Erlent

Clinton styður innrásina í Írak

Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segist í viðtali við tímaritið Time, sem kemur út á morgun, styðja innrás Bandaríkjanna í Írak. Hann bætir því þó við að hann hefði beðið með innrás þar til vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna hefðu lokið störfum. Clinton segist að flestu leyti deila skoðunum Bush forseta í málefnum Íraks en fordæmir glæpi hermanna gegn stríðsföngum í Abu Graib fangelsinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×