Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 5. desember 2025 21:45 Ármann-Keflavík Ármann- Keflavík körfubolti Bónus deildin, Keflavík tók á móti KR í Blue höllinni í kvöld þegar níunda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína eftir stutt landsleikjahlé. Eftir jafna byrjun tóku Keflvíkingar öll völd og fóru með sannfærandi sigur 104-85. Leikurinn fór skemmtilega af stað og voru liðin að þreifa sig aðeins áfram fyrstu mínútur. Það var mikil barátta og bæði lið þurftu að hafa fyrir fyrstu stigum sínum í þessum leik. KR náði fyrsta áhlaupi leiksins og kom sér í sjö stiga forystu um miðjan leikhluta áður en Keflvíkingar tóku við sér og svöruðu með frábæru áhlaupi á móti. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 25-22 Keflavík í vil. Annar leikhluti gat ekki byrjað betur fyrir Keflavík en Craig Möller stökk upp í þriggja stiga skot sem datt og þá sótti hann villuna að auki og fór á línuna fyrir fjögurra stiga sókn til þess að opna leikhlutann. Heimamenn náðu þar yfirhöndinni sem þeir héldu út fram að hálfleik. Keflavík náði í þrígang að komast í tíu stig mun. Linards Jaunzems leikmaður KR gerði hvað hann gat til að halda í við Keflvíkingana og var með 19 stig í fyrri hálfleiknum en Keflavík leiddi með tíu stigum þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik 51-41. Það var mun meiri kraftur sem mætti með Keflavík út í seinni hálfleikinn. Þeir virkuðu mun grimmari og náðu mest í 17 stiga forskot en voru líka að jarða KR í frákasta baráttunni. Langt inn í leikhlutann var staðan 13-1 fyrir Keflavík í fráköstum. KR náði aðeins að rétta úr sér og saxaði forskot Keflavíkur niður í níu stig. Keflavík skoraði þó síðustu sex stig leikhlutans og fóru með fjórtán stiga forskot inn í fjórða leikhluta 75-61. Keflavík opnaði fjórða leikhluta með krafti og skoraði fyrstu fimm stig leikhlutans og KR tók leikhlé þegar 35 sekúndur voru liðnar af fjórða leihluta. Eftir það var þetta aldrei nein spurning og Keflavík fór með nokkuð þægilegan sigur af hólmi 104-85. Atvik leiksins Keflavík gengur frá þessu hérna í þriðja leikhluta en rýtingurinn fyrir mér sem drap alla von á einhverri endurkomu voru fyrstu 35 sekúndurnar í fjórða leikhluta þegar Keflavík skorar fimm snögg stig og þvinga KR í leikhlé strax. Stjörnur og skúrkar Darryl Morsell var frábær í liði Keflavíkur í kvöld. Hann endaði með 26 stig og var gríðarlega öflugur varnarlega líka. Egor Koulechov var þá líka öflugur og var með 24 stig.Hjá KR var það Linards Jaunzems sem var sá eini sem getur gengið með höfuð hátt eftir þessa frammistöðu. Linards var stigahæstur á vellinum með 33 stig.DómararnirBjarki Þór Davíðsson, Gunnlaugur Briem og Ingi Björn Jónsson voru á flautunni í kvöld.Bestu meðmæli sem dómarar fá er að maður verður ekki var við þá og það var svolítið þannig í kvöld.Stemingin og umgjörðKeflavík er mikill körfuboltabær svo þeir eru með þetta allt í teskeið upp á 10,5. Það er alltaf stemning í Keflavík þó svo að það hefði verið skemmtilegra að sjá fleiri í stúkunni.ViðtölDaníel Guðni Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta er spenntur fyrir Suðurnesjaslag kvöldsins gegn Grindavík í Bónus deild karla í körfuboltaVísir/Anton Brink„Misstum aldrei tök á leiknum“„Virkilega ánægður með orkuna hjá okkur og þá sérstaklega í seinni hálfleik“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld.„Við töluðum um það í hálfleik að þetta hafi verið svona pínu skítið 'væb' hérna í fyrri hálfleik“„Síðan bara sóttum við þetta og keyrðum á þetta. Við náðum góðu upphafi í þriðja leikhluta sem að þvingaði þá til þess að taka leikhlé“„Eftir það þá náðum við bara að halda alveg taktinum í þessu og misstum aldrei einhver tök á leiknum“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson. Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, var svekktur eftir tap gegn Keflavík.Vísir/Pawel Cieslikiewicz„Við hefðum þurft fleiri leikmenn til þess að stíga upp“„Mjög svekkjandi og þungt tap“ sagði Jakob Örn Sigurðarson þjálfari KR eftir tapið í kvöld.„Mjög ósáttur með margt. Við hefðum þurft betri frammistöðu frá fleiri leikmönnum. Við hefðum þurft fleiri leikmenn til þess að stíga upp og vera tilbúnir í þetta verkefni en þeir voru það ekki“ Hvar lá helsti munurinn í kvöld? „Mér fannst í fyrri hálfleik við vera bæði að tapa alltof mikið af boltum auðveldlega þar sem þeir fengu hraðaupphlaup á móti og svo fannst mér of margar sóknir hjá okkur í fyrri hálfleik sérstaklega enda með lélegum skotum og lélegum ákvörðunum þar sem við vorum ekki að hreyfa boltann nógu vel“„Í seinni hálfleik fannst mér við varnarlega vera betri í seinni. Mér fannst við ná betri stjórn á þeim og þeirra bakvörðum. Þeir voru ekki að komast jafn mikið inn í teig ítrekað“„Á sama tíma vorum við að bara að tapa frákastabaráttunni“ sagði Jakob Örn Sigurðarson. Bónus-deild karla Keflavík ÍF KR
