Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Lovísa Arnardóttir skrifar 13. nóvember 2025 12:52 Fjölmennt var á fundinum í gær. Sjálfstæðisflokkurinn Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði samþykkti á fundi sínum í gær að haldið verði prófkjör fyrir sveitastjórnarkosningar á næsta ári. Prófkjörið mun fara fram 7. febrúar 2026 og kosið verður um sex efstu sætin. Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum kemur fram að fundurinn hafi verið vel sóttur í gær og að mikill hugur sé í Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði fyrir komandi kosningar. Í tilkynningu kemur enn fremur fram að prófkjöri loknu muni kjörnefnd taka til starfa sem komi með tillögu að röðun listans sem svo verður lögð fyrir fulltrúaráðið til samþykktar. Framboð skal senda kjörnefnd á hafnarfjordur@xd.is, framboðsfrestur rennur út 4. janúar 2026. Rósa Guðbjartsdóttir leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir síðustu kosningar. Hún er nú komin á þing en sinnti störfum sínum í bæjarstjórn samhliða starfi sínu á þingi. Hún hætti í bæjarstjórn fyrr í þessum mánuði. Skarphéðinn Orri Björnsson var í öðru sæti á listanum og er því oddviti flokksins núna í Hafnarfirði. Hann tilkynnti í upphafi mánaðar að hann hygðist sækjast eftir oddvitasætinu. Skarphéðinn Orri sækist eftir fyrsta sætinu í Hafnarfirði. Aðsend „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að við verðum áfram við stjórn bæjarins. Sjálfstæðisflokkurinn þarf öflugan framboðslista með fjölbreyttan bakgrunn og rætur í bænum okkar. Blöndu af reynslumiklu fólki og kraftmiklum nýliðum sem standa saman sem einn maður í komandi baráttu. Undir minni forystu verður Sjálfstæðisflokkurinn áfram samstæður, öflugur hópur sem lætur verkin tala. Hópur sem alla daga mun vinna að hag Hafnarfjarðar og Hafnfirðinga,“ sagði hann í tilkynningu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum kemur fram að fundurinn hafi verið vel sóttur í gær og að mikill hugur sé í Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði fyrir komandi kosningar. Í tilkynningu kemur enn fremur fram að prófkjöri loknu muni kjörnefnd taka til starfa sem komi með tillögu að röðun listans sem svo verður lögð fyrir fulltrúaráðið til samþykktar. Framboð skal senda kjörnefnd á hafnarfjordur@xd.is, framboðsfrestur rennur út 4. janúar 2026. Rósa Guðbjartsdóttir leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir síðustu kosningar. Hún er nú komin á þing en sinnti störfum sínum í bæjarstjórn samhliða starfi sínu á þingi. Hún hætti í bæjarstjórn fyrr í þessum mánuði. Skarphéðinn Orri Björnsson var í öðru sæti á listanum og er því oddviti flokksins núna í Hafnarfirði. Hann tilkynnti í upphafi mánaðar að hann hygðist sækjast eftir oddvitasætinu. Skarphéðinn Orri sækist eftir fyrsta sætinu í Hafnarfirði. Aðsend „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að við verðum áfram við stjórn bæjarins. Sjálfstæðisflokkurinn þarf öflugan framboðslista með fjölbreyttan bakgrunn og rætur í bænum okkar. Blöndu af reynslumiklu fólki og kraftmiklum nýliðum sem standa saman sem einn maður í komandi baráttu. Undir minni forystu verður Sjálfstæðisflokkurinn áfram samstæður, öflugur hópur sem lætur verkin tala. Hópur sem alla daga mun vinna að hag Hafnarfjarðar og Hafnfirðinga,“ sagði hann í tilkynningu sinni.
Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira