„Óhræddir við að vinna þennan leik“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 16:31 Andri Lucas Guðjohnsen er spenntur. vísir/Anton Ísland og Úkraína mætast kl 17:00 í dag í leik um 2. sæti D-riðils í undankeppni HM 2026. Það er mikið undir en sigur eða jafntefli dugir Íslandi til þess að komast í umspil um sæti á HM. Leikurinn er kl 17:00 og er í opinni dagskrá á Sýn Sport. „Taugarnar eru ágætar, það er auðvitað smá spenna og maður er með fiðring í maganum en ég held að það sýni bara hvað þetta er mikilvægur leikur. Ég er mjög spenntur,“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen, framherji Íslands, í viðtali við Val Pál Eiríksson rétt fyrir leik. Brynjólfur Willumsson er óvænt í byrjunarliði Íslands í dag og fær stórt verkefni í hendurnar. Hann hefur komið inn sem varamaður í fjórum leikjum í undankeppninni til þessa. „Hann er auðvitað mjög góður leikmaður og ég kann svolítið á Binna. Hann vill kannski koma meira í lappir á meðan ég get þá farið djúpt. Ég hugsa að við getum gert góða hluti í dag tveir saman frammi.“ Andri Lucas Guðjohnsen og Brynjólfur Willumsson munu eiga við varnarjaxla Úkraínumanna. „Þeir eru auðvitað mjög góðir og spila í flottum klúbbum en á sama tíma erum við með mjög góða leikmenn. Við viljum auðvitað sækja mikið á þá og vonandi munum við gera það.“ Jafntefli og sigur kemur Íslandi í umspilið fyrir HM í fótbolta í mars á næsta ári. Andri Lucas telur mikilvægt að liðið lesi leikinn og séu óhræddir við að reyna við sigur. „Við þurfum að lesa í leikinn og sérstaklega þegar líður aðeins á. Við þurfum að vera meðvitaðir að jafntefli dugir en á sama viljum við alltaf vinna og við þurfum að vera óhræddir við að vinna þennan leik.“ HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sjá meira
„Taugarnar eru ágætar, það er auðvitað smá spenna og maður er með fiðring í maganum en ég held að það sýni bara hvað þetta er mikilvægur leikur. Ég er mjög spenntur,“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen, framherji Íslands, í viðtali við Val Pál Eiríksson rétt fyrir leik. Brynjólfur Willumsson er óvænt í byrjunarliði Íslands í dag og fær stórt verkefni í hendurnar. Hann hefur komið inn sem varamaður í fjórum leikjum í undankeppninni til þessa. „Hann er auðvitað mjög góður leikmaður og ég kann svolítið á Binna. Hann vill kannski koma meira í lappir á meðan ég get þá farið djúpt. Ég hugsa að við getum gert góða hluti í dag tveir saman frammi.“ Andri Lucas Guðjohnsen og Brynjólfur Willumsson munu eiga við varnarjaxla Úkraínumanna. „Þeir eru auðvitað mjög góðir og spila í flottum klúbbum en á sama tíma erum við með mjög góða leikmenn. Við viljum auðvitað sækja mikið á þá og vonandi munum við gera það.“ Jafntefli og sigur kemur Íslandi í umspilið fyrir HM í fótbolta í mars á næsta ári. Andri Lucas telur mikilvægt að liðið lesi leikinn og séu óhræddir við að reyna við sigur. „Við þurfum að lesa í leikinn og sérstaklega þegar líður aðeins á. Við þurfum að vera meðvitaðir að jafntefli dugir en á sama viljum við alltaf vinna og við þurfum að vera óhræddir við að vinna þennan leik.“
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sjá meira