„Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. október 2025 22:37 Eivör Lalía, Kristjana Rut, Daníel Jóhann og Yrsa Lalía. Vísir/Lýður Átta mánaða íslensk stúlka hefur vakið heimsathygli eftir að hún fékk gleraugu og sá heiminn í nýju ljósi. Milljónir hafa horft á myndband af augnablikinu á samfélagsmiðlum, en það kom fjölskyldunni nokkuð í opna skjöldu þegar heimsfræg poppstjarna deildi myndbandinu á dögunum. Kristjana og Daníel eiga tvær dætur, Eivöru Lalíu og Yrsu Lalíu, en Yrsa, sú yngri, var aðeins nokkurra mánaða þegar í ljós kom að hún sæi ekki vel. Reyndist vera „staurblind“ „Hún gerði skrítna hreyfingu með hausinn og það var í rauninni það eina sem kveikti á einhverjum bjöllum hjá okkur og við fórum með hana til barnalæknis og hann sagði strax að þetta væri sjóninn. Við fengum tíma hjá augnlækni og hún sagði bara að hún væri staurblind,“ segir Kristjana og flissar. Hún lonníetturnar fékk á nefið.Vísir/Lýður Hún var ekki nema hálfs árs gömul þegar hún fékk gleraugun sín í fyrsta sinn og Kristjana deildi myndbandi af augnablikinu á TikTok. Síðan hafa yfir 140 milljónir horft á myndbandið, margir hafa deilt og skilaboðum hefur rignt inn. „Þetta er alveg skrítið, við vorum ekkert að búast við þessu,“ segir Daníel. Kristjana hafi annað slagið verið að deila hversdagslegum myndböndum á TikTok og allt í einu hafi áhorf á þetta myndband sprungið út. „Við vitum ekkert hvað við eigum að gera við þetta núna,“ segir Daníel. Þetta sé ekki frægð eða athygli sem þau hafi verið að leitast eftir. „Nei alls ekki,“ segir Kristjana og Daníel tekur. „Við vorum ekkert endilega að leitast eftir þessu.“ Það var svo undir lok þessarar viku sem engin önnur en Britney Spears deildi myndbandinu. Daníel sem er flugþjónn var í Bandaríkjunum vegna vinnu þegar Britney deildi myndbandinu og var sofandi, en Kristjana tók fyrst eftir því þegar hún byrjaði að fá fullt af skilaboðum. „Ég var bara vó, þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn. Það er alveg erfitt að vera ein með tvö börn þannig ég gat í rauninni ekkert mikið pælt í því,“ segir Kristjana. Hún hafi áður fengið læk frá frægu fólki, en Britney sé klárlega sú frægasta. „Þetta er bara magnað,“ segir Daníel. Á fleygiferð síðan gleraugun fóru á nebbann Eftir að myndbandið fór á flug hefur Kristjana fengið fjöldann allan af skilaboðum frá foreldrum, bæði á Íslandi og erlendis frá, sem segja að myndbönd Kristjönu hafi hjálpað þeirra börnum. „Ég hef alveg fengið skilaboð frá foreldrum sem segjast hafa séð myndbandið þar sem hún er að gera þessa hreyfingu með hausinn, og þau hafa í framhaldi af því farið með börnin sín til læknis og fengið gleraugu,“ segir Kristjana. En finnið þið mun á Yrsu eftir að hún byrjaði að sjá betur? „Já, en hún tekur samt alveg gleraugun mikið af sér og svoleiðis, en mér finnst alveg vera stór munur á henni, bara í hegðun og hvernig henni líður,“ segir Daníel. „Þegar hún fékk gleraugun þá fór hún bara af stað. Þá fór hún að standa upp og labba meðfram og skríða,“ bætir Kristjana við. Yrsa Lalía er búin að vera á fullu að skoða umheiminn með eigin augum síðan hún fékk gleraugun sín fínu.Vísir/Lýður Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Kristjana og Daníel eiga tvær dætur, Eivöru Lalíu og Yrsu Lalíu, en Yrsa, sú yngri, var aðeins nokkurra mánaða þegar í ljós kom að hún sæi ekki vel. Reyndist vera „staurblind“ „Hún gerði skrítna hreyfingu með hausinn og það var í rauninni það eina sem kveikti á einhverjum bjöllum hjá okkur og við fórum með hana til barnalæknis og hann sagði strax að þetta væri sjóninn. Við fengum tíma hjá augnlækni og hún sagði bara að hún væri staurblind,“ segir Kristjana og flissar. Hún lonníetturnar fékk á nefið.Vísir/Lýður Hún var ekki nema hálfs árs gömul þegar hún fékk gleraugun sín í fyrsta sinn og Kristjana deildi myndbandi af augnablikinu á TikTok. Síðan hafa yfir 140 milljónir horft á myndbandið, margir hafa deilt og skilaboðum hefur rignt inn. „Þetta er alveg skrítið, við vorum ekkert að búast við þessu,“ segir Daníel. Kristjana hafi annað slagið verið að deila hversdagslegum myndböndum á TikTok og allt í einu hafi áhorf á þetta myndband sprungið út. „Við vitum ekkert hvað við eigum að gera við þetta núna,“ segir Daníel. Þetta sé ekki frægð eða athygli sem þau hafi verið að leitast eftir. „Nei alls ekki,“ segir Kristjana og Daníel tekur. „Við vorum ekkert endilega að leitast eftir þessu.“ Það var svo undir lok þessarar viku sem engin önnur en Britney Spears deildi myndbandinu. Daníel sem er flugþjónn var í Bandaríkjunum vegna vinnu þegar Britney deildi myndbandinu og var sofandi, en Kristjana tók fyrst eftir því þegar hún byrjaði að fá fullt af skilaboðum. „Ég var bara vó, þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn. Það er alveg erfitt að vera ein með tvö börn þannig ég gat í rauninni ekkert mikið pælt í því,“ segir Kristjana. Hún hafi áður fengið læk frá frægu fólki, en Britney sé klárlega sú frægasta. „Þetta er bara magnað,“ segir Daníel. Á fleygiferð síðan gleraugun fóru á nebbann Eftir að myndbandið fór á flug hefur Kristjana fengið fjöldann allan af skilaboðum frá foreldrum, bæði á Íslandi og erlendis frá, sem segja að myndbönd Kristjönu hafi hjálpað þeirra börnum. „Ég hef alveg fengið skilaboð frá foreldrum sem segjast hafa séð myndbandið þar sem hún er að gera þessa hreyfingu með hausinn, og þau hafa í framhaldi af því farið með börnin sín til læknis og fengið gleraugu,“ segir Kristjana. En finnið þið mun á Yrsu eftir að hún byrjaði að sjá betur? „Já, en hún tekur samt alveg gleraugun mikið af sér og svoleiðis, en mér finnst alveg vera stór munur á henni, bara í hegðun og hvernig henni líður,“ segir Daníel. „Þegar hún fékk gleraugun þá fór hún bara af stað. Þá fór hún að standa upp og labba meðfram og skríða,“ bætir Kristjana við. Yrsa Lalía er búin að vera á fullu að skoða umheiminn með eigin augum síðan hún fékk gleraugun sín fínu.Vísir/Lýður
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira