Sport

Svaka­legt kvöld fram­undan í Úr­vals­deildinni í pílu

Árni Jóhannsson skrifar
Leikirnir á kvöld 4 í Úrvalsdeildinni í pílu.
Leikirnir á kvöld 4 í Úrvalsdeildinni í pílu.

Úrvalsdeildin í pílu heldur áfram í kvöld og er komið að loka kvöldinu í stigasöfnun og eftir kvöldið verður ljóst hverjir komast í 8 manna úrslit næsta laugardag.

Alexander Veigar, Jón Bjarmi, Vitor og Halli Egils hafa tryggt sér í 8 manna úrslit en næstu 4 sæti eru óráðin. Í kvöld stíga á svið Hörður Guðjóns, Kári Vagn, Halli Birgis, Gunni Hó, Toni, Davíð Svans, Árni Águst og svo Halli Egils. 

Halli er sá eini af þessum  keppendum sem hefur tryggt sig áfram í átta liða úrslit. Eru því sex að berjast fyrir lífi sínu að halda sér í keppninni. Árni og Toni eru þeir einu sem eru komnir á blað af þessum keppendum en Steinunn hefur lokið þátttöku þannig hún á ekki möguleika að fara áfram þrátt fyrir að vera í áttunda sæti. 

Nafn, stig, sigurkvöld, leikir unnir og hlutfall leggja unnir.

Alexander – 7 – 1 – 4 – 11 

Jón Bjarmi – 7 – 1 – 4 – 4

Vitor – 6 – 0 – 4 – 0

Halli Egils – 5 – 1 – 3 – 7

Kristján – 4 – 0 – 2 – 2

Árni Ágúst – 3 – 0 – 2 – 3

Toni – 2 – 0 – 1 – -1

Steinunn – 2 – 0 – 1 – -3

Halli Birgis – 0 – 0 – 0 – -1

Hörður – 0 – 0 – 0 – -2

Kári Vagn – 0 – 0 – 0 – -2

Guðjón Hauks – 0 – 0 – 0 – -2

 Gunni Hó – 0 – 0 – 0 – -3

Davíð Svansson – 0 – 0 – 0 – 3

Kalli – 0 – 0 – 0 – 5

Matti – 0 – 0 – 0 – 5

Útsending frá bullseye hefst klukkan 20:00 á Sýn Sport Ísland og stefnir í svakalegt kvöld þar sem allt er undir fyrir eiginlega alla keppendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×