðsauka. Stjórnvöld í Suður-Kóreu segja ekki standa til að breyta því, og að ekki komi til greina að verða við kröfum af þessu tagi. 21.6.2004 00:01
Messier handtekinn Jean-Marie Messier, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri franska fjölmiðla- og samskiptarisans Vivendi, var handtekinn í morgun. Messier hætti störfum hjá Vivendi fyrir all nokkru. Handtaka er sögð tengjast rannsókn á hagræðingu á gengi verðbréfa á meðan Messier starfaði hjá Vivendi. 21.6.2004 00:01
0,33 % hækkun á byggingavísitölu Vísitala byggingakostnaðar hækkaði um 0,33% frá fyrri mánuði en vísitalan fyrir júlímánuð er 300,8 stig. Er hún er reiknuð eftir verðlagi um miðjan júní. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingakostnaðar hækkað um 5%. 21.6.2004 00:01
Dvdmyndir.com ákærð Forsvarsmenn vefsins dvdmyndir.com voru kærðir til lögreglu þann 16. júní af SMÁÍS, samtökum myndrétthafa. Samkvæmt fréttatilkynningu frá samtökunum hefur þessi síða verið starfrækt undanfarna mánuði en á henni á að vera hægt að kaupa DVD myndir sem sumar hverjar eigi enn eftir að sýna í kvikmyndahúsum. 21.6.2004 00:01
Jarlinum skipt út Eimskipafélag Íslands ehf. hefur gert samning um smíði á færanlegum hafnarkrana og verður kraninn sá stærsti sinnar tegundar hér á landi. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að fjárfestingin sé liður í að auka framleiðni skipaafgreiðslu félagsins í Sundahöfn og bæta þjónustu við viðskiptavini. 21.6.2004 00:01
19 þúsund fleiri á kjörskrá Hátt í nítján þúsund fleiri verða á kjörskrá fyrir forsetakosningarnar núna, en voru fyrir síðustu forsetakosningar árið 1996. Þetta er fjölgun upp á tæp tíu prósent. Samkvæmt kjörskrárstofni sem Hagstofan hefur unnið fyrir sveitarfélögin til að semja kjörskrár eftir, mega 213.553 kjósa núna. 21.6.2004 00:01
30 hreinar hafnir Aðeins 30 hafnir af 76 hér á landi verða svonefndar hreinar hafnir um næstu mánaðamót, samkvæmt alþjóðlegum staðli um siglingavernd gegn hryðjuverkum. Hinsvegar munu 80 hafnarsvæði falla undir hugtakið en mörg hafnarsvæði geta verið í einni höfn, til dæmis eru níu hafnarsvæði í Reykjavíkurhöfn. 21.6.2004 00:01
Ísland, dýrast í heimi Ísland er dýrasta ferðamannaland í heimi og Egyptaland það ódýrasta, samkvæmt útreikningum breska fyrirtækisins ECA fyrir norska blaðið Verdens Gang. Þar er ferðamannavísitalan stillt á hundrað í Noregi, og skoðað í allar áttir. 21.6.2004 00:01
Ísland, dýrast í heimi Ísland er dýrasta ferðamannaland í heimi og Egyptaland það ódýrasta, samkvæmt útreikningum breska fyrirtækisins ECA fyrir norska blaðið Verdens Gang. Þar er ferðamannavísitalan stillt á hundrað í Noregi, og skoðað í allar áttir. 21.6.2004 00:01
Geir H. Haarde í Eistlandi Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, situr fyrir Íslands hönd, forsætisráðherrafund ríkja Eystrasaltsráðsins, sem haldinn er í Tallinn í Eistlandi í dag. Ráðið var sett á laggirnar árið 1992, en auk Íslands sitja meðal annars Rússar, Þjóðverjar, Norðmenn, og Eystasaltsríkin Lettland, Litháen og Eistland. 21.6.2004 00:01
Fóru flugvallavillt Farþegum um borð í flugi Northwest Airlines frá St. Paul til Rapid City í Suður-Dakóta brá heldur í brún skömmu eftir lendingu. Í stað þess að renna upp að flugstöð, stöðvaðist vélin og farþegunum var skipað að draga fyrir gluggana þegar í stað. 21.6.2004 00:01
Jón Steinar íhugar umsókn Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor í lögfræði, segist vera að íhuga að sækja um stöðu dómara við Hæstarétt. Hann telur það verðugt fyrir mann sem gagnrýnt hefur Hæstarétt að starfa innan réttarins. 21.6.2004 00:01
UMFÍ íhugar að höfða mál Björn B. Jónsson, formaður Ungmennafélags Íslands, segir það óréttlátt og ósanngjarnt að aðstandendur landsmótanna séu skikkaðir til að greiða löggæslukostnað vegna mótanna. UMFÍ íhugar að höfða mál vegna greiðslu löggæslukostnaðar á unglingalandsmóti. 21.6.2004 00:01
Fleiri uppsagnir hjá varnarliðinu Um tuttugu starfsmönnum flotastöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verður sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem varnarliðið sendi frá sér í dag og hafa þessar ráðstafanir verið kynntar íslenskum stjórnvöldum. 21.6.2004 00:01
Öll aðildarríki koma til greina Næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gæti komið frá hvaða aðildarlandi sambandsins sem er, segir Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands. Hann svaraði með þessum hætti Frökkum og Þjóðverjum, sem hafa þvertekið fyrir að nýr framkvæmdastjóri komi frá Bretlandi, Írlandi, Danmörku, Svíþjóð eða einhverju nýju aðildarríkjanna tíu. 21.6.2004 00:01
Líklega tekin afstaða í dag Hæstiréttur tekur væntanlega afstöðu í dag til kæru á gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þremur Palestínumönnum, sem vísa á úr landi. Mennirnir komu til Íslands með Norrænu í byrjun maí og framvísuðu fölsuðum eða stolnum vegabréfum við komuna til landsins. 21.6.2004 00:01
Störf ráðsins áfram mikilvæg Samstarfið við Rússland innan Eystrasaltsráðsins hefur skilað góðum árangri, sagði Geir Haarde, fjármálaráðherra, á leiðtogafundi ráðsins sem haldinn var í Eistlandi í dag, en Geir sat fundinn í fjarveru Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. 21.6.2004 00:01
Fyrsta einkarekna geimfarið Blað var brotið í sögu geimferða síðdegis, þegar ríflega sextugur karlmaður varð fyrsti geimfarinn sem heldur út í geim á vegum einkaaðila. Þeir sem standa að ævintýrinu segjast hafa sannað, að geimferðir fyrir einkaaðila séu raunhæfur möguleiki innan fárra ára. 21.6.2004 00:01
Minni sala á nautakjöti Sala á nautakjöti var 13,5 % minni í maí miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt yfirliti frá Landssamtökum sláturleyfishafa. Sömu sögu má segja um sölu á 12 mánaða tímabili, frá 1. júní 2003 til 31. maí 2004 hefur salan dregist saman um 18.1 tonn miðað við sama tímabil árið áður. 21.6.2004 00:01
Síamstvíburar aðskildir Fjögurra mánaða gömlum síamstvíburum frá Bandaríkjunum, sem aðskildir voru um helgina, heilsast vel. Þær eru enn á gjörgæslu, en opnuðu augun örlítið í dag, foreldrum og læknum til ánægju og léttis. 21.6.2004 00:01
Þjóðhátíðardagur í Stafangri Það er vel hægt að halda þjóðhátíðardaginn hátíðlegan þótt út fyrir landsteina sé farið. Í Stafangri í Noregi búa í kringum 400 Íslendingar og í Íslendingafélaginu þar eru 130 manns. Félagar Íslendingafélagsins fylktu liði og gengu með íslenska fánann um götur bæjarins á 17. júní. 21.6.2004 00:01
Lítill áhugi meðal ungmenna Þeir sem fá að kjósa í fyrsta sinn í forsetakosningum að þessu sinni, vegna aldurs, eru 16,2 prósent kjósenda. Nokkur ungmenni voru spurð út í kosningarnar á förnum vegi en kosningarnar fara eins og flestir vita fram á laugardag. 21.6.2004 00:01
Ólafur með álíka fylgi og Vigdís Ólafur Ragnar Grímsson virðist njóta álíka fylgis og Vigdís Finnbogadóttir í forsetakosningunum 1988, þegar litið er til þeirra sem taka afstöðu til frambjóðenda. Samkvæmt könnun Gallup stefnir þó í að auðir seðlar og ógildir verði margfalt fleiri að þessu sinni. 21.6.2004 00:01
Vesturlandsvegur tvöfaldaður Vegagerðin bauð í dag út tvöföldun Vesturlandsvegar milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Verkið er boðið út í samvinnu við sveitarfélögin tvö en tvöfalda á kaflann milli Víkurvegar í Reykjavík og Skarhólabrautar í Mosfellsbæ, samtals þrjá og hálfan kílómetra. 21.6.2004 00:01
Samningar í sjónmáli Sjónvarpsstjóri Skjás eins segir samningaviðræður um enska boltann vera á lokametrunum og að allar líkur séu á að samningar náist á næstu dögum. Tilkynning um hvernig útsendingum verður háttað og hverjir sjái um lýsingar leikja verði gefin út öðru hvoru megin við næstu helgi. 21.6.2004 00:01
Dýrðarveður á Suðvesturhorninu Dýrðarveður hefur verið á Suðvesturhorninu þennan lengsta dag ársins. Sumarsólstöður eru í dag, og munu nótt og dagur renna saman í eitt á norðanverðu landinu. Hitinn á höfuðborgarsvæðinu fór víða í tuttugu gráður. 21.6.2004 00:01
Aðgangur barna að klámefni eykst Aðgangur barna að ýmis konar klámefni eykst stöðugt og veldur áhyggjum víða. Starfsmenn Barnahúss sjá skýra tengingu á milli þess og fjölgunar tilfella þar sem grunur leikur á að ósakhæf börn beiti önnur börn kynferðislegu ofbeldi. 21.6.2004 00:01
Opinberum gjöldum um að kenna Ísland er dýrasta ferðamannaland í heimi samkvæmt útreikningum breska fyrirtækisins ECA fyrir norska blaðið Verdens Gang. Fólk í ferðaþjónustu og veitingarekstri segir opinberum gjöldum um að kenna og að smásöluálagning sé hlægilega lág hér á landi miðað við önnur lönd. 21.6.2004 00:01
600 skólapláss vantar Fjárveitingu vantar fyrir að minnsta kosti fimm- til sjöhundruð nemendur sem sótt hafa um framhaldsskólanám næsta haust. Formaður félags íslenskra framhaldsskóla segir að vandinn hafi verið fyrirsjáanlegur, en ekkert hafi verið að gert og úr því sem komið er verði hann líkast til leystur með því að troða í skólana. 21.6.2004 00:01
Aðeins Íslendingum sagt upp Aðeins Íslendingum er fórnað á niðurskurðarborðinu hjá Varnarliðinu. Nærri 150 manns hefur verið sagt upp frá því í október á síðasta ári, þar af 20 frá næstu mánaðamótum. Óbreyttum, bandarískum starfsmönnum hefur hins vegar ekki fækkað 21.6.2004 00:01
Tillögur að þjóðarblómi kynntar Tuttugu tillögur að þjóðarblómi verða kynntar í Árbæjarsafninu í Reykjavík í dag. Fyrir nokkru var lýst eftir tilnefningum við góðar undirtektir en þetta er niðurstaða þeirrar vinnu. 20.6.2004 00:01
Clinton styður innrásina í Írak Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segist í viðtali við tímaritið Time, sem kemur út á morgun, styðja innrás Bandaríkjanna í Írak. Hann bætir því þó við að hann hefði beðið með innrás þar til vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna hefðu lokið störfum. 20.6.2004 00:01
Albatros heldur frá landinu Skemmtiferðaskipið Albatros var strandaglópur hér á landi í þrjá daga vegna skemmda. Skipið hélt úr Straumsvíkurhöfn í hádeginu í gær eftir að gert hafði verið við skemmdir á skipinu. 20.6.2004 00:01
Erill hjá lögreglunni Mikill erill hefur verið hjá lögreglu víða um land um helgina og jafnvel frá því fyrir sautjánda júní. Á Akureyri hefur verið í ýmsu að snúast, ölvun, ölvunarakstur og pústrar, án þess þó að stórslys hafi hlotist af. 20.6.2004 00:01
Sprenging í Seðlabankanum í Bagdad Þrír starfsmenn Seðlabankans í Bagdad særðust í sprengingu við bankann í morgun. Vígamenn hafa í vaxandi mæli valið sér skotmörk í fjármála- og stjórnsýslu Íraks en þeir eru andvígir því hvernig Bandaríkjamenn standa fyrir valdaafsali til bráðabirgðastjórnarinnar um mánaðamótin. 20.6.2004 00:01
Ráðherra tekur undir með rektor HÍ Björn Bjarnason dómsmálaráðherra tekur undir með Páli Skúlasyni, rektor Háskóla Íslands í ræðu hans við brautskráningu við skólann í gær, að nauðsynlegt sé að vanda umræður og huga að rökum viðmælenda sinna. Þetta kemur fram á heimasíðu Björns, <a href="http://www.bjorn.is" target="_blank">www.bjorn.is</a> 20.6.2004 00:01
Konur og börn á meðal látinna Yfirvöld í Falluja í Írak segja að konur og börn hafi verið á meðal hinna látnu er 22 létu lífið í loftárás Bandaríkjamanna í gær. Bandaríkjamenn telja hins vegar að þeir hafi ráðist á bækistöð erlendra hryðjuverkahópa. 20.6.2004 00:01
Lögregla óskar aðstoðar Lögreglan í Reykjavík biður almenning um aðstoð við að upplýsa hver konan er sem fannst látin í fjörunni neðan við Fossvogskirkjugarð í Fossvogi rétt fyrir klukkan þrjú í gær. 20.6.2004 00:01
Leitað logandi ljósi að leiðtoga Leiðtogar Evrópusambandsríkja leita nú logandi ljósi að frambjóðanda, sem gæti tekið við af Romano Prodi í forsæti framkvæmdastjórnar ESB. Tveir Norðurlandabúar eru taldir koma til greina í embættið. 20.6.2004 00:01
Morðin efla al-Kaída Morð á leiðtogum al-Kaída samtakanna í Sádí-Arabíu verða aðeins til að efla samtökin í baráttu sinni gegn Vesturlöndum. Þetta segir á vefsíðu samtakanna í dag sem viðurkenna að fjórir leiðtogar þeirra hafi verið felldir í skotbardaga í höfuðborginni Riyadh. 20.6.2004 00:01
Kjarnorkubann framlengt Indverjar og Pakistanar hafa ákveðið að framlengja bann við tilraunum á kjarnorkuvopnum. Mikil spenna hefur verið á milli þjóðanna um árabil og náði hámarki fyrir tveimur árum þegar óttast var að upp úr syði með kjarnorkustríði. 20.6.2004 00:01
Ólafur hefði neitað EES-samningnum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar því að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti landsins, telji málskotsréttinn svo virkan að hún hefði talið rétt að vísa Kárahnjúkamálinu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir að ummæli Vigdísar styrki ákvörðun hans um að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin. 20.6.2004 00:01
Kennsl borin á konuna Lögreglan í Reykjavík hefur fengið upplýsingar um hver konan er sem fannst látin í fjörunni í Fossvogi síðdegis í gær. Eftir að gefin var út lýsing á konunni í fjölmiðlum í hádeginu hafði einstaklingur kunnugur henni samband við lögregluna. 20.6.2004 00:01
Arroyo forseti Filippseyja Gloria Macapagal Arroyo telst réttkjörinn forseti Filippseyja en úr því var skorið loks í dag, fimm vikum eftir kosningar. Arroyo hlaut 12,9 milljónir atkvæða og sigraði því helsta keppinaut sinn, kvikmyndastjörnuna Fernando Poe Jr., með um einni milljón atkvæða. 20.6.2004 00:01
„Kostar líka sitt að hafa einræði“ Sigrún Þorsteinsdóttir, sem bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, segist skilja gremju Ástþórs Magnússonar yfir því að hafa ekki fengið Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í kappræður í sjónvarpi eða útvarpi. 20.6.2004 00:01