Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2025 15:03 Craig Pedersen faðmar Ægi Þór Steinarsson eftir leikinn gegn Frakklandi. vísir/hulda margrét Kanadamaðurinn Craig Pedersen hefur áhuga á að halda þjálfun íslenska karlalandsliðsins í körfubolta áfram. Hann hefur stýrt því undanfarin ellefu ár. Ísland tapaði með fjörutíu stiga mun fyrir Frakklandi, 114-74, í lokaleik sínum í D-riðli á Evrópumótinu í dag. Íslendingar töpuðu öllum fimm leikjum sínum á mótinu og hefur ekki enn unnið leik á EM, í fimmtán tilraunum. „Það er erfitt að þetta hafi endað svona. En þetta hefur verið frábært mót og við spiluðum fjóra mjög sterka leiki, tvo þar sem við áttum möguleika á að vinna og tvo þar sem við létum andstæðinginn svitna undir lokin. Það er erfitt að enda á þessum nótum en þetta sýnir líka styrk Frakka og íþróttamennskuna sem þeir búa yfir. Ef þú hikar taka þeir allt frá þér,“ sagði Craig í samtali við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Katowice í dag. „Við bjuggum okkur til ágætis skotfæri strax en þegar þau rötuðu ekki rétta leið tóku þeir völdin og þetta vatt upp á sig. En við tókum okkur saman í andlitinu og spiluðum ágæta síðustu þrjá leikhluta.“ Engin eftirsjá Markmið íslenska liðsins var að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti en það náðist ekki. „Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og við höfum talað mikið um að við hefðum átt að gera þetta og hitt. Þegar ég horfi til baka á jöfnu leikina gerðum við réttu hlutina. Við sköpuðum okkur skotfæri og bjuggum til tækifæri en þetta féll bara ekki með okkur,“ sagði Craig. Klippa: Viðtal við Craig Pedersen „Það er engin eftirsjá hjá mér jafnvel þótt ég hafi hugsað mikið um þetta. Þegar þú tapar jöfnum leikjum hugsarðu að sjálfsögðu hvað þú hefðir getað gert öðruvísi en þegar öllu er á botninn hvolft verðurðu að gera það sem þú telur vera rétt. Ef það virkar ekki er ekkert öruggt að eitthvað annað hefði virkað. En við spiluðum fjóra mjög góða leiki gegn fjórum mjög góðum og reyndum liðum og ég er gríðarlega stoltur af leikmönnunum og framlagi þeirra. Stuðningurinn er líka stórkostlegur. Það fer ekki framhjá neinum og allir tala um það og það er frábært að vera hluti af þessu.“ Craig hrósaði liðsandanum hjá Íslandi og samstöðu leikmannanna. „Leikmennirnir standa saman. Þeir ná vel saman, berjast saman og takast á við bæði góðu og slæmu tímana. Það er styrkur liðsins og hefur alltaf verið. Þetta hefur verið mjög tilfinningaríkt, öll síðasta vika, en það er hluti af þessu og stundum eru góðu tímarnir betri þegar þú gengur í gegnum mótlæti,“ sagði Craig. Þakklátur fyrir stuðninginn Eftir leikinn gegn Frakklandi söng íslenska liðið „Ferðalok“ með stuðningsmönnunum sem Craig hrósaði í hástert. „Þar voru miklar tilfinningar. Það sýnir að stuðningsmennirnir gáfust ekki upp á liðinu. Þeir studdu okkur áfram þrátt fyrir að vera værum fjörutíu stigum undir. Önnur lið taka eftir þessu og geta ekki trúað þessu. Þetta er aðdáundarvert og ég er lánsamur að vera hluti af þessu,“ sagði Craig. Hann hefur stýrt íslenska landsliðinu frá 2014 og komið því á þrjú Evrópumót. Hann vill komast á það fjórða. „Ég vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn. Ég er hrifinn af markmiðinu að komast á EM en ég hef reynt að hugsa ekki um framtíðina því það er mikilvægara að hafa einbeitinguna á þessu móti. Hannes [S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ] og við munum tala saman og við sjáum hvað gerist. Ég vil reyna við annað Evrópumót,“ sagði