Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2025 08:36 Oblique Seville gegndrepa en ánægður í rigningunni í Lausanne. EPA/LAURENT GILLIERON Frjálsíþróttafólkið á Demantamótinu í Lausanne í gærkvöld þurfti að glíma við nánast ómögulegar aðstæður sökum úrhellis á meðan á keppni stóð. Rigningin hafði gríðarleg áhrif og sjálfsagt mest á keppendur í stökkgreinum. Þannig þurfti á endanum að blása af keppni í stangarstökki kvenna þegar ráin hafði aðeins verið hækkuð einu sinni. Svo heppilega vildi til að stangarstökk karla hafði verið haldið í miðborg Lausanne kvöldið fyrir aðalkeppnina, í mun betri aðstæðum. Langstökkskeppendur áttu einnig í miklum vandræðum enda safnaðist sífellt vatn á brautina og pollar mynduðust við plankann sem þeir stukku af. Einn af hápunktum kvöldsins var 100 metra hlaup karla þar sem Jamaíkumaðurinn Oblique Seville átti frábært hlaup miðað við aðstæður, og kom langfyrstur í mark, á undan bandaríska Ólympíumeistaranum Noah Lyles. Oblique Seville 🇯🇲 clocks 9.87s (-0.3) to win men's 100m at the Lausanne Diamond League!2. Noah Lyles 🇺🇸 10.023. Ackeem Blake 🇯🇲 10.024. Akani Simbine 🇿🇦 10.055. Zharnel Hughes 🇬🇧 10.09pic.twitter.com/bRZ7nelDVv— Track & Field Gazette (@TrackGazette) August 20, 2025 Seville var sá eini sem hljóp undir 10 sekúndum en hann kom í mark á 9,87, eða 15/100 úr sekúndu á undan Lyles. „Við getum staðið okkur jafnvel í fellibyl,“ sagði Seville eftir hlaupið. „Fyrir mér snerist þetta bara um framkvæmdina og að sýna yfirburði mína – losa mig frá hópnum enn á ný,“ sagði Seville. „Ég átti bara skelfilegt viðbragð við byssuskotinu. Líkamlega líður mér frábærlega og er viss um að með hverju hlaupi verð ég betri,“ sagði Lyles en það styttist í sjálft heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum þar sem ljóst er að hart verður barist. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Sjá meira
Rigningin hafði gríðarleg áhrif og sjálfsagt mest á keppendur í stökkgreinum. Þannig þurfti á endanum að blása af keppni í stangarstökki kvenna þegar ráin hafði aðeins verið hækkuð einu sinni. Svo heppilega vildi til að stangarstökk karla hafði verið haldið í miðborg Lausanne kvöldið fyrir aðalkeppnina, í mun betri aðstæðum. Langstökkskeppendur áttu einnig í miklum vandræðum enda safnaðist sífellt vatn á brautina og pollar mynduðust við plankann sem þeir stukku af. Einn af hápunktum kvöldsins var 100 metra hlaup karla þar sem Jamaíkumaðurinn Oblique Seville átti frábært hlaup miðað við aðstæður, og kom langfyrstur í mark, á undan bandaríska Ólympíumeistaranum Noah Lyles. Oblique Seville 🇯🇲 clocks 9.87s (-0.3) to win men's 100m at the Lausanne Diamond League!2. Noah Lyles 🇺🇸 10.023. Ackeem Blake 🇯🇲 10.024. Akani Simbine 🇿🇦 10.055. Zharnel Hughes 🇬🇧 10.09pic.twitter.com/bRZ7nelDVv— Track & Field Gazette (@TrackGazette) August 20, 2025 Seville var sá eini sem hljóp undir 10 sekúndum en hann kom í mark á 9,87, eða 15/100 úr sekúndu á undan Lyles. „Við getum staðið okkur jafnvel í fellibyl,“ sagði Seville eftir hlaupið. „Fyrir mér snerist þetta bara um framkvæmdina og að sýna yfirburði mína – losa mig frá hópnum enn á ný,“ sagði Seville. „Ég átti bara skelfilegt viðbragð við byssuskotinu. Líkamlega líður mér frábærlega og er viss um að með hverju hlaupi verð ég betri,“ sagði Lyles en það styttist í sjálft heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum þar sem ljóst er að hart verður barist.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Sjá meira