Keflavík tók á móti KR í Blue höllinni í kvöld þegar níunda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína eftir stutt landsleikjahlé. Eftir jafna byrjun tóku Keflvíkingar öll völd og fóru með sannfærandi sigur 104-85. Leikurinn fór skemmtilega af stað og voru liðin að þreifa sig aðeins áfram fyrstu mínútur. Það var mikil barátta og bæði lið þurftu að hafa fyrir fyrstu stigum sínum í þessum leik. KR náði fyrsta áhlaupi leiksins og kom sér í sjö stiga forystu um miðjan leikhluta áður en Keflvíkingar tóku við sér og svöruðu með frábæru áhlaupi á móti. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 25-22 Keflavík í vil. Annar leikhluti gat ekki byrjað betur fyrir Keflavík en Craig Möller stökk upp í þriggja stiga skot sem datt og þá sótti hann villuna að auki og fór á línuna fyrir fjögurra stiga sókn til þess að opna leikhlutann. Heimamenn náðu þar yfirhöndinni sem þeir héldu út fram að hálfleik. Keflavík náði í þrígang að komast í tíu stig mun. Linards Jaunzems leikmaður KR gerði hvað hann gat til að halda í við Keflvíkingana og var með 19 stig í fyrri hálfleiknum en Keflavík leiddi með tíu stigum þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik 51-41. Það var mun meiri kraftur sem mætti með Keflavík út í seinni hálfleikinn. Þeir virkuðu mun grimmari og náðu mest í 17 stiga forskot en voru líka að jarða KR í frákasta baráttunni. Langt inn í leikhlutann var staðan 13-1 fyrir Keflavík í fráköstum. KR náði aðeins að rétta úr sér og saxaði forskot Keflavíkur niður í níu stig. Keflavík skoraði þó síðustu sex stig leikhlutans og fóru með fjórtán stiga forskot inn í fjórða leikhluta 75-61. Keflavík opnaði fjórða leikhluta með krafti og skoraði fyrstu fimm stig leikhlutans og KR tók leikhlé þegar 35 sekúndur voru liðnar af fjórða leihluta. Eftir það var þetta aldrei nein spurning og Keflavík fór með nokkuð þægilegan sigur af hólmi 104-85. Atvik leiksins Keflavík gengur frá þessu hérna í þriðja leikhluta en rýtingurinn fyrir mér sem drap alla von á einhverri endurkomu voru fyrstu 35 sekúndurnar í fjórða leikhluta þegar Keflavík skorar fimm snögg stig og þvinga KR í leikhlé strax. Stjörnur og skúrkar Darryl Morsell var frábær í liði Keflavíkur í kvöld. Hann endaði með 26 stig og var gríðarlega öflugur varnarlega líka. Egor Koulechov var þá líka öflugur og var með 24 stig.Hjá KR var það Linards Jaunzems sem var sá eini sem getur gengið með höfuð hátt eftir þessa frammistöðu. Linards var stigahæstur á vellinum með 33 stig.DómararnirBjarki Þór Davíðsson, Gunnlaugur Briem og Ingi Björn Jónsson voru á flautunni í kvöld.Bestu meðmæli sem dómarar fá er að maður verður ekki var við þá og það var svolítið þannig í kvöld.Stemingin og umgjörðKeflavík er mikill körfuboltabær svo þeir eru með þetta allt í teskeið upp á 10,5. Það er alltaf stemning í Keflavík þó svo að það hefði verið skemmtilegra að sjá fleiri í stúkunni.ViðtölDaníel Guðni Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta er spenntur fyrir Suðurnesjaslag kvöldsins gegn Grindavík í Bónus deild karla í körfuboltaVísir/Anton Brink„Misstum aldrei tök á leiknum“„Virkilega ánægður með orkuna hjá okkur og þá sérstaklega í seinni hálfleik“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld.„Við töluðum um það í hálfleik að þetta hafi verið svona pínu skítið 'væb' hérna í fyrri hálfleik“„Síðan bara sóttum við þetta og keyrðum á þetta. Við náðum góðu upphafi í þriðja leikhluta sem að þvingaði þá til þess að taka leikhlé“„Eftir það þá náðum við bara að halda alveg taktinum í þessu og misstum aldrei einhver tök á leiknum“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson. Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, var svekktur eftir tap gegn Keflavík.Vísir/Pawel Cieslikiewicz„Við hefðum þurft fleiri leikmenn til þess að stíga upp“„Mjög svekkjandi og þungt tap“ sagði Jakob Örn Sigurðarson þjálfari KR eftir tapið í kvöld.„Mjög ósáttur með margt. Við hefðum þurft betri frammistöðu frá fleiri leikmönnum. Við hefðum þurft fleiri leikmenn til þess að stíga upp og vera tilbúnir í þetta verkefni en þeir voru það ekki“ Hvar lá helsti munurinn í kvöld? „Mér fannst í fyrri hálfleik við vera bæði að tapa alltof mikið af boltum auðveldlega þar sem þeir fengu hraðaupphlaup á móti og svo fannst mér of margar sóknir hjá okkur í fyrri hálfleik sérstaklega enda með lélegum skotum og lélegum ákvörðunum þar sem við vorum ekki að hreyfa boltann nógu vel“„Í seinni hálfleik fannst mér við varnarlega vera betri í seinni. Mér fannst við ná betri stjórn á þeim og þeirra bakvörðum. Þeir voru ekki að komast jafn mikið inn í teig ítrekað“„Á sama tíma vorum við að bara að tapa frákastabaráttunni“ sagði Jakob Örn Sigurðarson.