Craig að endingu. Viðtalið við Craig má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta KKÍ Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Ísland tapaði með fjörutíu stiga mun fyrir Frakklandi, 114-74, í lokaleik sínum í D-riðli á Evrópumótinu í dag. Íslendingar töpuðu öllum fimm leikjum sínum á mótinu og hefur ekki enn unnið leik á EM, í fimmtán tilraunum. „Það er erfitt að þetta hafi endað svona. En þetta hefur verið frábært mót og við spiluðum fjóra mjög sterka leiki, tvo þar sem við áttum möguleika á að vinna og tvo þar sem við létum andstæðinginn svitna undir lokin. Það er erfitt að enda á þessum nótum en þetta sýnir líka styrk Frakka og íþróttamennskuna sem þeir búa yfir. Ef þú hikar taka þeir allt frá þér,“ sagði Craig í samtali við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Katowice í dag. „Við bjuggum okkur til ágætis skotfæri strax en þegar þau rötuðu ekki rétta leið tóku þeir völdin og þetta vatt upp á sig. En við tókum okkur saman í andlitinu og spiluðum ágæta síðustu þrjá leikhluta.“ Engin eftirsjá Markmið íslenska liðsins var að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti en það náðist ekki. „Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og við höfum talað mikið um að við hefðum átt að gera þetta og hitt. Þegar ég horfi til baka á jöfnu leikina gerðum við réttu hlutina. Við sköpuðum okkur skotfæri og bjuggum til tækifæri en þetta féll bara ekki með okkur,“ sagði Craig. Klippa: Viðtal við Craig Pedersen „Það er engin eftirsjá hjá mér jafnvel þótt ég hafi hugsað mikið um þetta. Þegar þú tapar jöfnum leikjum hugsarðu að sjálfsögðu hvað þú hefðir getað gert öðruvísi en þegar öllu er á botninn hvolft verðurðu að gera það sem þú telur vera rétt. Ef það virkar ekki er ekkert öruggt að eitthvað annað hefði virkað. En við spiluðum fjóra mjög góða leiki gegn fjórum mjög góðum og reyndum liðum og ég er gríðarlega stoltur af leikmönnunum og framlagi þeirra. Stuðningurinn er líka stórkostlegur. Það fer ekki framhjá neinum og allir tala um það og það er frábært að vera hluti af þessu.“ Craig hrósaði liðsandanum hjá Íslandi og samstöðu leikmannanna. „Leikmennirnir standa saman. Þeir ná vel saman, berjast saman og takast á við bæði góðu og slæmu tímana. Það er styrkur liðsins og hefur alltaf verið. Þetta hefur verið mjög tilfinningaríkt, öll síðasta vika, en það er hluti af þessu og stundum eru góðu tímarnir betri þegar þú gengur í gegnum mótlæti,“ sagði Craig. Þakklátur fyrir stuðninginn Eftir leikinn gegn Frakklandi söng íslenska liðið „Ferðalok“ með stuðningsmönnunum sem Craig hrósaði í hástert. „Þar voru miklar tilfinningar. Það sýnir að stuðningsmennirnir gáfust ekki upp á liðinu. Þeir studdu okkur áfram þrátt fyrir að vera værum fjörutíu stigum undir. Önnur lið taka eftir þessu og geta ekki trúað þessu. Þetta er aðdáundarvert og ég er lánsamur að vera hluti af þessu,“ sagði Craig. Hann hefur stýrt íslenska landsliðinu frá 2014 og komið því á þrjú Evrópumót. Hann vill komast á það fjórða. „Ég vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn. Ég er hrifinn af markmiðinu að komast á EM en ég hef reynt að hugsa ekki um framtíðina því það er mikilvægara að hafa einbeitinguna á þessu móti. Hannes [S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ] og við munum tala saman og við sjáum hvað gerist. Ég vil reyna við annað Evrópumót,“ sagði Craig að endingu. Viðtalið við Craig má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta KKÍ Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira