Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2025 09:24 Vonbrigðin voru gríðarleg eftir leik í gær, ekki síst vegna dómaraákvarðana sem tóku möguleikann á sigri úr höndum Íslands. Vísir/Hulda Margrét Alþjóðadómari til margra ára segir frammistöðu dómaratríósins í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta í gær til skammar. Allar stórar ákvarðanir féllu með heimamönnum undir lok leiks, og hver einasta hafi verið röng. Mönnum var heitt í hamsi eftir leik gærkvöldsins og sjaldan hefur rólyndismaðurinn Craig Pedersen sést eins æstur og hann var eftir leik. Ísland hafði unnið sig inn í leikinn eftir að hafa verið 16 stigum undir og komust yfir á kafla í fjórða leikhluta. Synd var að ekki væri hægt að útkljá leikinn á gólfinu þar sem síðustu mínútur leiksins fóru nánast einvörðungu fram á vítalínunni. Pólverjar fengu dóm eftir dóm sér í hag. Þeir Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson fóru þá mikinn í umfjöllun RÚV um dómgæsluna. Atvikin sem útkljáðu leikinn, auk umræðu þeirra félaga, má sjá í spilaranum. Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson óðu á súðum í Stofunni eftir leik. pic.twitter.com/ySLndM0ev4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 31, 2025 „Þetta var góður leikur tveggja liða en þriðja liðið mætti ekki til leiks í dag,“ sagði Kristinn Pálsson meðal annars á blaðamannafundi eftir leik. Dómararnir flúðu þá af vettvangi og neituðu að þakka leikmönnum Íslands fyrir leikinn. Líkt og þeir vissu upp á sig sökina. Todd Warnick, alþjóðadómari til margra ára á vegum FIBA og dómaraþjálfari, greindi ákvarðanir dómaratríósins á lokakaflanum fyrir síðuna BasketNews. Hann fær orðið: 1. Ólöglegt screen á Tryggva „Fyrsta atvikið kemur upp þegar 2:39 eru eftir af leiknum og staðan var jöfn eftir að Ísland hafði unnið upp 12 stiga forskot sem hafði verið snemma í fjórða leikhlutanum. Ranglega var dæmd ólögleg blokkering á Tryggva Hlinason eftir að Mateusz Ponitka negldi á hann,“ „Tryggvi gerði allt rétt, gaf honum tíma og fjarlægð, en Ponitka fór harkalega í jörðina – það þýðir samt ekki að dæma eigi brot. Gott en hart screen hjá Tryggva og dómarinn bregst við viðbrögðum (eða látalátum) andstæðingsins frekar en raunverulega hvort sóknarleikmaðurinn sé löglegur eða ekki,“ segir Warnick. 2. Óíþróttamannsleg villa á Elvar Má „Næsta mjög svo vandasama atvik kom upp þegar 1:44 voru eftir í fjórða leikhlutanum. Kamil Laczynski fellur harkalega til jarðar og leikur er stöðvaður vegna meiðsla. Eftir pásu á leiknum í um tvær og hálfa mínútu dettur dómurunum skyndilega í hug að skoða „ofbeldishneigða hegðun“,“ „Það sem sést á skjánum er augljóslega Laczynski og Elvar Friðriksson að læsast saman, þeir tosa í hvorn annan, og þegar það losnar hendir Laczynski sér yfir á öxlina á sér,“ „Dómarateymið skoðar atvikið og metur sem svo að Elvar hendi honum í jörðina, sem er einfaldlega kolrangt. Þetta eru tveir gæjar sem læsast saman, einn fellur í jörðina. Þetta er kallað „körfubolti“.“ „Það mátti heyra hikið í röddum dómaranna þegar þessi dómur féll. Þessi dómur tók alls sjö mínútur áður en leikur hélt áfram með tveimur vítaskotum og boltinn aftur til Póllands vegna óíþróttamannslegrar villu sem hefði aldrei nokkurn tíma átt að dæma,“ segir Warnick. Við það má bæta að Elvar Már sagði við Vísi í viðtali eftir að leik að Laczynski hefði viðurkennt við sig að hann hefði hent sér í jörðina. Það féll ekkert sérlega vel í kramið hjá okkar manni. 3. Draugavilla Ægis „Strax í næstu sókn, þegar 1:33 eru eftir, fer Jordan Loyd í þriggja stiga skot. Ægir Steinarsson verst honum, en dæmd á hann villa og önnur tæknileg villa fyrir mótmæli.“ „Endursýningar sýna að þetta er draugadómur – það er engin snerting á nokkurn hátt,“ segir Warnick. „Þessar þrjár augljóslega röngu ákvaðaranir höfðu gríðarleg áhrif á möguleika Íslands á sigri.“ „Ein önnur athugasemd: Lettinn Andris Aunkrogers hefur dæmt í öllum þremur leikjum Póllands. Hvers vegna að setja dómarann í svona stöðu?“ spyr Warnick. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola súrt tap er liðið mætti Pólverjum í þriðja leik liðsins á Evrópumótinu í körfubolta í gær. 1. september 2025 07:01 Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15 „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður Íslands frá upphafi, hvetur hvern einasta íþróttamann hér á landi til að nota frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í körfubolta sem innblástur til að leggja meira á sig. 31. ágúst 2025 22:04 „Þetta er bara gullfallegt“ Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Pólverjum á Evrópumótinu í kvöld. 