Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 27. september 2025 09:32 Enn og aftur koma upp á yfirborðið mansalsmál hér á landi. Fréttaskýringarþátturinn Kveikur upplýsti í vikunni um fjölda mála sem tengd er starfsemi nagla- og snyrtistofum. Ég vil byrja á því að hrósa eftirlitsaðilum fyrir það að koma upp um þessi tilvik sem fram hafa komið en á undanförnum misserum hefur vinnustaðaeftirlit verkalýðsfélaganna innan Alþýðusambands Íslands verið sérstaklega mikilvægur drifkraftur í að upplýsa um mál sem þessi. Hlutverk opinberra aðila í eftirliti og eftirfylgni er jafnframt mikilvægt enda hafa þeir aðilar ríkari heimildir til aðgerða og því þarf samstarf á milli þessara aðila að vera gott. Gleymum því ekki að staða einstaklinga sem eru föst í þessum aðstæðum er sérstaklega viðkvæm enda fólkið varnarlaust með lítið stuðningsnet og mikilvægt er að standa við bakið á þeim. Samfélagið þarf að draga lærdóm af þeim málum sem hafa komið fram og bæta úr reglum og lögum sé þess þörf en einnig að efla eftirlit og auka heimildir til inngripa. Brot á lögum um handiðnað Í mörgum tilfellum kom fram að rekstraraðilar sem stunduðu brotastarfsemi gagnvart starfsfólki sínu höfðu ekki uppfyllt allar kröfur til þess að standa að þessum rekstri. Því hefði ég talið að tiltölulega auðvelt ætti að fylgjast með rekstri slíkra fyrirtækja og stöðva starfsemi sem ekki uppfyllir lög og reglur. Til þess að standa í ýmissi iðnstarfsemi er gerð krafa um að rekstur sé undir stjórn meistara og því er meistarabréf grundvallarforsenda þess fá heimild til að standa í atvinnurekstri. Það er ljóst í mínum huga að nauðsynlegt er að yfirfara verkferla opinberra aðila með veitingu starfsleyfa til þess að tryggja að kröfur séu uppfylltar. Með yfirferð er bæði hægt að tryggja einfaldari veitingar á leyfum sem og auka skilvirkni í kerfum án þess að dregið sé úr kröfum. Brotastarfsemi á vinnumarkaði Það er ljóst að nauðsynlegt er að afleiðingar þess að brjóta vísvitandi á starfsfólki verði þyngri, brot þurfa að hafa raunverulegar afleiðingar fyrir gerendur. Á það bæði við um þegar rætt er um jafn alvarleg mál og mansal en einnig og sérstaklega þegar kemur að launagreiðslum, þar sem vísvitandi eru greidd of lág laun. Í umræddum tilvikum sem upplýst var um núna virðast vangoldin laun hafa verið umtalsverð, samkvæmt fulltrúum verkalýðsfélagsins. Þessu verður svo sannarlega að breyta. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Mansal Samfylkingin Lögreglumál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur koma upp á yfirborðið mansalsmál hér á landi. Fréttaskýringarþátturinn Kveikur upplýsti í vikunni um fjölda mála sem tengd er starfsemi nagla- og snyrtistofum. Ég vil byrja á því að hrósa eftirlitsaðilum fyrir það að koma upp um þessi tilvik sem fram hafa komið en á undanförnum misserum hefur vinnustaðaeftirlit verkalýðsfélaganna innan Alþýðusambands Íslands verið sérstaklega mikilvægur drifkraftur í að upplýsa um mál sem þessi. Hlutverk opinberra aðila í eftirliti og eftirfylgni er jafnframt mikilvægt enda hafa þeir aðilar ríkari heimildir til aðgerða og því þarf samstarf á milli þessara aðila að vera gott. Gleymum því ekki að staða einstaklinga sem eru föst í þessum aðstæðum er sérstaklega viðkvæm enda fólkið varnarlaust með lítið stuðningsnet og mikilvægt er að standa við bakið á þeim. Samfélagið þarf að draga lærdóm af þeim málum sem hafa komið fram og bæta úr reglum og lögum sé þess þörf en einnig að efla eftirlit og auka heimildir til inngripa. Brot á lögum um handiðnað Í mörgum tilfellum kom fram að rekstraraðilar sem stunduðu brotastarfsemi gagnvart starfsfólki sínu höfðu ekki uppfyllt allar kröfur til þess að standa að þessum rekstri. Því hefði ég talið að tiltölulega auðvelt ætti að fylgjast með rekstri slíkra fyrirtækja og stöðva starfsemi sem ekki uppfyllir lög og reglur. Til þess að standa í ýmissi iðnstarfsemi er gerð krafa um að rekstur sé undir stjórn meistara og því er meistarabréf grundvallarforsenda þess fá heimild til að standa í atvinnurekstri. Það er ljóst í mínum huga að nauðsynlegt er að yfirfara verkferla opinberra aðila með veitingu starfsleyfa til þess að tryggja að kröfur séu uppfylltar. Með yfirferð er bæði hægt að tryggja einfaldari veitingar á leyfum sem og auka skilvirkni í kerfum án þess að dregið sé úr kröfum. Brotastarfsemi á vinnumarkaði Það er ljóst að nauðsynlegt er að afleiðingar þess að brjóta vísvitandi á starfsfólki verði þyngri, brot þurfa að hafa raunverulegar afleiðingar fyrir gerendur. Á það bæði við um þegar rætt er um jafn alvarleg mál og mansal en einnig og sérstaklega þegar kemur að launagreiðslum, þar sem vísvitandi eru greidd of lág laun. Í umræddum tilvikum sem upplýst var um núna virðast vangoldin laun hafa verið umtalsverð, samkvæmt fulltrúum verkalýðsfélagsins. Þessu verður svo sannarlega að breyta. Höfundur er þingmaður Samfylkingar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar