Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2025 17:34 Reiði Cameron Menzies bitnaði bara á honum sjálfum, eins og sjá má. Getty/Warren Little Skotinn Cameron Menzies hefur beðist afsökunar eftir að hann missti stjórn á skapi sínu á HM í pílukasti í dag, vægast sagt tapsár eftir að hafa fallið úr leik gegn Englendingnum Charlie Manby. Reiði Menzies var skiljanleg því hann hafði ítrekað kastað frá sér dauðafæri á að jafna metin í oddasetti, og endaði á að tapa leiknum, 3-2. Á meðan Manby fagnaði ákaft þessum sæta sigri, sem hann tryggði sér með tæpum hætti í lokin, þá tók Menzies reiði sína út á litlu borði sem hann geymdi vatnið sitt á. Klippa: Brjálaðist á HM í pílukasti Menzies barði í borðið af slíku afli að hann blóðgaðist á hendi, en lætin í honum má sjá hér að ofan. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Menzies hafði unnið fyrsta settið í leiknum og einnig komist í 2-1 en hinn tvítugi Manby reyndist sterkari í lokin og við tók æðiskast Skotans. Dómarinn Kirk Bevins fór til Menzies og bað hann um að hætta, og það gerði Skotinn, óskaði Manby til hamingju og bað áhorfendur afsökunar með því að lyfta upp hendi. Menzies sendi frá sér yfirlýsingu skömmu eftir atvikið og baðst afsökunar. „Mér þykir fyrir því hvernig ég hagaði mér,“ sagði Menzies og hélt áfram: „Þetta er engin afsökun, en ég hef haft mikið á minni könnu undanfarið og ég býst við að þetta hafi allt saman orðið of mikið á endanum. Þetta hefur ekki verið auðveldur tími fyrir mig eftir að Gary frændi minn lést nýlega. Ég sá hann fjórum dögum áður en hann dó og hann leit á mig á þann hátt sem sagði mér hversu mikið honum þótti vænt um mig. Hann kom fram við mig eins og son. Hefði ég unnið leikinn gegn Charlie hefði seinni leikurinn minn verið á degi útfarar Garys og það hefur verið mér ofarlega í huga undanfarna daga. Ég vil taka það fram aftur, þetta er engin afsökun fyrir því sem ég gerði á sviðinu. Það var rangt af mér og ég vil ekki að það dragi neitt frá Charlie. Hann spilaði vel og átti sigurinn skilið. Það er ekki svona sem ég vil að fólk líti á mig. Já, ég get orðið tilfinningasamur stundum, en ekki svona og þetta var ekki rétt.“ Pílukast Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Reiði Menzies var skiljanleg því hann hafði ítrekað kastað frá sér dauðafæri á að jafna metin í oddasetti, og endaði á að tapa leiknum, 3-2. Á meðan Manby fagnaði ákaft þessum sæta sigri, sem hann tryggði sér með tæpum hætti í lokin, þá tók Menzies reiði sína út á litlu borði sem hann geymdi vatnið sitt á. Klippa: Brjálaðist á HM í pílukasti Menzies barði í borðið af slíku afli að hann blóðgaðist á hendi, en lætin í honum má sjá hér að ofan. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Menzies hafði unnið fyrsta settið í leiknum og einnig komist í 2-1 en hinn tvítugi Manby reyndist sterkari í lokin og við tók æðiskast Skotans. Dómarinn Kirk Bevins fór til Menzies og bað hann um að hætta, og það gerði Skotinn, óskaði Manby til hamingju og bað áhorfendur afsökunar með því að lyfta upp hendi. Menzies sendi frá sér yfirlýsingu skömmu eftir atvikið og baðst afsökunar. „Mér þykir fyrir því hvernig ég hagaði mér,“ sagði Menzies og hélt áfram: „Þetta er engin afsökun, en ég hef haft mikið á minni könnu undanfarið og ég býst við að þetta hafi allt saman orðið of mikið á endanum. Þetta hefur ekki verið auðveldur tími fyrir mig eftir að Gary frændi minn lést nýlega. Ég sá hann fjórum dögum áður en hann dó og hann leit á mig á þann hátt sem sagði mér hversu mikið honum þótti vænt um mig. Hann kom fram við mig eins og son. Hefði ég unnið leikinn gegn Charlie hefði seinni leikurinn minn verið á degi útfarar Garys og það hefur verið mér ofarlega í huga undanfarna daga. Ég vil taka það fram aftur, þetta er engin afsökun fyrir því sem ég gerði á sviðinu. Það var rangt af mér og ég vil ekki að það dragi neitt frá Charlie. Hann spilaði vel og átti sigurinn skilið. Það er ekki svona sem ég vil að fólk líti á mig. Já, ég get orðið tilfinningasamur stundum, en ekki svona og þetta var ekki rétt.“
Pílukast Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira