Körfubolti

EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti

Valur Páll Eiríksson skrifar
Valur Páll og Henry Birgir fóru yfir mótið í lokaþættinum á FanZone fyrir utan höllina í Katowice
Valur Páll og Henry Birgir fóru yfir mótið í lokaþættinum á FanZone fyrir utan höllina í Katowice Vísir/Sigurður Már

Síðasti þátturinn af EM í dag á Evrópumóti karla í körfubolta var tekinn upp fljótlega eftir lokaflautið í leik Íslands og Frakklands. Mótið endaði á heljarinnar flengingu en var heilt yfir ánægjulegt.

Henry Birgir Gunnarsson og Valur Páll Eiríksson gerðu upp erfiðan leik Íslands við Frakka sem og mótið allt í lokaþættinum. Mótið hefur verið mikill tilfinningarússibani og gengið á ýmsu.

Stór afturendi kemur þá einnig við sögu.

Svekkelsi er með að fyrsti sigurinn hafi ekki skilað sér en stolt af ótrúlegu hugarfari leikmanna sem og frammistöðu stórkostlegra stuðningsmanna.

Lokaþáttinn af EM í dag má sjá í spilaranum.


Tengdar fréttir

EM í dag: Helgin frá helvíti

Mánudagar verða ekki mikið þreyttari en þessi eftir helgina í Katowice sem verður hér eftir ekki kölluð annað en helgin frá helvíti.

EM í dag: Fimm mínútna martröð

Úff. Erfitt tap að kyngja hjá strákunum okkar á EM í körfubolta. Ævintýralegur lokakafli skilaði tapi fyrir Belgum í leik þar sem Ísland leiddi frá upphafi, nánast til enda. Leikurinn var gerður upp í EM í dag.

EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn?

Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik liðsins á EM karla í körfubolta í Katowice í Póllandi. Margt gott má taka úr leik sem hefði hæglega getað farið á annan veg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×