Erlent

Hóta Suður-Kóreumanni lífláti

Suður-Kóreumaður, sem rænt var í Írak í síðustu viku, verður drepinn og höfuð hans skorið af, kalli suður-kóreisk stjórnvöld ekki þegar í stað heim hersveitir sínar frá Írak. Sem stendur er ráðgert að fjölga hersveitum og senda 3000 manna liðsauka. Stjórnvöld í Suður-Kóreu segja ekki standa til að breyta því, og að ekki komi til greina að verða við kröfum af þessu tagi. Forseti landsins, Roh Moo-hyun, hefur þó skipað fyrir um að allt verði reynt til að bjarga lífi mannsins. Sjónvarpsstöðin al-Jazeera sýndi í nótt myndband með manninum, þar sem mannræningjarnir gera grein fyrir kröfum sínum. Tíu útlendingar til viðbótar eru sagðir í haldi mannræningjanna, þar á meðal evrópskur blaðamaður, en óvíst er hver staða þeirra er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×