Innlent

Mínútuþögn á Menningar­nótt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hjólakappar sýndu flott tilþrif á blaðamannafundinum og það gerðu hjólabrettagæjar líka sem verða með viðburðinn Skrans í Listasafni Reykjavíkur.
Hjólakappar sýndu flott tilþrif á blaðamannafundinum og það gerðu hjólabrettagæjar líka sem verða með viðburðinn Skrans í Listasafni Reykjavíkur. vísir/Anton Brink

Einnar mínútu þögn verður á Arnarhóli á Menningarnótt í ár til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur. Þetta kom fram á blaðamannfundi vegna hátíðarinnar á Ingólfstorgi í morgun.  Þar var farið yfir dagskrá hátíðarinnar, lokanir í miðborginni og aðgengis- og öryggismál. 

Landsmönnum er enn í fersku minni hnífsstunguárás á Bryndísi Klöru við Skúlagötu á Menningarnótt í fyrra. Hún lést af sárum sínum nokkrum dögum síðar. 

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri fór yfir framkvæmd og áherslur hátíðarinnar í ár. Þá tók Jói Pé lagið.

Menningarnótt er ein vinsælasta hátíð Reykjavíkurborgar þar sem boðið er upp á fjölbreytta skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Rekstraraðilar, íbúar og listafólk bjóða upp á viðburði vítt og breitt í miðborginni.

„Á Menningarnótt er ávallt lögð sérstök áhersla á að fjölskyldan njóti samveru, komi saman í bæinn og fari heim saman.Gestir Menningarnætur eru hvattir til að koma í bæinn á hjóli eða gangandi eða taka skutlur frítt frá bílastæðum við Borgartún og í Laugardal,“ segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×