31. ágúst 2025 21:20 Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Mönnum var heitt í hamsi eftir leik gærkvöldsins og sjaldan hefur rólyndismaðurinn Craig Pedersen sést eins æstur og hann var eftir leik. Ísland hafði unnið sig inn í leikinn eftir að hafa verið 16 stigum undir og komust yfir á kafla í fjórða leikhluta. Synd var að ekki væri hægt að útkljá leikinn á gólfinu þar sem síðustu mínútur leiksins fóru nánast einvörðungu fram á vítalínunni. Pólverjar fengu dóm eftir dóm sér í hag. Þeir Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson fóru þá mikinn í umfjöllun RÚV um dómgæsluna. Atvikin sem útkljáðu leikinn, auk umræðu þeirra félaga, má sjá í spilaranum. Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson óðu á súðum í Stofunni eftir leik. pic.twitter.com/ySLndM0ev4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 31, 2025 „Þetta var góður leikur tveggja liða en þriðja liðið mætti ekki til leiks í dag,“ sagði Kristinn Pálsson meðal annars á blaðamannafundi eftir leik. Dómararnir flúðu þá af vettvangi og neituðu að þakka leikmönnum Íslands fyrir leikinn. Líkt og þeir vissu upp á sig sökina. Todd Warnick, alþjóðadómari til margra ára á vegum FIBA og dómaraþjálfari, greindi ákvarðanir dómaratríósins á lokakaflanum fyrir síðuna BasketNews. Hann fær orðið: 1. Ólöglegt screen á Tryggva „Fyrsta atvikið kemur upp þegar 2:39 eru eftir af leiknum og staðan var jöfn eftir að Ísland hafði unnið upp 12 stiga forskot sem hafði verið snemma í fjórða leikhlutanum. Ranglega var dæmd ólögleg blokkering á Tryggva Hlinason eftir að Mateusz Ponitka negldi á hann,“ „Tryggvi gerði allt rétt, gaf honum tíma og fjarlægð, en Ponitka fór harkalega í jörðina – það þýðir samt ekki að dæma eigi brot. Gott en hart screen hjá Tryggva og dómarinn bregst við viðbrögðum (eða látalátum) andstæðingsins frekar en raunverulega hvort sóknarleikmaðurinn sé löglegur eða ekki,“ segir Warnick. 2. Óíþróttamannsleg villa á Elvar Má „Næsta mjög svo vandasama atvik kom upp þegar 1:44 voru eftir í fjórða leikhlutanum. Kamil Laczynski fellur harkalega til jarðar og leikur er stöðvaður vegna meiðsla. Eftir pásu á leiknum í um tvær og hálfa mínútu dettur dómurunum skyndilega í hug að skoða „ofbeldishneigða hegðun“,“ „Það sem sést á skjánum er augljóslega Laczynski og Elvar Friðriksson að læsast saman, þeir tosa í hvorn annan, og þegar það losnar hendir Laczynski sér yfir á öxlina á sér,“ „Dómarateymið skoðar atvikið og metur sem svo að Elvar hendi honum í jörðina, sem er einfaldlega kolrangt. Þetta eru tveir gæjar sem læsast saman, einn fellur í jörðina. Þetta er kallað „körfubolti“.“ „Það mátti heyra hikið í röddum dómaranna þegar þessi dómur féll. Þessi dómur tók alls sjö mínútur áður en leikur hélt áfram með tveimur vítaskotum og boltinn aftur til Póllands vegna óíþróttamannslegrar villu sem hefði aldrei nokkurn tíma átt að dæma,“ segir Warnick. Við það má bæta að Elvar Már sagði við Vísi í viðtali eftir að leik að Laczynski hefði viðurkennt við sig að hann hefði hent sér í jörðina. Það féll ekkert sérlega vel í kramið hjá okkar manni. 3. Draugavilla Ægis „Strax í næstu sókn, þegar 1:33 eru eftir, fer Jordan Loyd í þriggja stiga skot. Ægir Steinarsson verst honum, en dæmd á hann villa og önnur tæknileg villa fyrir mótmæli.“ „Endursýningar sýna að þetta er draugadómur – það er engin snerting á nokkurn hátt,“ segir Warnick. „Þessar þrjár augljóslega röngu ákvaðaranir höfðu gríðarleg áhrif á möguleika Íslands á sigri.“ „Ein önnur athugasemd: Lettinn Andris Aunkrogers hefur dæmt í öllum þremur leikjum Póllands. Hvers vegna að setja dómarann í svona stöðu?“ spyr Warnick.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola súrt tap er liðið mætti Pólverjum í þriðja leik liðsins á Evrópumótinu í körfubolta í gær. 1. september 2025 07:01 Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15 „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður Íslands frá upphafi, hvetur hvern einasta íþróttamann hér á landi til að nota frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í körfubolta sem innblástur til að leggja meira á sig. 31. ágúst 2025 22:04 „Þetta er bara gullfallegt“ Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Pólverjum á Evrópumótinu í kvöld. 31. ágúst 2025 21:20 Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola súrt tap er liðið mætti Pólverjum í þriðja leik liðsins á Evrópumótinu í körfubolta í gær. 1. september 2025 07:01
Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15
„Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður Íslands frá upphafi, hvetur hvern einasta íþróttamann hér á landi til að nota frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í körfubolta sem innblástur til að leggja meira á sig. 31. ágúst 2025 22:04
„Þetta er bara gullfallegt“ Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Pólverjum á Evrópumótinu í kvöld. 31. ágúst 2025 21:20