Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 2. október 2025 22:15 vísir/Jón Gautur Keflavík tók á móti ÍR í fyrstu umferð Bónus deild karla í Blue höllinni í Keflavík í kvöld. Eftir heldur jafnan leik voru það Keflvíkingar sem sigldu fram úr í fjórða leikhluta og höfðu á endanum níu stiga sigur 92-83. Það voru heimamenn í Keflavík sem unnu uppkastið og óðu af stað í fyrstu sókn leiksins. Keflavík náði snemma yfirhöndinni og voru að setja góð skot ásamt því að ná stoppi á móti. ÍR voru lengi í gang og gekk illa að klára sóknirnar sínar. Keflavík náði mest ellefu stiga forskoti í leikhlutanum og fór með tíu stiga forskot eftir fyrsta leikhluta 26-16. Heimamenn settu fyrstu stig annars leikhluta af vítalínunni og gerðu sig líklega til þess að hlaupa með leikinn. ÍR hafði hinsvegar önnur áform og byrjuðu hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn. Tvær þriggja stiga körfur í röð hjá ÍR kveikti smá neista og ÍR saxaði niður forskot Keflavíkur niður í fimm stig fyrir lok fyrri hálfleiks og liðin fóru til búningsklefa í stöðunni 46-41. Það var hart barist í þriðja leikhluta og svo sannarlega járn í járn. ÍR náði að jafna leikinn í 57-57 með hörku baráttu en Keflvíkingar náðu þó aftur að komast skrefi framar og fóru með fjögurra stiga forystu inn í fjórða og síðasta leikhlutann 68-64. Það var meiri kraftur með Keflavík út í fjórða leikhluta. Þeir tóku fljótt yfirhöndina og Hilmar Pétursson lék á alls oddi fyrir heimamenn. Fiskaði ruðninga og var að komast á línuna fyrir Keflavík. Keflavík voru orkumeiri þegar uppi er staðið í fjórða leikhluta og það skilaði þeim að lokum góðum níu stiga sigri gegn ÍR 92-83. Atvik leiksins Hilmar Pétursson kveikti vel í sínu liði með því að fiska tvo góða ruðninga í fjórða leikhluta. Maður fann orkuna sem þetta gaf Keflavíkurliðinu og þeir sigu fram úr ÍR liðinu. Á sama tíma og hann var að þessu fyrir Keflavík var hann líka að koma sér á vítalínuna og var öruggur þar. Stjörnur og skúrkar Hilmar Pétursson var góður í kvöld og þá sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem hann virkaði óstöðvandi. Skoraði 28 stig fyrir Keflavík. Darryl Morsell var með 24 stig og Jaka Brodnik var einnig öflugur í liði Keflavíkur og var með 20 stig. Hjá ÍR voru Dimitrios Klonaras með 18 stig og Jacob Falko með 19 stig atvæðamestir. Dómararnir Heilt yfir allt í lagi ekki gott dæmt hjá tríóinu í kvöld. Alls ekki frábært en ekkert endilega hræðilegt heldur. Dómar hér og þar sem maður var ekkert endilega sammála en það fylgir þessu. Full mikið af stoppum á köflum.Stemingin og umgjörð Keflavík er mikill körfuboltabær og því er eðlilega mikil eftirvænting þegar þetta fer allt af stað á haustin. Það var þokkalegasta mæting í Blue höllinni og var stúkan með skilaboð fyrir dómaranefnd KKÍ um að frelsa Dabba T. Umgjörðin í Keflavík er svo alltaf fyrsta flokks. Það verður ekki tekið af þeim.ViðtölDaníel Guðmundsson er nýr þjálfari Keflavíkur og stýrði liðinu til sigurs í fyrsta leik í kvöld.„Ekki skemmtilegasta verkefni í heimi að lenda á móti ÍR í fyrsta leik“„Ég er bara ánægður með að fá sigurinn og þessi tvö stig því þetta var 'scrappy' og krefjandi leikur“ sagði Daníel Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. „Það er ekki skemmtilegasta verkefni í heimi að lenda á móti ÍR í fyrsta leik og þá sérstaklega þegar Borche er við stjórnvöldin því hann er alltaf með einhverja ása uppi í erminni. Þeir eru líka bara þokkalega vel mannaðir og hörku duglegir svo ég er mjög ánægður með að ná í sigurinn í kvöld“Keflavik stungu af í fjórða leikhluta en hvað gerðist þá?„Við vorum búnir að vera svo staðir á móti vörninni þeirra svo við breyttum bara aðeins til og fundum lausn á því loksins þegar við vorum að gera hlaupin sem að við ætluðum að gera“„Það opnaði göt í vörninni þeirra fyrir okkur að sækja á hringinn og búa til þokkalega opin skot. Það var það sem breyttist“Borche Ilievski, þjálfari ÍR.Vísir/Hulda Margrét„Vorum ekki að taka góðar ákvarðanir á mikilvægum augnablikum“„Það er auðvitað hægt að segja að þetta sé svekkjandi tap ef það er horft þannig á það“ sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir tapið í kvöld.„Auðvitað fyrsti leikur tímabilsins og allir vilja byrja á sigri. Við spiluðum ekki frábæran körfubolta, sérstaklega í seinni hálfleik“„Við vorum ekki að taka góðar ákvarðanir á mikilvægum augnablikum en mín tilfinning var að Keflavík voru alltaf skrefinu á undan okkur í þessum leik. Kannski var það útaf því þeir eru á heimavelli og voru með sína stuðningsmenn“„Við verðum að finna út úr því hvað munurinn var. Varnarlega og í sóknarfráköstum voru liðin tölfræðilega jöfn þegar ég skoðaði gögnin“„Spurningin er því hvar við töpum leiknum. Ég held að það hafi verið þessi litlu smáatriði eins og seinni boltar. Hilmar Pétursson var að spila mjög vel og sérstaklega í bónus því hann vissi alltaf hvernig ætti að sækja villu og komast á vítalínuna. Við hefðum átt að vera jafn klárir og hann því Keflavík var líka í bónus en við lærum“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF ÍR
Keflavík tók á móti ÍR í fyrstu umferð Bónus deild karla í Blue höllinni í Keflavík í kvöld. Eftir heldur jafnan leik voru það Keflvíkingar sem sigldu fram úr í fjórða leikhluta og höfðu á endanum níu stiga sigur 92-83. Það voru heimamenn í Keflavík sem unnu uppkastið og óðu af stað í fyrstu sókn leiksins. Keflavík náði snemma yfirhöndinni og voru að setja góð skot ásamt því að ná stoppi á móti. ÍR voru lengi í gang og gekk illa að klára sóknirnar sínar. Keflavík náði mest ellefu stiga forskoti í leikhlutanum og fór með tíu stiga forskot eftir fyrsta leikhluta 26-16. Heimamenn settu fyrstu stig annars leikhluta af vítalínunni og gerðu sig líklega til þess að hlaupa með leikinn. ÍR hafði hinsvegar önnur áform og byrjuðu hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn. Tvær þriggja stiga körfur í röð hjá ÍR kveikti smá neista og ÍR saxaði niður forskot Keflavíkur niður í fimm stig fyrir lok fyrri hálfleiks og liðin fóru til búningsklefa í stöðunni 46-41. Það var hart barist í þriðja leikhluta og svo sannarlega járn í járn. ÍR náði að jafna leikinn í 57-57 með hörku baráttu en Keflvíkingar náðu þó aftur að komast skrefi framar og fóru með fjögurra stiga forystu inn í fjórða og síðasta leikhlutann 68-64. Það var meiri kraftur með Keflavík út í fjórða leikhluta. Þeir tóku fljótt yfirhöndina og Hilmar Pétursson lék á alls oddi fyrir heimamenn. Fiskaði ruðninga og var að komast á línuna fyrir Keflavík. Keflavík voru orkumeiri þegar uppi er staðið í fjórða leikhluta og það skilaði þeim að lokum góðum níu stiga sigri gegn ÍR 92-83. Atvik leiksins Hilmar Pétursson kveikti vel í sínu liði með því að fiska tvo góða ruðninga í fjórða leikhluta. Maður fann orkuna sem þetta gaf Keflavíkurliðinu og þeir sigu fram úr ÍR liðinu. Á sama tíma og hann var að þessu fyrir Keflavík var hann líka að koma sér á vítalínuna og var öruggur þar. Stjörnur og skúrkar Hilmar Pétursson var góður í kvöld og þá sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem hann virkaði óstöðvandi. Skoraði 28 stig fyrir Keflavík. Darryl Morsell var með 24 stig og Jaka Brodnik var einnig öflugur í liði Keflavíkur og var með 20 stig. Hjá ÍR voru Dimitrios Klonaras með 18 stig og Jacob Falko með 19 stig atvæðamestir. Dómararnir Heilt yfir allt í lagi ekki gott dæmt hjá tríóinu í kvöld. Alls ekki frábært en ekkert endilega hræðilegt heldur. Dómar hér og þar sem maður var ekkert endilega sammála en það fylgir þessu. Full mikið af stoppum á köflum.Stemingin og umgjörð Keflavík er mikill körfuboltabær og því er eðlilega mikil eftirvænting þegar þetta fer allt af stað á haustin. Það var þokkalegasta mæting í Blue höllinni og var stúkan með skilaboð fyrir dómaranefnd KKÍ um að frelsa Dabba T. Umgjörðin í Keflavík er svo alltaf fyrsta flokks. Það verður ekki tekið af þeim.ViðtölDaníel Guðmundsson er nýr þjálfari Keflavíkur og stýrði liðinu til sigurs í fyrsta leik í kvöld.„Ekki skemmtilegasta verkefni í heimi að lenda á móti ÍR í fyrsta leik“„Ég er bara ánægður með að fá sigurinn og þessi tvö stig því þetta var 'scrappy' og krefjandi leikur“ sagði Daníel Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. „Það er ekki skemmtilegasta verkefni í heimi að lenda á móti ÍR í fyrsta leik og þá sérstaklega þegar Borche er við stjórnvöldin því hann er alltaf með einhverja ása uppi í erminni. Þeir eru líka bara þokkalega vel mannaðir og hörku duglegir svo ég er mjög ánægður með að ná í sigurinn í kvöld“Keflavik stungu af í fjórða leikhluta en hvað gerðist þá?„Við vorum búnir að vera svo staðir á móti vörninni þeirra svo við breyttum bara aðeins til og fundum lausn á því loksins þegar við vorum að gera hlaupin sem að við ætluðum að gera“„Það opnaði göt í vörninni þeirra fyrir okkur að sækja á hringinn og búa til þokkalega opin skot. Það var það sem breyttist“Borche Ilievski, þjálfari ÍR.Vísir/Hulda Margrét„Vorum ekki að taka góðar ákvarðanir á mikilvægum augnablikum“„Það er auðvitað hægt að segja að þetta sé svekkjandi tap ef það er horft þannig á það“ sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir tapið í kvöld.„Auðvitað fyrsti leikur tímabilsins og allir vilja byrja á sigri. Við spiluðum ekki frábæran körfubolta, sérstaklega í seinni hálfleik“„Við vorum ekki að taka góðar ákvarðanir á mikilvægum augnablikum en mín tilfinning var að Keflavík voru alltaf skrefinu á undan okkur í þessum leik. Kannski var það útaf því þeir eru á heimavelli og voru með sína stuðningsmenn“„Við verðum að finna út úr því hvað munurinn var. Varnarlega og í sóknarfráköstum voru liðin tölfræðilega jöfn þegar ég skoðaði gögnin“„Spurningin er því hvar við töpum leiknum. Ég held að það hafi verið þessi litlu smáatriði eins og seinni boltar. Hilmar Pétursson var að spila mjög vel og sérstaklega í bónus því hann vissi alltaf hvernig ætti að sækja villu og komast á vítalínuna. Við hefðum átt að vera jafn klárir og hann því Keflavík var líka í bónus en við lærum“