38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2025 22:37 Jamie Vardy fagnar seinna marki sínu fyrir Cremonese í kvöld. Getty/Image Photo Agency/ Jamie Vardy skoraði tvö mörk í kvöld þegar Cremonese endaði tólf leikja taplausa hrinu Bologna með 3-1 sigri. Í leiknum mættust heimalið sem hafði ekki tapað í tólf leikjum og gestir sem höfðu tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum með samanlagðri markatölu 6-2. Það var þó Cremonese sem skoraði fyrsta markið eftir hálftíma leik. Glæsileg stungusending frá Matteo Bianchetti kom Martín Payero í gegn og hann kláraði færið af öryggi og gaf markverðinum engan möguleika. Fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Jamie Vardy forystuna með marki sem var nánast eins og það fyrra. Sending frá Federico Bonazzoli kom honum í gegnum þunga varnarlínu heimamanna og hann renndi boltanum af yfirvegun í netið. Riccardo Orsolini minnkaði muninn fyrir Bologna úr vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik en Vardy, sem kom frá Leicester City í sumar, endurheimti tveggja marka forystu Cremonese fimm mínútum eftir að síðari hálfleikur hófst þegar hann laumaði sér að nærstönginni og potaði boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá hægri. Þetta var gleðilegt kvöld fyrir Vardy, sem að eigin sögn varð fyrir innbroti í síðustu viku. Breskir fjölmiðlar greindu frá því að þjófar hefðu brotist inn á heimili hans nálægt Garda-vatni og haft á brott með sér verðmæti fyrir 80.000 pund á meðan hann spilaði deildarleik í Róm. Úrslitin voru einnig mikil lyftistöng fyrir félagið. Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins hafði Cremonese aðeins unnið einn leik síðan þá. Úrslit mánudagsins lyftu liðinu upp um tvö sæti í það 11. Bologna féll niður í sjötta sæti, á eftir Como á markatölu. Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu sem lið Vincenzo Italiano fær á sig þrjú mörk í einum leik. Hinn 38 ára gamli Vardy er kominn með fjögur mörk í níu deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili í ítölsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports Football (@tntsportsfootball) Ítalski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Í leiknum mættust heimalið sem hafði ekki tapað í tólf leikjum og gestir sem höfðu tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum með samanlagðri markatölu 6-2. Það var þó Cremonese sem skoraði fyrsta markið eftir hálftíma leik. Glæsileg stungusending frá Matteo Bianchetti kom Martín Payero í gegn og hann kláraði færið af öryggi og gaf markverðinum engan möguleika. Fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Jamie Vardy forystuna með marki sem var nánast eins og það fyrra. Sending frá Federico Bonazzoli kom honum í gegnum þunga varnarlínu heimamanna og hann renndi boltanum af yfirvegun í netið. Riccardo Orsolini minnkaði muninn fyrir Bologna úr vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik en Vardy, sem kom frá Leicester City í sumar, endurheimti tveggja marka forystu Cremonese fimm mínútum eftir að síðari hálfleikur hófst þegar hann laumaði sér að nærstönginni og potaði boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá hægri. Þetta var gleðilegt kvöld fyrir Vardy, sem að eigin sögn varð fyrir innbroti í síðustu viku. Breskir fjölmiðlar greindu frá því að þjófar hefðu brotist inn á heimili hans nálægt Garda-vatni og haft á brott með sér verðmæti fyrir 80.000 pund á meðan hann spilaði deildarleik í Róm. Úrslitin voru einnig mikil lyftistöng fyrir félagið. Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins hafði Cremonese aðeins unnið einn leik síðan þá. Úrslit mánudagsins lyftu liðinu upp um tvö sæti í það 11. Bologna féll niður í sjötta sæti, á eftir Como á markatölu. Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu sem lið Vincenzo Italiano fær á sig þrjú mörk í einum leik. Hinn 38 ára gamli Vardy er kominn með fjögur mörk í níu deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili í ítölsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports Football (@tntsportsfootball)
Ítalski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira