Sport

Snæ­fríður Sól flaug inn í úr­slit á EM á nýju Ís­lands­meti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snæfríður Sól stóð sig frábærlega í kvöld.
Snæfríður Sól stóð sig frábærlega í kvöld. Sundsamband Íslands

Íslenska sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitasundinu í 200 metra skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug í Lublin í Póllandi.

Snæfríður Sól átti frábært sund og bætti Íslandsmetið sitt um næstum því hálfa sekúndu.

Hún varð í öðru sæti í sínum riðli eftir að hafa klárað seinni hundrað af miklum krafti og farið upp úr sjötta sæti í það annað.

Snæfríður kom í mark á 1:53,78 mín. en Bretinn Freya Anderson vann riðilinn á 1:53,69 mín.

Snæfríður er fimmta inn í úrslitasundið en þrjár náðu að synda hraðar en hún í hinum riðlinum.

Hún hafði synt á 1:55.04 mín. í undanrásum fyrr í dag en bætti sig mikið síðan þá.

Gamla Íslandsmetið hennar var sund upp á 1:54.23 mín. í desember 2023. 

Úrslitasundið fer fram annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×