Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2025 17:34 Reiði Cameron Menzies bitnaði bara á honum sjálfum, eins og sjá má. Getty/Warren Little Skotinn Cameron Menzies hefur beðist afsökunar eftir að hann missti stjórn á skapi sínu á HM í pílukasti í dag, vægast sagt tapsár eftir að hafa fallið úr leik gegn Englendingnum Charlie Manby. Reiði Menzies var skiljanleg því hann hafði ítrekað kastað frá sér dauðafæri á að jafna metin í oddasetti, og endaði á að tapa leiknum, 3-2. Á meðan Manby fagnaði ákaft þessum sæta sigri, sem hann tryggði sér með tæpum hætti í lokin, þá tók Menzies reiði sína út á litlu borði sem hann geymdi vatnið sitt á. Klippa: Brjálaðist á HM í pílukasti Menzies barði í borðið af slíku afli að hann blóðgaðist á hendi, en lætin í honum má sjá hér að ofan. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Menzies hafði unnið fyrsta settið í leiknum og einnig komist í 2-1 en hinn tvítugi Manby reyndist sterkari í lokin og við tók æðiskast Skotans. Dómarinn Kirk Bevins fór til Menzies og bað hann um að hætta, og það gerði Skotinn, óskaði Manby til hamingju og bað áhorfendur afsökunar með því að lyfta upp hendi. Menzies sendi frá sér yfirlýsingu skömmu eftir atvikið og baðst afsökunar. „Mér þykir fyrir því hvernig ég hagaði mér,“ sagði Menzies og hélt áfram: „Þetta er engin afsökun, en ég hef haft mikið á minni könnu undanfarið og ég býst við að þetta hafi allt saman orðið of mikið á endanum. Þetta hefur ekki verið auðveldur tími fyrir mig eftir að Gary frændi minn lést nýlega. Ég sá hann fjórum dögum áður en hann dó og hann leit á mig á þann hátt sem sagði mér hversu mikið honum þótti vænt um mig. Hann kom fram við mig eins og son. Hefði ég unnið leikinn gegn Charlie hefði seinni leikurinn minn verið á degi útfarar Garys og það hefur verið mér ofarlega í huga undanfarna daga. Ég vil taka það fram aftur, þetta er engin afsökun fyrir því sem ég gerði á sviðinu. Það var rangt af mér og ég vil ekki að það dragi neitt frá Charlie. Hann spilaði vel og átti sigurinn skilið. Það er ekki svona sem ég vil að fólk líti á mig. Já, ég get orðið tilfinningasamur stundum, en ekki svona og þetta var ekki rétt.“ Pílukast Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Sjá meira
Reiði Menzies var skiljanleg því hann hafði ítrekað kastað frá sér dauðafæri á að jafna metin í oddasetti, og endaði á að tapa leiknum, 3-2. Á meðan Manby fagnaði ákaft þessum sæta sigri, sem hann tryggði sér með tæpum hætti í lokin, þá tók Menzies reiði sína út á litlu borði sem hann geymdi vatnið sitt á. Klippa: Brjálaðist á HM í pílukasti Menzies barði í borðið af slíku afli að hann blóðgaðist á hendi, en lætin í honum má sjá hér að ofan. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Menzies hafði unnið fyrsta settið í leiknum og einnig komist í 2-1 en hinn tvítugi Manby reyndist sterkari í lokin og við tók æðiskast Skotans. Dómarinn Kirk Bevins fór til Menzies og bað hann um að hætta, og það gerði Skotinn, óskaði Manby til hamingju og bað áhorfendur afsökunar með því að lyfta upp hendi. Menzies sendi frá sér yfirlýsingu skömmu eftir atvikið og baðst afsökunar. „Mér þykir fyrir því hvernig ég hagaði mér,“ sagði Menzies og hélt áfram: „Þetta er engin afsökun, en ég hef haft mikið á minni könnu undanfarið og ég býst við að þetta hafi allt saman orðið of mikið á endanum. Þetta hefur ekki verið auðveldur tími fyrir mig eftir að Gary frændi minn lést nýlega. Ég sá hann fjórum dögum áður en hann dó og hann leit á mig á þann hátt sem sagði mér hversu mikið honum þótti vænt um mig. Hann kom fram við mig eins og son. Hefði ég unnið leikinn gegn Charlie hefði seinni leikurinn minn verið á degi útfarar Garys og það hefur verið mér ofarlega í huga undanfarna daga. Ég vil taka það fram aftur, þetta er engin afsökun fyrir því sem ég gerði á sviðinu. Það var rangt af mér og ég vil ekki að það dragi neitt frá Charlie. Hann spilaði vel og átti sigurinn skilið. Það er ekki svona sem ég vil að fólk líti á mig. Já, ég get orðið tilfinningasamur stundum, en ekki svona og þetta var ekki rétt.“
Pílukast Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Sjá meira