Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2025 12:30 Thelma Aðalsteinsdóttir hefur gert æfingu á tvíslá sem heitir eftir henni, en tókst ekki að framkvæma hana á heimsmeistaramótinu í dag. Getty/Tim Clayton Íslenska kvennalandsliðið hefur lokið keppni á HM í áhaldafimleikum og fara missáttar heim eftir keppnina í Jakarta í Indónesíu. Hildur Maja Guðmundsdóttir varð efst Íslendinga en Thelma Aðalsteinsdóttir átti erfitt uppdráttar og tókst ekki að framkvæma sína einkennisæfingu. Hildur Maja „mætti einbeitt til keppni í dag og sýndi glæsilegar og öruggar æfingar á öllum áhöldum“ segir í umfjöllun Fimleikasambandsins. Hún varð efst af Íslendingunum þremur með 47,798 stig en hæsta skorið fékk hún fyrir stökk sitt. Lilja Katrín Gunnarsdóttir var að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, aðeins sautján ára gömul, og átti góðan dag. Hún varð önnur af íslenska landsliðinu með 46,998 stig. „Glæsileiki hennar skein sérstaklega í gegn á gólfinu, en fall í uppstökki á slánni setti strik í reikninginn eftir annars nánast hnökralaust mót“ segir um Lilju í umfjöllun FSÍ. Thelma Aðalsteinsdóttir, reynsluboltinn í hópnum, átti ekki sinn besta dag. Fall á tvíslánni og slánni hafði áhrif á lokaniðurstöðu hennar en Thelma endaði með 46,532 stig. Thelma reyndi síðan við erfiðu fimleikaæfinguna sem hún var fyrst í heiminum til að framkvæma, og fékk nafnið „Aðalsteinsdóttir“ í reglubókunum, en var nokkrum sentimetrum frá því að takast ætlunarverkið. „Svona eru fimleikar, maður lærir af því að gera mistök, þannig bara áfram gakk“ sagði Thelma í viðtali við Fimleikasambandið. Thelma lét það samt ekki á sig fá og endaði mótið með stæl í góðri gólfæfingu, sem hún líkir við svefnlömun og lýsir betur í viðtalinu hér fyrir neðan. Ísland mun því ekki eiga fulltrúa í úrslitum í kvennaflokki en Dagur Kári Ólafsson komst í úrslit í karlaflokki og keppir á morgun. Viðtal við hann má finna hér fyrir neðan. Fimleikar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar Sjá meira
Hildur Maja „mætti einbeitt til keppni í dag og sýndi glæsilegar og öruggar æfingar á öllum áhöldum“ segir í umfjöllun Fimleikasambandsins. Hún varð efst af Íslendingunum þremur með 47,798 stig en hæsta skorið fékk hún fyrir stökk sitt. Lilja Katrín Gunnarsdóttir var að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, aðeins sautján ára gömul, og átti góðan dag. Hún varð önnur af íslenska landsliðinu með 46,998 stig. „Glæsileiki hennar skein sérstaklega í gegn á gólfinu, en fall í uppstökki á slánni setti strik í reikninginn eftir annars nánast hnökralaust mót“ segir um Lilju í umfjöllun FSÍ. Thelma Aðalsteinsdóttir, reynsluboltinn í hópnum, átti ekki sinn besta dag. Fall á tvíslánni og slánni hafði áhrif á lokaniðurstöðu hennar en Thelma endaði með 46,532 stig. Thelma reyndi síðan við erfiðu fimleikaæfinguna sem hún var fyrst í heiminum til að framkvæma, og fékk nafnið „Aðalsteinsdóttir“ í reglubókunum, en var nokkrum sentimetrum frá því að takast ætlunarverkið. „Svona eru fimleikar, maður lærir af því að gera mistök, þannig bara áfram gakk“ sagði Thelma í viðtali við Fimleikasambandið. Thelma lét það samt ekki á sig fá og endaði mótið með stæl í góðri gólfæfingu, sem hún líkir við svefnlömun og lýsir betur í viðtalinu hér fyrir neðan. Ísland mun því ekki eiga fulltrúa í úrslitum í kvennaflokki en Dagur Kári Ólafsson komst í úrslit í karlaflokki og keppir á morgun. Viðtal við hann má finna hér fyrir neðan.
Fimleikar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar Sjá meira