Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar 6. janúar 2026 21:02 Í skemmtilegu jólaboði sem ég fór í yfir hátíðarnar voru til umræðu áramótaheit fólks fyrir nýja árið og voru þar nefnd ýmis misraunhæf markmið og væntingar sem fólk hefur til ársins. Við borðið var fólk á öllum aldri, en þegar röðin kom að ungu pari við borðið sögðu þau samhljóma „Ætli það sé ekki bara að reyna að fá leikskólapláss“. Sorglega staðreyndin er, að af öllum þeim áramótaheitum sem nefnd voru er þetta sennilega það óraunhæfasta af þeim öllum. Þetta unga par býr í Reykjavík eins og undirritaður og því minnti þetta áramótaheit mig óneitanlega á tilfinningu sem ég þekki vel og ekki af góðu. Ég og konan mín vorum í nákvæmlega þessum sporum fyrir sjö árum síðan og aftur fyrir þremur árum síðan, að fá ekki leikskólapláss fyrr enn löngu eftir að fæðingarorlof kláraðist með tilheyrandi óvissu og púsluspili. Það á ekki að vera hausverkur foreldra að finna út úr því hvernig skuli brúa bilið. Í alltof langan tíma hefur meirihlutanum í Reykjavík ekki tekist að finna lausnir. Síðustu tvö kjörtímabil hef ég fylgst vel með málum hér í borginni og sérstaklega umræðu um leikskólamálin sem sprettur upp reglulega. Þeir sem hafa talað máli foreldra og mótmælt stöðunni eiga þar mikið hrós skilið. Sérstaklega ber að hrósa þeim foreldrum sem hafa staðið fyrir ýmsum aðgerðum til að vekja athygli á slæmri stöðu mála. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hafa í lengri tíma talað fyrir lausnum til þess að að brúa bilið. Hugmyndir á borð við heimgreiðslur með börnum sem fá ekki pláss á leikskóla að loknu fæðingarorlofi, að greiða götur sjálfstætt starfandi leikskóla og leikskóla á vegum atvinnurekenda eða að líta til nágrannasveitarfélaga varðandi leiðir sem hafa sýnt sig virka til að stytta biðlista hafa ekki fengið hljómgrunn meirihlutans í Reykjavík. Staðan er sú að hvert sem litið er í málaflokknum er það alltaf sama sagan. Vandræðagangur Reykjavíkur er mikill og hefur verið það í alltof langan tíma. Í vor gefst okkur tækifæri til þess að söðla um og fá nýjan meirihluta í borginni þar sem von er á raunverulegum breytingum. Gleymum ekki hvaða flokkar hafa setið við stjórnvölinn síðastliðinn áratug og bera ábyrgð á biðlistum og áhyggjufullum foreldrum. Ég ásamt hundruðum annarra foreldra þekkjum vonleysið sem fylgir biðinni eftir plássi á leikskóla hér í Reykjavík og ég óska þess að að ungt fólk fari bráðlega að finna að yfirvöldum í borginni þeirra sé annt um að leysa þennan vanda. Höfundur er fjölskyldufaðir, íbúi í Reykjavík og formaður félags Sjálfstæðismanna í Langholtshverfi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í skemmtilegu jólaboði sem ég fór í yfir hátíðarnar voru til umræðu áramótaheit fólks fyrir nýja árið og voru þar nefnd ýmis misraunhæf markmið og væntingar sem fólk hefur til ársins. Við borðið var fólk á öllum aldri, en þegar röðin kom að ungu pari við borðið sögðu þau samhljóma „Ætli það sé ekki bara að reyna að fá leikskólapláss“. Sorglega staðreyndin er, að af öllum þeim áramótaheitum sem nefnd voru er þetta sennilega það óraunhæfasta af þeim öllum. Þetta unga par býr í Reykjavík eins og undirritaður og því minnti þetta áramótaheit mig óneitanlega á tilfinningu sem ég þekki vel og ekki af góðu. Ég og konan mín vorum í nákvæmlega þessum sporum fyrir sjö árum síðan og aftur fyrir þremur árum síðan, að fá ekki leikskólapláss fyrr enn löngu eftir að fæðingarorlof kláraðist með tilheyrandi óvissu og púsluspili. Það á ekki að vera hausverkur foreldra að finna út úr því hvernig skuli brúa bilið. Í alltof langan tíma hefur meirihlutanum í Reykjavík ekki tekist að finna lausnir. Síðustu tvö kjörtímabil hef ég fylgst vel með málum hér í borginni og sérstaklega umræðu um leikskólamálin sem sprettur upp reglulega. Þeir sem hafa talað máli foreldra og mótmælt stöðunni eiga þar mikið hrós skilið. Sérstaklega ber að hrósa þeim foreldrum sem hafa staðið fyrir ýmsum aðgerðum til að vekja athygli á slæmri stöðu mála. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hafa í lengri tíma talað fyrir lausnum til þess að að brúa bilið. Hugmyndir á borð við heimgreiðslur með börnum sem fá ekki pláss á leikskóla að loknu fæðingarorlofi, að greiða götur sjálfstætt starfandi leikskóla og leikskóla á vegum atvinnurekenda eða að líta til nágrannasveitarfélaga varðandi leiðir sem hafa sýnt sig virka til að stytta biðlista hafa ekki fengið hljómgrunn meirihlutans í Reykjavík. Staðan er sú að hvert sem litið er í málaflokknum er það alltaf sama sagan. Vandræðagangur Reykjavíkur er mikill og hefur verið það í alltof langan tíma. Í vor gefst okkur tækifæri til þess að söðla um og fá nýjan meirihluta í borginni þar sem von er á raunverulegum breytingum. Gleymum ekki hvaða flokkar hafa setið við stjórnvölinn síðastliðinn áratug og bera ábyrgð á biðlistum og áhyggjufullum foreldrum. Ég ásamt hundruðum annarra foreldra þekkjum vonleysið sem fylgir biðinni eftir plássi á leikskóla hér í Reykjavík og ég óska þess að að ungt fólk fari bráðlega að finna að yfirvöldum í borginni þeirra sé annt um að leysa þennan vanda. Höfundur er fjölskyldufaðir, íbúi í Reykjavík og formaður félags Sjálfstæðismanna í Langholtshverfi
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun