Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar 25. september 2025 09:02 Á síðustu árum hefur veðmálastarfsemi barna tekið á sig nýja og hættulega mynd. Internetið býður upp á óheftan aðgang að fjölmörgum fjárhættuspilasíðum sem auglýsa sig eins og tölvuleiki, með litríku viðmóti, stigakerfum og bónusum sem margfaldast líkt og í spilum. Þetta er meðvituð aðferð, sérstaklega gerð til þess að toga ungmenni inn í heim veðmála þar sem raunverulegir peningar umbreytast í sýndarmynt sem gerir það auðveldara að gleyma hvað er í húfi. Börn veðja fyrir hundruð milljóna króna Á málþingi íþróttahreyfingarinnar, sem haldið var í vor, kom fram hjá fulltrúa Íslandsbanka að velta á kortum íslenskra barna á veðmálasíðum fimmfaldaðist hjá þeim á milli áranna 2023-2024. Í því ljósi ákvað bankinn að bregðast við með því að loka á viðskipti barna við veðmálasíður og fjárhættuspil. Þetta var einföld en árangursrík aðgerð. Ef bankinn hefði setið aðgerðalaus hjá, mætti gera ráð fyrir því að árið 2025 hefðu börn undir 18 ára verið að stunda veðmál fyrir um 250 milljónir króna hjá þessum eina banka. Að teknu tilliti til markaðshlutdeildar má leiða út að heildarfjárhæðin hefði getað orðið 750–800 milljónir íslenskra króna. Þessar tölur eru sláandi, ekki síst í ljósi þess að rannsóknir sýna að snemmbúin kynni barna af fjárhættuspilum auka verulega líkur á fíkn, þunglyndi og félagslegum vandamálum. Það er hægt að bregðast við Þetta sýnir að þegar viljinn er fyrir hendi er hægt að grípa til raunverulegra aðgerða gegn ólöglegum veðmálum. Það er þvert á það sem margir hafa haldið fram: Að „ekki sé hægt að stöðva ólöglega starfsemi á netinu.“ Dæmið sýnir að með markvissum inngripum er alveg hægt að loka á rásir sem annars væru notaðar af börnum. Auðvitað er þetta aðeins eitt skref. Netið er alþjóðlegt og á hverjum degi spretta upp nýjar síður sem sniðganga reglur. En þetta skref virkaði. Stóra spurningin sem eftir stendur er: Ef hægt er að loka á veðmál barna með tiltölulega einföldum hætti, hvers vegna er þá ekki gripið til samskonar aðgerða gegn ólöglegri veðmála- og fjárhættuspilastarfsemi almennt? Stjórnvöld eiga að framfylgja lögum Fjárhættuspil eru nefnilega ekki bara skaðleg þegar börn eiga í hlut, heldur líka fyrir fullorðið fólk. Það er eitt að geta tekið þátt í getraunaleikjum þar sem takmarkanir eru settar í þágu velferðar þátttakanda. Rannsóknir hafa sýnt að slík verðmál séu ekki ávanabindandi. Aftur á móti er ótakmarkað aðgengi að íþróttaveðmálum og fjárhættuspilum, m.a. í svokölluðum "Online Casino", verulega ávanabindandi. Það er þessi veðmálastarfsemi sem veldur fjölda fólks fjárhagsvanda, kvíða, þunglyndi og fjölskylduerfiðleikum. Um veðmálastarfsemi gilda sérstök lög og reglur á Íslandi. Með þeim var tekin ákvörðun um að takmarka aðgengi og útbreiðslu slíkrar starfsemi og um leið er kveðið á um eftirlit sem slík starfsemi lýtur. Ólöglegar veðmálasíður eru sérlega varasamar þar sem þær lúta engri ábyrgð eða eftirliti eins og gildir um þá aðila sem starfsleyfi hafa hér á landi samkvæmt lögum. Þess vegna er mikilvægt að íslenskum lögum sé fylgt eftir og að lokað verði á allar ólöglegar veðmálasíður á Íslandi, ekki aðeins þær sem beinast að börnum. Sérstaklega er þó mikilvægt þegar börn eiga í hlut að samfélagið bregðist hratt og ákveðið við. Því hvet ég þær fjármálastofnanir sem ekki hafa gripið til framangreindra aðgerða að huga að því strax. Jafnframt ættu stjórnvöld og eftirlitsaðilar að taka höndum saman og framfylgja þeim samfélagssáttmála sem fram kemur í lögum og loka á ólöglega starfsemi. Höfundur er formaður UMFÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Börn og uppeldi Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur veðmálastarfsemi barna tekið á sig nýja og hættulega mynd. Internetið býður upp á óheftan aðgang að fjölmörgum fjárhættuspilasíðum sem auglýsa sig eins og tölvuleiki, með litríku viðmóti, stigakerfum og bónusum sem margfaldast líkt og í spilum. Þetta er meðvituð aðferð, sérstaklega gerð til þess að toga ungmenni inn í heim veðmála þar sem raunverulegir peningar umbreytast í sýndarmynt sem gerir það auðveldara að gleyma hvað er í húfi. Börn veðja fyrir hundruð milljóna króna Á málþingi íþróttahreyfingarinnar, sem haldið var í vor, kom fram hjá fulltrúa Íslandsbanka að velta á kortum íslenskra barna á veðmálasíðum fimmfaldaðist hjá þeim á milli áranna 2023-2024. Í því ljósi ákvað bankinn að bregðast við með því að loka á viðskipti barna við veðmálasíður og fjárhættuspil. Þetta var einföld en árangursrík aðgerð. Ef bankinn hefði setið aðgerðalaus hjá, mætti gera ráð fyrir því að árið 2025 hefðu börn undir 18 ára verið að stunda veðmál fyrir um 250 milljónir króna hjá þessum eina banka. Að teknu tilliti til markaðshlutdeildar má leiða út að heildarfjárhæðin hefði getað orðið 750–800 milljónir íslenskra króna. Þessar tölur eru sláandi, ekki síst í ljósi þess að rannsóknir sýna að snemmbúin kynni barna af fjárhættuspilum auka verulega líkur á fíkn, þunglyndi og félagslegum vandamálum. Það er hægt að bregðast við Þetta sýnir að þegar viljinn er fyrir hendi er hægt að grípa til raunverulegra aðgerða gegn ólöglegum veðmálum. Það er þvert á það sem margir hafa haldið fram: Að „ekki sé hægt að stöðva ólöglega starfsemi á netinu.“ Dæmið sýnir að með markvissum inngripum er alveg hægt að loka á rásir sem annars væru notaðar af börnum. Auðvitað er þetta aðeins eitt skref. Netið er alþjóðlegt og á hverjum degi spretta upp nýjar síður sem sniðganga reglur. En þetta skref virkaði. Stóra spurningin sem eftir stendur er: Ef hægt er að loka á veðmál barna með tiltölulega einföldum hætti, hvers vegna er þá ekki gripið til samskonar aðgerða gegn ólöglegri veðmála- og fjárhættuspilastarfsemi almennt? Stjórnvöld eiga að framfylgja lögum Fjárhættuspil eru nefnilega ekki bara skaðleg þegar börn eiga í hlut, heldur líka fyrir fullorðið fólk. Það er eitt að geta tekið þátt í getraunaleikjum þar sem takmarkanir eru settar í þágu velferðar þátttakanda. Rannsóknir hafa sýnt að slík verðmál séu ekki ávanabindandi. Aftur á móti er ótakmarkað aðgengi að íþróttaveðmálum og fjárhættuspilum, m.a. í svokölluðum "Online Casino", verulega ávanabindandi. Það er þessi veðmálastarfsemi sem veldur fjölda fólks fjárhagsvanda, kvíða, þunglyndi og fjölskylduerfiðleikum. Um veðmálastarfsemi gilda sérstök lög og reglur á Íslandi. Með þeim var tekin ákvörðun um að takmarka aðgengi og útbreiðslu slíkrar starfsemi og um leið er kveðið á um eftirlit sem slík starfsemi lýtur. Ólöglegar veðmálasíður eru sérlega varasamar þar sem þær lúta engri ábyrgð eða eftirliti eins og gildir um þá aðila sem starfsleyfi hafa hér á landi samkvæmt lögum. Þess vegna er mikilvægt að íslenskum lögum sé fylgt eftir og að lokað verði á allar ólöglegar veðmálasíður á Íslandi, ekki aðeins þær sem beinast að börnum. Sérstaklega er þó mikilvægt þegar börn eiga í hlut að samfélagið bregðist hratt og ákveðið við. Því hvet ég þær fjármálastofnanir sem ekki hafa gripið til framangreindra aðgerða að huga að því strax. Jafnframt ættu stjórnvöld og eftirlitsaðilar að taka höndum saman og framfylgja þeim samfélagssáttmála sem fram kemur í lögum og loka á ólöglega starfsemi. Höfundur er formaður UMFÍ.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun