Hvers vegna borga foreldrar í Kópavogi mest? Eydís Inga Valsdóttir skrifar 10. júní 2025 12:32 Kópavogur er dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir foreldra með börn í leikskóla. Fyrir raunhæfan dvalartíma – 7 til 9 klukkustundir á dag – greiða foreldrar þar 27–75% hærri gjöld en í öðrum sveitarfélögum. Munurinn er enn meiri fyrir fjölskyldur með tvö börn, þar sem Kópavogur er næstum tvöfalt dýrari en Reykjavík eftir að svokallað Kópavogsmódel var innleitt af núverandi meirihluta. SAMLEIK – Samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi – hafa bent á og gagnrýnt þessa þróun opinberlega. Auk þess hefur bærinn tekið upp kerfi sem heimilar fjórfaldar hækkanir á leikskólagjöldum árlega, og þegar hafa gjöldin verið hækkuð tvisvar sinnum á árinu 2025. Þrátt fyrir þetta heldur meirihlutinn áfram að lýsa Kópavogi sem fjölskylduvænum bæ. En þegar kostnaður við fyrsta skólastigið er skoðaður blasir önnur mynd við. Leikskólagjöldin eru í raun skattar á barnafjölskyldur og endurspegla forgangsröðun stjórnvalda í Kópavogi. Samanburður leikskólagjalda á höfuðborgarsvæðinu Fyrir eitt barn í 8 klst. vistun með fæði greiða foreldrar í Kópavogi 54.018 kr. á mánuði, en til samanburðar greiða foreldrar 42.645 kr. í Hafnarfirði, 30.745 kr. í Mosfellsbæ og 34.542 kr. í Reykjavík. Þessi munur eykst með lengri vistunartíma. Fyrir fjölskyldu með tvö börn er munurinn enn meiri. Í Kópavogi greiðir fjölskylda með tvö börn 95.206 kr. á mánuði fyrir 8 klst. vistun, á meðan sambærileg fjölskylda greiðir 74.649 kr. í Hafnarfirði, 51.037 kr. í Mosfellsbæ, og 49.316 kr. í Reykjavík. Skýringin liggur meðal annars í systkinaafslætti. Kópavogur veitir 30% afslátt af dvalargjaldi fyrir annað barn og 75% afslátt fyrir þriðja barn. Reykjavík veitir aftur á móti 100% afslátt af dvalargjaldi fyrir annað barn, Hafnarfjörður 75%, og bæði Mosfellsbær og Garðabær 50%. Slíkur afsláttur skiptir miklu máli fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskólaaldri. Gjaldfrjáls leikskóli fyrir hvern? Ef 6 tíma gjaldfrjáls vistun í Kópavogi er undanskilin – sem er óraunhæfur kostur fyrir flesta foreldra í fullri vinnu – blasir við að Kópavogur er það sveitarfélag sem veitir minnstan fjárhagslegan stuðning við barnafjölskyldur í gegnum leikskólagjöld. Það er vissulega mikilvægt að leikskólar séu vel mannaðir og að þar þrífist faglegt og skapandi skólastarf. Ef Kópavogsmódelið hefur auðveldað mönnun og létt álag á börnum og starfsfólki er það að sjálfsögðu jákvæð þróun. En fjárhagslegt álag fjölskyldna og andleg líðan má ekki gleymast í þeirri vegferð – enda hefur það bein áhrif á líðan barna, velferð heimilanna og jafnrétti til náms. Kópavogsmódelið virðist í reynd fela í sér að foreldrar greiði með hæstu leikskólagjöldum landsins – og að aðeins þau sem búa við fjárhagslegt öryggi og gott félagslegt bakland geti nýtt sér gjaldfrjálsa vistun. Þá verður að spyrja: Fyrir hverja er þessi stefna hönnuð? Svona stefna leggur ekki grunn að barnvænu samfélagi. Það er gert með raunverulegum stuðningi við barnafjölskyldur – en í Kópavogi hefur sá stuðningur dregist aftur úr. Það endurspeglast skýrt í reikningunum sem foreldrar fá í lok hvers mánaðar. Höfundur er tveggja barna móðir búsett í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Kópavogur er dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir foreldra með börn í leikskóla. Fyrir raunhæfan dvalartíma – 7 til 9 klukkustundir á dag – greiða foreldrar þar 27–75% hærri gjöld en í öðrum sveitarfélögum. Munurinn er enn meiri fyrir fjölskyldur með tvö börn, þar sem Kópavogur er næstum tvöfalt dýrari en Reykjavík eftir að svokallað Kópavogsmódel var innleitt af núverandi meirihluta. SAMLEIK – Samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi – hafa bent á og gagnrýnt þessa þróun opinberlega. Auk þess hefur bærinn tekið upp kerfi sem heimilar fjórfaldar hækkanir á leikskólagjöldum árlega, og þegar hafa gjöldin verið hækkuð tvisvar sinnum á árinu 2025. Þrátt fyrir þetta heldur meirihlutinn áfram að lýsa Kópavogi sem fjölskylduvænum bæ. En þegar kostnaður við fyrsta skólastigið er skoðaður blasir önnur mynd við. Leikskólagjöldin eru í raun skattar á barnafjölskyldur og endurspegla forgangsröðun stjórnvalda í Kópavogi. Samanburður leikskólagjalda á höfuðborgarsvæðinu Fyrir eitt barn í 8 klst. vistun með fæði greiða foreldrar í Kópavogi 54.018 kr. á mánuði, en til samanburðar greiða foreldrar 42.645 kr. í Hafnarfirði, 30.745 kr. í Mosfellsbæ og 34.542 kr. í Reykjavík. Þessi munur eykst með lengri vistunartíma. Fyrir fjölskyldu með tvö börn er munurinn enn meiri. Í Kópavogi greiðir fjölskylda með tvö börn 95.206 kr. á mánuði fyrir 8 klst. vistun, á meðan sambærileg fjölskylda greiðir 74.649 kr. í Hafnarfirði, 51.037 kr. í Mosfellsbæ, og 49.316 kr. í Reykjavík. Skýringin liggur meðal annars í systkinaafslætti. Kópavogur veitir 30% afslátt af dvalargjaldi fyrir annað barn og 75% afslátt fyrir þriðja barn. Reykjavík veitir aftur á móti 100% afslátt af dvalargjaldi fyrir annað barn, Hafnarfjörður 75%, og bæði Mosfellsbær og Garðabær 50%. Slíkur afsláttur skiptir miklu máli fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskólaaldri. Gjaldfrjáls leikskóli fyrir hvern? Ef 6 tíma gjaldfrjáls vistun í Kópavogi er undanskilin – sem er óraunhæfur kostur fyrir flesta foreldra í fullri vinnu – blasir við að Kópavogur er það sveitarfélag sem veitir minnstan fjárhagslegan stuðning við barnafjölskyldur í gegnum leikskólagjöld. Það er vissulega mikilvægt að leikskólar séu vel mannaðir og að þar þrífist faglegt og skapandi skólastarf. Ef Kópavogsmódelið hefur auðveldað mönnun og létt álag á börnum og starfsfólki er það að sjálfsögðu jákvæð þróun. En fjárhagslegt álag fjölskyldna og andleg líðan má ekki gleymast í þeirri vegferð – enda hefur það bein áhrif á líðan barna, velferð heimilanna og jafnrétti til náms. Kópavogsmódelið virðist í reynd fela í sér að foreldrar greiði með hæstu leikskólagjöldum landsins – og að aðeins þau sem búa við fjárhagslegt öryggi og gott félagslegt bakland geti nýtt sér gjaldfrjálsa vistun. Þá verður að spyrja: Fyrir hverja er þessi stefna hönnuð? Svona stefna leggur ekki grunn að barnvænu samfélagi. Það er gert með raunverulegum stuðningi við barnafjölskyldur – en í Kópavogi hefur sá stuðningur dregist aftur úr. Það endurspeglast skýrt í reikningunum sem foreldrar fá í lok hvers mánaðar. Höfundur er tveggja barna móðir búsett í Kópavogi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun