Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2025 19:30 Tom Aspinall er enn að glíma við afleiðingar þess að potað var í bæði augun hans í síðasta bardaga. Getty/ Chris Unger Bardagakappanum Tom Aspinall hefur verið bannað af læknum sínum að snúa aftur í hringinn. Þetta er komið til vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta bardaga. Aspinall hlaut meiðslin þegar hann varði þungavigtartitil sinn á UFC 321 gegn Ciryl Gane, sem potaði óvart í bæði augu Aspinalls. Aspinall hefur verið greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í báðum augum og hefur ekki enn fengið leyfi til að snúa aftur í hringinn, meira en mánuði eftir að hann hlaut meiðslin þegar hann varði þungavigtartitil sinn. Bardginn dæmdur ógildur Aspinall, 32 ára, gat ekki haldið áfram eftir að franski andstæðingurinn Ciryl Gane potaði óvart í bæði augu hans en hann hélt beltinu sínu þar sem bardaginn var dæmdur ógildur. Læknaskýrsla, sem Aspinall birti á Instagram-reikningi sínum, sýnir að hann hefur verið greindur með „marktækt tvíhliða Brown-heilkenni af völdum áverka“ og þjáist enn af „viðvarandi“ tvísýni. Breska ríkisútvarpið segir frá. Hefur ekki heyrt í honum Aspinall sagðist ekki hafa heyrt frá Gane síðan í bardaganum og viðurkenndi í uppfærslu á YouTube-rás sinni að hann gæti þurft að fara í aðgerð. „Við verðum að sjá hvernig þetta þróast á næstu vikum. Það er auðvitað undir sérfræðingunum komið, en ég er ekki að æfa í ræktinni eins og er. Ég er ekki að gera neitt sem tengist MMA eins og er. Ég fylgi bara fyrirmælum læknisins núna og sé hvað gerist með heilsuna,“ sagði Aspinall. Með skerta augnhreyfigetu Brown-heilkenni er sjúkdómur þar sem augað getur ekki hreyfst upp á við, sérstaklega þegar horft er inn á við. Aspinall er einnig með skerta augnhreyfigetu, sjónvirkni og verulegt sjónsviðstap. Dómarinn Jason Herzog kaus að dæma bardagann ógildan frekar en að dæma Gane, 35 ára, úr leik fyrir brotið. Með því að dæma bardagann ógildan taldi hann brotið hafa verið óviljandi frekar en viljandi. Ef Gane hefði verið dæmdur úr leik hefði það verið skráð sem sigur fyrir Aspinall, sem vonast til að komast aftur í búrið með Gane þegar hann hefur náð sér. Ákafur í að berja á þessum gaur Aspinall bætti við: „Ég er augljóslega mjög ákafur í að komast aftur og berja á þessum gaur. En ég verð að vera 100% heill. Svo um leið og augað er tilbúið, þá geri ég það,“ sagði Aspinall. UFC-hanskar eru fingralausir og samtökin kynntu endurhannaða hanska í júní 2024 í því skyni að fækka augnpotum, skurðum og handameiðslum. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) MMA Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Aspinall hlaut meiðslin þegar hann varði þungavigtartitil sinn á UFC 321 gegn Ciryl Gane, sem potaði óvart í bæði augu Aspinalls. Aspinall hefur verið greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í báðum augum og hefur ekki enn fengið leyfi til að snúa aftur í hringinn, meira en mánuði eftir að hann hlaut meiðslin þegar hann varði þungavigtartitil sinn. Bardginn dæmdur ógildur Aspinall, 32 ára, gat ekki haldið áfram eftir að franski andstæðingurinn Ciryl Gane potaði óvart í bæði augu hans en hann hélt beltinu sínu þar sem bardaginn var dæmdur ógildur. Læknaskýrsla, sem Aspinall birti á Instagram-reikningi sínum, sýnir að hann hefur verið greindur með „marktækt tvíhliða Brown-heilkenni af völdum áverka“ og þjáist enn af „viðvarandi“ tvísýni. Breska ríkisútvarpið segir frá. Hefur ekki heyrt í honum Aspinall sagðist ekki hafa heyrt frá Gane síðan í bardaganum og viðurkenndi í uppfærslu á YouTube-rás sinni að hann gæti þurft að fara í aðgerð. „Við verðum að sjá hvernig þetta þróast á næstu vikum. Það er auðvitað undir sérfræðingunum komið, en ég er ekki að æfa í ræktinni eins og er. Ég er ekki að gera neitt sem tengist MMA eins og er. Ég fylgi bara fyrirmælum læknisins núna og sé hvað gerist með heilsuna,“ sagði Aspinall. Með skerta augnhreyfigetu Brown-heilkenni er sjúkdómur þar sem augað getur ekki hreyfst upp á við, sérstaklega þegar horft er inn á við. Aspinall er einnig með skerta augnhreyfigetu, sjónvirkni og verulegt sjónsviðstap. Dómarinn Jason Herzog kaus að dæma bardagann ógildan frekar en að dæma Gane, 35 ára, úr leik fyrir brotið. Með því að dæma bardagann ógildan taldi hann brotið hafa verið óviljandi frekar en viljandi. Ef Gane hefði verið dæmdur úr leik hefði það verið skráð sem sigur fyrir Aspinall, sem vonast til að komast aftur í búrið með Gane þegar hann hefur náð sér. Ákafur í að berja á þessum gaur Aspinall bætti við: „Ég er augljóslega mjög ákafur í að komast aftur og berja á þessum gaur. En ég verð að vera 100% heill. Svo um leið og augað er tilbúið, þá geri ég það,“ sagði Aspinall. UFC-hanskar eru fingralausir og samtökin kynntu endurhannaða hanska í júní 2024 í því skyni að fækka augnpotum, skurðum og handameiðslum. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
MMA Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum