Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2025 08:00 Deni Avdija er stærsta stjarnan í liði Ísraels enda leikmaður Portland Trail Blazers í NBA-deildinni. Getty/Dragana Stjepanovic Fyrsti leikur Íslands á EM karla í körfubolta á morgun vekur sérstaka athygli vegna mótherja liðsins, Ísraels. Alþjóðalögreglan Interpol tekur þátt í að gæta öryggis leikmanna Ísraels sem ráðlagt hefur verið að leyna þjóðerni sínu utan vallar. Um þetta fjallar ísraelski miðillinn Israel Hayom og segir að andstaða í heiminum gegn Ísrael hafi til að mynda valdið því að körfuboltalandsliðið hafi átt afar erfitt með að finna sér vináttulandsleiki til undirbúnings fyrir EM. Önnur landslið hafi ekki viljað spila við Ísrael því þau hafi ekki viljað vera talin vera að taka pólitíska afstöðu. Yfir 63.000 manns hafa látist í stríði Ísraels og Hamas, þar af yfir 62.000 Palestínumenn. Samkvæmt Washington Post hefur að meðaltali meira en eitt palestínskt barn látist á hverri klukkustund frá því að yfirstandandi stríðsátök hófust fyrir næstum tveimur árum. Körfuknattleikssamband Íslands hefur verið hvatt til þess að sniðganga leikinn við Ísrael á morgun en sambandið tók af allan vafa með yfirlýsingu í síðustu viku um að Ísland myndi spila. Þar kom fram að KKÍ hefði þrýst á alþjóða samböndin um að banna Ísrael þátttöku í alþjóðlegum keppnum en að á meðan að FIBA og FIBA Europe leyfi þátttöku Ísraels þá kosti það Ísland háar sektir og bönn að mæta ekki til leiks. Samkvæmt grein Israel Hayom gerir reiði í garð Ísraels það að verkum að sérstaklega stór hópur öryggisvarða mun fylgja leikmönnum á Evrópumótinu í Póllandi. Ísraelskt íþróttafólk er vant því að hafa öryggisgæslu í gegnum tíðina en hún er sérstaklega mikil á mótinu. Ráðlagt að láta lítið fyrir sér fara Þannig taki Interpol þátt í því að tryggja öryggi ísraelska liðsins, í samstarfi við ísraelsku öryggisþjónustuna (Shin Bet) og lögregluyfirvöld í Póllandi. Leikmönnum hefur engu að síður verið ráðlagt að fela fána og önnur merki þess að þeir séu frá Ísrael, þegar þeir eru ekki að spila leiki á mótinu, og láta sem minnst fyrir sér fara. Hið sama gildir væntanlega um stuðningsmenn. Fyrr í þessum mánuði var steinum kastað í rútu ísraelskra stuðningsmanna eftir fótboltaleik á milli pólska liðsins Rakow Czestochowa og ísraelska liðsins Maccabi Haifa í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn fór fram í Debrecen í Ungverjalandi, þar sem ísraelsk lið fá ekki að spila alþjóðlega leiki í heimalandi sínu. Á leiknum höfðu stuðningsmenn Ísraels sýnt borða sem á stóð „morðingjar síðan 1939“. Karol Nawrocki, forseti Póllands, sagði borðann hneyksli og móðgun við minningu pólskra borgara, þar á meðal þrjár milljónir gyðinga, sem létust í seinni heimsstyrjöldinni. Leikur Íslands við Ísrael hefst klukkan 12 á morgun að íslenskum tíma. Það verður fyrsti leikur af fimm sem Ísland spilar í riðlakeppninni, í Katowice í Póllandi, á einni viku. Teymi Sýnar fylgir íslenska liðinu eftir út keppnina. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira
Um þetta fjallar ísraelski miðillinn Israel Hayom og segir að andstaða í heiminum gegn Ísrael hafi til að mynda valdið því að körfuboltalandsliðið hafi átt afar erfitt með að finna sér vináttulandsleiki til undirbúnings fyrir EM. Önnur landslið hafi ekki viljað spila við Ísrael því þau hafi ekki viljað vera talin vera að taka pólitíska afstöðu. Yfir 63.000 manns hafa látist í stríði Ísraels og Hamas, þar af yfir 62.000 Palestínumenn. Samkvæmt Washington Post hefur að meðaltali meira en eitt palestínskt barn látist á hverri klukkustund frá því að yfirstandandi stríðsátök hófust fyrir næstum tveimur árum. Körfuknattleikssamband Íslands hefur verið hvatt til þess að sniðganga leikinn við Ísrael á morgun en sambandið tók af allan vafa með yfirlýsingu í síðustu viku um að Ísland myndi spila. Þar kom fram að KKÍ hefði þrýst á alþjóða samböndin um að banna Ísrael þátttöku í alþjóðlegum keppnum en að á meðan að FIBA og FIBA Europe leyfi þátttöku Ísraels þá kosti það Ísland háar sektir og bönn að mæta ekki til leiks. Samkvæmt grein Israel Hayom gerir reiði í garð Ísraels það að verkum að sérstaklega stór hópur öryggisvarða mun fylgja leikmönnum á Evrópumótinu í Póllandi. Ísraelskt íþróttafólk er vant því að hafa öryggisgæslu í gegnum tíðina en hún er sérstaklega mikil á mótinu. Ráðlagt að láta lítið fyrir sér fara Þannig taki Interpol þátt í því að tryggja öryggi ísraelska liðsins, í samstarfi við ísraelsku öryggisþjónustuna (Shin Bet) og lögregluyfirvöld í Póllandi. Leikmönnum hefur engu að síður verið ráðlagt að fela fána og önnur merki þess að þeir séu frá Ísrael, þegar þeir eru ekki að spila leiki á mótinu, og láta sem minnst fyrir sér fara. Hið sama gildir væntanlega um stuðningsmenn. Fyrr í þessum mánuði var steinum kastað í rútu ísraelskra stuðningsmanna eftir fótboltaleik á milli pólska liðsins Rakow Czestochowa og ísraelska liðsins Maccabi Haifa í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn fór fram í Debrecen í Ungverjalandi, þar sem ísraelsk lið fá ekki að spila alþjóðlega leiki í heimalandi sínu. Á leiknum höfðu stuðningsmenn Ísraels sýnt borða sem á stóð „morðingjar síðan 1939“. Karol Nawrocki, forseti Póllands, sagði borðann hneyksli og móðgun við minningu pólskra borgara, þar á meðal þrjár milljónir gyðinga, sem létust í seinni heimsstyrjöldinni. Leikur Íslands við Ísrael hefst klukkan 12 á morgun að íslenskum tíma. Það verður fyrsti leikur af fimm sem Ísland spilar í riðlakeppninni, í Katowice í Póllandi, á einni viku. Teymi Sýnar fylgir íslenska liðinu eftir út keppnina.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira