Erlent

Öll aðildarríki koma til greina

Næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gæti komið frá hvaða aðildarlandi sambandsins sem er, segir Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands. Hann svaraði með þessum hætti Frökkum og Þjóðverjum, sem hafa þvertekið fyrir að nýr framkvæmdastjóri komi frá Bretlandi, Írlandi, Danmörku, Svíþjóð eða einhverju nýju aðildarríkjanna tíu. Ríkisstjórnir Frakklands og Þýskalands vilja að framkvæmdastjórinn komi frá einu "kjarnaríkjanna", eins og það er orðað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×