Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. október 2025 16:00 Britney er ein þeirra 140 milljón manna sem hefur horft á myndbandið af Yrsu litlu að fá gleraugu í fyrsta sinn. TikTok/getty Rúmlega 140 milljónir manna hafa horft á TikTok-myndband af viðbrögðum íslensks ungabarns við því að fá gleraugu í fyrsta sinn. Nýjasti aðdáendi þess er engin annar en poppstjarnan Britney Spears sem birti myndbandið á Instagram-síðu sinni. Kristjana Rut Atladóttir heldur úti TikTok-aðganginum tiktokkrissa þar sem hún deilir brotum úr fjölskyldulífi sínu með eiginmanninum Daníeli Jóhanni Gunnarssyni og tveimur dætrum. Kristjana með dætrum sínum. Þar hefur hún meðal annars fjallað um sjón dóttur sinnar, Yrsu Lalíu, sem fæddist í byrjun árs og er því rétt rúmlega átta mánaða . Þann 1. september síðastliðinn birti Kristjana myndband af Yrsu þar sem hún situr á afgreiðsluborði gleraugnaverslunar þegar hún fær gleraugu í fyrsta sinn og verður undrandi við að sjá heiminn loksins skýrt. „Nú er heimurinn ekkert óskýr lengur,“ heyrist afgreiðslukonuna segja í myndbandinu meðan Yrsa gaumgæfir umhverfið í kringum sig og foreldra sína. @tiktokkrissa Hjálp 😭🫶🏼 #firstglasses ♬ original sound - Kris Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið gríðarleg, þegar þetta er skrifað hafa notendur TikTok horft á myndbandið rúmlega 140 milljón sinnum og það fengið 15 milljón læk. Jafnframt hafa tugþúsundir manna skrifað ummæli við klippuna til að dást að stúlkunni og forvitnast út í það hvernig maður mælir sjón svo ungra barna. Vegna fjölda spurninga birti Kristjana annað myndband af dóttur sinni til að sýna hvernig foreldrarnir komust að því að hana vantaði gleraugu. @tiktokkrissa Replying to @Berklawg ♬ original sound - Kris Þar lýsir Kristjana því hvernig Yrsa byrjaði við fimm mánaða aldur að beygja höfuðið til hliðar. Í kjölfarið hafi þeim verið vísað til augnlæknis sem greindi Yrsu með +7 í fjærsýni sem er mjög mikill styrkur. Kristjana hefur síðan birt enn annað myndband til að lýsa ferlinu og greiningu augnlæknisins. Sjón ungra barna breytist það ört á þessum aldri að þeim hafi verið sagt að koma með dótturina aftur í sjónmælingu eftir hálft ár. @tiktokkrissa Replying to @Over&Out ♬ original sound - Kris Upprunalega myndbandið er greinilega enn í mikilli dreifingu því engin önnur en Britney Spears birti það rétt eftir miðnætti í dag á Instagram-síðu sinni þar sem hún er með rúmlega 42 milljónir fylgjenda. „Barn sér í fyrsta skiptið!!!“ skrifaði Spears við færsluna. Ekki amalegt að fá eina vinsælustu tónlistarkonu allra tíma til að birta myndband manns enda áframdeildi Kristjana því og skrifaði: „Tíu ára ég er í áfalli.“ Börn og uppeldi Grín og gaman TikTok Samfélagsmiðlar Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Kristjana Rut Atladóttir heldur úti TikTok-aðganginum tiktokkrissa þar sem hún deilir brotum úr fjölskyldulífi sínu með eiginmanninum Daníeli Jóhanni Gunnarssyni og tveimur dætrum. Kristjana með dætrum sínum. Þar hefur hún meðal annars fjallað um sjón dóttur sinnar, Yrsu Lalíu, sem fæddist í byrjun árs og er því rétt rúmlega átta mánaða . Þann 1. september síðastliðinn birti Kristjana myndband af Yrsu þar sem hún situr á afgreiðsluborði gleraugnaverslunar þegar hún fær gleraugu í fyrsta sinn og verður undrandi við að sjá heiminn loksins skýrt. „Nú er heimurinn ekkert óskýr lengur,“ heyrist afgreiðslukonuna segja í myndbandinu meðan Yrsa gaumgæfir umhverfið í kringum sig og foreldra sína. @tiktokkrissa Hjálp 😭🫶🏼 #firstglasses ♬ original sound - Kris Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið gríðarleg, þegar þetta er skrifað hafa notendur TikTok horft á myndbandið rúmlega 140 milljón sinnum og það fengið 15 milljón læk. Jafnframt hafa tugþúsundir manna skrifað ummæli við klippuna til að dást að stúlkunni og forvitnast út í það hvernig maður mælir sjón svo ungra barna. Vegna fjölda spurninga birti Kristjana annað myndband af dóttur sinni til að sýna hvernig foreldrarnir komust að því að hana vantaði gleraugu. @tiktokkrissa Replying to @Berklawg ♬ original sound - Kris Þar lýsir Kristjana því hvernig Yrsa byrjaði við fimm mánaða aldur að beygja höfuðið til hliðar. Í kjölfarið hafi þeim verið vísað til augnlæknis sem greindi Yrsu með +7 í fjærsýni sem er mjög mikill styrkur. Kristjana hefur síðan birt enn annað myndband til að lýsa ferlinu og greiningu augnlæknisins. Sjón ungra barna breytist það ört á þessum aldri að þeim hafi verið sagt að koma með dótturina aftur í sjónmælingu eftir hálft ár. @tiktokkrissa Replying to @Over&Out ♬ original sound - Kris Upprunalega myndbandið er greinilega enn í mikilli dreifingu því engin önnur en Britney Spears birti það rétt eftir miðnætti í dag á Instagram-síðu sinni þar sem hún er með rúmlega 42 milljónir fylgjenda. „Barn sér í fyrsta skiptið!!!“ skrifaði Spears við færsluna. Ekki amalegt að fá eina vinsælustu tónlistarkonu allra tíma til að birta myndband manns enda áframdeildi Kristjana því og skrifaði: „Tíu ára ég er í áfalli.“
Börn og uppeldi Grín og gaman TikTok Samfélagsmiðlar Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“