Fótbolti

Hákon: Þú vilt spila þessa leiki

Árni Jóhannsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson fær vonandi ástæðu til að fagna svona með Tólfunni á morgun.
Hákon Arnar Haraldsson fær vonandi ástæðu til að fagna svona með Tólfunni á morgun. vísir/Anton

Hákon Arnar Haraldsson fyrirliði er klár í slaginn fyrir úrslitastund íslenska landsliðsins í fótbolta gegn Úkraínu á morgun. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn og segir að þetta séu leikirnir sem leikmenn vilja spila.

Hákon var í viðtali hjá Vali Pál Eiríkssyni á æfingu í dag en leikið er í Varsjá.

„Menn eru bara spenntir og það er ekkert annað en spenna. Þú vilt spila þessa leik þar sem allt er undir.“

Landsliðið var í hörkuleik við Aserbaídsjan á fimmtudaginn síðasta og spilaði Hákon allar mínúturnar í þeim leik. Hann var spurður að því hvernig skrokkurinn væri.

„Hann hefur verið betri. Hann hefur verið verri líka. Maður verður svo bara klár á morgun, maður heldur stundum að maður verði ekki klár en svo á leikdegi ferskast maður allur upp og er klár í þetta.“

Íslandi dugar jafntefli til að tryggja sig í umspil um sæti á HM ´26 og var fyrirliðinn spurður að því hvort það væri hættuleg staða að vera í.

„Það getur verið það. Auðvitað viljum við vinna en við þurfum að sjá hvernig þetta fer. Þeir mæta örugglega snarvitlausir enda þurfa þeir að vinna. Við ætlu m ekki að fara niður og reyna að vernda jafnteflið. Þá endar þetta bara á einn veg og þeir keyra á okkur þannig að við verðum þreyttir. Við ætlum ekki að gera það.“

Hákon fór yfir fleiri atriði í viðtalinu sem má sjá að neðan. Til dæmis hvaða lærdóm hægt er að draga af fyrri leik liðanna.

Klippa: Hákon um leikinn við Úkraínu

Ísland og Úkraína mætast klukkan 17:00 á morgun. Leikurinn verður sýndur í opinni dagskrá á Sýn Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×